Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 Evrópskar refsihátíðir R efsingar í Evrópu á sautjándu og átjándu öld fólu yfirleitt í sér líkamleg meiðsl og telja margir að þær vitni um grimm- úðlegt og frumstætt aldarfar. Það er þó misskilningur því réttarfarslegar pyndingar voru hvorki lagðar á af handahófi né voru þær útrás grimmdarofsa eða kvalalosta að öðru jöfnu. Þær voru öllu heldur list eða tækni sem háð var ströngum reglum og átti sér forsendu í pólitískri nauðsyn. Þeim var í fyrsta lagi ætlað að mynda sársauka sem skilgreind- ur hafði verið fyrirfram og skipað í flókið kerfi kvalastiga eða sársaukaþröskulda. Innan þess var dauðinn pynding svo fremi hann væri ekki aðeins líflát heldur hámark útreiknaðs sárs- auka sem náði frá afhöfðun er dregið gat þrautina saman í örskotsstund, um hengingu, tangarklip og afhöggningu útlima til sundur- hlutunar. Pyndingum var í öðru lagi ætlað að tengja saman sársaukastig og alvöru glæps, enda voru þær skipulagðar út frá því hvers eðl- is afbrotið var, hver framdi það og gegn hverj- um. Mælt var fyrir um fjölda svipuhögga í hverju tilviki, staðsetningu brennimarks, hvort því skyldi þrýst á enni, vanga eða bak, – lengd dauðdaga á aftökupalli eða bálkesti, hvort honum skyldi flýtt eða seinkað, tegund limlestinga fyrir og eftir andlát, o.s.frv. Pynd- ingarnar tengdu þannig saman glæp og refs- ingu, oft á táknrænan hátt, því form meiðsla eða aftöku vísaði til eðlis viðkomandi afbrots. Í þriðja lagi voru pyndingarnar þáttur í félags- legri helgiathöfn sem ætlað var að hreinsa flekk af samfélaginu eða merkja sakamanninn, ýmist með öri eða limaláti, merkja hann sví- virðingartákni. Loks hlutu pyndingarnar að vera opinberar og fara fram fyrir allra augum. Hið ofsafengna ofbeldi á aftökustaðnum bar vitni um sigrandi mátt löggjafans. Flesta hryllir við athöfnum sem þessum nú á dögum því þær ganga í berhögg við siðferði okkar og fagurfræði. Menn spyrja sjálfa sig hvað hafi valdið slíkri hörku og hafa ýmsar ástæður verið tilgreindar, svo sem líffræðileg skilyrði umræddra tíma: hungursneyðir og farsóttir réðu niðurlögum þúsunda, afskræm- ing og dauði voru tíðir gestir, líkamlegar ógnir bjuggu við hvert fótmál. Slíkar aðstæður kunna að skýra helgiathöfn þar sem dauðinn er settur á svið í bókstaflegum skilningi og leik- inn frammi fyrir allra augum, enda eru uppi til- gátur um að áhorfendur hafi reynt að nema dauðann á tilfinningalegan hátt og innlima hann í merkingarheim sinn, gera hann bæri- legan og merkingarríkan; eða öðruvísi sagt: þeir vörpuðu ótta sínum við afmyndun og dauða á líkama sakamannsins, fengu útrás fyr- ir hann við aftökupallinn. Slíkar skýringar ná skammt þótt áhugaverðar séu ef sögulegar staðreyndir eru hafðar í huga. Þannig voru hegningar hertar mjög í Frakklandi árið 1670 þótt líffræðileg skilyrði hefðu löngum áður verið verri þar. Raunin er sú að framangreind helgiathöfn speglaði valdaskipan þar sem vald- ið, sannleikurinn og líkaminn tengdust órofa böndum; valdaskipan sem getur kannski brostið á að nýju hvenær sem er því tilfinn- inganæmi