Vísir - 22.10.1981, Page 14

Vísir - 22.10.1981, Page 14
VÍSIR Fimmtudagur 22. október 1981 Fimmtudagur 22. október 1981 VÍSIR „Mikib hef ég hlakkað til þessarar ferðar”, sagði Vigdis Finnbogadótt ir, forseti tslands, er hún steig út úr vél Flugleiða á Fornebu-flugvelii og heilsaði Ólafi Noregskonungi, brosmiid á svip. A móti forsetanum og fylgdarliði tóku konungur Noregs, Ólafur, krónprinsinn Haraldur, og kona hans, Sonja krónprinsessa, auk þess norska fylgdarliðs, sem forsetinn mun hafa á meðan á heimsókninni stendur. I þvi eru Rolv Eios, aðaleftirlitsmaður landhersins, próf. dr. philos. frú Ingrid Semmingsen, frú Marie Evju, hirðmær, og Knut Moe, majór, sem er fylgdarmaður konungs. „Velkomin til Noregs”, segir Sonja krónprinsessa, um Ieið og hún heilsar Vigdisi og færir henni forkunnarfagran blómvönd. Að lokinni móttökuathöfn.var haldið til hallarinnar, og þar meðal annars skipst á gjöfum. Forsetinn færði Ólafi konungi að gjöf Ijósritað eintak af Skarðsbók, sem bókaforlagið Lögberg hefur gefið út. Ólafur Jóhannesson, utanrikisráðherra, sést hér heilsa Haraldi krón- prins, en að baki honum standa kona hans, frú Dóra Guðbjartsdóttir, og aðrir úr islenska fylgdarliðinu. t baksýn sést I Flugieiðaþotuna, sem flutti forsetann til Noregs undir stjórn Jóns Rúnars Steinbergssonar, yfirflugstjóra Flugleiða. Heimsókn Vigdisar ð nvers manns vörum í Noregl „MÖflGUN Afl KALLA HANA EKKI „FINNBOGADðTTUR” 99 voru viðbrðgO almennings vlð iréttaflutningi norska útvarpsins Frá Jóni Ginari Guðjónssyni, fréttaritara Visis i Osló: „Ég hef hlakkað mikið til þessarar heimsóknar,” sagði Vigdis Finnboga- dóttir, um leið og hún steig út úr vél Flugleiða á Fornebu-flugvelli i Osló i gær. Ólafur konungur, sonur hans, Haraldur prins og Sonja krónprinsessa, tóku á móti Vigdisi. Flugvélin lenti stundvislega klukkan hálftólf og var allt flug um flugvöllinn stöðvað á meðan á móttökuathöfninni stóð. Smá- kuldagjóla var, en annars heið- skirt veður og fagurt. Eftir að lúðrasveit konungs hafði leikið þjóðsöng beggja landa, skoðaði Vigdis lifvarðasveit Ólafs kon- ungs undir dyggri handleiðslu hans. Að lokinni athöfninni á flugveli- inum, sem tók um það bil hálfa klukkustund, varhaldið inn i flug- stöðvarbygginguna, þar sem hin vikugamla rikisstjórn Kaare Willoch beið. Er Vigdis fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn, sem heilsar hinum nýja forsætisráð- herra. Meðfram aðalgötu Osló-borgar, Carl-Johan, var skjaldborg lif- varða og hermanna. Þótti mörg- um Islendingum það tignarleg sjón að sjá forseta sinn og Noregskonung koma akandi eftir miðri götunni með skrautklæddár sveitirnar á báða bóga. Mikið fjölmenni hafði safnast saman meðfram götunni og fyrir framan konungshöllina. Eftir að þau Vig- dis og Ólafur höfðu lokið ferðalagi sinu, gengu þau út á svalir hallar- innar og veifuðu til mannfjöldans. Siðar i gærdag lagði Vigdis blómsveig að þjóðarminnismerki Norðmanna, en að þvi loknu tók hún á móti erlendum sendiherr- um i konungshöllinni. I gærkvöldi hélt siðan Ólafur konungur Vigdisi veislu mjkla i .höllinni, þar sem boðið var fjölda gesta og skipst á heiðursávörp- um. Ramminn kringum fyrsta dag heimsóknarinnar hefur óneitan- lega verið mjög hátiðlegur. Það er greinilegt að NOTÖmenn leggja mikla áherslu á þessa heimsókn og á það jafnt við um alla. Fólk viröist flest fylgjast af athygli með henni. Þessu til sönnunar og einnig þvi, að ekki virðist al- menningur búa yfir mikilli vitneskju um háttu Islendinga, má nefna harðar ákúrur, sem fréttamenn útvarps fengu frá al- menningi. Sagt var frá heimsókn- inni i öllum fréttatimum norska útvarpsins og alian daginn voru simalinur stofnunarinnar rauð- glóandi. Hvers vegna? Jú, hlust- endur voru öskuillir vegna þess, að fréttamennirnir töluðu alltaf um Vigdisi. Fannst þeim Island og forsetinn hafa verið sárlega móðguö, með þessu, þvi