Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. FEBRÚAR 2001 15
vestrænum raunveruleika, eins og sjá má á
þessum samanburði í sögunni: „Heimsmynd
sjamananna, þrátt fyrir fjölbreytileika forms
hennar, tilvist frumhvata og stöðugt flæði á
milli vitundarstiga, var alveg jafn takmörkuð
[og hin vestræna heimsmynd] einfaldlega
vegna þess að hún var mannleg uppfinning
og bjó ekki yfir neinum þeim ólíkindum sem
tilheyra raunverulegri sögu. Og „mannkyns-
saga“ var hugtak sem þeir voru fullkomlega
ómeðvitaðir um, eins og reyndar alla landa-
fræði aðra en þá sem byggðist á dulúð þeirr-
ar fjögurra vídda tilveru sem þeir höfðu
fundið upp fyrir sjálfa sig. Okkar útgáfa af
veruleikanum er, alveg eins og útgáfa sjam-
ananna, skotheld og endanleg – línuleg út-
gáfa sem neitar að taka til greina aðra túlk-
un en sína eigin á hvort heldur sem er
raunveruleika eða draumi.“
Staðreyndir eru ekki til
meðal hinna ó-sögulegu
Þegar Carter hefur með einum hópi út-
laga fært sönnur á óáreiðanleika dagblaða
hefur hún sérstaka ánægju af því að stað-
setja Walser í heimi þessara töframanna eða
sjamana, þar sem „ekki var neinn munur á
staðreyndum og skáldskap heldur ríkti þess
í stað eins konar töfraraunsæi. Þvílík örlög
fyrir blaðamann, að vera allt í einu á stað
þar sem staðreyndir sem slíkar eru ekki til!“
Og auðvitað er Walser neyddur til að endur-
skoða viðhorf sitt til staðreynda og skáld-
skapar, enda er það efniviður skáldverksins í
heild sinni.
Þar af leiðir að þegar hillir undir lok
„Nátta í fjölleikahúsi“ er endurmat á mann-
kynssögunni í fyrirrúmi. Það endurspeglast í
mikilvægum þáttum sem afhjúpa óáreiðan-
leika og ófyrirsjáanleika hinnar opinberu
sögu. Þannig útskýrir Carter t.d. viðhorf
sjamananna með því að segja að þeir hafi
ekki einu sinni verið „útlægir úr mannkyns-
sögunni; það var fremur eins og þeir byggju
í tímavídd sem tók ekkert tillit til mann-
kynssögunnar. Þeir voru ó-sögulegir. Tíminn
hafði enga þýðingu fyrir þá“. Hún bendir
jafnframt á að meirihluti jarðarbúa á þess-
um tíma hafi ekki einu sinni haft hugmynd
um að tuttugasta öldin var á næsta leiti:
„Hefði verið efnt til alheimsþjóðaratkvæða-
greiðslu um það spursmál hefði tuttugasta
öldin samstundis hætt að vera til, allt það
kerfi sem byggðist á því að að skipta árum
upp í árhundruð hefði verið lagt niður og
tíminn staðið kyrr samkvæmt meirihluta at-
kvæða.“
Útlagahóparnir þrír eru því frá höfund-
arins hendi mjög mikilvægir í tengslum við
framvindu sögunnar, einfaldlega vegna þess
að tilvist þeirra bendir til þess að ólíkar út-
gáfur tímahugtaksins geti verið til samhliða.
Tilvist þeirra utan opinberrar sögu hnekkir
öllum áður viðurkenndum gildum á sviði
mannkynssögu og hugmyndafræði, innan
sögu Carters. Einungis mannleg gildi standa
eftir og mannkynssagan sem slík opnast –
takmarkalaus í allar áttir og víddir.
