Vísir - 21.09.1981, Blaðsíða 7
Mánudagur 21. september 1981
verkalýðs-
hreyfingin
í útnorðri
Háðstefna í ölfus-
borgum á vegum MFfl
Verkaiyðsforingjar frá Islandi,
Grænlandi, Færeyjum og fleiri
löndum munu efna til ráðstefnu i
ölfusborgum 21.-25. september
næstkomandi.
Verður þar rætt um auðlinda-
nýtingu, lifskjör og fdags- og
menningarmál verkafölks i þess-
um löndum, en ráðstefnan er
haldin af Menningar- og fræðsiu-
sambandi alþýðu.
Gestinum gefst kostur á að
heimsækja islensk fyrirtæki og
ennfremur mun Sjávarafurða-
deildSIS kynna islenskan sjávar-
útveg. Efnt verður til serstakrar
kvölddagskrár, þar sem kynnt
verður hvert land fyrir sig.
Islenskir fyrirlesarar verða As-
mundur Stefánsson og Sigfinnur
Sigurðsson, en Helgi Guðmunds-
son, formaður MFA.er ráðstefnu-
stjóri. JB
VlSIR
Ferðaskrltstofan Orval:
Tvær ævin-
fýraferðir
til Thai-
lands
Það er ekki daglegt brauð, að
boðið sé upp á hópferðir héðan frá
Islandi, til svo fjarlægra staða
sem Thailands, en ein slik verður
farin nú i október á vegum Ferða-
skrifstofunnar úrval.
Umfimmtiu Islendingum gefst
kostur á ferð þessari, sem tekur
þrjár vikur. Flogið er héðan til
Kaupmannahafnar og þaðan á
áfangastaðinn Bangkok, með
millilendingu iDelhiá Indlandi. I
Bangkok, sem er höfuðborg Thai-
lands, er dvalið fimm til sex
daga. Boðið er upp á margvisleg-
ar skoðunarferðir, enda margt
ævintýralegt að sjá sem kemur
Islendingum nýstárlega fyrir
sjónir.
Að Bangkok-dvöl lokinni er
haldið til Pattaya, þar sem ferða-
langarnir geta unað sér við
hressilegt strandlif með öllu til-
heyrandi. Einnigþarerboðið upp
á kynnisferðir að eigin vali og
hægt að skoða gamlar söguslóðir
og kynnast framandi menningu
Thailendinga og lifnaðarháttum
þeirra.
A heimleið er millilent i Ku-
wait, en siðan gist eina nótt á
hóteli i Kaupmannahöfn. Ferðin
kostar tæpar þrettán þiísund
krónur og eru innfaldar ferðir
fram og til baka, gisting og
morgunverður allan timann. Hafi
farþegar áhuga á að framlengja
ferðina með dvöl I Kaupmanna-
höfn á undan eða eftir austur för-
ina, er það hverjum og einum
frjálst.
Af öðrum ferðum úrvals I vetur
má nefna helgar-og vikuferðir til
London og Glasgow, vetarferðir
til Spánar, Kanari'eyja og Flo'r-
ida, auk ymissa skiðaferða og
fleira.sem er á dagskrá eftir ára-
mótin.
Þá má geta þess i lokin, að
önnur ævintýraferð til Thailands
er áformuð i mars. JB
GOODfrYEAR
viftureimar
í sérflokki
ódýrar og sterkar
Bygging
GOODfÝEAR
viftureimarinnar
1. Efsti burðarvefur reimarinnar, sem blandaður er gúmmíi,
hefur viðnám gegn olíu, ozoni og polychloropreni, sem
dregur mjög úr liðunarþreytu og útilokar sprungur.
2. Afar sterkur polyesterþráður með mikið teygjuviðnám
tryggir vörn gegn skyndilegu álagi, gerir endurstrekkingu
óþarfa og gerir kleift að nota litlar reimskífur.
3. Trefjablönduð einangrun eykur stöðugleika reimarinnar.
4. Þriggja laga vefur, sem hefur rafleiðni og er blandaður poly-
chloropreni, gerir reimina einkar stöðuga og veitir vörn gegn
sliti og sprungum, jafnvel þótt notuð séu strekkingarhjól.
HEILDSALA - SMÁSALA
[hIhekia
J Laugavegi 170-172 Sír
HF
Sími 21240
Þurfir þú
nýja reim er
auðvelt að
finna
stærðina.
Þú kemur með
þá ónýtu
Við rnælum hana
Stærðin ákvörðuð
Eða afgreidd eftir Ný reim afhent
númeri
utsölustaður á Akureyri: Höldur sf.
Message
skólarítvélar
Message skólaritvélarnar eru byggöareftir gömlu
góðu skólaritvélaformúlunni:
— níðsterkar til þess að þola misjafna meðhöndlun
— með leturborði sem sýnir flesta af möguleikum
fullkomnustu rafmagnsritvélar
— í tösku sem þolir veður og vinda
— og á verði sem allir ráða við.
Dæmið gekk upp. Message eru sterkar, full-
komnar og ódýrar skólaritvélar.
Þið eruð velkomin í heimsókn til okkar til þess að
sannreyna útkomuna.
.VJ ^
%
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
%
Hverfisgötu 33 — Sími 20560 — Pósthólf 377
Reykjavík
ÓSA
Sjón er sögu ríkari Sítninn er
Myndir í smáauglýsingu Sama verð 8-66-11
MANHATTAN
HUNDLEIDIR f#®7
Á gömlu skemmtistöóunum