Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Page 2
Blásarakvintett Reykjavíkur ráðgerir tónleikaferð til Skotlands ásamt Philip Jenkins píanóleikara í apríl.
BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur og
Philip Jenkins píanóleikari ríða á vaðið með
fyrstu tónleikum á afmælisári í Garðabæ
sem verða í Kirkjuhvoli í dag, laugardag, kl.
17.
Flutt verða þrjú verk. Divertimento í B-
dúr eftir Joseph Haydn; Færeyskt rapp eftir
Atla Heimi Sveinsson og Sextett fyrir píanó
og blásarakvintett eftir Francis Poulenc.
Blásarakvintett Reykjavíkur var stofnað-
ur árið 1981 af núverandi meðlimum hans.
Kvintettinn hefur haldið tónleika víða í Evr-
ópu, Bandaríkjunum, Asíu og Ástralíu.
Hljómplötufyrirtækin
Chandos og Bis gefa út
diska með leik kvint-
ettsins sem dreift er
um allan heim. Á þessu
starfsári hefur kvint-
ettinn m.a. haldið tón-
leika á vegum menn-
ingarborganna Reykja-
víkur og Bergen og
komið fram á heims-
sýningunni í Hannover.
Í apríl nk. er ráðgerð
tónleikaferð til Skotlands með píanóleikar-
anum Philip Jenkins.
Philip Jenkins er fæddur í Englandi og
stundaði tónlistarnám þar og síðar í París.
Snemma á ferli sínum sem píanóleikari vann
hann til ýmissa verðlauna, m.a. í London,
Brussel og víðar. Jenkins hefur leikið víða,
bæði austan hafs og vestan, ýmist einn eða
sem einleikari með hljómsveitum eða kamm-
erhópum. Íslenskum tónleikagestum er hann
að góðu kunnur, en hann starfaði um tíma
hér á landi, bæði sem kennari og píanóleik-
ari.
JENKINS OG BLÁSARA-
KVINTETTINN Í GARÐABÆ
Philip Jenkins
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. FEBRÚAR 2001
MYNDLIST
Árnastofnun, Árnagarði: Handrita-
sýning opin þri.–fös. kl. 14–16. Til 15.
maí.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Magnús
Þorgrímsson. Til 18. feb.
Gallerí Sævars Karls: Pétur Halldórs-
son. Til 15. feb.
Gerðarsafn: Ljósmyndasýning Ljós-
myndarafélags Íslands og BLÍ. Til 11.
feb.
Gerðuberg: Eggert Magnússon næf-
isti. Til 18. feb.
Hafnarborg: Kasa Kovisto. Sari Maarit
Cedergren. Til 5. feb.
Hallgrímskirkja: Kristín Gunnlaugs-
dóttir. Til 19. feb.
Íslensk grafík: Frumherjar í grafík. Til
25. feb.
Listasafn Akureyrar: Margmiðlunar-
sýningin DETOX. Til 2. mars.
Listasafn ASÍ: Hlynur Helgason. Til
17. feb.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug-
ardaga og sunnudaga, kl. 14–17.
Listasafn Íslands: Gerhard Richter,
Rúrí og Jón Stefánsson. Til 18. feb.
Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar-
safn: Páll Guðmundsson og Ásmundur
Sveinsson. Til 29. apr.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús:
Höggmyndnir Roberts Dell í útiport-
inu. Til 20. mars. Frásagnarmálverkið:
Valerio Adami, Peter Klasen, Jacques
Monory, Hervé Télemaque, Bernard
Rancillac og Erró. Sófamálverkið. Til
25. mars.
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstað-
ir: Gullpensillinn – samsýning 14 lista-
manna. Birgir Snæbjörn Birgisson,
Daði Guðbjörnsson, Eggert Pétursson,
Georg Guðni Hauksson, Hallgrímur
Helgason, Helgi Þorgils Friðjónsson,
Inga Þórey Jóhannsdóttir, Jóhann
Ludwig Torfason, Jón Bergmann
Kjartansson, Kristín Gunnlaugsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Sigurður Árni Sig-
urðsson, Sigtryggur Bjarni Baldvins-
son og Þorri Hringsson. Til 24. mars.
Austursalur: Jóhannes S. Kjarval.
Myndir úr Kjarvalssafni.
Norræna húsið: J.P. Gregoriussen,
arkitekt. Til 12. feb.
Nýlistasafnið: Samræður við safneign.
Til 18. feb.
Stöðlakot: Jón A. Steinólfsson. Til 18.
feb.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Kirkjuhvoll í Garðabæ: Blásarakvint-
ett Reykjavíkur og Philip Jenkins
píanóleikari. Kl. 17.
Sunnudagur
Kristskirkja, Landakoti: Hulda Guð-
rún Geirsdóttir sópransöngkona og
Douglas Brotchie organisti. Kl. 20.
Salurinn, Kópavogi: Camerarctica. Kl.
20.
