Vísir - 10.09.1981, Síða 5
New York-
búar strand
í lyftum og
lestum, beg-
ar rafmagn-
ið bilaði
Hundrub þúsunda New York-
búa urðu að þramma heim úr
vinnu í Manhattan i gærkvöldi,
eftir að rafmagnið fór af í bilun.
Sprenging varð i neðanjarðar-
járnbrautarstöð og rofnaði raf-
straumurinn, svo að rafmagns-
laust var i f jóra og hálfa klukku-
stund. — Hundruð manna sátu
allan þann tima fastir i lyftum,
þar sem þær höfðu stöðvast
vegna rafmagnsleysis.
Nóbelsverðlauna-
haflnn genglnn
í hjónaband
MaireadCorrigan.sem ásamt
stallsystur sinni hlaut friðar-
verðlaun Nobels 1976 fyrir
stofnun friðarhreyfingarinnar á
N-Irlandi, gekk i vikunni I
hjónaband með mági sínum,
Jackie Maguire, og fór vigslan
fram i' kyrrþey.
Friðarhreyfing þeirra
Mairead og Betty Williams
spratt upp úr átakanlegu slysi,
þegar þrjú börn önnu Maguire,
systur Maireads, fórust. Þau
urðu fyrir flóttabifreið IRA-
manna, sem breskir hermann
eltu og skutu á.
Móðurinni, önnu, varð svo
mikið um, að hún beið aldrei
bætur á sálu sinni, og fyrirfór
sér i janúar siðasta vetur. —
Mairead tók við eftirlifandi
börnum hennar og Jackie
Maguire, en þau eru tvö.
Um Betty Williams er það að
segja, að þær stallsystur héldu
fyrst i stað áfram starfi i friðar-
hreyfingunni eftir úthlutun Nó-
belslaunanna og hafði Mairead
lýst þvi yfir, að verðlaunin
mundu renna i sjóði hreyfingar-
innar. Siðan kom upp misklið og
lauk svo, að Williams flutti al-
farið frá N-lrlandi til Banda-
rikjanna og hafði með sér sinn
hluta verðlaunanna. Hefur ekki
Mairead Corrigan
borið á henni siðan.
Mairead Corrigan var meðal
sex Nóbelsverðlaunahafa
(friðarverðlauna), sem skrifuðu
Brezhnev á dögunu áskorunar-
bréf, þar sem mælst var til þess,
að Sakharov yrði leyft að snúa
heim aftur til Moskvu úr útlegð-
inni i Gorky.
Skálmðld
St jórnarhermenn Uganda
drápu 18 manns, þegar þeir i þrjá
daga (siðustu helgi) fóru hamför-
um i þorpinu Wakiso vestur af
Kampala. — I hópi hinna myrtu
var 10 ára telpa, sem hermenn-
irnir höfðu áður hópnauðgað.
Þorpsbúar segja, að hermenn-
irnir hafi farið á mánudag eftir að
þeir höfðu nauðgað nokkrum
þorpskonum, svalað drápsfýsn
sinni á karlmönnum og þá þar á
meöal 65 ára gömlum sóknar-
prestinum, sem þeir skutu, þegar
hann teymdi mjólkurkú sina á
leiö i haga.
Fólkið á þessum slóöum hafði
komið frá sér fréttum strax á
sunnudag af þvi,að stjórnarher-
menn gengju þar um myrðandi.
Fréttamenn komust þó ekki á
staðinn fyrr en i gær, þvi að lög-
reglan varnaði mönnum vegarins
í uganda
vegna hættunnar. ;
Þorpsbúar segjd, að djöful-
gangurinn hafi býrjað á föstu-
dagskvöld, þegar tveir her-
mannahópar skiptust á skotum
eftir einhverja innbyrðis misklið.
Þar á eftir gengu hermennirnir
hús úr húsi skjótandi á allt kvikt.
Æði oft hafa borist fréttir af
gripdeildum og morðárásum
stjórnarhermanna á óbreytta
borgara og varnarlitla i Uganda.
Siðast um mánaðarnótin sló i
skotbardaga milli lögreglu og
hermannahóps, sem fór ráns-
hendi um eitt ibúðahverfi i höfuð-
borginni, Kampala.
Milton Obote, forseti Uganda,
hefur heitið þvi að binda endi á
þessa skálmöld, en allt frá þvi að
herlið Tansaniu, sem hrakti Idi
Amin úr landi 1979, sneri heim frá
Uganda i júni, hefur lögleysan
rikt.
Þannig getur New York litið út aö kvöldlagi — Pegar nun nytur ratmagns vio.
