Vísir - 10.09.1981, Side 8
8
VÍSIR
Fimmtudagur 10. september 1981
útigelandi: Reykjaprent h.f.
Rrbtjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guövinsson. Aöstoöarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen-
drup, Árni Sigfússon, Herbert Guömundsson, Jóhanna Birgisdót+ir, Jóhanna
Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi-
marsson, Sveinn Guöjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaður á Akureyri: Gisli
Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur Ö. Steinarsson. Ljósmynd-
ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson.
utlitsteiknun: AAagnús Olaf sson, Þröstur Haraldsson.
Safnvörður: Eiríkur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stetansson.
Dreifingarstjóri: Siqurður R. Pétursson
Ritstjórn: Siðumúli 14, simi 86611, 7 línur.
Auglýsingar og skrifstofur: Síöumúla 8, símar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, sími 86611.
Áskrif tarq jald kr. 85 á mánuði innanlands
og verð í lausasölu 6 krónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaöaprenti, Síðumúla 14.
Veitt á okkar kostnaö
flanir og Norðmenn hafa gert
bráðabirgðasamkomulag um
loðruveiðar á hinu umdeilda
svjBði við Jan Mayen. Samkvæmt
þv/ samkomulagi er Dönum og
Færeyingum heimilt að veiða
loðnuna án frekari afskipta
Norðmanna. Tvennum sögum f er
af því hvort Norðmenn hafi sætt
' ’ ’t við þessa niðurstöðu, en það
_<fcennilega við þessar fréttir
er, að (slendingar hafa alls ekki
verið spurðir álits, rétt eins og
þeim komi málið ekki við. Utan-
ríkisráðherra sótti ráðherrafund
Norðurlanda í síðustu viku, en
hvergi er sjáanlegt, að hann hafi
látið þetta hagsmunamál til sín
taka.
Það sinnuleysi er í meira lagi
ámælisvert. Hér er verið að
ganga í íslenska loðnustofn-
inn, þar sem (slendingar og
Norðmenn höfðu samið um að
veiða samkvæmt settum reglum.
Sá velðikvóti er ákveðinn að
fengnum upplýsingum frá fiski-
fræðingum, sem varað hafa við
ofveiði. Á þessari vertíð hafa
Norðmenn þegar veitt sinn kvóta,
íslendingar ekki. Því er það und-
arlegt, og raunar óskiljanlegt,
hvernig Norðmenn geta heimilað
Dönum veiðar án takmarkana á
þessum sama loðnustofni. Ann-
aðhvort eru Danir að veiða af
manna er út í bláinn. íslendingar
verða að mótmæla því harðlega
og gera þá kröf u, að veiðar Dana
og Færeyinga verði stöðvaðar
þegar í stað. íslenski loðnustofn-
inn þolir ekki þennan ágang.
(slenskir fiskimenn munu ekki
sætta sig við, að gengið sé á
þeirra veiðikvóta.
Þegar til lengdar lætur, er hér
meira í hófi en það eitt hvort
gengið sé á kvóta (slendinga eða
ekki. óhóflegar veiðar á loðnu-
stofninum geta riðið honum að
fullu, þurrkað hann út. Stærð
loðnustofnins hefur gengið sam-
kvóta íslendinga, ellegar hér er
stunduð rányrkja á viðkvæmum
stofni, og álit fiskifræðinga virt
að vettugi. Hvort tveggja er nógu
slæmt.
Vissulega er það rétt, að deila
Dana og Norðmanna er sprottin
af ágreiningi um efnahagslög-
sögu milli Grænlands og Jan
Mayen. (slendingar eiga ekki
beina aðild að þeirri deilu. En (s-
lendingum kemur það svo sann-
arlega við, þegar fjallað er um
fiskstofn, sem íslenskir fiski-
menn hafa veitt árum saman.
Samkomulag Norðmanna og ís-
lendinga um veiðikvóta var við-
urkenning á hagsmunum og rétt-
indum (slendinga að því er varð-
ar loðnuveiðarnar.
Þar var tekið tillit til vísinda-
legra rannsókna, hagsmuna
beggja ríkja, verndunarsjónar-
miða og styrks stofnsins. Það er
því eins og hver önnur f jarstæða,
þegar ákveðið er að Danir og
Færeyingar fái nú átölulaust að
sækja á sömu mið, og sagt að
Norðmenn sætti sig við að dansk-
ir og færeyskir sjómenn veiði án
kvóta eða takmarkana. Hvað
sem líður efnahagslögsögum ein-
stakra landa, þá hljóta sömu lög-
mál að gilda um danskar veiðar
sem íslenskar eða norskar, að
fiskstofna þart að vernda,hvort
sem fiskurinn syndir í landhelgi
Islands, Noregs eða Efnahags-
bandalagsins.
