Vísir - 04.09.1981, Síða 9
Föstudagur 4. september 1981
9
Sala á gosdrykkjum með
sakkarini eða cyklamaU
er háð reglugerð
t blaði yðar 31. ágúst á bls 13
erfrétt um bann á eins lltra Diet
Pepsi-Cola og viðtal við Ragnar
Birgisson forstjóra Sanitas h.f.,
sem Heilbrigöiseftirlit ríkisins
gerireftirfarandi athugasemdir
við og óskar að birtar verði i
blaði yðar.
Það er rangt að Heilbrigðis-
eftirlit rikisins hafi bannað
framleiðslu og sölu á eins litra
Diet Pqisi-Cola. Hið sanna er,
að um framleiöslu og sölu gos-
drykkja sem í er bætt aukaefn-
um og gervisykrunginum
sakkarini eöa cyklamati, gildir
reglugerð Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins frá 26.
mai' 1981 nr. 283 en samkvæmt
henni skal hámarksstærð iláta
vera 0.30 litrar. Þetta ætti for-
stjóranúm að vera fullkunnugt
um vegna þess þáttar sem hann
átti að gerð reglugerðarinnar
auk þess sem ráðuneytið hafn-
aði siðan sérstakri beiðni Sani-
tas h.f. um timabundna und-
anþágu frá umræddu hámarks-
ákvæði reglugeröarinnar.
Sumir aldurshópar við-
kvæmari en aðrir
Að sjálfsögöu er ákvæðið um
hámarksstærð Iláta til komið
vegna meintrar skaðsemi
cylkamats og sakkarins,
þ.e.a.s. krabbameinshættu og
hafi það fariö fram hjá ein-
hverjum, gegna heilbrigðisyfir-
völd m.a. þvi hlutverki lögum
samkvæmt að setja reglur um
notkun eða banna notkun hvers
konar aukefna i matvæhim eða
öðrum neysluvörum þannig aö
eNileg neysla skaði ekki heilsu
fólks. í þvf sambandi ber að
taka sérstakt tiUit til þess að
sumir aldurshópar eru viö-
kvæmari en aðrir og ráða stund-
um ekki sjálfir mataræði sinu
eins og t.d. börn og gamalmenni
eöa vegna sér þarfa eins og t.d.
sykursjúkra.
Neysluvenjur skipta og
verulegu máli og er ástæða til
að benda sérstaklega á neyslu-
venjur barna og unglinga, sem
nærastmikið ágosdrykkjum og
sælgæti á meðan á skólagöngu
stendur. Skiptir hér verulegu
máli hvort drukknir eru gos-
drykkir með eða án cyklamats
eða sakkarfni sérstaklega ef
siðarnefndu gosdrykkirnir eru
alls ekki ætlaöir börnum eöa
unglingum og hvenær gæta börn
og unglingar hófs i gosdrykkja-
þambi?
Þannig hafa heilbrigðisyfir-
völd við gerð reglna um notkun
sakkarins og cyklamats i gos-
drykki ákveöið leyfilegt há-
marksmagn þessara efna ann-
ars vegar fyrir almenna neyslu
og hins vegar með sérstöku til-
liti til sérþarfa sykursýkissjúk-
linga. Hvað cyklamat varöar
hefur Alþjóöa Staölaskrár-
nefndin (Codex Alimentarius)
lagt til að miðað verði við 0—4
mg/kg likamsþunga af efninu
sem hámark leyfilegrar dags-
neyslu (allowable dayly intake,
ADD ef efnið er leyft til iWönd-
unar matvæla eða annarra
neysluvara. Hefur mið verið
tekið af þessu viðákvörðun há-
marksmagns cyklamats i gos-
drykki sem ætlaöir eru til al-
mennrar neyslu þ.e.a.s. mesta
leyfilega magn er 200 mg/kg af
gosdrykk. Hámarksmagn
sakkarfns er 125 mg/kg af gos-
drykk.