Rétt undir sólsetur komst raf-
magnið á aftur. Lögreglan segir,
aö ekki hafi samt borið á grip-
deildum og ryskingum, eins og
siðast þegar borgin myrkvaðist i
rafmagnsleysi, sem var i júli
1977, en þá var ekki rafstraumi
hleypt á aftur fyrr en daginn eftir.
Edison-fyrirtækið, sem annast
raforkusölu til borgarinnar, segir
að rafmagnsleysið hafi snert 50
þúsund kaupendur i Suður-Man-
hattan. En þeir voru lika flestir i
fjölbýlishúsum og verslunarhús-
næði, svo að fleiri urðu fyrir barð-
inu á rafmagnsbiluninni.
Eldur kom upp eftir sprenging-
una i neðanjarðarjárnbrautar-
stöðinni, og tók það slökkviliðið
tvær stundir að ráða niðurlögum
hans. í ljós þykirkomið, að þarna
i hafi ekki veriö um ikveikju af
mannavöldum aö ræða.
Fjöldi neöanjarðarlesta
stöðvaðist niðri i göngunum og
margir máttu dúsa þar niöri, þar
til rafmagnið kom aftur. Slökkvi-
lið og lögregla bjargaði um 300
manns út úr stöðvuðum lyftum. A
hverju götuhorni tóku lögreglu-
menn sér stöðu til að stjóma um-
ferðinni, eftir að slokknaði á götu-
vitum, en i neðra Manhattan gekk
bilaumferðin samt hægar en hjá
fótgangandi.
Brugga prinsessunni hanaráð
Iranskur kaupmaður i Los
Angeles hefur verið ákærður um
að bjóða 250 þúsund dollara til
höfuðs Ashraf prinsessu, tvibura-
systur íranskeisara heitins.
Mohammad AliAlikhani, sem á
og rekur sjónvarpstækjaverslun i
útjaðri Los Angeles, er sagður
hafa fært i tal við einn viðskipta-
vina verslunarinnar, hvort mögu-
leiki væri á þvi að fá prinsessuna
ráöna af dögum. 250 þúsund
Eining
færir sig
upp á
skaftið
Fyrri hluta fyrsta landsþings
Einingar, samtaka óháðra verka-
lýösfélaga i' Póllandi, lýkur í dag
og var ekki aö sjá neinn bilbug á
þingfulltrúum, þrátt fyrir
skammardemburnar,sem yfir þá
hafa dunið frá kommúnistafor-
ystunni, bæði i Moskvu og Varsjá.
Yfirvöld i Varsjá saka Einingu
um að hlutast i málefni annarra
austantjaldslanda (með stuðn-
ingsyfirlýsingunni við verka-
menn annarra kommúnista-
landa) og Moskva segir, aö lands-
þingið sé samkoma gagnbylt-
ingarsinna, andsósialiskra.
Eining hefur hvatt verkafólk
annarra austantjaldsrikja til þess
að stofna verkalýössamtök, óháð
kommúnistaflokknum. Samtökin
hafa einnig skoraö á landsstjórn-
ina að efna til þjóðaratkvæðis um
hlutdeild verkalýðs I stjórnun
fyrirtækja. Og nd liggur fyrir
ályktunartillaga um að skora á
stjórnvöld aö efna til frjálsra
þingkosninga, þar sem öllum sé
frjálst að bjóða fram, en ekki
bara þeim, sem kommúnista-
flokkurinn leggur blessun sina
yfir.
Siðari hluti landsþingsins hefst
26. september og er búist við þvi,
að þingsetar sem eru fulltrúar
nær 10 milljón Pólverja, gerist
jafnvel enn djarfmæltari þá. A
dagskrá veröa þá efnahagsmál,
félagsmál og kosning forystu-
manna.
dollarar væru i boði fyrir þann, New York, en á sér einnig heimili
sem það vildi taka að sér. i Santa Barbara (112 km norð-
Prinsessan dvelur lengstum i vestur af Los Angeles).
adidas ^
Adidas Osló kuldajakkar
Stæröir: 46-54
Litir: Svart, dökkblátt
Verö 494,-
Adidas Schulsport
Stæröir: 33-46
Litur Blátt
Adidas frottefróöraöir jakkar
Litir: Blátt — vinrautt —
blátt/rautt
Stæröir: 140-176
Verö 356,-
Stæröir: 46-54
Verö 386.-
Stæröir: 36-47
Verö 309.-
Adidas Indoor Super
Litur: Hvitt/ blátt rautt
Verö: 189
Póstsendum.