Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JANÚAR 2001 13
um hvenær hann komi heim og Jónas svarar:
„Eins er að segja af mjer að jeg er heilbrigður
og líður vel að öllu leyti. Mjer hefir eins og þjer
dottið í hug að koma með þessari ferð „Vestu“
sem þú minntist á því mjer finnst það á nokkuð
hentugum tíma, bæði að jeg gæti verið búinn
að vinna dálítið hjá Brynjólfi og kæmi þó eigi
fjarska seint heim – í áttundu viku sumars.“
Gamla og góða
niðurskurðartrogið
Friðrika var 25 ára þegar Jónas skrifaði
henni. Bréfin veita góða innsýn inn í aðstæður
ungrar konu sem átti fárra kosta völ. Helga,
sem Jónas víkur að í bréfi, var hálfsystir
þeirra: „Þú líklega ert og verður heima í vetur,
en það er leiðinlegt ef þú getur ekkert ljett
þjer upp til fróðleiks og skemtunar. Ef t.d.
Helga systir yrði hjá okkur að vetri hvernig
væri þá að hugsa til að fara á skraddaraverk-
stæðið?“ Í öðru bréfi víkur hann aftur að þessu
og vill að systir sín fái lánaðar bækur til að
lesa: „. . . ættir þú að geta fengið bækur, nefni-
lega margar í einu, til lesturs í frístundum þín-
um; það mundi verða þjer til gagns og gamans,
og hinu líka ef þú læsir upphátt t.d. á kveldin.“
Í bréfinu frá 16. mars víkur hann enn að sama
máli: „Jeg drap lauslega á það í seinasta brjef-
inu til þín hvernig þjer litist á að reyna að kom-
ast á skraddaraverkstæði að vetri og hefir það
kanske verið illa gjört ef ekkert getur orðið af
því en nú líklega verður alveg hætt við það sem
þjer datt einu sinni í hug að læra mjólkurmeð-
ferð . . . veit jeg vel hvaða sker það verður sem
þetta strandar aðallega á – fjeleysið – gamla
og góða niðurskurðartrogið, sem öllu er til
tálmunar. Jeg hef nú nýlega lesið kver sem
heitir „Auðnuvegur“. Mig minnir að hún sje í
lestrarfjelaginu. Það er góð bók en auðvitað
hefur þú lítinn tíma eins og fyrri, fyrr enn
björtu næturnar koma.“
Eldstó og speki
Confusiusar
Í bréfi til bróður 24. nóvember nefnir Jónas
eldstó í tvígang. Verður saga hennar sögð því
að hún varpar ljósi á samheldni fjölskyldunn-
ar: „Hjer er gríðarlega stór eldstó sem nú er
ekkert notuð og verður þess vegna ónýt ef hún
stendur lengi. B. vill selja hana og fá sjer aðra
minni og hentugri. Jeg ætla að biðja þig að
segja hvernig vjelarmálið gengur heima og
hvað pabbi leggur nú til.“ Í umfjöllun um upp-
dráttinn segir hann: „. . . stóarhúsið stendur
nú ónotað með stórri vjel sem jeg vildi að væri
komin heim; hana má fá fyrir 20–30 krónur
núna.“
Það er Friðrika sem leggur fram féð. Jónas
skrifar 16. mars: „Mjer þykir mjög vænt um
að heyra að eldavjelin er komin til Svalbarðs-
eyrar því þá vona jeg að mamma geti farið að
nota hana í vor; mjer finnst að húsið megi vera
lítið t.d. svo sem 4 álnir á kant, bæði þarf þá
minna til þess og hitinn yrði þá meiri þegar
vjelin væri svo fljót að hita sitt eigið hús og
færi þá kannske meira í baðstofuna, þess hefir
ekki verið getið hvort kalt sje í neinu brjefi og
hefir kannske verið þolanlegt fyrir að tíðin var
svo góð og betur var búið um gættirnar og þil-
ið milli glugganna en vant var.“ Síðar segir
hann í framhaldi af áformum hennar að fá
menntun: „... og hefði náttúrlega verið gott í
því tilliti að hlýðnast ráðum pabba í haust þeg-
ar hann vildi að þú ljetir kindarverðin í spari-
sjóð, en ekki verður á allt kosið og jeg vona að
þú af forsjónarinnar hendi fremur njótir en
gjaldir þess verks að útvega mömmu eldavjel.
