Vísir


Vísir - 25.08.1981, Qupperneq 1

Vísir - 25.08.1981, Qupperneq 1
VEGABREF SIGURÐAR GILTI í EINN DAG „Sendiráðið i Bretlandi fékk bréf frá Sigurði Þór Sigurðssyni i vor, þar sem hann óskaði eftir þvi aö hann fengi vegabréf, þvi hann ætlaði að gefa sig fram við islensk yfirvöld. Að svo stöddu var ekkert gert, en siðar hafði Sigurður samband simleiðis og 20. ágúst var heimilað að jgefa út bráöabirgðavegabréf, sem ein- ungis gildir i einn dag", sagði Gunnar Snorri Gunnarsson full- trúi i Utanrikisráðuneytinu, um ferðir Siguröar Þórs Sigurðs- sonar, strokufangans frá Vestre fangelsinu. Að sögn Gunnars Snorra var þvi bráðabirgðavegabréfið sér- staklega gefið út fyrir ferðina frá Bretlandi til tslands kvöldið sem hann kom, hinn 20. ágúst, og aðstandendur hans hér greiddu miðann hjá Flugleiðum i Reykjavik. „Það er þvi aug- ljóst að islensk yfirvöld vissu nákvæmlega um ferðir Sigurðar Þórs”, sagði Gunnar Snorri. Hins vegar munhafa fundist á Sigurði Þór, eitthvað af fikni- efnum, er hann kom til Kefla- vikur. Hann gaf sig ekki fram við vegabréfsskoðun á Kefla- vikurflugvelli. Svo virðist vera sem dóms- málaráðuneytið hafi ekki séð svo um að sérstaklega væri tek- ið á móti Sigurði Þór, en Þor- steinn Jónsson fulltrúi i dóms- - gaf sig ekki fram viö toii- gæsluna málaráðuneytinu, vildi ekki staðfesta við Visi i morgun að dómsmálaráðuneytið hafi haft nákvæmar upplýsingar um hvenær Sigurður Þór kæmi til landsins. — AS „Hvar finn ég vatn?” spurði hann, breskur fararstjóri á vegum BritishSchool Exploring Society, sem stöðvaði ferð Visismanna um hálendiö á dögunum. Hann var með 30 unglinga á sinum snærum og haföi hópurinn verið vatnslaus I tvo daga. VIsism.GVA „Valn, vatn... Hvar linn ég vatn?” Taining hófst klukkan 9 i morgun. Biskupskiðr: Talið I morgun Um hádegisbilið i dag átti að vera ljóst.hver verður næsti bisk- up Islands. Talning hinna 148 kjörseðla i annarri umferð hófst i morgun klukkan niu og átti að ljúka skömmu fyrir hádegi. Kosningin stendur á milli sr. ðlafs Skúlasonar og sr. Péturs Sigurgeirssonar, þar sem þriðji aðili kjörseðilsins, sr. Arngrimur Jónsson, hefur óskað eftir að fá að sitja hjá, en þessir þrir urðu efstir eftir fyrri umferð. Sá er sigrar mun taka við af sr. Sigurbirni Einarssyni 1. október næstkomandi. — JB Hún slapp frá Yorkshlre- morðingjanum - Slá mannlll bls. 18-19 „Vatn, vatn, hvar get ég fundið vatn”, spurði breskur fararstjóri úr British School Exploring Society, sem VIsis- menn óku fram á á leið sinni úr Hvannalindum á dögunum, en þar hafa dvalið á annað hundrað manns við rannsóknarstörf, aö undanförnu eins og kunnugt er af fréttum. Visismenn fóru i Hvanna- lindir og náðu þar tali af leið- angursstjóra Bretanna Brian Needham, þar sem hann sagði •meðal annars að heimsókn sýslumanns Norður-Múlasýslu og félaga fyrir skömmu hefði verið góðra gjalda verð, en rök þeirra fyrir þvi að hætta yrði við ferðina á Vatnajökul hefðu verið mjög ófullnægjandi. „Það var erfitt að hætta við ferðina, sem var ár i undirbúningi”, sagði hann, „en við tókum þá ákvörðun vegna þess, að við er- um gestir á Islandi og viljum fyrir alla muni vera samvinnu- þýðir við islensk stjórnvöld”. A leiðinni úr Hvannalindum stöðvaði ferð Visismanna maður einn til að spyrja, hvar hann gæti fundið vatn! Kom uppúr kafinu, að maöurinn var fararstjóri á vegum British School og var með 30 unglinga á sinum snærum á leið á tveimur jafnfljótum frá Hvannalindum til Mývatns. Hópurinn haföi verið matarlaus i tvo daga, þvi ekkert vatn hafði fundist, en maturinn er allur þurrkaður. Heldur var hópurinn þreytu- legur að sjá og tveir liðsmanna voru veikir og sagði einn þátt- takenda, aö leiðangurinn allur væri illa skipulagður og svo virtist, sem stjórnendur vissu litið, hvað þeir væru að gera. Sjá nánar bls. 14—15. — KÞ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.