Vísir


Vísir - 22.10.1981, Qupperneq 27

Vísir - 22.10.1981, Qupperneq 27
Fimmtudagur 22. október 1981 feAAl vlsm 27 Fasteignamarkaður Vísis á fimmtudegi . r Álfaskeiö m/bílskúrsplötu 2ja herbergja ca. 55 ferm. ibúð i fjölbýlishúsi. Ibúðin er öll i góðu ástandi. Bilskúrsplata. fbúðin losnar eftir 3 mánuði. Eignasalan s. 19540 og 19191 Magnús Einarsson 2ja herbergja v/miðborgina 2ja herb. ibúð á jarðhæð i járnkl. ‘timburhúsi við Grundarstig. Ný hreinlætistæki, ný teppi. Til af- hendingarnúþegar. Verð 300 þús. Eignasalan s. 19540 19191 Magnús Einarsson Sigtún 3 Efri hæð þessa húss er til sölu. Hæðin er alls 1.000 fm. Hentug fyrir ýmiskonar starfsemi s.s. skrifstofur, félagasamtök, lækna- stofur, teiknistofur o.fl. Hæöin selst fokheld innan, en að mestu frágengin utan, s.s. gler i glugg- um, pússað utan. Góð bilastæði. Hæðin verður sérstaklega hljóö- einangruð. Verð pr. fm. 3 þús. Hægt að selja ipörtum. Teikning- ar og nánari uppl. á skrifstofunni. Fasteignaþjónustan s. 26600 Ragnar Tómasson hdl. Húseign við Auðbrekku Húsið er ca. 350 ferm. grfl. Kjallari með mikilli lofthæð, terrasó-gólfi og góöum inn- aksturshurðum. Jarðhæð með 3 m lofthæð og góð innaksturs- hurð. Möguleikar á útstillingar- gluggum. A 2. hæð (nú trésmBja) er möguleiki á glæsilegri skrif- stofu. Fasteignaþjdnustan s. 266 00 Ragnar Tómasson hdl. Hraunteigur 3ja herb. kjallaraibúð. íbúöin skiptist í rúmg. stofu, stórt svefn- herbergi með góðum skápum, eldhús og baðherbergi. íbúðinni fylgir herbergi á fremra gangi. Nýtt tvöfalt verksmiöjugler, nýir gluggar. Ibúðin getur losnaö fljót- lega. Eignasalan s. 19540 og 19191 Magnús Einarsson Tjarnargata 14 Vorum að fá til sölumeðferðar húseignina nr. 14 viö Tjarnargötu i Rv., eign Fél. isl. stórkaup- manna. Húsið er steinhús með timburinnviðum og er kjallari, tvær hæðir og hátt ris, um 95 fm. aö grunnfleti. Á hæöunum eru skrifstofur, (4 herb. W.C., og kaffistofa á hvorri hæð) I risi er fundarsalur með vönduðum inn- réttingum. Kjallari er geymslu- rými. Húsið var mjög mikið endurnýjað fyrir fáum árum. Verð á öllu 2.3 millj. Hugsanlegt að selja i pörtum. Fasteignaþjónustan s. 26600 Ragnar Tómasson hdl. Flúðasel vönduð 4 herb. 110 fm ibúö á 3ju hæð með þvottaherbergi innan ibúðar. Bein sala. Eignaumboðið Laugavegi 87 s. 16688 Kleppsvegur sala-skipti 4ra herb. rúmgóö endai'búö i fjöl- býlishúsi viö Kleppsveg. Sér þvottaherbergi i ibúöinni. íbúöin er öll igóðu ástandi. Glæsilegt út- sýni. Suður svalir. tbúðin er ákveöið i sölu. Verður afhent i byrjun desember nk. Einnig mögulegt aö taka tveggja her- bergja ibúð upp i kaupin. Eignasalan s. 19540 og 19191 Magnús Eiuarsson Goðheimar 4 herb og 105 fm.ibúð á jarðhæð. Sérinngangur og sér hiti. Eignaumboðið Laugavegi 87 s. 16688 Hamarshúsið v/Tryggvagötu Húsið er alls um 3256 fm. og er jarðhæð og 4 hæðir og ris. Hægt að selja i hlutum. Verð