Vísir - 29.08.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 29.08.1981, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 29. ágúst 1981 VÍSIR Jónatan Gar&arson skrifar: BLACK UHURU fremur rokk Þá er enn einu sinni að vænta erlendrar heimsóknar á popp- grundir okkar og er það breska hljómsveitin Fall sem ætlar að seðja hungraöa rokkgeggjara að þessu sinni. F’all er frá borg- inni Manchester i norðurhluta Bretlands eins og Any Trouble, sem voru hér á ferð fyrir nokkr- um mánuðum. bað er vonandi aö Fall fái fleiri hljómleikagesti en Any Trouble gerðu, þvi til þess er jú leikurinn gerður aö fólk komi að hlusta á meðlimina leika tónlistina i eigin persónu. Frá Manchester Þaö er i rauninni undarlegt að tvær hljómsveitir frá sömu borg heimsæki okkur með nokkurra mánaða millibili, þvi það eru engin önnur tengsl milli þessara heimsókna. Clive Gregson git- arleikari Any Trouble tjáði reyndar Helgarpoppinu að margt væri likt með Islandi og Manchester. Landslagið væri svipað, hrjóstrugt og fjalllent, en varla eru þessar hljómsveitir að sækjast eftir náttúruskoðun einni saman. Fall er i hópi þeirra hljómsveita sem njóta mikillar „neðanjarðar hylli”. Hljómsveitin leikur hrátt rokk með beinskeyttum textum. Það má þó búast við að boðskapur Fall komist illa til skila þvi Mark E. Smith söngvari og for- sprakki hljómsveitarinnar syngur á mállýsku sem kennd er vib Manchester. Mállyska þessi þykir illskiljanleg i Eng- landi hvað þá utan landsins. Það er bara um að gera aö „fila” músikina enda er það eitt af boðorðum hljómsveitarinnar. Tíö mannaskipti Fall hefur gengið erfiðlega að halda á mannskap og eru þeir Mark E. Smith og Mark Riiey þeir einu sem verið hafa i hljómsveitinni frá upphafi, eða frá áramótum 1976/77. Þeir tveir eru þvi aðal málpipur hljómsveitarinnar. Samkvæmt öllu verður Fall skipuð Steve Hanley (bassi, gitar, söngur), bróður hans Paul Hanley (trommur) og Craig Scanton (gitar, pianó) auk þeirra Smith og Riley, er hljómsveitin kemur hingað til lands. Fyrir skömmu mun þó Karl Burns, fyrsti trommari Fall hafa hlaupið i skarðið fyrir Paul Hanley, er þljómsveitin var a ferð um Evr- ópu. Naflaskoðun Af vinsældakosningum breska poppritsins Zig Zag má glöggt ráða að Fall njóta hylli þeirra sem ekki hlusta á svokaliað „skallapopp”. Hljómsveitin og plötur hennar eru jafnan ofar- lega á blaði i kosningum þessum og á vinsældalistum „óháðu út- gáfufyrirtækjanna”. Það er Rough Trade útgáfan sem gefur út plötur Fall en það fyrirtæki mun vera stærsta óháða útgáfan i Bretlandi um þessar mundir. Með orðunum „óháðu útgáfu- fyrirtæki” er átt við að þessi fyrirtæki láta ekki dreiía plöt- um sinum hjá risunum EMI, CBS, WEA o.s.frv. Meðlimir Fall segjast reyndar vera eins- konar hryðjuverkamenn svo vitnað sé i viðtal við Mark Smith: „Staða the Fall er svip- uð þeirri sem sá maður væri i sem ritaði bók um það hve bæk- ur eru ónauðsynlegar og það er vægast sagt mjög óörugg staða”. Fall er þvi i rauninni mjög pólitisk hljómsveit og segjast meðlimir hennar meðal annars berjast gegn þeirri blóð- mjólkun sem þeir telja útgáfu- fyrirtækin stunda á listamönn- um. Þeir gagnrýna ýmislegt annað s.s. þjóðfélagslega stöðu almennings i Bretlandi, stjórn- arfarið og fleira. Grófur hljómur Fall hefur gefið út nokkrar plötur ogi fyrstunni reyndu þeir aö láta þær hljóma likt og tón- leika sina. Hrár hljómur var allsráðandi en með nýjustu plöt- unni Slater hal'a þeir horfið nokkuð frá þessári stefnu. Um þetta segir Smith m.a. „Ég er mjög hrifinn af hrárri vinnslu og maður verður að leggja hart að sér til að nl grófleikanum fram. Nú virðast margar hljóm- sveitir vera farnar að byggja á grófa hljóminum og þess vegna höfum við i rauninni horfið að- eins af þeirri braut.” Hljómsveitin Fall kemur til með að leika á þremur tónleik- um hér á landi og verða þeir fyrstu á Hótel Borg miðviku- daginn 9. september. Aðrir tón- leikar Fall verða siðan 10. sept- ember og að endingu heldur hljómsveitin tónleika i Austur- bæjarbiói laugardaginn 12. september. bað er Fálkinn sem stendur að hingað komu Fall og fer forsala miða fram i verslun- um Fálkans. Það verður athyglisvert að heyra hvernig Fall rokkið hljómar á tónleikum. — jg Black Uhuru — Red Island ILPS 9625 Black Uuru hefur verið spáð miklum frama og menn tala jafnvel um aö hljómsveitin muni taka við þar sem Marley lagöi niður reggaefánann mikla. Slikir dómar eru ætið vafasamir enda á timinn eftir aö leiða fram foringja reggae listamanna, að Marley föllnum. Þetta gefur samt til kynna hversu góö plata Red er. Robbie Shakespeare og Sly Dunbar tryggja undirleikinn og þar fara þaulreyndir kappar. Þau Michael Pose, Puma og Duckie Simpson sem skipa Black Uhuru annast sönginn al- geriega. „Jah” og ástandið i Bretlandi eru a&alviðfangsefni textanna og undrar það mann ekki. Þetta eru jú tveir megin- þættirnir í lifi breskra biökkumanna sem aðhyllast rasta trúnna. Textarnir komast ekki i hálfkvisti við þaö besta sem Marley gerði Lögin eru á- gætlega saman sett og vinnur platan mjög vel á viö hverja hlustun. 7,5 Bob Dylan — Shotof Love CBS 85 178 Við hverju búast menn af Dyl- an eftir tvær hailelúja plötur sem ekki féllu i góðan jaröveg? Dylan hefur ekki alveg sagt skilið við trúna en hann syngur um þetta hugöarefni sitt á mun betri hátt núna en áöur. Text- arnir eru beinskeyttari og meiri broddur i þeim heldur en ég bjóst við. Dylan gagnrýnir t.d. þá sem brugðust harðast við trúarboðskap hans á síðustu tveimur plötum i laginu Pro- perty of Jesus. Perla plötunnar er lagið Lenny Bruce en þar syngur Dylan á einkar næman hátt um meistara grínistanna, manninn sem sá hiö fyndna við lifiö og breyskleika mannanna og varð aö þola fyrir það. Hljóöfæraleikur er allur ein- faldur og gó&ur og hafa lögin verið leikin svotil beint inn. Þessi plata Dylan cr skref uppá- við eftir nokkra lægö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.