Vísir - 04.09.1981, Side 8

Vísir - 04.09.1981, Side 8
8 Föstudagur 4. september 1981 vtsm 'utyefandi: Reykjaprent h.f. Rifctjörí: Ellert B. Schram. Útgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aöstoöarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen- drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, AAagdalena Schram, Sigurjón Valdi- marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaöur á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. utlitsteiknun: AAagnús Ölafsson, Þröstur Haraldsson. Safnvöröur: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páil Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Ritstjórn: Síðumúli 14, simi 86611, 7 línur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla8, simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2—4, sími 86611. Áskriftargjaldkr.85á mánuði innanlands og verð i lausasölu 6 krónur eintakið. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Síðumúla 14. IÐNADUR í KRÖGGUM Rekstur iðnf yrirtæk ja Sambands íslenskra samvinnu- féiaga á Akureyri er kominn á heljarþröm. Forsvarsmenn iðn- aðardeildar SíS segja, að til f jöldauppsagna komi innan nokkurra vikna, ef aðstoð fæst ekki til að greiða úr erfiðleikun- um. Rekstraráætlun, sem gerð var í upphaf i árs og studdist við forsendur frá Þjóðhagsstofnun sýndi fram á góða afkomu. Atta mánuðum síðar kemur í Ijós að taprekstur mun nema 16 milljón- um króna og iðnaðardeildin hef- ur ekki bolmagn til að standa undir svogíf urlegum áföllum. Það var Ijóst fyrir nokkrum mánuðum hvert stefndi þótt nákvæmar upplýsingar um ástandið hafi ekki verið gerðar opinberar fyrr en nú. Forráða- menn SIS hafa reynt árangurs- laust að vekja athygli stjórn- valda á þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað. Erlendur Einarsson.forstjóri Sambandsins, fær ekki orða bundist og segist vera óánægður með viðbrögð stjórnvalda og hversu lengi þau hafa dregið að taka á málinu. Enginn þarf að vera undrandi á óánægju Sambandsforstjórans, ekki síst, þegar tekið er tillit til þess að nú er svo komið, að það er mikið vafamál hvort hægt verður að komast hjá samdrætti í starf- semi iðnaðardeildarinnar, jafn- vel þótt aðstoð ríkisins komi fljótt. Að hluta til má rekja erf iðleika S I S-ve r ks m i ð j a n n a til gengisþróunarinnar. það sem af er þessu ári. En það kemur f leira til sem ekki síður vegur þungt. Fjármagnskostnaður fyrirtækja í landinu er orðinn óviðráðan- legur og álögur hins opinbera meiri en fyrirtækin geta staðið undir. Ríkisstjórnin hefur lokað eyrunum fyrir öllum ábending- um um hvert stefndi.ef ekki yrði söðlað um og ný vinnubrögð tekin upp. Búin hefur verið til fölsk verðbólgulækkun með því að neyða atvinnufyrirtækin til að taka á sig kostnaðarhækkanir sem þau ráða ekki við. Það er hægt að ýta vandanum á undan sér um skamman tíma, en það kemur að því, að ekki verður komist hjá að horfast í augu við raunveruleikann eins og forráðamenn SIS hafa gert ríkis- stjórninni grein fyrir. En það eru ekki bara kröggur i rekstri verksmiðja SIS, heldur eru flestar greinar íslensks iðn- aðar á góðri leið með að geispa golunni á meðan iðnaðar- ráðherrann eyðir allri orku sinni í að klekkja á álverinu og hefur sendimenn í förum út um allan heim í því skyni. Nefna má hús- gagnaiðnaðinn sem dæmi, en sá iðnaður hef ur verið nær af lagður með opinberum aðgerðum. I Þjóðviljanum í gær er viðtal við hagfræðing félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Þar kemur fram, að staðan í málefnum þessa iðnaðar hefur farið síversnandi á undanförnum árum. Hlutur innlendra fram- leiðenda á markaðinum er kom- inn niður f 35-40%. Á fyrri helm- ingi þessa árs hefur innflutn- ingurá húsgögnum og innrétting- um vaxið um 84%, miðað við sama tíma í fyrra. Allir sjá hvaða afleiðingar þetta hefur i fyrir þá sem hafa atvinnu af I þessum iðnaði. Viðbrögð ráðherranna hafa jafnan verið þau sömu, þegar þeir hafa verið spurðir um ástæður þess hvernig komið er fyrir iðnaðinum: Þetta eru utan- aðkomandi áhrif, sem valda erf- iðleikunum. Forráðamenn SíS-verksmiðjanna eru þessu ekki fyllilega sammála. Þeir benda meðal annars á þann háa launaskatt, sem atvinnufyr- irtækjunum er gert að greiða og þeir benda líka á atriði eins og hátt raforkuverð, sem auk annarra innlendra þátta á stóran hlut í þeim erfiðleikum, sem iðnaðurinn á við að etja. Frjálshyggjan