Vísir - 24.10.1981, Side 4

Vísir - 24.10.1981, Side 4
Ingibjörg Björnsdóttir Margrét Akadóttir Magnús Ólafsson Þröstur Guöbjartsson Sigurveig Jónsdóttir VÍSIR Laugardagur 24. október 1981 fslenskur revíuka — frumsýndur annaö kvöld í Félagsstofnun stúdenta Rósa Ingólfsdóttir stjórnar öllu lífsgæöakapphlaupinu i hlutverki Dragúlu, og sýgur blóð> blóð/ blóð,....... Þegar blm. visis bar að garði í stóra sal Félagsstofn- unar stúdenta blasti við honum mikið leiksvið, með sviðsmynd og Ijósum. Þetta er m.a. afrakstur þess starfs sem meðlimir Breiðholtsleikhússins hafa innt af hendi að undanförnu, og sögusagnirnar um dularfulla menn, sem hefðu sést á vappi kringum Félagsstofnun með sagir, hamra, timbur og ýmislegt fleira af verkfær- um og efnum fengu þar með sína eðlilegu skýringu. Hér hefur Breiðholtsleikhúsið verið að undirbúa nýja sýn- ingu, og að þessu sinni á splunkunýjum, íslenskum kabarett, þar sem þjóðfélagsmálin eru tekin fyrir í og grini. Þetta verk í Vörulandi. „Þetta er jafnframt fjár- öflunarsýning leikhússins”, sagði leikstjórinn, Sigrún Björnsdóttir, „og velgengni hennar er i raun- inni skilyröi fyrir áframhaldandi starfi leikhússins.” Um verkið sagði Sigrún, að það væri bæði létt og skemmtilegt, og áreiðanlega þess eðlis, að flestir ættu aö geta haft gaman af. I sýn- ungunni er mikiö sungið og dansaö, en þeir sem standa aö sýningunni eru auk Sigrúnar: Þrándur Thoroddsen og Gunnar Gunnarsson, sem semja leiktext- ann, og Þrándur gerir auk þess öll ljóðin, Atli Heimir Sveinsson, sem hefur samið tónlist i ekta kaba- rettstil, Sóley Jóhannsdóttir og Ölafur ólafsson, sem semja og æfa dansa og Hjördis Bergsdóttir sem gerir Ieikmyndina fyrir sýn- inguna. Ljós gerir Margrét Guttormsdóttir lýsir sýninguna, Guðmundur R. Guömundsson itir „Lagt f pottinn eða Lísa annast hljóðeffekta, en þeir eru gerðir af honum og Hreini Valdi- marssyni. Leikarar voru i hléi, þegar blm. leit niður i búningsherbergið til þeirra, og þar var glatt á hjalla. Ýmis konar spaugilegar athuga- semdir flugu milli borða — og er annars að vænta, þegar einvalalið húmorista kemur saman: Þröstur Guöbjartsson, Rósa Ingólfsdóttir, Magnús Ólafsson, Sigurveig Jónsdóttir, Margrét Akadóttir, Ingibjörg Björnsdóttir og Þöra Lovisa Friðleifsdóttir. Þau luku upp einum rómi um, að sýningin yrði afbragð annarra sýninga, og Rósa bætti þvl við, aö það gerðist of sjaldan, að fjallað væri um þjóöfélagsmálin I léttum dúr. Og hjá hópnum kom fram, aö þaö hefði lengi verið þörf fyrir reviuleikhús I henni Reykjavik — og nú væri þaö aö llta dagsins ljós. Innan tlðar kallaði leikstjórinn á leikarana til áframhaldandi æfinga, og mannskapurinn þusti upp á svið. Ljósin I salnum slokknuöu, og eftir stundarkorn var kveikt á ljósunum á sviðinu, og æfingin hófst. Verið var að æfa það sem Sigrún nefndi „inn- tökuna”. Dularfull pianómúsik, sem Kjartan Ólafsson framdi, glumdi öðru hverju I eyrum. Rósa i gervi Drakúlu stóð ásamt tveim- ur kórpikum, og þær voru að taka Lúövik á Bakka (Þröst) og Gvend Marell (Magnús) inn i leynifélag. Lisa (Sigurveig), Didi (Margrét Akadóttir) og Tóta (Þórunn Páls- dóttir) stóðu álengdar og fylgdust með. Inntakan endaði á blóðsugu- biti einu miklu og þeir kumpán- arnir féllu i dá. „Myrkur”, kallaði leikstjórinn, og ljósamaðurinn slökkti ljósin samviskusamlega. Ljós upp aftur og næsta atriði. Banki. Ys og þys, þaö komast ekki allir inn til bankastjórans, samböndin skipta nefnilega mestu máli. Ekki er vert að rekja efniö meira, en það er óhætt aö segja, Breiðholtsleikhúsiö lofar fólki góöri skemmtan af öllu saman. Kabarettstemningin á aö vera alls ráðandi, leikhúsgestir sitja við borð og eiga kost á veitingum fyrir sýningu og i hléi. Og músikin hans Atla Heimis er samin i stil viö þetta. Að eigin sögn sækir hann I dægurlög ný og gömul, rag-time tónlistina og jafnvel i Chaplin sjálfan. Aö ööru leyti tala myndirnar sinu máli. gb 1 Ék '%~ : N ] \ i\ iJl V 1 Í3L |rjJ|

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.