Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Síða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Síða 20
Mörg listaverk eru unnin með það í huga að þau taki tillit til umhverfisins. En þar sem þetta er safn tekur eng- inn tillit til safnsins sem um- hverfis. Ég hef gengið framhjá stöplinum á hverjum dagi í mörg ár og mér hefur alltaf þótt hann ansi skemmtilegur. Hann gæti allt eins verið minimalískur skúlptúr eftir bandarískan stórlistamann. En í raun er hann e.k. leifð sem enginn hefur tekið afstöðu til. Því fór ég og fékk fólkið hér í kring til að segja mér hvað það vildi gera við hann.“ Hljóðskúlp- túr Hlyns skapar þannig möguleg listaverk, jafnframt því sem hann vekur umhverf- ið og fortíð þess. „Stöpullinn vekur minningar hjá mörg- um sem segja frá sögu húss- ins eða fortíðinni. Aðrir vilja bara láta rífa stólpann. Það komu fram margar góðar hugmyndir. Einn vildi t.d. gera hann að e.k. sýningarstöpli sem listamenn fengju að sýna á í mánuð í einu.“ Hlynur segir henta sér að vinna í mörgum miðlum við að tjá hugmyndir sínar. Þannig reyni hann að fjalla um listina í umræddri sýn- ingu í þrennu lagi með ólíkum hætti. Hann treystir sér þó ekki til þess að svara þeirri ósvaranlegu spurningu hver sé staða listarinnar við aldamót. „Ætli við látum stöpulinn ekki bara svara því.“ S ÝNINGIN ber heitið „Um listina“ og leitast Hlynur þar við að fjalla um stöðu listarinn- ar í upphafi nýrrar aldar. Sýn- ingin er í þremur hlutum, þar er að finna málverk, innsetningu og ljósmynda- og hljóðskúlptúr en í hverjum þeirra veltir lista- maðurinn fyrir sér virkni listforma og spurn- ingum um listina í lífi samtímans. Í Ásmundarsal sýnir Hlynur verk sem hann kallar „ferilsmálverk“ þar sem rýnt er í fram- kvæmd málverksins og athöfnin að mála verð- ur innihald þess. „Það sem mér finnst mest spennandi er ferlið í málverkinu, þ.e. málverkið sjálft. Yfirleitt þegar menn mála málverk er þar um að ræða endanlega mynd sem felur um- merkin um hvernig hún varð til. Mér finnst meira spennandi að mála mynd sem segir sögu um hvernig hún varð til og tímann sem það tók. Ég reyni að sýna bæði yfirborðið og það sem býr undir. Ég mála lag, yfir lag, yfir lag, en það sem verður undir sést alltaf í gegn en verður sí- fellt óskýrara. Þannig nota ég málverkið sem allegóríu fyrir tímans rás, lífið, minnið, það sem líður en situr samt eftir.“ Þannig er tíminn skráður í málverk Hlyns, hann birtist þar lag- skiptur og stöðugur en um leið óræður þar sem lögin eru gagnsæ og því ekki nákvæmlega hægt að greina röðina í legu þeirra. – En hvar er áhorfandinn sem skoðar mynd- ina staddur í tíma? „Hann er að horfa á hlut sem er orðinn. Þannig að hann er í framtíðinni frá málverksins sjónarhorni. Ef við notum þá rökvillu,“ segir Hlynur og hlær. „En í málverkinu getur hann séð mynstrið í fortíðinni,“ bætir hann við. Þunnar pensilstrokur í ólíkum litum eru mjög sýnilegar í málverkum Hlyns. Með því móti segir hann málverkið verða hverfult, þar sem áhorfandinn sér lögin á mismunandi hátt eftir því hvernig hann kemur að því. Mér finnst skipta máli að málverkið hafi einhvers konar heildarhugsun í sér. Ég reyni að ná þeim áhrif- um að málverkið sé heildstætt og hafi dýpt, sé ekki yfirborðskennt, en fullnægi um leið öllum formlegum þáttum málverksins, til dæmis að málning sé notuð á yfirborð.“ – En hvað hefurðu að segja um títtnefnda stöðu málverksins í samtímanum? „Málverkið sem slíkt og sem sögulegur hlut- ur er náttúrulega alltaf í stöðugri endurskoðun. Mér finnst aftur á móti út í hött að tala um „dauða“ eða „líf“ málverksins. Málverkið er bara tjáningarmáti og ég held að fólk geti alltaf fundið eitthvað til að gera við hann. Þegar fólk er að berjast fyrir því að málverkið sé á lífi held ég að fólk sé ekki öruggt um hvað það ætlar að gera við það. Þannig lifir málverkið á meðan fólk hefur eitthvað til að setja fram í því sem hægt er að skilja.