fólks hefur ekki breyst að neinu marki á örfáum öldum. Þótt hinn kvaldi og sundurtætti líkami hafi horfið af torginu, brenndur eldlegu táknmarki endalausrar sví- virðu, þótt pyndingalistin hafi breyst og orðið fágaðri en áður, jafnvel þótt líkaminn sé ekki lengur skotmark laganna og eign þjóðhöfðingj- ans, þó að svo sé er manneskjan hin sama og áður. Dæmin sýna að hún er ávallt reiðubúin að gleyma síðustu refsihátíð ef svo ber undir. Í réttarbótum Hákonar konungs 23. janúar 1305 er skýrt kveðið á um meðferð „óbóta- manna“. Þar stendur skýrum stöfum: „Bjóðum vér og fullkomlega að vondum mönnum sé refsað þar sem þeir verða teknir, ef þar er próf á komið áður, ella sé þeir fengnir í hendur sýslumanni . . .“ Tekin voru af öll tvímæli um að þeir sem fremdu níðingsverk væru dauða- menn, en ákvæði Jónsbókar þykja nokkuð óljós hvað það varðar. Samkvæmt þeim er sá maður sem vegur skemmdarvíg eða fremur níðingsverk útlægur og óheilagur. Að öðru leyti er refsingunni ekki lýst, heimilt er að drepa sakamanninn með hvaða hætti sem er. Hið sama gildir um réttarbótina og er orðfæð hennar í skarpri mótsögn við málskrúð seinni lagatilskipana. Nær fjórum öldum síðar, 16. október 1696, gaf Kristján konungur fimmti út tilskipun sem auglýst var á alþingi 1750 með nokkrum viðbótum. Fjallar hún um refsingu morðvarga eða „grove mordere“ og er í henni kveðið á um strangari meiðingar en þekkst höfðu. Því er lýst nákvæmlega hvernig aflífa skuli morðingja, einkum þá sem bönuðu hús- bónda sínum, matmóður eða börnum þeirra, svo og eigin afkvæmi eða ektamaka. Einfalt líf- látsboð hefur breyst í margþætta líkamsfræði- lega orðræðu því líflátið sem slíkt er ekki leng- ur aðalatriðið heldur aðdragandi þess, dauðdaginn er sundurliðaður og hverjum þætti hans gefið ákveðið tákngildi, enda endurspegl- aði refsirétturinn nú rétt einvaldsins til að heyja stríð við óvini sína, rétt sem var hern- aðarlegs eðlis því litið var á smávægilega ólög- hlýðni sem fjandskap við og uppreisn gegn yf- irvöldum. Afbrotið kallaði á konunglegt ofbeldi sem var ætlað að yfirstíga hrylling glæpsins og ljá refsingunni sannleika og vald; það afhjúp- aði raunveruleika þess sem refsað var fyrir og gjöreyddi því, – morðið var „endurtekið“ á leikrænan hátt sem hástig rannsóknarferils og sigurhátíð konungsvalds. Skýrt dæmi um þetta er alþingisdómur árið 1729 þar sem fjallað er um óvenju hrottafeng- inn glæp í Múlasýslu. Skyldi morðinginn Jón Ingimundarson „missa sitt líf fyrir líf hins dauða“, Sigfúsar Eirekssonar, en líkami hans fannst „margsærður með skurðum og stingum og á háls beinskorinn, sem skrekkilegt er fyrir Guðs börn að heyra, að ein manneskja kunni so við sinn sannkristinn náunga að höndla, sem er sine exemplo nú í voru minni,“ stendur í dóm- inum. Töldu dómendur að Jón væri verðugur þess að leggjast á steglu og hjól, „en þar hér í landi eru hvörki þau meðöl að fá, sem þar til brúkast, so menn viti, þá ber þó þessi aumi ves- ælingur Jón Ingimundarson, exemplariter að straffast vondum mönnum til viðvörunar fyrir hans ódáðaverk. Því skal hans hægri hönd, sem hann hnífnum meðhélt og þann saklausa með myrti, hönum lifandi afhöggvast, þar næst strax hálshöggvast með öxi hér á þinginu, síð- an líkaminn grafast á aftökustaðnum, en hans höfuð þar upp yfir á stjaka setjast, og hin af- höggna höndin neglist þar undir.