Vísir - 29.08.1981, Page 23

Vísir - 29.08.1981, Page 23
Laugardagur 29. ágúst 1981 Sigauna- lif Jasper Smith, sigauni i Eng* landi, segir frá Dagurinn byrjar kl. 7, þá vakna ég i rúminu minu viö hliöina á Priscillu konunni minni, eins og ég hef gert i 33 ár. Ég borða aldrei morgunmat. Þegar ég er kominn á fætur rölti ég um húsvagna- svæðið og kjafta við fólkið. Þrir synir minir búa meö konum og börnum á næsta stig. Við tölum um svæðið, hversu lengi það fái að vera i friöi og hvort við fáum einhvern timann alvöru klósett. Eins og stendur notum við kemisk klósett. Einu sinni i viku förum við i almenningsböð eða fyllum gamalt baðker meö vatni. rWEIMZ verðlistinn fyrir haust- og vetrartísku 1981/82 kominn, verð kr. 35.- gjafalistinn fylgir. Pantið símleiðis í síma 96-24132 eða skriflega í pósthólf 78l/ 602 Akureyri Nafn Götuheiti Póstnr. Staðarheiti. Flesta daga keyri ég til annarra vagnsvæða, þau eru 12 hér i Surr- ey sem eru leyfð og um 20 óleyfi- leg. Stjórnin er aö reyna að út- rýma þeim. Sigaunar hafa i raun- inni engan löglegan samastað, þeir eru aðeins löglegir þegar þeir eru á ferðinni. Héraðsstjórnin borgar mér 36 pund á viku fyrir aö vera tengill milli hennar og sigaunanna, en það er erfitt starf. Mér er ekki sýnd sú virðing sem forsvars- maðurinn ætti að njóta, samt reyni ég að sjá til þess að við njót- um réttlætis. Ég hef verið fyrir rétti ótal sinnum fyrir hönd sigauna sem hafa gist á ólögleg- um stöðum. Sigaunalögin frá árinu 1968 breyttu mörgu til góðs. Héraðs- stjórnir voru skyldaöar til að sjá okkur fyrir vagnsvæöum, þó margar þeirra létu biða eftir slik- um svæðum. Stærsta svæðið sem er ólöglegt er hér i Surrey, þar eru 45 vagnar. Ein þriggja dætra minna býr skammt frá okkur, hún fór þang- að með manninum sinum. Si- gaunar gifta sig raunar ekki, þeir bara búa saman. Ég hef aldrei gifst konunni minni — þetta eru okkar siðir, það er allt og sumt. Suma daga leik ég golf. Á kvöldin biður alltaf matur eftir mér heima. Eftir kvöldmatinn horfum við á sjónvarp eöa bara syngjum og segjum sögur um- hverfis eldinn. Eldar eru ólögleg- ir en enginn skiptir sér af þeim ef þeir eru litlir. En þaö sem mér finnst mest gaman er að tala við fólk —- sigaunum leiðist aldrei, þeir hafa hvor annan að rabba við. Þú finnur enga sigaunakonu á taugapillum get ég sagt þér — það eru bara konur sem eru alein- ar allan daginn sem þurfa svo- leiðis. Og við höfum alltaf tima til að kjafta saman, enda eru fæst okkar i fastri vinnu. 1 þessu héraði er enga landbúnaðarvinnu að fá, allt orðið vélvætt. Verk- smiðjurnar vilja ekki ráða okkur af þvi við búum i vögnum. Ég hef 25 pund á viku fyrir að sjá um vagnsvæðið og svo tengil-launin. Flestir aðrir hér eru á atvinnu- leysisbótum. örfá okkar búa enn til hluti úr tré, t.d. þvottaklemmur, eins og i gamla daga, en það gengur illa að selja það, fólk vill hafa allt úr plasti nú orðið. En bróðir minn fer um og brýnir hnifa. Sum okk- ar safna brotajárni og selja. Yngsta dóttir min fer i skóla i næsta þorpi og kann að lesa og skrifa. Fæst okkar geta það. Mér er alveg sama, ég er ekki viss hvort menntun er einhvers virði. Við þurfum ekki á sliku að halda og ef enginn kann aö lesa og skrifa þá getur heldur enginn búið til atómsprengju. Og við þurfum enga lækna, við björgum okkur sjálf og erum engum háð. Við get- um lika alltaf tekið saman pjögg- ur okkar og farið — ég á ekki einn einasta hlut sem ég gæti ekki selt á morgun ef þess þyrfti. Við erum kristin, flest okkar. Ég varð kristinn mjög ungur, pabbi var að lemja mig og ég bað Jesús að hjálpa mér og hann kom. Ég skildi það ekki. Jesús var Sigauni lika skal ég segja þér, hann var vanur að betla mat og húsnæði alveg eins og við gerum. (Þýtt úr The Sunday Times, Ms) ADl'DAS I ÚRSUTUM . Bikarkepprn K.S.Í. Fram - Í.BV. Laugardalsvöllur á morgun sunnudag kl. 15.30 lið FRAM og Í.B.V. nota eingöngu Adidas íþróttafatnað adidas „Adidas liö“ Valur, íslandsmeistarar 1980 Fram, Bikarmeistarar 1980 Í.B.V., islandsmeistarar 1979 Akranes, meistaraflokkur K.R., meistaraflokkur Breiðablik, meistaraflokkur Landslið íslands í knattspyrnu auk fjölda annarra keppnisliða leika á Adidas knattspyrnuskóm. Adidas vekur athygli á þeim f jöl- breyttu iþróttavörum sem fyrirtækið framleiðir og notið hafa feikilégra vinsælda um allan heim, jafnvel svo, að ekki hef ur verið hægt að anna eftirspurn. T.d. framleiðir Adidas 210 gerðir af iþrótta- skóm — 270.000 pör á dag. Auk þess allskonar íþróttabúninga, æflnga- galla, sportfatnað, bolta, íþrótta- og æfinga- töskur. Adidas íþróttavörúr fást í nær öllum stærstu iþróttavöruverslunum landsins. adidas Adidas og Vísir: Undanfarna 14 mánuði hafa Adidas og Dagbl. Visir tilnefnt íþróttamann mánaðarins. Þeir eru: Arthúr Bogason, I.B.A. Skúli Öskarsson, Ú.Í.A. tvisvar Bjarni Friðriksson, Ármanni Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi ólafur Benediktsson, Val Ingiþór Jónsson, í.A. Jón Sigurðsson, K.R. Þórdís Gísladóttir, I.R. Hannes Eyvindsson, G.R. Oddur Sigurðsson, K.R. Arnór Pétursson, i.F.R. Sigurgeir T. Sigurðsson K.R. Ragnar Olafsson, G.R.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.