Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Page 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. FEBRÚAR 2001 ars Bjarnasonar segir að hurðin sé illa farin af fúa, en fyrri tíma viðgerð væri ónýt. Lam- irnar voru báðar ónýtar af ryði. Þær voru ósamstæðar en voru endurnýjaðar í sömu breidd. Gunnar smíðaði handfang, hlaupjárn og keng og festi á hurðina, svo nú er á henni nothæf klinka. Gert var einnig við messing- hringinn sem áður var minnst á og ný rúða sett í gluggann. Þessi gamla hurð úr Stað- arkirkju er nú svartbikuð og lítur prýðilega út. Önnur kirkjuhurð var fengin að Keldum og nýtist þar nú sem skálahurð, þar sem gengið er úr öndinni inn í skálann. Sú hurð mun vera úr Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð, en flutt að Keldum eftir að kirkjan var lögð af árið 1802; hún er þó ekki löguð að bogaformi dyranna. Þetta er gömul spjaldahurð og hefur verið vandað til smíðinnar. Spjöldin liggja í fölsum og voru ummerki um eldri viðgerðir á þeim. Á ný var gert við kanta og föls. Efri lömin var hreinsuð og olíuborin, en að neðan varð að smíða nýja löm. Þá er ótalin síðari tíma hurð milli skála og baðstofunnar frá 1817 og hefur hún einnig fengið verðuga viðgerð. Baðstofan og íbúðarhúsið eru ekki til um- fjöllunar hér. Hinsvegar er þess að geta að Keldnabóndinn byggði ekki sérstakar bæj- ardyr með baðstofunni, heldur var áfram gengið inn um hinar fornu bæjardyr, þaðan gegnum skálann og gegnum göng inn í bað- stofuna. Þetta var óneitanlega allnokkur krókaleið og furðulegt skipulag. Í skálanum var og þiljað af fyrir vefstað. Gaflhlað skálans var rofið 1914 þegar Skúli bóndi Guðmundsson tók upp nýrri tækni í eldamennsku. Hinn gamli torfveggur sem skildi að skála og baðstofu var þá tekinn nið- ur og skúrbyggingin, sem nú er, byggð í staðinn. Húsrými sem þar fékkst varð nú borðstofa. Auk þess þiljaði Skúli af eldhús í vesturenda skálans og setti þar eldavél. Var þá að mestu hætt að nota hlóðaeldhúsið. Stóð þetta nýja eldhús Skúla á þeim stað í skál- anum þar sem jarðgöngin komu upp. Þessi notkun hefur þó líklega bjargað skál- anum, svo og það að Skúli var á undan sinni samtíð í þá veru, að hann kunni að meta þetta hús. Sýnileg breyting hefur orðið á framhlið skálans með því að nú er þar einn gluggi, en á ljósmynd frá 1912 má sjá að þá hafa þeir verið tveir. Svo virðist sem öðrum þeirra hafi verið fórnað þegar eldhúsinu var komið fyrir í skálanum 1914. Enda þótt Keldnaskáli sé með vallgrónu þaki er sá munur á því og fyrrum, að þakhellur sem frá fornu fari voru lagðar á þök á Keldum til vatnsvarnar, voru fjarlægðar. Í stað þeirra var lagður prót- andúkur, sem ekki sést; hann er vatnsheldur en hleypir raka út. Ofan á hann var torfið síð- an lagt. Þetta er sjálfsögð aðgerð og gerir sitt gagn þó hún sé ósýnileg, en tilgangurinn var ekki sízt að létta þungu fargi af burð- argrindinni. Vel er þekkt að súr þefur, sem nútímafólki hugnast ekki, getur orðið í húsum af þessu tagi. Í Keldnaskála vottar ekki fyrir því, enda er heitu lofti blásið inn í skálann að vetrarlagi til þess að halda jöfnu hitastigi og til þess að þar sé loft á hreyfingu. Jarðgöngin: Elzta mannvirki á Íslandi Hin fornu jarðgöng á Keldum, sem sjá má að hafa verið undankomuleið úr skálanum, voru týnd í mörg hundruð ár. Það var einn merkasti fornleifafundur hérlendis þegar göngin voru uppgötvuð fyrir tilviljun sum- arið 1932. Nú hafa farið fram vísindalegar rannsóknir á göngunum á vegum Þjóðminja- safnsins og er væntanleg ritgerð um efnið á þessu ári eftir Þór Hjaltalín og Ragnheiði Traustadóttur. Göngin voru eins og áður seg- ir heilleg næst bænum, en neðar höfðu þau fallið saman. Um þetta merkilega mannvirki skrifaði Matthías Þórðarson þjóðminjavörð- ur grein sem birtist á forsíðu Lesbókar Morgunblaðsins 21. ágúst 1932. Þar segir hann meðal annars svo: „Fyrir nokkru var grafið fyrir þró sunnan við vesturenda hins forna skála á Keldum á Rangárvöllum. Er komið var 1–2 m niður urðu fyrir