að hún héti „Finnbogadóttir”. Það bætti litið úr skák, þótt blessaöir frétta- mennirnir létu þess getið i hverj- um fréttatima, að þetta væri isiensk hefð. JB Ljósmyndir: Gunnar V. • Andrésson Forsetinn leggur blómsveig aö minnismerki um Norömenn, sem fcllu i heimsstyrjöldinni. Uldrðllur úr ræðu Vigdlsar lorsela: islendingar eru grein af norskum ættarmeiOi „Norskir sæfarar rufu enda- mörk veraldar um lönd og álfur meö heimsbyltingu i siglinga- fræði, úthafssiglingum 600 árum fyrir daga Kólumbusar. Meö reglubundnum siglingum til ls- lands og sföar Grænlands stofn- uöu þeir fyrstu „transatlantik”- linuna. Vér Islendingar erum grein af norskum ættarmeiöi. Þjóöir vorar eiga margtdýrmætt sam- eiginiegt og vináttan er djúp og einlæg. Vér höfum betur en aör- ir varöveitt tungutak forfeðra vorra og hefðir tengdar þvi, til dæmis varöveislu fornra mannanafna og mikilvægi merkingar þeirra. Aldrei fáum vér heldur fullþakkaö, aö bók- menntir vorar hafa átt greiöa leið aö hugum manna i hvoru landinu fyrir sig. tsienskar bók- menntir hafa verið þýddar frá- bærlcga vel á norsku og norskar bókmenntir hafa lengi blásiö skáldum anda f brjóst. A sögueynni I noröri veit ég, að vér munum lengi minnast stórbrotinnar gestrisni góðra frænda, aö þessu sinni sem endranær, og hiökkum til allra góöra stunda, þegar Norömenn heimsækja oss og vérfáum cnd- urgoldiö vináttu. Ég lyfti glasi mfnu til heilla yöar hátign , yöar konunglegu tignum, fyrir Noregi og norsku þjóðinni allri.” utdráltur úr ræðu úiafs konungs: Lausn Jan Mayen deil- unnar grunnur aö frjórri samvinnu ,,Náin tengsl i meira en þús- und ár mynda órofa bönd milli landa okkar beggja — bönd, sem knýtt voru, þegar Ingólfur Arnarson í Fjölum geröist fyrsti norræni landneminn á tslandi. Vér hér í Noregi höfum rika ástæöu til aö vera lsiendingum þakklát. Sögur konunga iNoregi til forna voru ritaöar af tslend- ingum meö Snorra Sturluson I fararbroddi. Og á sföari timum höfum vér einnig haft ástæöu til þakklætis, þvf aö á striðsárunum skutu ts- lendingar skjólshúsi yfir deild 330 úr norska flughernum og veittu henni tækifæri til aö leggja fram sérstaklega mikil- vægt framlag sitt I þágu mál- staðar Noregs. Og ekki má gleyma þeim samböndum og tengslum, sem þér hafiö sjálfar myndaö i gegnum fyrri störf milli landa vorra. Viöhorf islendinga og Norö- manna eru um margt sameigin- leg og einnig hagsmunir, sem tcngdir eru hafsvæöum undan ströndum landanna. Ctfærslan í 200 mflna efnahagslögsögu um- hverfis lönd vor leiddi til dcilu um hafsvæöi milli Jan Maycns og tslands, en að hætti gdöra granna var samiö til lausnar i málinu. fcg hef trú á, aö-meö þessu sc lagður grunnur aö frjórri samvinnu Ianda vorra á þessu sviöi. Meö þessum oröum lyfti ég skál forseta tslands, fyrir ts- landi og islensku þjóöinni, I þein'i von, aö framtiöarböndin milli landanna tveggja inegi haldast jafnsterk þeim böndum, er um aldaraöir hafa tengt oss saman. araæíF.'&ís ' - ~ 15 Töskurnar vinsælu frá FREEPORT nýkomnar — ný módel Efni: Kanvas með /eðrí Skólatöskur Teg: 318 k% Litir: grátt/ vínrautt/ dökkblátt Stærö: 40x25x9 Verö kr. 186.- Teg: 197 A Litir: vlnrautt/ dökkblátt, svart Stærö: 29x25x10 Verö: kr. 169.- Litir: Kakigrænt og beige Litir: rautt og dökkblátt Stærö: 36x29x14 Stærö: 32x25x9 Verö kr: 86.- Verö kr: 144.- Bakpokareða axlartöskur Teg: 80873 Barnapokar — pokar Teg: 308 leikskóla- Litir: mosagrænt, Ijós- unr: mosagræm, i|u»- blátt og beige blátt og beige Stærð: 17x14x6 Stærð: 16x23x4 Verð kr: 84.- Verö kr: 67.- Axlartöskur Teg: 301 i leikfimina — sauma- klúbbinn Teg: 302 Litir: grænt, vínrautt, Litir: vínrautt, dökkblátt, svart og dökkblátt. svart. Stærö: 35x17x17 Sta»rð: 30x23x34 Verö kr: 149.- Verð kr: 172.- Teg: 149 Teg: 212 Eitthvað fyrir alla Póstsendum Laugavegi 73 Sími 1-57-55 TOSKUHUSIÐ

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.