“ 1 Markmið þessarar margþættu athafnar var ekki aðeins að vara við, skapa eftirdæmi, held- ur var henni ætlað að vekja hrylling með sýn- ingu þar sem lögmál reiðinnar tók á sig sýni- lega, blóðuga mynd, þar sem niðurlæging sakamannsins var mögnuð stig af stigi, og loks fullkomnuð með líkamlegri eyðingu. Þetta var með öðrum orðum refsihátíð þar sem laskað allsherjarvald var endurreist með líkamlegu afli, jafnvel leikhús því einstök þrep vísa til eðl- is afbrotsins, hægri hönd morðingjans er höggvin af, auk þess sem réttlætið eltir hann út fyrir allan hugsanlegan sársauka. Táknræn- ar pyndingar sem þessar gegnsýrðu evrópskt réttarfar á sautjándu og átjándu öld. Oft var um nákvæmar endursýningar á tilteknum glæp að ræða enda hefur lagaframkvæmdin verið kennd við skáldskaparfræði. 2 Saka- manninum er refsað á sama hátt og með sömu tólum, jafnvel á sama stað og glæpur hans var framinn. 3 Íslenskir böðlar Heimildir um íslenska böðla eru fáar og strjálar, en ljóst er að embætti þeirra gekk ekki í erfðir eins og víða erlendis. Einnig er greinilegt að það hefur iðulega verið falið ærulausum flækingum og smáglæpamönnum sem áttu engra kosta völ. 4 Mælt er til dæmis að Guðmundur sýslumaður Sigurðsson á Ingjaldshóli (1734–1753) hafi haft fimm sýslu- böðla sem um var ort: Greipur, Þorgils, Geiri og Jón, gamall kagar hundur, þessir allir flakka um frón, fimmti er Sæmundur. 5 Árið 1624 var kynntur á Öxarárþingi dómur Ara Magnússonar í Ögri um „þann fáráða stór- brotamann Hildibrand Ormsson og þá fáráðu stórbrotakonu, Sesselju Jónsdóttur, systur konu hans, er hann féll með“. Hafði Ari látið dóm ganga sem „á víkur, að maðurinn mætti á lífinu náðast og vera böðull“. Jafnframt hafði hann náðað konuna vegna þess að hún hafði barn á brjósti. Höfuðsmaðurinn Holger Ros- enkrantz þóttist hins vegar „ekki annað mega gera“ en að bæði ströffuðust eftir Stóra dómi, og var þessi „fáráði, fátæki maður“ tekinn þeg- ar í stað af lífi eftir því sem stendur í alþing- Flesta hryllir við athöfnum sem þessum nú á dögum því þær ganga í berhögg við siðferði okkar og fagurfræði. Menn spyrja sjálfa sig hvað hafi valdið slíkri hörku og hafa ýmsar ástæður verið tilgreindar, svo sem líffræðileg skilyrði umræddra tíma: hungursneyðir og farsóttir réðu niðurlögum þús- unda, afskræming og dauði voru tíðir gestir, líkamlegar ógnir bjuggu við hvert fótmál. „Böðullinn var ... fyrirlitinn utangarðsmaður líkt og hinn dæmdi, hluti af refsihátíð, tákn í heimi grimmdar, holdtekja ofbeldis sem menn töldu nauðsynlegt en hryllti samt við.“ BLÓÐ- SKURÐIR OG VALDAVÉLAR BÖÐLAR Í SÖGN OG SÖGU SÍÐARI HLUTI „Leysið þið manninn, piltar.“ Guðmundur Sigurðsson, sýsluyfirvald á Ingjaldshóli E F T I R M AT T H Í A S V I Ð A R S Æ M U N D S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.