Vísir - 14.10.1981, Side 5

Vísir - 14.10.1981, Side 5
Miðvikudagur 14. október 1981 5 VÍSIR Schmidl teflir I sjúkraiegunni Kanslarlnn fékk gangráð vegna truflana á hjartslættl Helmut Schmidt, kanslari V- Þýskalands, gekk undir skurðað- gerð i gær, þar sem settur var gangráður i brjóst honum til þess að stýra hjartslættinum. — Er vonast til þess að hann geti snúiö aftur til starfa strax i næstu viku. Aðgerðin tók ekki nema klukkustund og var gerð á her- spitala nærri Koblens. Segja læknarnir, aö hún hafi tekist vel. Læknisskoðun hefur leitt i ljós, að hjartsláttur hins 62 ára gamla kanslara var óreglulegur, en gangráðurinn (á stærð við eld- spýtustokk) stillir hjartsláttinn af með rafstraumi. Schmidt sem gegnt hefur kansl- araembættinu i sjö og hálft ár, sat að tafli með kanselráðinu, Man- fred Lahnstein, siðasta hálftim- ann, áður en hann lagðist á skurð- arborðið, og hringdi svo sjálfur i eiginkonu sina, Loki, eftir að- gerðina, til þess að tilkynna henni, að allt hefði gengið vel. Um siðustu helgi var hann við jarðarför Sadats forseta i Kairó, en var sagður hafa kvefast i ferðalaginu. Schmidt mun gegna einhverj- um embættisverkum sinum úr sjúkrahúsinu, en að öðru leyti mun Hans-Dietrich Genscher, ut- anrikisráðherra, verða staðgeng- ill hans. Til þess að stytta sér stundir i legunni hefur hann óskað eftir þvi að fá uppgefna leikina i einvigisskákum þeirra Karpovs og Korchnois til þess að tefla skákir þeirra upp. Hvort skyldi það vera hjartað að angra kanslarann á þessari mynd, eða hcimsvandamálin ... eða bara leikjaröð i skák við kanselráðið Walesa tiinefndur til friðarverðlauna Norska Nobelsnefndin tilkynnir i dag, hver hljóta muni friðar- verðlaun Nóbels þetta árið, en meðal tilnefndra er Lech Walesa, leiðtogi „Einingar” i Póllandi. Hafa aldrei fyrr verið jafn- margir tilnefndir eða alls 86, en þeirra á meðal eru Carrington lávarður og Mugabe, forstætis- ráðherra Zimbabwe, sænski af- vopnunarráðherrann, Alva Myr- dal og Jimmy Carter, fyrrum Bandarikjaforseti. Einnig var Hjálpræðisherinn tilnefndur og Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, en verðlaunin hafa stundum verið veitt samtökum eða stofnunum. Norska Nóbelsnefndin hefur venjulegast ekki látið uppi nöfn tilnefndra, en rauf að þessu sinni þá hefð. Nú eru 80 ár liðin frá þvi að verðlaunin voru veitt i fyrsta sinni. Veröa þau hærri i ár en nokkru sinni áður, eða 1,7 milljónir króna. Afhending þeirra fer fram 10. desember, en þá er dánarafmæli Alfreds Nobels, eðlisfræðingsins, sem fann upp dinamitið og lagði grundvöllinn að Nóbelslaununum með erfða- skrá sinni. Willoch tók við í dag Hin nýja minnihlutastjórn Noregs tekur við ráðuneytum sin- um i dag undir forsæti Kaare Willoch, leiðtoga Hægriflokksins, sem i kosningunum i siðasta mánuði hlaut sitt mesta fylgi frá þvi 1921, eða 54 þingmenn kjörna. Rikisstjórn fyrstu konunnar, sem vermir forsætisráðherrastól Norðmanna, Gro Harlem Brundt- land, sagði formlega af sér á sunnudaginn. Verkamannaflokk- ur hennar verður áfram stærsti þingflokkurinn með 65 þingfull- trúa. Hinir 36 fulltrúar stórþingsins skiptast millí Miðflokksins, Kristilegra demókrata, frjáls- lyndra og hægri flokka, sem styðja stjórn Willochs með hlut- leysi. SvennStray, hinn nýi utanrikis- ráöherra, lét eftir sér hafa i viö- tali við Reuter-fréttastofuna, aö hin nýja stjórn væri ráðin i að halda nánum tengslum við bandalagsrikin i NATO, en þó um leið góðum grannskap viö Sovét- rikin. Stray sagði það skoðun sina, að Noregur, sem i þjóðaratkvæði fyrir tiu árum hafnaði aðild að Efnahagsbandalaginu, ætti að fá áheyrnaraðild á stefnumótandi vettvangi innan EBE. SKálmöld Guatemaia Tuttugu og sjö manns íundust myrtir i Guatemala á siðasta sól- arhring, en um þrjú þúsund mannshafa látið lifið i hinni póli- tisku skálmöld, sem rikt hefur i Guatemala þetta árið. 1 bænum Peten höfðu niu menn verið sóttir inn á heimili sin, dregnir út fyrir og skotnir niður með vélbyssum. Þrettán fundust skotnir til bana i Quichehéraði, þair sem stjórnarhermenn hafa marga hildina háð við skæruliöa vinstrimanna. Fimm fundust myrtir I höfuöborginni. Allt eru þetta fórnardýr i næt- , urstriði þvi, sem háð er milli öfgafullra hægrimanna og skæru- liða vinstri aflanna. Walesa ásamt dóttur sinni á heimili þeirra I Gdansk Mubarak fær yfir- gnæfandl fylgi Hoshni Mubarak tekur við embætti Egyptalandsforseta i dag og er við þvi búist, að hann muni heita þvi, að egypska stjórnin munufylgja áfram sömu friðarstefnunni og fyrirrennari hans, Anwar Sadat. Talningin eftir þjóðaratkvæða- greiösluna i gær er það langt komin, að ljóst þykir, að hinn 53 ára gamli varaforseti muni hljóta yfirgnæfandi meirihluta stuðn- ings þjóöarinnar. — Kairó-blaðið „Al-Ahran” greindi i morgun frá tiu bæjum á Nilarsvæðinu, þar sem Mubarak hafði fengið 100% atkvæða. Oryggissveitir landsins halda á meðan áfram leit sinni að hryðju- verkamönnum heittrúa mú- hammeðsmanna, en úr þeirra hópi voru morðingjar Sadats forseta. Eftir klukkustundar skotbardaga við Giza-piramidana (skammt frá Kairó) i gær tóku hermenn fimm hryðjuverkamenn til fanga. Tveggja þeirra hefur verið leitað eftir átök i bænum Asyut i siöustu viku. Tvær sprengjur sprungu á Kairóflugvelli i gær. Sportveiði- menn haglabyssur Einhleypur verð frá kr. 1.400.- Tvíhleypur verð frá kr. 4.600.- Gæsaskot og rjúpnaskot / mjog miklu úrvali Á Póstsendum SPORTVAL J v/Hlemmtorg Símar 14390 og 26690

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.