Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. FEBRÚAR 2001 analegri hugmyndafræði okkar og jafnvel sá fjarstæði og ævintýralegi heimur sem Wals- er fær nasasjón af í viðtali sínu í upphafi bókarinnar er orðinn að raunveruleika. Í samræmi við lögmál ævintýranna lætur Carter söguhetju sína Fevvers rata í ótrú- legar raunir þar sem öll sund virðast lokuð. Eina undankomuleiðin er á mörkum fantas- íunnar þar sem Fevvers bjargar lífi sínu með því að stökkva um borð í pínulitla leik- fangalest í gotneskum heimi ævintýralegra leikfanga. Lestin verður raunveruleg í einu vetfangi og Fevvers hittir allt fjölleikahúsið í vögnunum. Saman heldur allur hópurinn á fleygiferð áleiðis til Síberíu. Frásögnin hefur þar með ekki einungis skarað menningarleg og landfræðileg mörk, heldur einnig mörk raunsæis og fantasíu. Rök framandi hlutfalla og ókannaðra vídda Í upphafi þessarar löngu lestarferðar í gegnum Síberíu fer Fevvers að leiðast óheyrilega og hún reynir því að láta Lizzie „flýta svolítið fyrir hlutunum“ eins og svo oft áður. En Lizzie aftekur að fikta við gang- verk tímans af svo léttvægum ástæðum sem hreinum og klárum leiðindum. Fevvers fer því að velta fyrir sér eðli heimilisgaldra Lizzie. Það kemur í ljós að undraverð þekk- ing Lizzie á aðferðum til að láta hluti minnka og stækka var að öllum líkindum lykilatriði í undankomu Fevvers í leikfanga- lestinni: „Því ekki það?“ hugsar Fevvers með sér. „Þú myndir ekki trúa hverju fóst- urmóðir mín getur áorkað þegar hún ein- beitir sér að því! Lætur hluti skreppa saman eða stækka, klukkur hlaupa á undan manni eða á eftir eins og líflega hunda. En það eru rök á bak við þessa hluti, einhver rök hlut- falla og vídda sem ekki má fikta við, sem hún ein geymir lykilinn að á sama hátt og hún geymir lykilinn að úrverkinu hennar Nelson í handtöskunni sinni sem ég má ekki snerta.“ Handtaska Lizzie, eins og taska Mary Poppins, virðist því geyma lykil að öðrum víddum. En Fevvers hefur rökréttar skýr- ingar á þessum töfrabrögðum varðandi tím- ann. Hún lýsir þeim sem einföldum undra- verkum sem aðeins koma okkur á óvart vegna þess að við búum ekki yfir nægilegri vitneskju til að skilja um hvað málið snýst: „Hvað myndir þú halda þegar þú sæir brauð rísa, ef þér væri ekki kunnugt um ger?“ spyr Fevvers lesandann. Rétt eins og Ouspensky færir hún áhersluna yfir á takmörk skilnings okkar, fremur en á framandleika fyrirbrigð- isins. Þar sem Fevvers er þegar orðin svo hugs- andi og íhugul þegar hér er komið sögu not- ar Carter tækifærið til þess að leggja áherslu á frjálsræði og möguleika æv- intýralegs lífs þeirra á baksviðinu „handan“ þess hefðbundna, í sam- anburði við afmarkað „limbó“ venju- legs lífs. Hún lætur Fevvers draga lest- arferðina saman í hnotskurn með myndlíkingu sem túlka mætti sem mynd- hverfingu fyrir þann hversdaglega raunveru- leika sem flestir búa við: „Við höfum engan rétt á því að vera hér, í öllum þessum þægi- Í ÞEIM hluta bókarinnar „Nætur í fjöl- leikahúsi“ sem gerist í Pétursborg, hefur blaðamaðurinn Walser ráðið sig til starfa sem trúð í fjölleikahúsi til þess að geta fylgt hinni vængjuðu loftfimleikakonu Fevvers eftir á sýn- ingarferðalagi um framandi slóðir. Hann hefur stigið út úr sínum eigin „eðlilega“ veruleika, til þess að taka þátt í æðstu reynslu sem hægt er að öðlast á sviði hins karnivalíska – í gervi trúðsins. Í trúðn- um sameinast allir grundvallarþættir hug- mynda Mikhaíls Bakhtíns, í blöndu kátínu, óhófs, smekkleysis og mannvonsku, sem að lokum leiðir til fulkominnar niðurlægingar Walsers. Þegar hér er komið sögu er hann þó ekki lengur leiksoppur tímans eins og á meðan á viðtalinu við Fevvers og Lizzie stóð, enda er það ekki lengur nauðsynlegt þar sem hann er sjálfur hluti „hinnar hliðar“ veruleikans. Það rennur æ betur upp fyrir honum að samhliða hans fyrri reynslu er annar reynsluheimur sem