jarðgöng. Stefndu þau beint suður frá bænum og fram úr bakkanum upp frá læknum. Varð komist eftir þeim 10 m og voru þau bein, bogamynduð að ofan, en árefti ekk- ert, og veggir óhlaðnir. Höfðu þau verið graf- in gegnum hörð lög af mold og sandi. Þau voru um 1 m að br., og ámóta há, en um skóflustunga af lausamold hafði safnast á gólfið. Að öllum líkindum hafa þessi jarðgöng ver- ið gerð til þess að komast um þau út úr bæn- um neðanjarðar, ef ófrið bæri að höndum. Má búast við, að þau hafi náð út úr bakkanum alla leið, en gengið svo frá að utan, að ekki bæri á þeim. Þau eru einu jarðgöngin frá fornöld, sem nú eru kunn, og var því æskilegt að varðveita þau, og opna þau svo að utan, að komist yrði í þau inn frá lækjarbakkanum. Var því reynt að grafa þau upp innan frá, eft- ir því sem unnt var, og var moldin tekin upp um gatið, sem komið hafði við þróargröftinn, en er óvíst varð um, hvar göngin höfðu helst verið og moldin tók að hrynja, var hætt við að grafa þannig. Á þennan hátt urðu göngin þó 3 m lengri; en eftir voru 10 m fram úr bakk- anum og var grafið utan frá á móts við göng- in. Voru þar gerð sams konar göng að hæð og vídd, og jafndjúpt í jörðu, svo að nú verður komist inní jarðgöngin, þótt búið sé að steypa þróna yfir þeim þar sem byrjað hafði verið að gera hana. Verður hurð sett í opið í lækjarbakkanum. Innri endinn er undir suð- urvegg skálans og er nú lokaður af grjóti, svo að ekki verður komist upp í skálann úr göng- unum.“ Matthías Þórðarson þjóðminjavörður lét grafa þar sem göngin lokuðust einskonar til- gátugöng fram að lækjarbakkanum. En þeg- ar göngin voru tekin til vísindalegrar rann- sóknar 1998 kom í ljós að Matthías hafði ranglega sveigt göngin til austurs. Þau höfðu legið beina leið fram að lækjarbakkanum og verið grafin í forsögulegan jarðveg; öskulag kennt við landnám var óskaddað yfir þeim. Að líkindum hefur verið byrjað að grafa inn í bakkann og lækurinn verið látinn flytja moldina á brott svo lítið bar á. Þetta mann- virki hefur ekki mátt vera á margra vitorði. Við endurgerðina voru göngin opnuð og litu þá út eins og skurður. Yfir þeim er nú steinsteypt plata og engin hætta á að gestir fái moldina úr þakinu yfir sig. Matthíasar- göngunum, sem svo eru nefnd, er einnig haldið opnum; tvær dyr með nokkurra metra millibili eru á þessum grösuga en snarbratta lækjarbakka. Í rannsóknarskýrslu um Keld- ur segir Þór Hjaltalín svo: „Byggingar sem þessar minna mann á hvernig þarfir fólks breytast með tímanum. Meðan nútíma arkitektinn þarf að huga að hvernig símalínum fyrir tölvur verði hag- kvæmast komið fyrir í híbýlum landsmanna þurfti „miðaldahönnuðurinn“ að mæta ör- yggisþörfum íbúa sinna og finna flóttagöng- unum heppilegan stað. Jarðhúsið á Keldum tilheyrir neðsta gólflagi skálans og er ekki yngra en frá 13. öld. Það er óttinn sem rekur menn í slíkar stórframkvæmdir sem þessi jarðgangagerð var.“ Í framhaldi af þessu rekur Þór, og Matth- ías einnig í sinni grein, hvaða atburðir í sög- unni gátu stuðlað að því að Keldnabóndanum þætti vænlegra að vita af undankomuleið. Frá sjónarhóli þeirra sem trúa því að persón- ur Njálssögu hafi að minnsta kosti verið til og telja þarmeð víst að Ingjaldur hafi búið á Keldum, er vel hugsanlegt að göngin séu gerð að frumkvæði Ingjalds, sem kallaði yfir sig óvild Flosa og Sigfússona þegar hann brást þeim við Njálsbrennu. Sé svo getur aldur ganganna teygst hátt í þúsund ár. En nútíma sagnfræðingar eru hættir að nota Íslendingasögur á þennan hátt, líkt og gert var þegar Matthías skrifaði sína grein. Þeir nota Íslendingasögur ekki sem frásagn- arheimildir, heldur sem heimildir um sam- tíma og hugarheim höfundanna. Annað sjón- armið gildir hinsvegar um samtímasögur svo sem Sturlungu og biskupasögur. Allt var í friði og spekt á Keldum meðan höfðinginn Jón Loftsson bjó þar og Sæmund- ur sonur hans. Í þriðja lið frá Jóni Loftssyni hitnaði aftur á móti undir Hálfdáni Keldna- bónda þegar hann dróst inn í ófrið á Sturl- ungaöld. Hafi