Vísir


Vísir - 25.08.1981, Qupperneq 8

Vísir - 25.08.1981, Qupperneq 8
vtsm Þriðjudagur 25. ágúst 1981 utgefandi: Reykjaprent h.f. Rilstjori: Ellert B. Schram. 'Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðarf réttastjóri: Kjartan Stefansson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen- .drup, Árni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena. Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.‘ Blaðamaðurá Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig- rfíundur Ó. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- son. Utlitsteiknun: Magnús Ölafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson .Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, símar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Áskrif targjald kr. 80 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 5 krónur eintakiö. Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. Bættur rekstur Fríhafnar AAikiI og góð umskipti hafa orð- id í rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli á síðustu misserum. Eins og fram kom í frétt Vísis í gær hefur dregið stórlega úr vörurýrnun hjá fyrir- tækinu og veltan aukist mjög þótt starfsfólki hafi fækkað um þriðj- ung. Loksins virðist þessi rekstur vera að komast á heilbrigðan grundvöll eftir margra ára ó- stjórn og sukk. Fyrir tveimur árum eða svo hóf Vísir að birta fréttir af Fri- hafnarsukkinu. Blaðið greindi frá gífurlegri rýrnun. sem nam mörgum prósentum af veltu og þar með voru þó ekki öll kurl komin til grafar því lagt var aukagjald á eina áfengistegund til að fela hluta af rýrnuninni. Auk þess voru gjaldeyrisskil Fri- hafnarinnar undir eðlilegum mörkum og þannig mætti halda áfram að nefna dæmi um þá spillingu sem þarna grasseraði ó- átalin. Vísir byggði fréttir sínar á traustum heimildum enda hafa þær ekki verið bornar til baka af ábyrgum aðilum. Hins vegar brugðust sumir forvarsmanna Fríhafnarinnar hinir verstu við uppljóstrunum Vísis. Lýstu þeir því yfir að ekki væri fótur fyrir f réttum blaðsins og voru stóryrð- in hvergi spöruð. Ágrundvelli frétta Vísis ákvað Benedikt Gröndal þáverandi ut- anríkisráðherra, að láta fara fram opinbera rannsókn á rekstri Fríhafnarinnar. Sú rann- sókn tók langan tíma og Vísir mótmælti þvi að embætti lög- reglustjóra á Keflavíkurf lugvelli var falið að annast rannsóknina. Ríkissaksóknara fannst frum- rannsókn ófullnægjandi og lét fara fram framhaldsrannsókn sem tók marga mánuði. Við yfir- heyrslur komu fram upplýsingat; sem staðfestu enn frekar fréttir Vísis. Hins vegar kom það mörg- um á óvart, að eftir að rannsókn lauk var aðeins gef in út ákæra á hendur einum manni og hann þannig gerður ábyrgur f yrir mis- ferli, sem fjölmargir tóku þátt í. Hitt skiptir þó mestu máli, að allt þetta hafði það í för með sér að stjórnvöld tóku á sig rögg og ákváðu að koma lagi á rekstur- inn. Rætt var um að bjóða rekst- ur Fríhafnarinnar út á frjálsum markaði að öllu leyti nema sölu á áfengi og tóbaki, líkt og tíðkast í fríhöfnum nálægra landa. Þessi leið var þó ekki valin, heldur var starfsmönnum falið að annast reksturinn að mestu leyti og nýir menn tóku við fjármálastjórn fyrirtækisins. Síðan hefur stöð- ugt dregið úr rýrnun og afkoma Fríhafnarinnar batnað. Óhætt er að f ullyrða, að þær upphæðir sem áður hurfu úr rekstrinum með ýmsum hætti skiptu milljónum á ári. Ríkið hefur því síður en svo tapað á því að hreinsa til í Frí- höfninni, þótt sú hreingerning hefði mátt vera rækilegri. Þá hefur þjónusta við við- skiptavini batnað mjög i Fríhöfn- inni, afgreiðslufólk mun liprara og þægilegra i viðmóti en áður og fólk sem þarna fer um óttast ekki lengur að verið sé að svindla á því. Hins vegar er vonlaust að bæta við fleiri vöruflokkum eða auka úrval varnings i Fríhöfn- inni meðan ekki fæst byggð ný flugstöð. i versluninni eru óskap- leg þrengsli á annatímum og fá þá ekki allir tækifæri til að versla sem vilja. Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra hirðir glaður gróð- ann af Fríhöfninni, en hann má ekki heyra á það minnst,að byggð verði ný flugstöð. Ragnar Arn- alds stórhækkar flugvallarskatt af farþegum. sem um völlinn fara en lætur sig engu varða þótt starfsfólk þar verði að vinna í hei Isuspil landi kofaræksnum sem eru landi og þjóð til hábor- innar skammar. '^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^ 1 I i VILMUNDARSUNIAR? Það er kannski of fljótf að spá þv i aö sumarið 1981 m uni verða kennt við Alþýðublaðsmálið og Vilmund Gylfason alþingis- mann og fyrrvcrandi „sumar- ritstjóra”, en ekki getur það tal- ist fráleitt miðað við það sem á undan cr gengið. Og siðasta vika f fjöl- miðlunarheiminum var engin undantckning frá þeim á undan, að blaöaheimur vor snérist aö mestu um fyrrgreindan al- þingismann og umsvif hans, deilurnar á Alþýðublaðinu og siðasten ekki sist hið nýja viku- blað.sem Vilmundur og félagar hans boðuðu að út kæmi i vik- XS Nú eru það vitanlega talsverð Sx tiðindi í okkar heldur fábreyti- Sv lega fjölmiðlaheimi, aö nýtt SxJ vikublað hefji göngu sina og út w af fvrir sig ber að fagna sliku. Sx> En það verður höfundur þessara sSý lina að viðurkenna, að efni þessa fyrsta tölublaðs Nýs !XS Lands olli honum talsverðum vonhrigðuin. Að sönnu var !SS undirbúningstiminn að útkomu blaðsins i knappasta lagi og SSJ kannski hefði ekki komiö að sök, w þótl útkoma fyrsta tölublaðsins W hefði dregist eins og um eina w viku — jafnvel lengur — og \Ss menn notaö þann tima til þess sSS að afla cfnis og kannski lika að NS leggja nánar niður fyrir sér NS hvernig blaðið skyldi líta út. En !ÍS Vilmundur og hans menn eru I NS miklum flýti og vilja ekki meö jSs nokkru móti missa af imynduð- að taka með i 0£ skevtinhalda áfram Eins og við var að búast var mestur hluti efnis Nýs Lands helgaður þeim deilum sem upp risu milli Vilmundar ritstjóra og félaga hans við blaðstjórn og raunar flokksstjórn Alþýðu- flokksins — og seinast við Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóra og ábyrgðarmann Alþýðublaðs- ins. En nær ekkert nýtt kom fram i útskýringum og greinum aðstandenda Nýs Lands um þau mál — nema ef vera skyldi að prentuð var ræða sú sem Vil- mundur flutti á Borgarfundi þeirra Jóns Baldvins á dögun- um og var það svosem ágætt út af fyrirsig. En það vakti athygli höfundar þessara lina, að i sið- asta Helgarpósti er gerð eins- konar úttekt á Vilmundi al- þingismanni og leitað bæði til meintra pólitiskra samherja sem andstæðinga um mat þeirra á manninum. Umsagnir andstæðinga hans voru nokkuð i samræmi við það, sem maður átti von á — en af einhverjum ástæðum leitaði Helgarpóstur- inn ekki til neinna nafnkunnra framsóknarmanna um álit þeirra á alþingismanninum — en það gæti hafa orðiö fróðleg lesning — einkum ef t.d. ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra hefði fengist til þess að leysa frá skjóðunni. Þaö var hinsvegar úttekt fyrrum samritstjóra Vilmundar á Alþýðublaðinu — Jóns Bald- vins Hannibalssonar á sam- starfsmanni sinum og flokks- samherjar i pólitik fjalli um hver annan opinberlega öðru- visi en með hæfilegu hrósi — mannkostimir og hæfileikarnir eru rækilega tiundaðir en þess yfirleitt ekki getið, sem mönn- um kann aö þykja miður i fari mannsins. Jón Baldvin fór ekki að þessum sið og var það býsna hressandi svo ekki sé meira sagt og góð tilbreyting, hvort heldur núJón Baldvin hefur rétt fyrir sér eða ekki. En tilhlökk- imarefni hlýtur það að vera, að geta átt von á svona skeyta- sendingum við og við og ansi skyti það skökku við, ef lesend- um Nýs lands gefst ekki kostur á að lesa mat Vilmundar á fyrr- um samritstjóra sinum i næsta tölublaði. Dómsmál A mánudag i fyrri viku ræddi Dagblaðiðvið Sr. Jón Bjarman og vék klerkur þar m.a. að yfir- heyrslunum yfir sakborningum i svokölluðum Geirfinns og Guð- mundarmálum og þeim stað- hæfingum, að likamsmeiðing- um heföi verið beitt til þess að knyja fram játningar. Eins og vænta mátti varð þetta viðtal FJÖLMIÐLAR SÍÐUSTU VIKU Páll Heiöar Jónsson skrifar tilefni til meiri skrifa i blaðinu um þetta efni, leiðari birtist um málið, rætt var við biskup, dómsmálaráðherra og yfir- fangavörð og um skeið var engu likara en fyrrgreind sakamál væru komin enn og aftur á dag- skrá — iDu heilli. Hér verður ekki farið út í þá sálma að rifja upp tiltekin atvik i rannsókn Geirfinnsmálsins eða þá harmleiki, sem tengdust þeim enda yfrið nóg verið um það allt ritað og einhvernvegin býðurritara þessara lina í grun, að ýmsir þeir sem hæst höfðu og mest skrifuðu um meinta spill- ingu i dómskerfi okkar, kysu að skrif þeirra væru gleymskunni falin og þau hefðu aldrei verið sett á blað og þaðan af siður prentuð. Það væri engu að siður verðugt verkefni fyrir dugmik- inn fjölmiðlamann, að fletta þeim ótal blaðadálkum, sem sáu dagsins ljós á fyrri áratug og gæti kannski þénað sem við- vörun til þeirra, sem við frétta- mennskuna fást að fara að öllu með gát i framtiðinni. Þó sakar ekki að minna á það, að um ti'rna leit helst út fyrir aö hér rikti andrúmsloft tortryggni og hleypidóma og það i svo rik- um mæli, að engu er likara en að svokallað almenningsálit, (sem að verulegu leyti var ekki annað en fullyrðingar nokkuð snjallra aróðursmanna) væri á þeirri skoðun, að allt dómskerfi þjóðarinnar væri handónýtt og það sem verra var, spillt og rot- ið og þá verandi yfirmaður þess, Ólafur Jóhannesson vitorðs- maður með glæpamönnum! Sem betur fór gekk þetta gjöm- þetta minnst hér, að engu var h'kara en menn vildu upphefja eftir að endurtaka sig en þvi er á Sx þann ljóta leik aftur i fvrri viku. Vonandi hafa menn lært það af reynslunni, að fara varlega i þessum sökum og ve’/a ekki að vekja upp drauga að ástæðu- lausu. bróöur, sem vakti verulega at- _____________ hygli. Það er býsna sjaldgæft að ingaveður yfirog á vonandi ekki Ný Biblia Og s vona und ir lokin er rétt og skylt að geta þess viðburðar i fjölmiðlun liðinnar viku, sem merkastur hlýtur að teljast, en það var útkoma nýrrar Bibliu- útgáfu, en hún var kynnt um miðja vikuna. Raunar hjó ritari þessara lina eftir þvi að blöðunum bar ekki allskostar saman um útgáfu- kostnaðinn — á einum stað var hann talinn nema 300milljónum gamalla króna en á öðrum bara 200 milljónum. Raunar skiptir það nú ekki öllu máli — ný Bibliuútgáfa er það sem máli skiptir. Og þau gleðitiöindi bár- ust frá Kjarvalsstöðum, þegar forseta vorum var afhent bókin, að ki rk jum álaráðherrann hyggðist beita sér fyrir þvi aö söluskattur yrði ekki lagður á Guðsorðið. Vonandi fær hann þvi framgengt við samráðherra sinn i hinum enda Arnarhvols! Það er raunar erfitt að sjá hvernig f jármálaráðherrann getur annað en orðið við þessum tilmælum, úr þvi að hann er ný- búinn að fella niður vörugjald af eldavélum, ryksugum og is- skápum — jafnvel þótt frysti- kistur skuli bera fyrrgreint gjald! Páll Heiðar Jónsson I | I 1 !

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.