hann hafði aldrei rennt grun í að væri til. Í lífi sínu sem trúður hefur hann þó ein forréttindi; „sjaldgæf forréttindi, sem felast í því að skapa eitthvað undravert, eitthvað ómetanlegt, úr efniviði útskúfaðrar og lítils- virtrar tilvistar sinnar. [Trúðarnir] eru þess megnugir að finna upp sín eigin andlit! Finna sjálfa sig upp“, eins og stjórnandi trúðanna, Buffo, útskýrir fyrir Walser og lærlingum sínum. En þótt Walser hafi stigið skrefið til fulls inn í „afbrigðilegt“ líf trúðs- ins er þrátt fyrir allt eins og það líf virðist raunverulegra en hans fyrra „eðlilega“ líf sem blaðamaður. Hann er kominn inn í heim Fevvers þar sem allir marka upphaf ein- hvers – þar sem allir eru sinn eigin skapari og allt getur gerst. Tenging við „raunverulegar“ sögulegar persónur Í þeim köflum sögunnar þar sem fjölleika- húsið heldur til í Pétursborg veitir Lizzie at- hyglisvert mótvægi við framandleika lífsins í fjölleikahúsinu. Það gerir hún með því að tengjast á ótvíræðan máta þeim þætti sem lesendur þekkja og viðurkenna sem hluta hinnar „raunverulegu“ mannkynssögu. Lizz- ie, sem er róttækur byltingarsinni á öllum sviðum, hefur tengsl við mann sem hún hitti á British Museum í London – væntanlega Lenin sjálfan – og notfærir sér blaðamanna- póst Walsers til að senda manninum upplýs- ingar frá Pétursborg til Englands. Þessi tenging við „raunverulega“ mann- kynssögu þjónar ekki einvörðungu sem tæki til að staðsetja frásögnina í áhugaverðum tíma út frá sögulegu sjónarmiði, né heldur sem ráð til þess að gefa sögunni aukinn lit. Atvikið er fyrst og fremst hluti af frásögn- inni til að afhjúpa hversu ómarkviss og hvik- ul sýn okkar flestra er á þann raunveruleika sem við erum tilbúin að viðurkenna. Því hver veit hversu margar konur á borð við Lizzie unnu byltingunni gagn á bak við tjöldin, eða hvort önnur hver ísbúð í Batterseahverfinu í London var ekki bara skálkaskjól til að framleiða fleira en venjulegar „ísbombur“? (Mágur Lizzie á t.d. ísbúð sem notuð er í þeim tilgangi.) Þannig bendir Carter enn á ný á hvernig hægt er að hagræða sögunni og endurskrifa hana til þess að laga hugmyndir okkar að nýrri og óvæntri sögusýn. Og það gerir Carter markvisst með því að gefa öllu því aukið vægi í verkum sínum sem yfirleitt er látið liggja á milli hluta, hún spinnur í þær eyður mannkynssögunnar sem ekki hafa verið álitnar skipta neinu máli. Fjölleikahúsið sjálft er staður þar sem ólíkir heimar mætast og hrærast samhliða, staður sem er „byggður til þess að hýsa reglulegar sýningar á sigrum mannsins á þyngdaraflinu og rökhyggjunni, þar sem franskt ilmvatn og ilmefni sléttunnar og frumskógarins renna saman þegar kvölda tekur, þar sem moskus og deskattailmur er áberandi sem hinn sameiginlegi þáttur“. Fjölleikahúsið er eins konar „pars pro toto“ eða „hluti fyrir heild“ yfir allar þær fjöl- mörgu sögur sem Carter rekur samhliða í verkinu. Þar er hið gróteska og ógnvekjandi mikilvægur þáttur í því að storka stofn- lega munaði, föst á feitum rössunum á fljúg- andi ferð eftir þessari beinu braut sem við víkjum aldrei frá, eins og línudansarar í draumi sem fara yfir óþekkt hyldýpi í fimm stjörnu þægindum, í gegnum djúpan kjarna vetrar og þetta óvinveitta landslag. ...Hvað höfum við verið lengi að mjakast í gegnum limbó? Eina viku? Tvær vikur? Mánuð? Ár?