Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Síða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. FEBRÚAR 2001 um þörfum og frá þessu er Keldnaskáli engin undantekning. Flestir hinna varðveittu bæja bera svipmót þess sem algengast var á 19. öld, þegar samhliða timburþil voru komin til sögu. Hið forna skálaform hefur aftur á móti varð- veizt í Keldnaskálanum. Hvað bæinn á Keldum snertir talar Hörður Ágústsson um „Keldna- gerð“, því þar er vissulega orðin breyting frá hinum fornu eldaskálum sem tíðkuðust við landnám. Skálinn var íverustaður heimilisfólksins Á fyrstu öldum byggðar á Íslandi var skál- inn aðalbygging hvers bæjar. Á Keldum hefur hann sennilega verið aðalhús bæjarins fram á 16. eða 17. öld. Víst er að fornaldarskálar gátu verið ótrúlega stór hús; það sýna rústir og rannsóknir. Sumstaðar voru þeir þiljaðir þversum í stofu, svefnskála og eldaskála. Í fyrstu stóðu þeir einir sér, en þegar fram liðu tímar voru ýmis afhýsi byggð út frá skálanum. Líkt og enn má sjá á Keldum sneri skálinn langhliðinni fram. Á höfðingjasetrum hafa þetta verið rúmgóðar byggingar, þiljaðar með timbri og til þeirra hefur þurft gilda og góða burðarviði. Skálinn var allt í senn: Íverustaður heimilisfólksins, svefnstaður og þar mataðist fólkið. Á öldum fátæktarinnar hafa skálar fyrst minnkað og loks horfið, en þá hafði fólkið fundið sér hlýrra athvarf í þröngri baðstofu. Talið er að skálar á Suðurlandi hafi horfið um og eftir 1800 þegar öll hús sneru orðið stöfn- um, og síðar þiljum, fram að bæjarhlaðinu og stéttinni. Þá var baðstofan orðin ígildi hins forna skála og á 19. öldinni voru gluggar með gleri komnir til sögunnar. Á Keldum var aldrei hinn dæmigerð gangabær með löngum og dimmum göngum og mörgum röðum bakhúsa líkt og víða hafði verið um aldir. Til skálans á Keldum teljast einnig bæj- ardyr eða göng, búr og jarðhús, eða jarðgöng. Þau voru með öllu týnd, en voru uppgötvuð fyrir tilviljun 1932 þegar grafið var fyrir þró við Keldnabæinn. Þau eru talin elzta uppi- standandi mannvirki á Íslandi samkvæmt fornleifarannsókn sem fram fór 1998. Göngin voru ágætlega varðveitt á átta metra kafla næst bænum, en framar höfðu þau hrunið saman. Hægt var að aldursákvarða göngin og kom þá í ljós að þau eru frá 11.–13. öld. Ösku- lag frá Kötlugosi, sem varð nálægt árinu 1000, sést á Keldum og kemur í ljós að torf hefur verið stungið ekki löngu síðar. Neðsta mann- T ORF og grjót eru ekki varanleg byggingarefni, sízt af öllu á jarð- skjálftasvæðum. Torfbæi á Suð- urlandi varð yfirleitt að byggja upp á 40–60 ára fresti og oftar þegar jarðskjálftar settu allt úr skorðum. Í þessu ljósi kemur á óvart, að þrátt fyrir allt skuli elzta hús á Íslandi vera 2–3 öldum eldra en elztu varanlegu steinhúsin sem risu uppúr miðri 18. öld. Þetta er skálinn á Keldum á Rangárvöllum, sem Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður taldi vera frá 15. öld. Sérfræð- ingar á vegum Þjóðminjasafnsins telja nú lík- legast að elztu viðir skálans séu frá árunum 1500–1600, en þá virðist hann hafa brunnið. Óhætt er að segja, að skálinn er með mið- aldalagi, en hann hefur sí og æ verið end- urbyggður. Það liggur hinsvegar ekki fullkomlega ljóst fyrir hvenær byggður var bær á Keldum þar sem hinn forni bær stendur nú. Í frásögn Þor- láks sögu helga af Jóni Loftssyni og klaust- urstofnun hans á Keldum er vísbending um að elzti bærinn hafi staðið sunnan við Keldnalæk- inn. Það er líka óvíst hvort kirkja var á Keld- um áður en Jón Loftsson lét reisa klausturhús og kirkju fyrir norðan læk. Fræðimenn telja að það hafi Jón gert á síðustu æviárum sínum, 1193–1197, eða meðan hann bjó sjálfur á Keld- um. Má vera að þá hafi Keldnaskáli fyrst risið þar sem hann hefur síðan staðið. Vigfús Guðmundsson frá