Samkomulag Dana og Norð-
an undanfarin ár, seiðafjöldi
hef ur minnkað og f iskifræðingar
hafa hvað eftir annað varað við
auknum veiðum. (slenskir fiski-
menn hafa síðustu árin byggt af-
komusínaá loðnuveiðum. Lengst
af hafa þeir einir stundað þær
veiðar. Ótakmarkaðar veiðar
danskra og færeyskra báta,sem
sigla þar undir fánum Efnahags-
bandalagsins, eru bein ögrun við
íslenska hagsmuni i bráð og
lengd. Ef Norðmenn hafa ekki
manndóm i sér til að stöðva rán-
yrkjuna, þá eiga íslensk stjórn-
völd að gera það.
Staðreyndin er sú, að Danir og
Færeyingar eru að veiða á okkar
kostnað, ganga á okkar kvóta, og
við það verður ekki unað.
Allt vanrækt nema verðbólgan?
Liklega er ekki fjarri lagi aö i
huga mikils meirihluta
Islendinga sé jafnaðarmerki á
milli stjórnmála og efnahags-
mála. Menn eru orönir svo vanir
þvi aö i hvert skipti sem stjórn-
mál eru rædd þá snúist umræö-
an um efnahagsmál aö þeim
finnst þetta oröið eitt og hiö
sama.
Nú dettur mér ekki i hug aö
bera á móti þvi aö efnahagsmál
séu og hljóti ávallt aö vera
veigamikill þáttur stjórnmála-
umræöu. En þaö er rangt að
stjórnmál séu og eigi ekki að
vera neitt annaö en þau.
Rýra álit á stjórnmála-
mönnum.
Ein af afleiöingum þess aö
stjórnmál og efnahagsmál eru
samanspyrt i hugum fólks er sú
aö stjórnmálamenn hafa sett
ofan. Satt best aö segja hefur
umræöan um efnahagsmál ekki
veriö þeim til sóma. Þar á ég
ekki viö þaö aö þeim hefur tekist
svo böslulega sem raun ber vitni
aö hemja hina margumræddu
veröbólgu, heldur hvernig þeir
hafa snarsnúist og kúvent i
alþjóöaraugsýn eftir þvi hvort
þeir hafa verið I stjórn eöa
stjórnarandstööu. Þeir hafa
ekki látiö sig muna um þaö aö
vera i dag I stjórn aö berjast viö
aö framfylgja þvi sem þeir
böröust hatrammlega gegn i
gær, þegar þeir voru i stjórnar-
andstöðu. Ég ætla ekki aö til-
færa nein sérstök dæmi máli
minu til stuðnings, þau eru mý-
mörg áratugi aftur i timann.
En öll þessi mikla umræöa
virðist litinn árangur hafa haft I
för meö sér. Allar aögeröir eru
bráöabirgðaaögeröir, engin
frambúöarlausn blasir viö á
neinu vandamáli. Og þaö sem
neöanmáls
Magnús Bjarnfreðsson
spyr um stefnur. ,,Mér er
ekki kunnugt um að
islendingar eigi sér neina
stefnu í menningarmál-
um", segir Magnús, né
heldur í samgöngumál-
um, iðnaðarmálum eða
atvinnumá lum. „Við
erum orðin stefnulaus
reköld i flestum
þýðingarmiklum fram-
tíðarmálum".
verra er — menn hafa veriö svo
uppgefnir af þessari árangurs-
litlu umræöu aö þeir hafa ekki
haft tima til þess aö sinna nein-
um öörum málum. íslenska
þjóöin stendur uppi algerlega
stefnulaus i mörgum þýöingar-
miklum málaflokkum vegna
þess að enginn hefur mátt vera
að þvi aö sinna þeim mitt i öllu
efnahagsþrefinu og hagsmuna-
togstreitunni.
Hvar eru stefnur?
Mér er ekki kunnugt um að
íslendingar eigi sér neina stefnu
i menningarmálum, svo dæmi
sé tekiö af málaflokki sem þeir
hampa þó allra þjóöa mest i
hvert skipti, sem þeir halda
ræöur á erlendum tungumálum.
