Vísir - 21.09.1981, Page 5
Mánudagur 21. september 1981 vism
útlönd x moigun 1 :::::::::::::::::::: 1 1111111 liliilliliiil
Attatiu og tveir menn voru
teknir af lifi i Teheran i gær. Allir
voru sagöir félagar Mujahedi-
in-samtakanna, sem kennt hefur
veriö um flest hryöjuverk i Iran
undanfarnar vikur.
franskt dagblaö, Etela, birti
lista yfir nöfn hinna liflátnu, og
þar mátti sjá að 29 þeirra, voru
konur. Þetta er mesta fjöldaaf-
taka i Iran i þrjá mánuði.
Hojatloeslam Mohammad Gil-
ani, yfirmaöur byltingardóm-
stólsins, sagöi á blaöamanna-
fundi eftir aftökurnar i gær, aö
vopnaðir andófsmenn ættu á
hættu að vera leiddir fyrir aftöku-
sveitir, „þar sem þeir fyndust i
framtiðinni, eða hreinlega skotnir
á færi!”
Þeir, sem liflátnir voru i gær,
voru sakaöir um fjárhagslegan
stuðning við Mujahedin, fyrir
skjalastuld, og fyrir aö hafa tekib
þátt i vopnuðum aögeröum Muja-
hedin samtakanna.
Byltingardómstólar i fran hafa
sent meira en eitt þúsund manns
fyrir aftökusveitirnar frá þvi i
júni.
Matar-
eitrun
á Spáni
Spænsk yfirvöld hafa sent út til-
kynningar til aö vara Spánverja
viö skelfiski. sem talinn er hafa
valdiö matareitrun hér og hvar i
landinu. Þurftu hundruð manna
að leita sér læknishjálpar á
sjúkrahúsum i gær vegna matar-
eitrunar.
Skemmd matarolia kostaöi um
120 manns lifiö i sumar á Spáni
(siöast um helgina létust þrir af
mataroliueitrun) og af miklu um-
tali um mataroliuna, hefur fólk
verið nokkuö á varðbergi, svo aö
það brá skjótt viö um leið og það
fann til óværöar i maga. Þvi voru
fæstir illa veikir, þegar þeir
leituöu sér lækninga i gær, og
fengu að fara fljótlega heim eftir
læknismeöferöina.
Aö þessu sinni berast flest bönd
að kræklingi, en i gær haföi ekki
verið gengiö fyllilega úr skugga
um, hvort fleira gæti hafa komiö
til.
Pólskir flugræningjar
slreyma lii v-Þýskalands
John Hinckley, maðurinn, sem
reyndi að myrða Reagan forseta
sendi Washington Post bréf, þar
sem hann undirstrikaði ást sina á
Jodie Foster.
Hinckley neitaði i bréfinu, að
hann hafi verið auðnuleysingi og
flakkari, eins og gefið hefur verið
iskyn íbandarfskum fjölmiðlum.
Hinckley sagði að ferðalög sin
fyrir morðtilraunina hefðu verið
nauðsynleg til að geta verið sem
næst Jodie Foster.
„Þið og aðrir blaðamenn gefið i
skyn að ég hafi verið eins konar
róni... Ég hefði farið til BUdapest,
hefði það verið nauðsynlegt til að
vera nálægt Jodie”.
I bréfinu sagði Hinckley enn-
fremur: ,,Þar sem ég er nú i
Maryland, þá eru hún og ég mun
nær hvort öðru — að ýmsu leyti”.
Réttarhöldin yfir Hinckley
verða seinna á þessu ári, en enn
hefur ekki verið birt niðurstaða
rannsókna á geðheilsu Hinckleys.
Dagleg sprengi-
tnræðl I Líbanon
Tólf ungirPólverjar sem rændu
pólskri farþegaflugvél fyrir
tveim dögum og neyddu hana til
þess að lenda i Vestur-Berlin,'.
hafa verið úrskurðaðir i gæslu-
varðhald, en þeirra biður ákæra
fyrir flugrán, gislatöku og fleira.
— Sliklögbrot geta varðað allt að
5 ára fangelsi i V-Þýskalandi.