pr. fmrTrá 1.800-3.000 kr. Fasteignaþjónustan s. 26600 Ragnar Tómasson hdl. 3ja herbergja v/ miðborgina 3ja herbergja ibúö á 2. hæð i steinhúsi viö miðborgina. Ibúðinni fylgir hlutd. i þvottahúsi • i kjallara auk sér geymslu. Laus fljótlega. Eignasalan s. 19540 og 19191 Magnús Einarsson 450 fm jarðhæð i þessu húsi er til sölu. Húsið er vel staðsett i austurbæ Kópavogs. Lofthæð er 3 metrar. Hægt aö setja inn- keyrsluhuröir. Snyrtilegt, gott húsnæöi. Verð 1.100 þús kr. Fasteignaþjónustan s. 26600 Einstakt tækifæri Sambyggt fbúðar- og iðnaðar- húsn. i einni aöalverstöð Suður- lands. IbUðin er ca. 120 fmá einni hæð (stofa, rUmgott eldhús, 3 svefnherb. vinnuherb. þvottahús, búr mm) öll innréttuð með ný- tisku innréttingum. Viðbyggt er ca 120 fm iðnaðarhúsn. sem hent- ar vel fyrir minni háttar atvinnu- rekstur. BilskUr fylgir einnig. Hér er einstakt tækifæri fyrir að- ila sem vill skapa sér sjálfstæða atvinnu. Eignaskipti möguleg. Verð aðeins 600 þús. kr. Eignasalan s. 19540 og 19191 Magmis Einarssou Verksmiðjuhús — miklir möguleikar Hús i hjarta borgarinnar, — 800 fermetrar með mjög mikilli loft- hæð. Mögulegt að setja milliloft i húsið. Góð bilastæöi. Ýmsir möguleikar svo sem stór verslun, samkomusalur vörugeymslur o.fl. Undir húsinu er 800 fermetra kjallari sem er bilageynsla. Verð 3.5 millj. kr. Fasteignaþjónustau s. 26600 Mosfellssveit 116 fm. raðhús við Byggðarholt, sem skiptist þannig: A hæð er hjónaherb. eldhús og stofa. I kjallara eru tvö svefnherbergi, bað og þvottahús. Eignaumboðið Laugavegi 87 s. 16688 Skipholt 170 fm fullinnréttaðar skrifstofur. Verð ca. 570 þús. kr. Fasteignaþjónustan s. 26600 Ragnar Tómasson hdl. Fasteignamarkaður Vísis á fimmtudögum Auglýsingadeild Visis hefur ákveðið að efna á fimmtudögum til sérstaks fasteignamarkaðar i blaðinu, þar sem auglýsendum, jafnt ein- staklingum sem fasteignasölum gefst kostur á því að auglýsa ódýrt einstakar fasteignir. Það er von blaðsins, að auglýsendur og les- endur blaðsins kunni að meta þessa nýbreytni og færi sér hana i nyt. — Athygli er vakin á þvi að þessar auglýsingar kosta aðeins það sama og aðrar smáauglýsingar. Myndbirtingarnar eru þvi ókeypis. HLUTLAUS RlKISFJÖLMIOILL I HASAR Hinn prúði og þægilegi for- maður þingflokks Sjálfstæðis- manna, Ólafur G. Einarsson, lenti heldur betur á öndveröri skoðun við eina af friðardúfum Utvarpsins í fréttatima I fyrra- kvöld. Ólafur er nýkominn af einhverri þingmannasamkundu suöur i Evrópu, þar sem rætt var um kjarnavopnabúnaö álf- unnar. Hinn hlutlausi ríkisfjöl- miöill, sem birtist Ólafi i frétta- þættinum i gervi friöardiifu, þurfti auöheyrilega mest aö vita um friöarhreyfinguna og áhrif hennar á þingmannasamkund- una. ólafur virtist lltið hafa orð- ið var við þau áhrif. Þá æstist friöardúfan og spuröi, hvort þingmenn hefðu ékkert oröiö varir við tvö hundruö og fimm- tiu þúsund manna