Keldum skráði margt um staðinn og meðal annars segir hann frá því, að sést hafi bæjartóttir og traðir sunn- an við lækinn allt fram á 19. öld og muni það sennilega vera rústir elzta bæjarins á Keldum. En sé það rétt að hið fagra bæjarstæði á Keld- um megi rekja til Jóns Loftssonar er skálinn að líkindum búinn að vera hluti af þessum bæ í rúmlega 800 ár og hefur þá haldið grunngerð sinni jafn lengi. Þess ber þó að gæta að allt tal um aldur er nokkuð afstætt þegar torfbæir eiga í hlut. Margir íslenzkir sveitabæir hafa ekki verið færðir úr stað öldum saman. Við endurbygg- ingu eða viðgerðir á einstökum húsum hafa með tímanum hlaðizt upp manngerðir bæjar- hólar. Með fornleifarannsókn má oft rekja þró- un torfbæjanna aftur á miðaldir eða jafnvel til landnáms. Bændur þurftu að dytta að húsum á hverju sumri og með reglulegu millibili varð að hlaða upp torf- og grjótveggi og skipta út fún- um spýtum. Hver kynslóð lagaði bæinn að sín- vistarlagið í skálanum er frá sama tíma og göngin, en að þeim verður vikið síðar. Mannvistarlögin eru 140 cm þykk Til þess að átta sig á skálanum á Keldum er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir bæjarhús- unum sem mynda röð meðfram stéttinni, en kirkjan stendur ein sér í kirkjugarðinum og aðeins þröng tröð milli hans og útihúsanna austast í röðinni. Vestast í röðinni er járn- varið timburhús, sem hjónin Lýður Skúlason og Jónína Jónsdóttir byggðu í byrjun búskap- ar síns árið 1937. Áður hafði verið búið í bað- stofunni sem Páll Guðmundsson bóndi á Keldum byggði næst vestan við skálann á bú- skaparárum sínum 1817–1828. Hún er næst í röðinni ásamt skúrbyggingu; snýr bárujárns- klæddur gafli fram; gluggar hvítmálaðir og lítur það allt harla vel út eftir endurbætur sem lauk sumarið 2000. Næstur í röðinni er sjálfur skálinn, elzta hús á Íslandi. Hann lætur ekki mikið yfir sér að utanverðu; veggir og þak vallgrónir. Að- eins er ein lítil gluggabora mót suðri, djúpt inni í veggnum, og svartbikaður stafn á bæj- ardyrunum fyrir skálanum miðjum. Fjögur hús snúa svartbikuðum stöfnum fram þar fyrir austan: Stóra skemma, Litla skemma, smiðjan og hjallurinn. Víst er að fyrr á öldum var skálinn á Keldum mun stærri; þó er engin leið að ákvarða stærð hans þá. Í aldanna rás hefur gólfskán hlaðizt upp. Við fornleifarannsókn sumarið 1998 var tekið snið í gegnum þveran skálann þar sem jarðgöngin tengjast honum. Þá kom í ljós að þau ná 140 cm niður, að sögn Þórs Hjaltalín sagnfræðings, sem hefur unnið að rannsókn- um á Keldum ásamt Ragnheiði Traustadóttur fornleifafræðingi á vegum Þjóðminjasafnsins og haft umsjón með viðhaldi og viðgerðum. Er talið, sagði Þór, að neðsta gólfskánarlagið sé frá 11.–13. öld. Alla tíð hafði verið moldargólf í skálanum; hinsvegar voru bæjardyrnar hellu- lagðar. Á stoðum skálans má sjá ummerki eftir rúmstæði. Í syllunum, sem svo eru nefndar, er nót fyrir þiljur sem gengið hafa niður í mið- SKÁLINN Á KELDUM ELZTA HÚS Á ÍSLANDI E F T I R G Í S L A S I G U R Ð S S O N Skálinn á Keldum er með stafverki sem er forn grind- argerð og af varðveittum húsum stendur hann næst víkingaaldarskálanum í þróun. Í aldanna rás hefur hann tekið ýmsum breyt- ingum en alltaf verið á sama stað. Skálinn er tal- inn vera eina miðalda- byggingin á Íslandi, lang- elzta hús landsins, en elzta mannvirkið eru jarðgöngin frá skálanum, sem að lík- indum eru ekki yngri en frá Sturlungaöld. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Hinn forni bær á Keldum. Næst á myndinni er skálinn, þá Stóra skemma, Litla skemma, smiðjan og hjallurinn. Svartbikuð bæjardyrahurðin er úr Staðarkirkju. Hana keypti Skúli Guðmundsson á Keldum árið 1913 og þá var hún 59 ára. Skálinn á Keldum um 1912.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.