En ef svo skyldi til takast að ekkert geti orð-
ið af þessu að vetri þá reyndu bezta systir að
setja það fast í þig að hætta eigi fyr en þú hefir
framkomið þínum vilja, „því það er eigi hin
mesta sæmd“, segir Confusius, „að falla aldrei
heldur hitt að standa jafnóðum upp sem maður
dettur“, en reyna búa þig undir og sneiða hjá
þeim skerjum sem einu sinni eru til tálmunar,
og þá mun svo fara að lokum að þú getur kom-
ist það sem þú ætlar þjer.“
Þessi orð gætu alveg eins verið einkunn-
arorð Jónasar. Með þeim lýkur frásögn af
bréfum Jónasar frá Hriflu til systkina sinna,
Kristjáns og Friðriku, veturinn 1902–1903.
Heimildir:
Alþingisrímur (1899–1901). Valdimar Ásmundsson gaf
út. Reykjavík, 1902.
Ásgeir Jakobsson: Tryggva saga Ófeigssonar. Hafnar-
firði, 1979 (teikning af Ráðagerði ).
Guðjón Friðriksson: Með sverðið í annarri hendi og
plóginn í hinni. Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu I.
Reykjavík, 1991.
Jón Þ. Þór: Gerðahreppur 90 ára 1908–1998. Gerða-
hreppur, 1998 (mynd af Leiru).
Jónas Jónsson: Bréf til Kristjáns Jónssonar og Friðriku
Jónsdóttur, rituð 1902-1903. Í eigu Jónasar Kristjánsson-
ar, fyrrverandi forstöðumannns Stofnunar Árna Magn-
ússonar.
Jónas Kristjánsson o.fl.: Jónas Jónsson frá Hriflu. Ævi
hans og störf. Reykjavík, 1965.
Kirkjubækur.
Vilhjámur Þ. Gíslason: Skýringar. Alþingisrímur 1899–
1901.Íslenzk úrvalsrit. Reykjavík, 1951.
Munnleg heimild:
„Ég veit ekki hvers vegna guð hefur gefið mér þetta
barn, þegar hann hefur tekið tvö frá mér.“
Gerður Jónasdóttir hafði þessi orð eftir Friðriku Jóns-
dóttur, föðursystur sinni. Frásögnin í upphafi greinar er
færð hér í letur í fyrsta sinn.
L
EIÐIR Gerhards Richters og Sig-
mars Polkes lágu saman í upphafi
ferils beggja þegar þeir, ásamt Kon-
rad Lueg (sem síðar varð listhöndl-
ari) og Wolf Vostell, héldu sýningu á
kapítalísku raunsæi í húsgagna-
verslun í Düsseldorf árið 1963.
Þetta var í rauninni gjörningur þar
sem listamennirnir komu sér fyrir í útstilltum
húsgögnum verslunarinnar, en þeir kölluðu
uppátækið „málverk“. Slíkar uppákomur
myndlistarmanna voru þá að verða algengar,
en Polke og Richter létu þar við sitja, ólíkt
Vostell sem lagði gjörninga fyrir sig. Þó svo það
þætti vera merki um framsækni að yfirgefa
málverkið á þessum árum gat Richter ekki
hugsað sér slíkt. Ekki er þar með sagt að hann
hafi verið ónæmur fyrir tíðarandanum. Hann
tók afgerandi afstöðu til málverksins í sögulegu
samhengi.
Þegar sýningin í húsgagnaversluninni var
haldin hafði Gerhard Richter búið í Düsseldorf í
tvö ár. Hann flutti þangað frá fæðingarborg
sinni Dresden í Austur-Þýskalandi tveimur
mánuðum áður en Berlínarmúrinn var reistur.