Ég held að stefna i þeim málum
fyrirfinnist engin og raunar
ekki i skólamálum heldur. Ég
held aö þaö geti tæplega falliö
undir stefnumörkun aö vera si
og æ aö gera einhverjar tilraun-
ir hingað og þangaö i skólum,
sem siöan virðast aldrei metnar
af hlutlausum aöilum. Em-
bættismannakerfið veöur uppi
án þess aö þjóökjörnir fulltrúar
geri neitt nema velja og hafna
þvi, sem það leggur fyrir og fela
siöan kerfinu úrlausn mála meö
endalausum, óskiljanlegum
reglugeröum.
Og þaö eru fleiri menningar-
sviö, sem fróðlegt er aö
skyggnast inn á. A Rikisútvarp-
iö einhverja stefnu? Fróölegt
væri aö heyra til dæmis hvernig
stjórnmálamenn ætlast til aö sú
stofnun bregöist viö þeirri hol-
skeflu erlends efnis sem nú og á
næstu árum flæðir yfir landiö og
mun bæöi færa okkur holla
menningarstrauma og mesta
sora auömagns og auglýsinga-
mennsku.
Höfum viö einhverja stefnu i
samgöngumálum? Fróölegt
væri aö heyra hvort hún felst i
þvi aö hafa árlega langa vegar-
spotta óökufæra allt ferða-
mannatimabiliö á meöan veriö
er aö bisa við aö leggja nokkur
hundruö metra af slitlagi, eins
og viö hefur blasað i sumar, eöa
hvort ætlunin er aö gera varan-
lega vegi á Islandi. Hver er
framtiöarstefnan i flugmálum?
A hún aö ráöast af karpi milli
eigenda Flugleiöa og góösemi
erlendra rikisstjórna?
Hvernig ætla Islendingar aö
bregöast við hinni nýju iðnbylt-
ingu, eins og örtölvunotkun nú-
timans hefur verið nefnd?
Nennir virkilega enginn þing-
maöur aö setja sig inn i þau
mál, getur hann þaö ekki eða
þorir hann þaö ekki? Mér er
bara spurn, þvi af þvi hve fljótt
og rétt viö bregöumst við i þess-
um málum getur velferö okkar
næstu áratugina ráöist, hvaö
sem hver segir.
Höfum við einhverja stefnu i
atvinnumálum, sem nær lengra
en þref um hvar næsti skuttog-
ari umfram þjóöarþörf á aö
lenda, og hvort álfélag hafi stol-
iö eöa ekki stoliö? Hefur nokkr-
um manni dottið i hug aö marka
stefnu i þvi hvernig æskilegt sé
að matvælaútflutningur okkar
veröi um aldamótin, eftir tæp
tuttugu ár svo dæmi sé tekið.
Liklega er landbúnaöurinn
eina atvinnugreinin á Islandi,
þar sem reynt hefur veriö aö
marka heildarframtiöarstefnu
eftir mikil átök, sem stundum
hafa engum verið til sóma.
Stefnulaus reköld
Ég held að þaö sé mála
sannast aö viö séum orðin
stefnulaus reköld i flestum
þýöingarmiklum framtiöarmál-
um. Við erum oröin svo vön þvi
aö láta hverjum degi nægja sina
þjáningu i umræöu um efna-
hagsmálin aö viö höfum misst
sjónar á þvi aö bráöabirgöaúr-
ræðin duga ekki i öörum mála-
flokkum. Þar kann þrýstingur
utanfrá aö veröa slikur aö engin
leið sé aö fela stefnuleysiö og
fálmiö og engin leiö heldur aö
koma i veg fyrir „slys” sem
geta oröiö menningarlegu og
efnahagslegu sjálfstæöi okkar
örlagarik.
Hvernig væri aö einhverjir
hinna betri þingmanna tækju
sig nú til og færu að huga aö
stefnumörkun á hinum ýmsu
sviðum þjóölifsins en létu hinum
eftir aö karpa áfram um efna-
hagsmálin, sem hvort eð er
viröist ekki hægt aö leysa viö
Austurvöll? Viö eigum marga
góða menn á þingi, sem gætu |
ekki unniö þjóö sinni þarfara
verk en að ryöja henni fram-
tiöarbraut —ogeruvelfærirum y
þaö.