Ákæran biður þó þar til málið
hefur verið rannsakað betur, en
tólfmenningarnir höfðu rænt flug-
vélinni, þegar hún var i' innan-
landsflugi milli Katowice og Var-
sjár. 1 hópi flugræningjanna voru
þrjár ungar konur. — Þau höfðu
ógnað áhöfn flugvélarinnar með
bensinkveikjusprengjum.
Strax við lendingu vélarinnar á
Tempelhof-flugvellinum hafði
fólkið gefist upp fyrir flugvallar-
yfirvöldum og lögreglu. En um
leið gáfu sex aðrir Pólverjar og
tveir Ungverjar sig fram og ósk-
uðu eftir hæli hjá V-þjóðverjum
sem pólitiskir flóttamenn. Þrir
Sviar og einn Bandarikjamaður i
farþegahópnum héldu leiðar
sinnar en 25 Pólskir farþegar
flugu aftur til heimalands sins.
Þetta var fimmta flugvélin sem
rænt hefur veriö yfir Póllandi á
siðustu tveim mánuðum og hafa
flugræningjarnir neytt þær allar
til þess að lenda i V-Þýskalandi.
— t desember i'fyrra var Pólverji
dæmdur i fjögurra ára fangelsi i
V-Þýskalandi fyrir flugrán, en
tveir aðrir biða dóms.
Hart barist um Kandahar
í Afganistan
Harðir bardagar geisa þessa
dagana milli uppreistarmanna i
Afganistan og stjórnarhers um
yfirráð næst stærstu borgar
landsins, Kandahar.
Förumenn, sem komið hafa frá
þessum slóðum til Pakistan,
greina frá miklu mannfalli úr liði
beggja, og staöfesta óljósar
fréttir, sem borist hafa siöasta
árið eöa svo frá átökum á þessu
sviði. Segja þeir, að uppreistar-
menn hafi miðborgina á sinu
valdi, og meirihluti borgarbúa
(ibúatala um 230 þúsund) sé á
bandi þeirra.
Frá þvi að sovéskt herlið kom
til Kandahar fyrir 20 mánuðum
eða svo, hafa verið tiðar skærur
þarna, en nú virðast uppreistar-
menn hafa sótt i sig veðrið til þess
að freista þess að ná borginni allri
á sitt vald.
Af lýsingum að dæma eru
harðir bardagar háðir á strætum
borgarinnar, en stjórnarherinn
nýtur aðstoðar sovéskra herþotna
og þyrlusveita. Eins virðist
stjórnarherinn halda upp fall-
byssuskothrið á borgina.
Sovétmenn veita stjórnar-
hernum öflugan stuðning i bar-
dögunum um borgina, enda mikill
álitshnekkir ef uppreistar-
mönnum tekst að ná henni á sitt
vald. Kandahar er mjög mikilvæg
vegna nálægðar hennar við
landamæri Pakistan. Nái
stjórnarherinn yfirráöum borg-
arinnar, verðurhægara um vik að
fylgjast með mannaferðum til og
frá Baluchistan-héraðinu i Pak-
istan, þar sem eru saman komnir
um 500 þúsund afganiskir flótta-
menn.
Guðmundur
Pétursson
skrifar
mennirnir séu úr hópi róttækra,
herskárra kristinna manna.
Tilræðismennirnir hafa aðal-
lega valið sér skotmörk, sem
hitta skæruliða Palestinuaraba
og sýrlenska setuliðið i Libanon.
Uppreistarmenn i Afganistan tróna sigri hrósandi uppi á flaki af sovéskri herþyrlu, en slikum er mjög
beitt i bardögunum um Kandahar.
Dularfull samtök i Libanon,
sem kenna sig við frelsun lands-
ins undan útlendingum, taka á sig
ábyrgðina af fjórða sprengitil-
ræðinu þar á jafnmörgum dögum.
Þessi siðasta sprengja sprakk i
kvikmyndahúsi, troðnu fólki, i
hverfi múhammeðstrúarmanna i
vesturhluta Beirút. Fjórir létu
lifið og 30 særðust.
Hafa alls 32 látið lifið og um 140
særst i þessum sprengitilræðum.
Enginn virtist vita af þessum
leynifélagsskap, sem segist vera
valdur að tilræöunum, og eru uppi
ýmsar kenningar um, hvort
þarna séu ekki erindrekar ísraels
að verki. Aðrir telja, að tilræðis-
Hinckley ávitar
Dlaðamenn