Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. FEBRÚAR 2001 7 TÓNLEIKARNIR hefjast kl. 20 annaðkvöld og samanstendur efnisskráineingöngu af kirkjulegri 20. aldar tón-list, en aðgangseyrir er enginn. „Við Douglas vildum halda svona tónleika eftir jóla- og áramótaerilinn til þess að fólk gæti komið og notið fallegrar tónlistar við hug- leiðslu og bæn, slakað þannig á og safnað kröftum. Við tökum okkur mjög alvarlega sem tónlistarmenn en okkur langaði í þetta sinn að gefa fólki kost á að koma á tón- leikana án tillits til efnahags. Það á einnig vel við stefnu Kristskirkju, en þeir vilja ekki að fólk þurfi að greiða fyrir að koma í kirkj- una.“ Óhefðbundin tónlist Tónlistin sem um ræðir er fremur óhefð- bundin, og eru nokkur lögin á efnisskránni frumflutt hér á landi á tónleikunum. „Það má segja að nýjasta verkið á efnisskránni, O Domina nostra sem þýðir Maríubæn og var samið árið 1985, sé kjarninn í þessari efnis- skrá,“ segir Douglas. „Þetta er stórt verk eftir Henryk Górecki fyrir sópran og orgel en efnisskráin er byggð upp í kringum það. Górecki er pólskt tónskáld sem var fremur lítt þekkt utan heimalands síns þangað til hann sló í gegn árið 1992 með upptöku af 3. sinfóníu sinni sem varð metsöludiskur. Nokkuð hefur verið spilað eftir hann hér á landi en ekki þetta verk, þar verður um frumflutning að ræða.“ Auk þess verða á efnisskrá tvö verk eftir Olivier Messiaen, hið fyrra leikur Douglas á orgel, en það síð- ara, O sacrum convivicum!, flytja þau Hulda Guðrún saman. „Þetta er mjög vel þekkt og vinsælt sem kórverk og hefur verið flutt hér á landi, m.a. af Röddum Evrópu. Fáir vita hins vegar að tónskáldið lagði blessun sína yfir það að verkið yrði flutt með sópran og org- eli. Við erum því að flytja það í fyrsta sinn hér á landi í þessum búningi. Það er mjög spennandi enda er þetta indælt verk,“ segir Douglas. Þá er á efnisskránni verk eftir Petr Eben, Lied der Ruth, og segir Hulda Guðrún það oft flutt í brúðkaupum, enda fjallar ljóðið á fallegan hátt um tryggð. „Þar er reyndar ekki um að ræða tryggð milli elskenda, heldur talar þar ekkjan Ruth til tengdamóður sinnar.“ Tónleikarnir munu hefjast á orgelverki eftir Jehan Alain. „Al- ain dó í síðari heimsstyrjöldinni, aðeins 29 ára gamall. Hann var mjög efnilegur og telja menn að hann hefði orðið með mestu tónskáldum hefði hann lifað lengur. Hann var frumlegur og fór sínar eigin leiðir, það er því hörmulegt að hann skuli hafa dáið svo ungur,“ segir Hulda Guðrún. Tónlistarmennirnir benda á að efnisskráin hafi verið valin saman mjög vandlega. „Til dæmis er mjög mikilvægt að tóntegundir verkanna passi vel saman. Við leggjum mik- ið upp úr þessu en góð samsetning efnis- skráa er nánast listgrein út af fyrir sig,“ segir Douglas. Hulda Guðrún segir efnis- skrána sem hér um ræðir einkennast af fal- legri og hæglátri tónlist. „Hún er mjög ein- læg og maður gefur allt öðruvísi tilfinningar þegar maður er að flytja hana en t.d. í mikl- um óperuaríum,“ segir Hulda Guðrún. „Það má segja að þessi tónlist fái mann til að leita inn á við og á það vonandi við um tón- leikagesti líka. Við vonum að fólk geti kom- ið, sest inn, náð sér í dálitla kyrrð. Komið síðan út léttara í lund.