Fullyrðingar um skað-
leysi cyklamats rangar
Skylt er að merkja umbúðir
meö magni og tegund gervi-
sykrungs auk þess sem sérstakt
tillit er tekiö til sykursjúkra
þannig að á umbúöir er skylt aö
merkja ,,ekki ætlað sykursjúk-
um”efsykrier blandaö saman
viö gosdrykkina.
Með sérstöku tilliti til sykur-
sjúkra hefur ráðuneytið heimil-
að fblöndun cyklamats I nær átt-
földu ráðlögðu hámarksmagni
eða 1600 mg/kg gosdrykks, sem
þýðiriraun að drykkurinn getur
ekki verið ætlaður öðrum en
mjög sjúku fólkienda er I þessu
tilviki einnig bannaö að blanda
sykri saman við cyklamat i gos-
drykki og skal merkja umbúðir
sérstaklega „ætlaö sykursjúk-
um” auk leyfilegs hámarks-
magns cyklamats i mg/kg gos-
drykks. Ekki er leyfilegt að
blanda saman cyklamati og.
sakkarini i gosdrykki.
Af ofangreindu má sjá að full-
yröingar fwstjóra Sanitas h.f.
um skaðleysi cyklamats eru
bæði rangar og villandiauk þess
sem það er út I hött að ætla i
þessu efni að vinsældir Diet
Pepsi-Cola eða traust á hófsemi
fólks í neyslu gosdrykkjarins
ráði einhverju hér um.
Eftir þvi sem næst verður
komist munu gosdrykkjafram-
leiöendur eingöngu ætla að nota
cyklamat sem gervisætuefni en
ekki sakkarin.
Hvers eiga almennir
neytendur að gjalda?
Þá hefur það vakiö furðu Heil-
brigöiseftirlits rikisins að fram-
leiöendur viröast eingöngu ætla
að framleiöa gosdrykki með
iblöndun cyklamats i magni,
sem eingöngu er ætlaö sykur-
sjúkum þ.e.a.s. meö hámarks-
iblöndun 1600 mg/kg gosdrykkj-
ar þótt það sé i sjálfu sér mjög
svo þakkarvert með tilliti til
þessa sjúklingahóps. Fær stofn-
unin ekki skilið hvernig þrir
framleiðendur geta staðið að
þessari framleiðslu rekstrar-
lega séð fyrir ekki stærri mark-
að en um er að ræða án þess að
hún sé á nokkurn hátt að blanda
sér i eitthvert gosdrykkjastriö.
Hins vegar er eðlilegt aö spyrja,
hvers þeir almennu neytendur
eiga að gjalda sem lagt hafa
trúnað á yfirlýsingar sumra um
ágæti þessara drykkja til varn-
ar tannskemmdum, offitu, há-
þrýstingi, æöakölkun og jafnvel
hjartasiagi, en eiga svo ekki
kost á aö fá þessar guöaveigar?
Merkingar bágbornar
Umbúðarmerkingar öl- og
gosdrykkjaframleiðenda hafa
fram að þessu verið fremur
bágbornar þrátt fyrir skýr
ákvæöi i reglugerð nr. 250 frá
1976 þar um. M eð hliös jó n af þvi
og sérstaklega vegna áður-
nefndra nvrra reelna nr.
Hrafn V. Friöriksson,
dr. med. forstöðumaður
HeíIbrigðíseftirlíts ríkis-
ins hefur sent blaðinu
meðfylgjandi grein til
birtingar í tilefni fréttar
Vísis um bann við sölu á
eins lítra Diet Pepsi-Cola
og ummæla forstjóra
Sanitas um það mál.
Fyrirsögn og millifyrir-
sagnir eru blaðsins.