“ Heimilisleg innsetning Í arinstofu listasafnsins sýnir Hlynur kvik- myndirnar „Frá Ártúnsholti vestur Miklubraut að Granda“ og „Í eldhúsinu á Öndólfsstöðum“. „Í verkinu, sem sýnir ferðalag um borgina, er miðja en vegna hreyfingarinnar bregður fyrir ýmsum íkonskum svipmyndum úr borginni sem virka eins og flöktandi hugsanir sem koma inn í heildarmyndina. Í hinu verkinu er annars konar tímahugsun þótt formið sé sams konar. Sú mynd er tekin á bóndabýli úti á landi. Horft er út um kjallaraglugga en síðan er farið hring- inn í kringum gamalt eldhús.“ Aðspurður seg- ist Hlynur ekki líta með fortíðarþrá til „sveit- arinnar“ í verkinu. Hann hafnar þeirri togstreitu milli sveitar og borgar sem rík er í hefðinni. „Það er einmitt litið með nokkurri upphafningu á borgina í verkinu,“ segir hann. Sjónvörpunum tveimur sem sýna myndirnar hefur verið komið fyrir í miðri sýningu á verk- um Kristjáns Davíðssonar. Þannig lætur Hlyn- ur verkið spila saman við umhverfið, þ.e. arin- stofuna í húsinu og málverkin eftir Kristján Davíðsson á veggjunum. Listasafn úr samhengi Í gryfju er síðan að finna nokkuð nýstárlega athugun á listinni. Þar er um að ræða lýðræð- islegan ljósmynda- og hljóðskúlptúr sem ber nafnið Stöpull. Umfjöllunarefni verksins er stöpull nokkur sem bar uppi höggmynd meðan Ásmundur Sveinsson bjó í húsinu en hefur síð- an staðið ónotaður á bak við listasafnið. Hann hefur Hlynur myndað frá sjónarhóli fólksins sem býr í nágrenni við safnið og rætt jafnframt við nágrannana og fengið þá til þess að koma með hugmyndir um hvað gera skuli við stöp- ulinn. Samtölin má hlýða á af bandi á sýning- unni. „Þetta er leið til að fá fólkið sem býr á ákveðnu svæði til að móta verkið. Ég hef gert sams konar verk í tengslum við Hlemm og gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautur. Stöp- ullinn fjallar aftur á móti um safnið við Freyju- götu, en í raun og veru er þetta safn einhvern veginn algerlega úr samhengi við umhverfi sitt,“ segir Hlynur og hlær. „Þegar ég fór að tala við fólkið sem býr hérna í götunni kom fram að margir höfðu aldrei komið hér inn. STÖPULL SVARAR SPURNINGUM Á myndlistarsýningu sem opnuð verður í Listasafni ASÍ á Freyjugötu í dag kl. 14 fjallar Hlynur Helgason um listina og setur meðal annars safnið sjálft í langþráð samhengi við umhverfi sitt. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR kom við hjá listamanninum. Morgunblaðið/Þorkell Hlynur Helgason veltir fyrir sér virkni listforma á sýningu sinni. Tíminn er skráður í ferilsmálverk Hlyns. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. FEBRÚAR 2001 REYNIR Jónasson, organisti Neskirkju, og fiðluleik- arinn Hjörleifur Valsson eru næstu tónlistarmenn á dagskrá tónleikaraðarinnar í Neskirkju. Á tónleikunum, sem verða á sunnudaginn kl. 17, verða leikin þrjú sönglög eftir Jón Leifs, Fantasía fyrir orgel, sem Jón Ásgeirsson samdi í tilefni af vígslu nýja orgelsins í Neskirkju; Tragoydia op. 11 fyrir einleiks- fiðlu, eftir gríska tónskáldið Omiris Vangelis, og Sónata nr. 1 úr sónöturöðinni Rosenkrantz-sónötur eftir H.I.F. von Biber. Organisti og harmoníkuleikari Reynir Jónasson hefur starfað lengi sem organisti og er ekki síður kunnur fyrir leik sinn og kynningu á harmoníkunni. Hjörleifur Valsson hefur hlotið tónlistarmenntun sína hérlendis og erlendis. Hann leikur á fiðlu sem Hans Jó- hannsson hefur smíðað. Hjörleifur er aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar. Morgunblaðið/Þorkell Reynir Jónasson organisti og fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson. Orgel og fiðla í Neskirkju

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.