“ Hún bætir því við að ekki veiti af dálítilli rósemd í tilveruna í öllu stressinu í þjóðfélaginu. Douglas, sem er fæddur í Skotlandi, en hefur verið búsettur hér frá árinu 1981, segist geta tekið undir það að óvenju mikil streita liggi í loftinu á Íslandi. Að kynna nýja tónlist En hvað varð til þess að Douglas og Hulda Guðrún beindu athygli sinni að þeirri tónlist sem hér um ræðir? Douglas verður fyrir svörum. „Mestur hluti söngtónleika er með söngvara og píanói. Ég er hins vegar svo mikið fyrir það að fara ótroðnar slóðir og gera eitthvað öðruvísi. Þess vegna fór ég að skoða verk fyrir einsöng og orgel. Ég hef árum saman safnað verkefnum fyrir slíka samsetningu og er með fullt af efni inni á skrifstofu hjá mér. Við Hulda Guðrún fórum síðan í gegnum þetta og settum saman efn- isskrá. Þetta eru fyrst og fremst lítið þekkt verk og engir „slagarar“ eins og Ó, helga nótt, og Ave Maria eftir Schubert eða Kaldalóns,“ segir Douglas um leið og Hulda Guðrún skellir upp úr. Mér finnst lang- skemmtilegast að uppgötva nýja tónlist og kynna eitthvað nýtt og ferskt fyrir fólki.“ Douglas og Hulda Guðrún eiga bæði lang- an tónlistarferil að baki en þau hafa unnið nokkuð saman undanfarið. Síðast komu þau fram saman á sumartónleikaröð Akureyr- arkirkju í fyrrasumar. Þau segja samstarfið hafa verið ákaflega gott. „Við erum ein- staklega samstíga í þessum áhuga á að gera eitthvað nýtt og það er líklega sérstaða okk- ar,“ segir Hulda en telur það ómetanlega reynslu fyrir sig að starfa með svo færum og fróðum tónlistarmanni sem Douglas er. Douglas segist aftur á móti hafa ákaflega gaman af samspili sem sé ákaflega gefandi, en hann hefur leikið á orgel í ýmsum óvenjulegum samsetningum, meðal annars með trompet og slagverki. Að tónleikunum í Kristskirkju loknum hyggja þau Douglas og Hulda Guðrún á áframhaldandi samstarf þar sem lögð verð- ur áhersla á ótroðnar slóðir í efnisvali og flutningi. „Við höfum unnið að fleiri tón- leikum sem við munum flytja víðar, bæði innanlands og erlendis,“ segir Hulda Guð- rún að lokum. AÐ FARA ÓTROÐNAR SLÓÐIR Á tónleikum þeirra Huldu Guðrúnar Geirsdóttur sópransöngkonu og Douglas A. Brotchie organista í Kristskirkju á sunnudag mun gestum og gangandi gef- ast kostur á að taka sér hvíld frá dagsins önn og hlusta á bæna- og hugleiðslu- tónlist. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR spjallaði við tónlistarmennina. Morgunblaðið/Jim Smart Douglas A. Brotchie og Hulda Guðrún Geirsdóttir leggja áherslu á óhefðbundna tónlist í efnisvali sínu. ÞAÐ var óvænt ánægja að hlusta áfrumflutning Kristnitökukantötu eftirausturríska tónskáldið Helmut Neu-mann í Stórasal Tónlistarfélagsins í Vínarborg að kvöldi 5. janúar sl. Það verður ekki annað sagt en að uppfærslan hafi tekist mjög vel og var salurinn þéttsetinn. Verkið fluttu Sinfóníuhljómsveit Vínarborgar, kór japanska tónlistarfélagsins Fukushima ásamt íslenskum einsöngvurum og sópran- söngkonu frá Kólombíu undir stjórn jap- anska stjórnandans Masanobu Korai. Neumann er fæddur 1939 í Vín og er Ís- lendingum að góðu kunnur. Ekki einungis af því að hann er giftur Marín Gísladóttur úr Hafnarfirði heldur og af því að hann starfaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands um árabil og allnokkur verka hans hafa verið flutt á Ís- landi. Neumann gengur út frá svokallaðri hljómraðakenningu í tónsmíðum og í þessu verki notar hann tólftónatækni sem kennd er við Vínarskólann. Eins og fyrr segir