og irelslð A slðustu árum hefur frjáls- hyggjan komist aftur f tisku vföa á Vesturlöndum og einnig borist hingaö til lands. Má skoöa enduruppgang frjálshyggjunn- ar sem andsvar viö þvf bland- aöa hagkerfi, sem veriö hefur viö lýöi. Þaö horfir aö sjálfsögöu til framfara aö viöhaida gagnrýni á rfkjandi ástand og blandaö hagkerfi er ekki galialaust frek- ar en önnur mannanna verk. Umræöa frjáishyggjumanna ætti þvl aö geta orðið til góös. Hægri stefna. Sama veröur hins vegar ekki sagt um þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til stjórnar- framkvæmdar f nafni frjáls- hyggju. Járnfrúin I Bretlandi, Thatcher, er þar frægust, en hún hefur á skömmum tfma komist langt i að rfða atvinnullfi þessarar gömlu menningar- þjóðar að fullu og gert mikinn . hluta landfólksins.atvinnulaus- an. Þessu hafa fylgt félagsleg vandamál, mannleg eymd, átök og uppþot. Reagan, forseti Bandarikjanna, sem nýtur mikilla vinsælda fyrir að hafa lifað af byssuskot jafnaldraður og hann er, ber einnig fyrir sig frjálshyggju þegar hann tekur sér fyrir hendur að skera niður aðstoö hins opinbera viö sjúka og fátæka þar f landi og var þó ekki státað af miklu i þeim efn- um. Þessar fyrirmyndir hafa að „Á það hefur löngum verið bent að þátttakend- ur í frjálsum markaðs- viðskiptum eigi sér enga ósk heitari, en að útiloka samkeppni og koma upp einokun. Atvinnurekend- ur og f jármagnseigendur á hverjum tima óttast fátt meira en samkeppni og hafa jafnan gert það sem þeir hafa getað til að útiloka hana," segir Finnur Torfi Stefánsson meöal annars í grein sinni. sjálfsögðu komið óorði á frjáls- hyggjuna, og engan þarf að undra þótt hin nýja tlska fengi herfilega útreið hjá islenskum kjósendum, þegar sjálfstæöis- menn báru hana fram undir leiftursóknarnafni i sfðustu kosningum. Þess ber auðvitað að gæta að flokkar og rikisstjórnir, sem bera frjálshyggju i munni, þurfa ekki f reynd að berjast fyrir þeirri stefnu. A það hefur löngum verið bent að þátttak- endur i frjálsum markaðsvið- skiptum eigi sér enga ósk heit- ari, en að útiloka samkeppni og koma upp einokun. Atvinnu- rekendur og f jármagnseigendur á hverjum tfma óttast fátt meira en samkeppni og hafa jafnan gert þaö sem þeir hafa getað til að útiloka hana. Það sem ekki hefur náöst meö sam- tökum þeirra á milli i þessum efnum, hefur verið sótt til rfkis- valdsins. Andstæðingar athafna- frelsis. Stjórnmálaflokkar, sem sækja fylgi sitt að verulegu leyti til atvinnurekenda og fjár- magnseigenda komast ekki hjá þvi að taka tillit til þessarra hagsmuna og þvi er það svo, að frjálshyggjuflokkar vföa um lönd hafa gengiöótrúlega langt i þvi aö hamla frjálsri samkeppni og leggja bönd á atvinnufrelsið. Þessa má sjá glögg dæmi i öll- um þeim löndum þar sem frjálshyggjuflokkar hafa haft mest Itök. Þaö er þvi I hæsta máta. ósanngjarnt að dæma hugsjón frjálshyggjunnar út frá vinnu- brögöum frjálshyggjuflokk- anna. Þaö er álika rangt og að dæma sósialismann eftir stjórnarháttum i Sovétrikjun- um. Sú stefna Bandarikjafor- seta að draga úr stuðningi viö sjúka og fátæka, en auka vopna- framleiðslu i staöinn, er i litlu samhengi viö hugsjónina um athafnafrelsi. Jafn erfitt er aö sjá slik hugsjónatengsl hjá frú Thatsher, þegar hún kyrkir at- vinnulifið f greip sinni meö öfgastefnu i peningamálum. Leiftursókn gegn frels- inu. Svipað er uppi á teningnum þegar leiftursókn þeirra sjálf- stæðismanna er skoðuð. Þar brá ' aö sönnu fyrir slagoröum um athafnafrelsi einstaklinga, en hinar raunverulegu tillögur lutu aö alltöðru. Samt er Islensk lög- gjöf uppfull af boðum og bönn- um gegn atvinnufrelsi, sem ekki er hægt að sjá neinn annan til- gang i en aö koma i veg fyrir samkeppni og vernda hagsmuni rikjandi ástands. Reglur um opnunartima sölubúða, sem mjög komu til umræðu i sumar, eru þar aðeins eitt litið dæmi, það er heldur engin von til aö Sjálfstæöisflokkurinn breyti þessu ástandi, þvi það er hans verk fyrst og fremst að þaö komst á. Sjálfstæöisflokkurinn á það þannig sammerkt með frú Thatcher og Reagan forseta að hann þjónar þeim hagsmunum, sem hann sækir styrk sinn til. Og eitt brýnasta verkefniö er aö vernda þá fyrir frjálsri sam- keppni. Þetta ætti að vera um- hugsunarefni fyrir þá ungu menn sem á siðustu misserum hafa hlaupið fram á ritvöllinn með frelsiö og Sjálfstæöisflokk- inn á vörunum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.