friðargöngu I Berlin. Ekki svo mjög, sagöi Ólafur. Eftir það var alveg auöséö, að þingflokksformaöurinn var kominn I fullan fjandskap við rikisfjölmiðilinn. Skipti engu máli, þótt Ólafur benti á sér til varnar, að eitthvað væri af kjarnavopnum I Sovétrikjunum. Það var slíkur tittlingaskitur, aö friðardúfan hlustaöi ekki einu sinni á þaö. Kjarnavopna- laus svæði norðurhjara og kjarnavopnalitil Evrópa yfir- leitt var eina leiöin til friðar. Það var eins og friðardúfan hefði aldrei heyrt nefnda Finn- landiseringu i krafti vopna, t.d. á Kolaskaga og viöar. Þótt ólafur G. Einarsson væri hógvær i svörum kom þar I við- talinu, að Ijóst var að þingmenn höfðu litiö svo á, aö einhliða af- vopnun Vestur-Evrópu væri hvergi nærri nóg framlag til friðar. Þetta var svona eins kurteist og hugsast gat. En þá reis friðardúfan upp — eðá öllu heldur friðarkarrinn, og spurði með nokkrum þjósti,hvort Ólaf- ur G. Einarsson væri bara ekki á móti friöi og með Nato. Oft hefur fréttastofa útvarps reynt á þolrifin i islendingum, einnig fréttastofa sjónvarps, sem er alveg nýveriö hætt aö kalla Hjalta Kristgeirsson á ■vettvang, ef ræöa þarf frelsis- baráttu austan járntjalds. Fréttastofa útvarps er eitt af þessum vinstri hreiörum, sem hafa veriö byggöupp á löngum tima og með mikilli fyrirhöfn. Komi þangað maður til starfa, sem hefur einhverjar aörar skoðanir, er þaö spurning um vinnufriö fyrir hann að láta undan og taka á sig gervi friöar- dúfnanna, sem eiga m.a. hreiðursln á Kolaskaga. Þessar friöardúfur og hreiöurgerðar- menn eru einnig á fréttastofu sjónvarps, þótt I minni mæli sé. Hins vegar má búast þar við breytingum á næstunni f þá veru, að þar taki þeir við for- ustu, sem birtast manni i'frétta- tfmum f friðardúfuliki með prjónafrollu á hausnum. Nýlega hafa borist fréttir frá Dann.örku, þar sem þess er krafist.að fram fari rannsókn á fjárreiöum dönsku friðar- hreyfingarinnar, vegna þess að óskýrt er hvaöan henni berst fé til starfseminnar. Hér þarf i raun ekki að efna til slikrar rannsóknar, vegna þess að svo virðist sem nóg sé af sjálfboöa- liðum. Það hlýtur hins vegar að vera almenn krafa, að lands- menn veröi firrtir þeim óþæg- indum að þurfa aö hlusta á sjálboðaliöa na i gervum rfkis- fréttamanna. Ólafur G. Einarsson sat sinn þingmannafund, og svo virðist af tali hans, að á þeimfundihafi menn verið meö fullu ráði, en fái ekki ráð og rænu á eftir eins og Papandreou hinn griski, sem talaöi hraustlega um úrsögn úr Nato og EBE á kosningafund- um, uppskar heillaóskaskeyti frá Sovét, en situr nú við að draga í land meö fyrri yfir- lýsingar. Það er áreiðanlega óskaplega gaman, jafnt fyrir rfkisfréttamenn á tslandi sem aðrar friðardúfur að vilja kasta Vestur-Evrópu varnarlausri I flag dúfudritsins á Kolaskaga og vlðar. Þá mundi nú rikja friöur i heiminum. Svarthöföi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.