samdi hann þetta verk í tilefni af 1000 ára afmæli kristni á Íslandi á síðastliðnu ári. Verkið heitir Menschlichkeitskantate á þýsku eða Mannúðarkantata og segir það allnokkuð um skilning og túlkun höfundar á fyrrgreindum atburðum. Textinn er tvískipt- ur: Fyrri hlutinn er tekinn úr Völuspá en síðari og veigameiri hlutann samdi dr. Vil- borg Auður Ísleifsdóttir frá Wiesbaden í Þýskalandi. Í fyrri hlutanum syngjast á völvan og kórinn en í síðari hlutanum syngja auk þeirra Noregskonungur og Þorgeir sem kveður upp hinn áhrifaríka úrskurð á Þing- völlum. Eins og fram kom í viðtali við Vil- borgu í Lesbók Mbl. 30. des. sl. er ljóðatext- inn skrifaður undir áhrifum af Eddu og Liljukvæði. Í ljósi þess að Vilborg hefur ekki fengist við ljóðagerð áður verður að segja að hér takist henni mjög vel til. Verkið var flutt í þýskri þýðingu en ætlunin er að flytja það á Íslandi á þessu ári með íslenska textanum. Það er í rauninni lítið hægt að setja út á flutninginn. Japanski kórinn söng vel og ís- lensku einsöngvararnir stóðu sig með ágæt- um. Það var samhljómur og samræmi á milli kórs og einsöngvara. Rannveig Fríða Braga- dóttir messósópran söng hlutverk völvunnar og skilaði hlutverki sínu með sóma eins við mátti búast. Noregskonungur var í höndum Hjartar Hreinssonar tenórs sem stóð sig með mikilli prýði. Rödd hans skilaði sér vel í þessu umfangsmikla hlutverki. Hjörtur las einnig inngang fyrir verkið áður en flutning- urinn hófst og gerði það verkið aðgengi- legra. Sigurður Skagfjörð Steingrímsson bassi var í hlutverki Þorgeirs og Claudía Guarin-Kristinsson sópran frá Kólombíu söng Maríukvæði herleiddrar konu. Það var ánægjulegt að heyra til þeirra beggja. Það eina sem truflaði mig var að hljómsveitin var stundum fullsterk og átti til að yf- irgnæfa einsöngvarana. Það hefði mátt laga með því að milda tóna blástursleikaranna. Tónverkið er mjög áheyrilegt. Ég óttaðist að nútímaverk af þessum toga gæti verið erfitt áheyrnar en svo var alls ekki. Þvert á móti, verkið er áhrifaríkt og tignarlegt, það hrífur áheyrendur inn í átakanlegan vett- vang kristnitökunnar á Íslandi. Þessi áhrif komu fram í viðbrögðum áheyrenda sem voru mjög ánægjuleg, hljómsveit, kór og einsöngvarar ásamt hljómsveitarstjóra og höfundi voru hyllt svo undir tók í húsinu. Þetta var söguleg stund í merku tónlistar- húsi þar sem Íslendingar tóku þátt í tónlist- arflutningi í þriðja sinn. Á 4. áratugnum söng Karlakór Reykjavíkur í salnum og Sin- fóníuhljómsveit Íslands upp úr 1970. Það eina sem vekur undrun í þessu sambandi er að verk af slíkum toga skyldi ekki hafa verið frumflutt á Íslandi á sjálfu afmælisárinu 2000. Það hefði án vafa verið áhrifaríkt að hlýða á verkið á Þingvöllum þar sem atburðirnir áttu sér stað sem minnst er í verkinu. Það hefði til dæmis mátt taka þessa tónlist- arveislu í Vínarborg upp og sýna í íslensku sjónvarpi eða flytja hana í útvarpinu. Það er í öllu falli full ástæða til að hvetja lands- menn að gera sér ferð til Hafnarfjarðar þar sem stefnt er að því að flytja verkið í vor. „GÖNGUM ÞVÍ ALLIR, GUÐS SYNI Á HÖND!“ Mannúðarkantata eftir Helmut Neumann var frumflutt í Vínarborg á dögunum í tilefni af 1000 ára kristni á Íslandi. HARPA HALL- GRÍMSDÓTTIR var á tónleikunum. Vilborg A. Ísleifsdóttir og Helmut Neumann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.