283/1981 um umbúðamerkingar
á gosdrykkjum sem i er blandaö
aukefnunum og gervisykrungn-
um sakkariniog cyklamathefur
Heilbrigðiseftirlit rikisins ný-
verið rætt sérstaklega viö
framleiðendur og/eöa sent þeim
erindi þar að hltandi og þeir
fengiö af hálfu stcfnunarinnar
hæfilegan ablögunartima þann-
ig að fullnægjandi umbúöa-
merkingar verði teknar upp hjá
flestum þeirra i byrjun nóvem-
ber n.k. i siðasta lagi, samtímis
sem eldri umbúöir/umbúða-
merkingar verði smáttog smátt
teknar úr notkun. Með hliösjón
af framansögðu er e.t.v. einnig
ástæða til að athuga hvort ekki
sé timabært að settar séu sér-
stakar reglur um framleiöslu,
merkingu, dreifingu og sölu
matvæla og annarra neysluvara
sem ætlaðar eru sykursjúkum
sérstaklega.
Styöja endurreisn Hðlastaðar
fyrir kirkjulega
miðstöð á Norðurlandi
Fjóröungsráð Norðlendinga
styður þá tillögu, ab komið verði
upp á Hðlastað kirkjulegri menn-
ingarmiðstöö, segir i tillögu sem
liggur fyrir Fjórðungsþingi Norð-
lendinga, sem hófst á Húsavik i
gaer.
I tillögunni er jafnframt lögð
áhersla á timamót i sögu Hóia á
næsta ári og sé þvi vel við hæfi að
hefja þá undirbúning að endur-
reisn staðarins sem kirkjulegrar
miðstöðvar fyrir Noröurland.
G.S./Akureyri.
Vilja efla héraðs-
dömstólana í stað
fyrírhugaðrar
Iðgróttu í Reykjavík
„Fjórðungsþingið leggur til við Alþingi, að frumvarp til lögréttulaga
verði eigi að lögum. Þess i stað leggur þingið eindregið til við rikisstjórn og
Alþingi að héraðsdómstólar landsins verði efldir með bættri aðstöðu og
jafnframt auknu löglærðu starfsliði i samráði við hlutaðeigandi héraðs-
dómara”, segir i tillögu fjórðungsráðs, sem kemur til afgreiðslu á Fjórð-
ungsþingi Norðlendinga.
breytni verði ekki til þess að greiðslu þeirra öruggari en nú er.
hraða dómsmálum eða gera af- GS/Akureyri
Mótmæla harðlega niður-
skurði á starfsstyrkjum
í frumvarpi til
lögréttulaga er gert ráð
fyrir nýju dómstigi,
lögréttu, sem ætlað er
að koma i staðhéraðs-
dóms i flestum veiga-
miklum málaflokkum.
Á lögrettan að hafa að-
setur i Reykjavik.
1 tillögu fjóröungsráðs er bent
á, að með slikri tilfærslu i dóms-
kerfinu muni draga verulega úr
lögfræðilegri þjónustu utan
Reykjavikursvæðisins, sem leiði
af sér kostnaðarauka fyrir ibúa
dreifbýlisins. Jafnframt kemur
fram i tillögunni, að þessi ný-
Sú ákvörðun stjórnar Fram-
kvæmdastofunar rfkisins, að
skerða starfsstyrk byggðasjóðs
til iandshlutasamtaka sveitarfé-
laga um fjórðung, er harðlega
gagnrýnd I tillögu fjórðungsráðs,
sem liggur fyrir Fjórðungsþingi
Norðlendinga á Húsavik.
t tillögunni er minnt á, að
Fjórðungssamband Norðlendinga
hafi alla tið, siðan greiðsla starfs-
styrksins hófst, haft starfsmann i
þjónustu sinni, sem unnib hefur
að áætlunarverkefnum 1 sam-
starfi við byggðadeild. Meö hlið-
sjón af þvi telur ráðið óeðlilegt að
niðurskurðurinn skuli ná jafnt til
Sambandsins og þeirra lands-
hlutasamtaka, sem ekki hafa not-
að starfsstyrkinn með þessum
hætti. „Það er þvi krafa Fjórð-
ungsþingsins að þetta misrétti
verði leiðrétt þegar”, segir f til-
lögunni. GS/Akureyri