Richter hafði því fengið tækifæri til að bera
sósíalískt raunsæið sem kollegar hans í austri
voru þvingað inn í saman við framsækin verk
listamanna vestursins. Á Dokumenta sýning-
unni í Kassel árið 1959 var það „óskammfeilni“
Pollocks og Fontana sem hvatti Richter til að
endurskoða eigin hugsanagang og vinnuaðferð-
ir.
Hann ákvað að ljúka námi í Düsseldorf. Og til
að leggja áherslu á að flutningurinn markaði
nýtt upphaf eyðilagði hann öll verk sín.
Richter málaði fyrsta málverkið í nýrri borg
árið 1962. Í bakgrunni þess er sjóndeildar-
hringur og framan við hann borðplata sem virð-
ist svífa í lausu lofti.
Yfir miðja myndina hefur Richter málað
óhlutbundið form og því óhætt að segja að tog-
streitan á milli hins hlutbundna og óhlut-
bundna, sem síðan hefur einkennt feril hans,
hafi þá þegar verið komin fram. Þetta fyrsta
málverk heitir „Borð“ og er númer eitt í núm-
eraðri skrá, sem listamaðurinn hefur haldið yfir
verk sín síðan.
Popplist og ljósmyndir
Þótt sýningin í húsgagnaversluninni gefi vís-
bendingu um pólitíska vitund Gerhards Richt-
ers hefur hann aldrei einblínt á þjóðfélagsgagn-
rýni í verkum sínum – en slíka þróun má sjá hjá
félaga hans Wolf Vostell.
Viðfangsefni Richters var og er sjálft mál-
verkið. Kapítalíska raunsæið hefur ekki póli-
tíska skírskotun heldur vísar nafnið til popp-
listarinnar. Richter varð fyrir sérlegum
áhrifum frá henni og alveg sérstaklega frá War-
hol, Lichtenstein og Rauschenberg. Hvernig
þeir notuðu ljósmyndir fjölmiðla til að byggja
upp myndir sínar og örva ímyndunaraflið skipti
sköpum fyrir þá stefnu sem Richter tók. Sjálfur
var hann ekki ókunnur notkun ljósmynda. Í lok
sjötta áratugarins var hann farinn að leita að
myndefni sem ekki hefði sögulega skírskotun
og studdist þá nokkuð við ljósmyndir.
Richter heillaðist upphaflega af ljósmyndum
vegna þess hve mikila útbreiðslu þær fá í gegn-
um tímarit og dagblöð. Það voru síðan verk
Warhols og Rauschenbergs sem opnuðu augu
hans fyrir því að hann gat notað þær sem fyr-
irmyndir verka sinna. Hann gat einnig nýtt sér
ljósmyndirnar til að dempa litanotkun sína, og
draga þannig úr tilfinningalegum áhrifum á
svipaðan hátt og Lichtenstein hafði gert. Ljós-
myndirnar gáfu honum líka ástæðu til að halda
áfram að mála þegar flestir samferðamenn
hans höfðu gefist upp á því.
Gerhard Richter var ekki andvígur róttæk-
um jafnöldrum sínum, sem notuðu gjörninga og
uppákomur til að forðast að búa til sjálfstæð
listaverk. Þeir buðu upp á útvíkkun á hugtakinu
list en án þess að hafa lausnir sem leitt gætu til
frjósamrar þróunnar myndlistarinnar. Það kom
því aldrei til greina að segja skilið við málverkið.
Lausnin fólst í því að breyta um nálgun og það
gerði Richter. Með tilkomu fjölmiðla var ekki
lengur nauðsynlegt fyrir listamann að vera í
beinu sambandi við umheiminn. Listamaðurinn
þurfti ekki lengur að kynna sér viðfangsefnið
eða þekkja það persónulega, enda skipti slíkt
ekki sköpum fyrir vinnuferlið. Sjónrænir milli-
liðir gátu allt eins verið kveikjan. Þar sem per-
sónuleiki fyrirmyndarinnar hafði enga „sál“ var
engin ástæða til að koma henni til skila. Náin
kynni voru augljóslega óþörf. Það skipti heldur
engu máli hvort hann sæi frummyndina, því
andlitsmynd kæmist aldrei nær fyrirmyndinni
en það að vera eftirmynd. Hvort hún var mál-
verk eða ljósmynd. Síðar fannst Richter að jafn-
vel ljósmyndir af hversdagslegum hlutum, sem
eiga að vera lausar við tilfinningaleg gildi, vektu
upp spurningar um inntak verksins. Hann sá
því ástæðu til að forðast hlutbundnar fyrir-
myndir. Þær myndu alltaf skyggja á hið eig-
inlega viðfangsefni hans, málverkið.