Mánudagur
Listasafn Íslands: Kammersveit
Reykjavíkur. Einsöngvari er Guðrún
Edda Gunnarsdóttir, stjórnandi Bern-
harður Wilkinson. Flutt verða verk eft-
ir Leif Þórarinsson. Kl. 20.
Miðvikudagur
Listasafn Íslands: Guðrún Birgisdóttir
og Martial Nardeau. Kl. 20:30.
Fimmtudagur
Háskólabíó: Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Hljómsveitarstjóri er James
MacMillian. Einleikari er Raphael
Wallfich. Kl. 19.30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Antígóna, lau. 3. feb.,
fim., 8. feb., fös. 9. des. Blái hnötturinn,
sun. 4. feb. Já, hamingjan, lau. 3. feb.,
fös. 9. febr. Með fulla vasa af grjóti, lau.
3., sun. 4. mið. 7., fim. 9., fös. 9. febr.
Borgarleikhúsið: Öndvegiskonur, fim.
9., fös. 9. febr. Skáldanótt, lau. 3. febr.
Móglí, sun. 4. febr. Ástkonur Picassos,
fös. 9. febr.
Loftkastalinn: Á sama tíma síðar, sun.
4., fös. 9. febr. Sjeikspír, lau. 3. febr.
Iðnó: Sýnd veiði, lau. 3., fös. 9. febr.
Trúðleikur, lau. 3. febr.
Möguleikhúsið: Lóma, sun. 4., þrið.
mið. 7., fim. 8., fös. 9. febr. Snuðra og
Tuðra, sun. 4. febr.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Vitleysing-
arnir, lau. 3., fös. 9. febr.
Kaffileikhúsið: Eva, lau. 3., þrið. 6.
febr. Háaloft, fim. 8. febr.
Leikfélag Akureyrar: Sniglaveislan,
lau. 3., sun. 4. febr.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
VERIÐ er að koma fyrir innsetningarverki
bresku listakonunnar Tracy Emin á mynd-
inni. Verkið nefnist „excorism of the last
painting I ever made“ sem útleggja má á ís-
lensku sem gagnrýni á síðast verk sem ég
nokkurn tímann gerði, en búist er við að
verkið seljist fyrir þrjár til fjórar milljónir
króna er það verður boðið upp hjá uppboðs-
húsi Christies síðar á árinu.
Reuters
GAGNRÝNI
EMIN
Á TÓNLEIKUM Tíbrár annað
kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20 leikur
Camerarctica kammertónlist eftir
Schubert, Weber og Pleyel.
„Þetta eru verk frá fyrri hluta 19.
aldar, þegar rómantíkin var að taka
við af klassíkinni. Fyrst verður leik-
inn Kvartett fyrir flautu og strengi
eftir Ignace Pleyel en hann var
mjög afkastamikið tónskáld og
skrifaði m.a. 18 flautukvartetta,“
segir Hallfríður Ólafsdóttir flautu-
leikari.
„Því næst verður leikinn Klarin-
ettukvintett eftir Carl Maria von
Weber sem saminn var fyrir klarin-
ettusnillinginn Heinrich Bärmann
árið 1815. Að lokum leikum við
Strengjakvartett Franz Schuberts
sem nefndur er Rosamunda eftir
hinu fræga stefi hæga þáttarins,
sem Schubert tók úr tónlist sinni við
leikverkið „Rosamunda prinsessa
frá Kýpur“,“ segir Hallfríður.
Camerarctica hefur starfað frá
árinu 1992. Hljófæraleikararnir
starfa flestir við Sinfóníuhljómsveit
Íslands auk þess að koma fram sem
einleikarar og leika kammertónlist.
Camerarctica hefur m.a. tekið þátt í
Myrkum músíkdögum, Listahátíð í
Reykjavík og Norrænum músíkdög-
um og staðið að tónlistarhátíðum,
m.a. í minningu tónskáldanna
Hindemith og Fauré og Schubert og Brahms.
Árið 1996 var gefinn út geisladiskur með verk-
um eftir Mozart (Skref 007). Camerarctica
skipa, auk Hallfríðar, þau Ármann Helgason,
klarínettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir
og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleikarar,
Guðmundur Kristmundsson, víóluleikari, og
Sigurður Halldórsson, sellóleikari.
19. ALDAR KAMM-
ERVERK Í SALNUM
Tónlistarfólkið í Camerarctica stillti sér upp fyrir ljós-
myndarann á æfingu fyrir tónleikana.
Morgunblaðið/Jim Smart
LEIÐRÉTT
Í RABBI Atla Harðarsonar, Lýðræði og
tekjujöfnun, sem birtist í Lesbók 27. janúar
misrituðust tölur í fyrstu og annarri töflu. Í
þeirri fyrstu átti að standa 0, 0, 0 í vinstri dálki
og -4, +2, +2 í þeim hægri. Í annarri töflunni
átti að standa -3, +2, -1 í vinstri dálki og -4,
+2, +2 í þeim hægri. Einnig var fyrri neðan-
málsgreininni ofaukið.