Ingjaldur ekki látið gera göng- in um árið 1011, telur Matthías Þórðarson mestar líkur á því að Hálfdán Sæmundsson hafi látið gera þau um 1242 eða skömmu síð- ar. Sé það á hinn bóginn rétt að bærinn á Keldum hafi fyrst verið byggður á þessum stað í tíð Jóns Loftssonar, kemur Ingjaldur ekki til greina. Um það er hinsvegar ekki ágreiningur að „jarðhúsið“, eins og slík göng voru nefnd, er elzta uppistandandi mannvirki á Íslandi. Hinn merki fræðimaður, Brynjúlfur Jóns- son frá Minna-Núpi, vakti athygli á bæjar- húsunum á Keldum í grein sem hann skrifaði í Árbók fornleifafélagsins árið 1900. Brynj- ólfur Björnsson landlæknir fylgdi henni eftir 1912; skrifaði þá grein í Sunnanfara um mik- ilvægi þess að vernda skálann á Keldum. Hann hafði fengið til þess hvatningu frá Matthíasi þjóðminjaverði, sem einnig kom Skúla bónda Guðmundssyni á Keldum til að- stoðar við að afla fjár hjá Alþingi til við- gerðar á bænum eftir jarðskjálftana 1912. Sú viðgerð fór fram árið 1913. Leið nú alllangur tími án þess að Keldna- skáli væri á dagskrá. En 1937 flutti Héðinn Valdimarsson tillögu til þingsályktunar um safn „er sýni íslenska sveitamenningu liðna tímans“. Matthías Þórðarson fékk tillöguna til umsagnar og taldi að bezt væri að koma upp slíku safni á vel varðveittum, fornum bæjum. Nefndi hann bæi norðanlands þar sem söfn hafa síðan orðið að veruleika, Glaumbæ, Laufás, Grenjaðarstað og Hóla í Hjaltadal. Sunnanlands fannst Matthíasi að- eins einn bær koma til greina: Keldur á Rangárvöllum. Skúli Guðmundsson bóndi á Keldum var stórmerkur maður. Hann hafði ekki aðeins bjargað jörðinni og húsum hennar undan miskunnarlausum ágangi sandfoksins, held- ur hafði hann fullan skilning á gildi hinna fornu bæjarhúsa og varðveitti þau vel. Matthías Þórðarson ræddi hugmynd sína við Skúla og hann tók henni vel og vildi selja rík- inu hin fornu hús á Keldum. Enda þótt geng- ið væri frá sölutilboði drógust kaupin á lang- inn og var ekki að fullu frá þeim gengið fyrr en 1942. Bærinn hefur verið íeign og umsjá Þjóðminjasafnsins síðan 1947. Smávægilega var dyttað Keldnabænum eftir að hann var orðinn ríkiseign, en það var þó ekki fyrr en 1961 að húsin voru tekin til rækilegrar viðgerðar. Verkið unnu þeir Sig- urður Egilsson frá Laxamýri og Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi, en Þjóðminjasafn Ís- lands hefur staðið að öllum viðgerðum á Keldum. Þar á meðal voru umfangsmiklar viðgerðir á árunum 1969–1975 og aftur á síð- ustu árum. Bærinn var farinn að láta á sjá 1997. Hjör- leifur Stefánsson var þá minjastjóri Þjóð- minjasafnsins og beitti hann sér fyrir um- fangsmiklum viðgerðum og rannsóknum sem ennþá er ekki að fullu lokið. Helztu heimildir: Keldur á Rangárvöllum eftir Vigfús Guðmundsson. Keldur á Rangárvöllum, Rannsóknarskýrslur 1999 eftir Þór Hjaltalín. Lesbók Morgunblaðsins 1932. Íslensk byggingararfleifð II eftir Hörð Ágústsson. Jarðgöng á Keldum, Grein eftir Þór Hjaltalín í tímaritinu Goðasteini 2000. Aðstoð: Þór Hjaltalín, Ragnheiður Traustadóttir og Guðrún Harðardóttir á Þjóðminjasafni. Höfundur er blaðamaður. Ljósmynd/Þjóðminjasafnið, Þór Hjaltalín Sumarið 1998 voru jarðgöngin rannsökuð. Hér er búið að taka jarðveginn ofan af þeim og sést þá vel þykkt hans. Við þessa rannsókn fannst rétt stefna ganganna fram úr lækjarbakkanum en áður hafði Matthías Þórðarson grafið tilgátugöng lítið eitt of austarlega. Næst á myndinni er Guðmundur Ólafsson, deildarstjóri fornleifadeildar Þjóðminjasafnsins, en fjær er Kristinn Schram, nemi í þjóðfræði. Steinsteypt þak var síðan sett á göngin. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Inni í skálanum var allt á öðrum endanum síðastliðið sumar, þar sem viðgerð stóð yfir. Við staf- ina á hinum upprunalega Keldnaskála, burðarstoðirnar hægra megin, hefur einhvern veginn ver- ið hægt að komast út úr bænum í gegnum jarðgöngin. Það er einungis tilgáta að göngin hafi verið falin á bak við lokrekkju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.