“ Ginnungagap kyrrstæðs, frosins frumheims En það eru þó hreint ekki örlög þeirra í fjölleikahúsinu „að sitja á feitum rössum á ferð eftir beinni braut“. Síberíuþátturinn leiðir söguhetjurnar óvænt inn í algjöra upp- lausn hins venjulega heims þegar lestin springur í loft upp á máta sem teljast verður myndræn vísun í upphaf (nýrra) tíma; miklahvell. Þar verða þau öll strandaglópar í ginnungagapi kyrrstæðs, frosins frumheims. Eftir sprenginguna verður fjölbreytileiki og afstæði tímans enn aug- ljósara en nokkru sinni fyrr. Lizzie týnir töfratöskunni sinni á landsvæði þar sem taskan hefur hvort eð er glat- að þýð- ingu sinni. Henni og Fevvers, ásamt hinum í fjölleika- húsinu, er rænt af pólitískum hryðjuverka- mönnum sem vilja að Fevvers gerist tals- maður þeirra við Viktoríu drottningu. Það er þó kaldhæðnislegt að hin „áreiðanlegu“ dag- blöð sem hryðjuverkamennirnir fá upplýs- ingar sínar úr reynast engu minni skáld- skapur en góð ævintýrabók. Og þrátt fyrir að þeir hafi undir höndum nýtískuleg vopn og skotfæri lifa þessir útlagar eins og frum- menn í því sem næst algjörri einangrun frá umheiminum. Þannig er enn og aftur lögð áhersla á tilvist þeirra sem aðeins eru til á bak við tjöldin. Walser verður þarna viðskila við sína elsk- uðu Fevvers því honum er bjargað úr braki lestarinnar af öðrum hópi útlaga, kvenna sem hafa sloppið úr fangelsi þar sem þær sátu fyrir að hafa myrt grimma eiginmenn sína. Í fangelsinu ríkti einungis manngerður tími til að marka skorður daglegs lífs, því þær voru neyddar til að lifa innilokaðar í miðri Síberíu samkvæmt Moskvutíma, án þess að hafa svo mikið sem hugmynd um hvað náttúrulegum tíma, þ.e.a.s. nóttu og degi, leið. Tilvera þeirra í fangelsinu mark- aðist því af algjöru tómi og óbærilegri ein- veru, þar sem bæði var bannað að eiga sam- skipti við samfangana og stunda nokkurn starfa til að hafa ofan af fyrir sér. Einungis tómið blasti við undir stöðugu eftirliti fanga- varðarins á meðan „klukkan markaði með tifi sínu annað líf og annan stað“ og lagði þar með áherslu á manngerðar skorður tíma- hugtaksins. Það hefur því táknræna þýðingu þegar þessar konur brjótast út úr fangels- inu, að fangavörðurinn skýtur mörgum skot- um að konunum, en hæfir ekkert nema klukkuna. Fangavörðurinn „skaut tímann hreint og beint úr klukkunni, braut skífuna og stöðvaði tifið að eilífu. Í hvert skipti sem hún liti á hana þaðan í frá myndi klukkan því minna hana á þá stund sem yfirráðum hennar lauk, stund lausnar þeirra sjálfra“. Kvenfangarnir sleppa úr prísund sinni með því að sýna samstöðu gegn illu valdi og það er áhugaverð flækja í frásögninni að þær skuli verða til þess að finna föður Tíma, gangverkið úr klukkunni hennar Lizzie, þar sem hann liggur í snjónum „hrokkinn af brotnu klukkuhúsinu og smáum tannhjól- unum“. Í þeim villtu óbyggðum þar sem þær búa nú hefur faðir Tími misst þýð- ingu sína, limlestur í snjónum. Þær ákveða að skilja hann eftir vegna þess að ein þeirra segir: „Það er sama hvert við förum, við þörfnumst ekki fleiri feðra.“ Walser skilja þær því að lokum eftir líka, ásamt fortíð sinni, og halda sína leið inn í vafa- sama útópíu án karl- manna. Þriðji hópur útlaga sem kynntur er til sögunnar í Síberíu eru sjamanarnir, eins konar töframenn, sem taka Walser að sér sem spá- mann sinn. Tilvist þessa þjóðflokks er algjörlega í trássi við þann mannkyns- sögulega raunveruleika sem tilheyrir opinberri vitund- armiðju vestrænnar menn- ingar. Tungumál sjaman- anna á ekkert skylt við nein önnur þekkt mál og menning þeirra er grund- völluð á gildum sem eru vestrænni hugsun fullkom- lega framandi. Hvað varðar þeirra eigin skilning á sjálf- um sér er hin frumstæða útgáfa þeirra af raun- veruleikanum þó kaldhæðnis- lega lík „sið- fáguðum“ STEÐJI SÖGUNNAR OG HIÐ Ó-SÖGULEGA Í þessari seinni grein um bókina „Nætur í fjölleika- húsi“ eftir Angelu Carter fjallar FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR um óvenjulega sögusýn höfund- arins sem miðar að því að afhjúpa afstæði raunveru- leikans eins og hann birtist í hefðbundinni vestrænni hugmyndafræði. Í þessu margþætta skáldverki heldur Carter því fram að ekki þýði að móta sál mannsins á steðja sögunnar, heldur verði hreinlega að breyta steðjanum sjálfum. Notkun Angelu Carter á klukkunni, sem nefnd er faðir Tími í sögunni, leiðir markvisst í ljós mann- gerð takmörk tímahugtaksins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.