Þegar Fevvers og Walser hafa loks náð
hamingjusamlega saman er afleiðing þessa
sjónarhorns Carters sú að Walser hefur lært
að lifa lífi sínu án þeirra fjötra sem felast í
skilyrðingu siðmenningarinnar. Fevvers hef-
ur einnig lært að ekkert er algilt. Þegar hún
sér sjálfa sig endurspeglast í augum Walsers
myndhverfist afstæði tilverunnar í vanga-
veltum hennar um sitt eigið sjálf: „Er ég
staðreynd? Eða er ég skáldskapur? Er ég
það sem ég veit að ég er? Eða er ég það sem
hann heldur að ég sé?“ Þegar allt kemur til
alls skiptir það engu máli. Það eina sem
skiptir máli er að Walser, blaðamaðurinn
sem í upphafi bókarinnar tók við hana viðtal
í þeim tilgangi að afhjúpa hana, hefur nú
loks lært að spyrja réttu spurninganna:
„Hvað heitir þú?“ spyr hann. „Ertu með sál?
Geturðu elskað?“ Og hann er ekki einu sinni
undrandi þegar hann uppgötvar að hún hef-
ur engu logið um uppruna sinn, heldur „virt-
ist hún svo sannarlega ekki vera með neinn
nafla“.
Endurmat hinnar eilífu nútíðar
Þrátt fyrir hina auðþekkjanlegu og skörpu
rödd Angelu Carter er engum vandkvæðum
bundið að skilgreina verk hennar sem póst-
módernísk. Í grein sinni „Postmodernism
and Consumer Society“ (eða: „Póstmódern-
ismi og neyslusamfélagið“) lýsir Frederic
Jameson tveimur megineinkennum póstmód-
ernismans sem: „umbreytingu raunveruleik-
ans í myndmál“ og „uppbroti tímans í raðir
óendanlegrar nútíðar“. Þessi lýsing virðist
eiga einkar vel við um skáldheim Angelu
Carter í „Nóttum í fjölleikahúsi“. Jameson
heldur því ennfremur fram að póstmódern-
ismi hafi komið fram á sjónarsviðið þegar
„tilfinning fyrir mannkynssögunni tók að
þverra og félagslegt kerfi samtíma okkar
missti getuna til að halda utan um sína eigin
fortíð, fór að eiga sér stað í eilífri nútíð og í
samræmi við eilífar breytingar sem þurrka
út hefðir af því tagi sem öll félagsleg form
urðu áður að varðveita á einn eða annan
hátt“. Af þessum kenningum Jameson má
álykta að vegna hinnar „eilífu nútíðar“ – sem
er í raun einn mest áberandi þátturinn í
póstmódernískum veruleika – sé nauðsyn-
legt að endurmeta þær leiðir sem notaðar
eru til að koma raunveruleikanum á fram-
færi.
John Berger heldur því fram í grein sem
hann nefnir „The Production of the World“
(eða „Framleiðsla heimsins“) að „okkur [sé]
kennt að setja hið raunverulega og hið
ímyndaða fram sem andstæður, eins og ann-
að sé alltaf tiltækt en hitt fjarlægt, utan seil-
ingar. En þessar andstæður eru falskar. All-
ir viðburðir eru tiltækir og nálægir.
Samhengi þessara hluta – sem er það sem
við eigum við með raunveruleiki – byggist
hins vegar á ímyndunaraflinu“.
Í „Nóttum í fjölleikahúsi“ tekst Angelu
Cartar að skapa tilfinningu fyrir óendanleika
með því að bregða upp samtímis fjölda
ímyndaðra raunveruleika. Með póstmódern-
ískri ofhleðslu myndmáls af öllu tagi sýnir
hún fram á fjölbreytileika mannkynssögu
sem ekki fer í manngreinarálit – þar sem allt
er jafngilt. En hún lætur sér það ekki
nægja, heldur afhjúpar einnig hvernig
menning okkar hefur í tilraun til að sýna
vald sitt byggt upp framhlið sýndarveruleika
sem ekki er í neinum tengslum við meiri-
hluta þess fólks sem byggir heiminn. Eða
eins og Berger segir: „Raunveruleikinn er
alltaf fyrir handan, og hann er jafn raun-
verulegur fyrir efnishyggjumenn og hug-
sjónamenn, fyrir Plató og Marx. Raunveru-
leikinn, sama hvernig maður túlkar hann,
liggur handan við hulu klisjanna. Hver
menningarheild byggir upp slíkar klisjur, að
hluta til þess að auðvelda sína eigin starf-
semi (til að mynda siðvenju) og að hluta til
þess að samræma sitt eigið vald. Raunveru-
leikinn er skaðlegur þeim sem fara með
valdið.“ Í „Nóttum í fjölleikahúsi“ tekst Ang-
elu Carter einmitt að brjótast í gegnum þær
klisjur sem John Berger gerir tilraun til að
skilgreina.