Úr fókus
Hlutbundnu málverkin frá sjöunda áratugn-
um vöktu athygli fyrir það hvað framsetningin
var óskýr og fyrir fágað handbragð. Richter
náði fram þessum tvíræðu áhrifum með því að
mála fyrst nákvæmlega eftir ljósmynd og má
síðan út útlínur hlutanna. Útkoman var ekki
ósvipuð ljósmynd sem er úr fókus. Verkin lýstu
ákafri þörf til að ganga þvert á allar hefðir og
sögulegar skírskotanir. Óskýrleiki viðfangsefn-
isins var einnig táknræn vísbending um mót-
mæli við sannfæringu akademíunnar í Dresden.
Þar sóttu menn í hefðina og vildu að listin þjón-
aði pólitískum markmiðum stjórnvalda. Richter
var ósammála þeim og fannst að listaverk
hvorki ættu né gætu gegnt þjóðfélagslegu hlut-
verki.
Nálgun hans felur því í sér tvöfalda afneitun,
annars vegar á upphafningu hefðarinnar og
hins vegar á fastheldni þeirra sem gagnrýna
hana.
Richter fjarlægðist hlutbundin viðfangsefni í
röð málverka sem hann kallaði Borgarlandslag
og í litlum abstraktmyndum frá lokum sjöunda
áratugarins. Í framhaldinu tók við langt tímabil
óhlutbundinna verka, án þess að Richter hætti
að nota ljósmyndir sem fyrirmyndir. Stundum
hefur hann þurft að leggja mikið á sig í leit að
myndefni eins og þegar hann fór til Grænlands
árið 1982. Tilgangur ferðarinnar var að finna
fyrirmyndir og tók Richter ógrynni ljósmynda
af jöklum í þeirri von að geta málað eftir þeim.
Á endanum lét hann nægja að gefa myndirnar
út á bók.
Richter hefur alltaf vissar áhyggjur af því að
verða uppiskroppa með viðfangsefni. Samt
veitti óhlutbundna málverkið honum frelsi til
að kanna myndræna möguleika málverksins
eins og við sjáum í litríkum og óformlegum
abstraktmyndum hans. En þó hér sé talað um
ákveðin skeið og áherslur í list Richter, er erfitt
að tala um afmörkuð tímabil í listsköpun hans
þar sem hver ný nálgun á viðfangsefninu á sér
langan aðdraganda.
Það getur virst þverstæðukennt að listamað-
ur sem notað hefur ljósmyndir sem fyrirmyndir
og lagt áherslu á vinnuferlið með því að mála
eftir þeim af ýtrustu natni, skuli vera farinn að
nota vélunnin afrit. En þá má ekki gleyma því
að hjá Richter miðast málunin ekki við að sýna
sjálfa sig. Markmiðið er alltaf hin fullkláraða
mynd. Hver mynd er einstök í sjálfu sér og því
hafa grafíkmyndir og ljósmyndir sama gildi og
verk unnin með öðrum aðferðum. Hvert verk á
því skilið að vera metið á eigin forsendum.
EINSTAKAR
EFTIRMYNDIR
Laugardaginn 20. janúar verður opnuð sýning á verkum þýska myndlistarmanns-
ins Gerhards Richters í Listasafni Íslands sem ber yfirskriftina Yfirsýn. Richter hefur
lengi verið viðurkenndur sem einn fremsti málari sinnar kynslóðar, en verk hans
þykja áhrifamikil án þess að þau spili með tilfinningar áhorfandans.
„Abstraktes Bild“ eftir Gerhard Richter.
E F T I R M A R G R É T I E L Í S A B E T U Ó L A F S D Ó T T U R
Höfundur er listfræðingur.