Hverjir tilheyra
raunveruleikanum?
Í viðtali við hinn merka gagnrýnanda og
fræðimann Lornu Sage, sem nú er nýlátin,
bendir Angela Carter á hve raunveruleikinn
er í rauninni óljós í arfleifð raunsæisbók-
menntanna: „Í Middlemarch [eftir George
Eliot] er hægt að líta á Ladislaw sem full-
trúa Evrópu, flóttamann úr heimi sem á sér
annars konar sögu, úr heimi sem gengur á
öðrum hraða. Þegar maður hugsar til
nítjándu aldarinnar í London kemur í ljós að
hún samanstóð af ólgandi mannfjölda sem
sjaldan verður vart við í skáldsögum, mann-
fjölda sem á enga hlutdeild í „raunveruleik-
anum“. Hverjir tilheyra eiginlega þessum
„raunveruleika“ sem við erum að tala um?“
spyr Carter síðan. Í þessu samtali bendir
hún einnig á að mannkynssagan er óáreið-
anleg, það er búið að bjaga hana og einfalda
um of því í mannkynssögunni, eins og í öll-
um frásögnum sem á augljósan máta reyna
að líkja eftir sögunni, er ringulreið alls ekki
fátíð.
Tengsl Angelu Carter við þjóðsögur og
dægurmenningu eru engin tilviljun, það er
efniviður sem hún snýr sér ávallt að á ný,
„vegna þess að vandamálið við bókmennt-
irnar er að þær eru samansettar úr svo
mörgu, þær eru ekki hreint kerfi“ eins og
hún kemst sjálf að orði. Og með því að not-
færa sér alla þessa ólíku þætti, á póstmód-
ernískan máta, tekst henni ef til vill að ná
mun lengra en George Eliot hvað raunsæið
snertir. Henni tekst að segja „öðruvísi sögu,
sögu sem vindur sig áfram á öðrum hraða“
eins og hún lýsir því í samtalinu við Sage.
Hún segir sögu hins ólgandi mannfjölda sem
sjaldan verður vart við í skáldsögum, mann-
fjölda sem á ekki hlutdeild í raunveruleika
hefðbundinna bókmennta og mannkynssög-
unnar eins og hún birtist okkur í sögubók-
unum.
Eins og Ouspensky og Borges ferðast
Carter um víðan völl, en ekki eftir ákveðinni
línu. Hún getur upplifað fortíðina sem og
framtíðina, allt um kring og í einu, og stað-
festir þar með það sem hún segir hreint út
undir lok bókarinnar um hina vængjuðu
Fevvers: „Það er ekki hin mannlega „sál“
sem þarf að móta á steðja sögunnar, heldur
verður að breyta steðjanum til þess að
breyta mannkyninu. Ef ekki er hægt að
finna „fullkomnun“ getum við ef til vill fund-
ið eitthvað sem er aðeins betra, eða, svo ekki
séu vaktar of margar falsar vonir, aðeins
minna vont.“
Einhver frægasta myndhverfing sem til er af vængjaðri konu er þessi gríska höggmynd af Nike
frá því um 200 árum fyrir Krist. Carter sækir hugmyndir sínar um Fevvers m.a. í slíkt myndmál er
tengist fornum goðsögnum, til að mynda um Ledu og svaninn, gyðju réttlætisins og sigursins.
Goðsagnirnar notar hún svo bókstaflega í sögu sinni af þessari vængjuðu nútímakonu sem í
samræmi við uppruna sinn reynist ekki einu sinni vera með nafla.
Mynd Satúrnusar er táknræn fyrir tímann í þeim skilningi sem Carter fjallar um hann í Síber-
íuhlutanum, því Satúrnus ríkir yfir þeim hluta tilvistarinnar þar sem tíminn er afstæður. Sat-
úrnus, eins og faðir Tími, gleypir börnin sín og eru snákarnir tveir sem bíta í hala sinn tákn tíma-
leysis eilífðarinnar líkt og Miðgarðsormur í norrænni goðafræði.