Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Side 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 S KAMMT frá Pisa er gríðarstórt stöðuvatn. Við vesturbakkann er lítið þorp og í miðri húsa- þyrpingunni stendur turn. Af honum dregur staðurinn nafn: Torre del Lago. Á lognkyrrum sumarkvöldum má heyra óperutónlist berast yfir vatnið frá sviði sem slegið hefur verið upp við báta- lægið; í grasinu suða engisprettur og einstaka fugl flýgur úr sefi. Hér undi Giacomo Puccini sér á sumrin, við veiðar að degi en tónsmíðar um nætur. Villa hans stendur eins og hann skildi við hana; á fornlegu píanóinu liggja óp- erur sem vöknuðu fyrst til lífsins í þessu húsi: La Bohème, Tosca, Maddama Butterfly ... Torre del Lago Puccini kom til Torre del Lago í fyrsta sinn árið 1884, 26 ára að aldri. Þá var það afskekkt fiskiþorp, að því er virtist á hjara veraldar. Íbúarnir stunduðu veiðar í vatninu og á kvöld- in komu þeir saman á hrörlegri krá og gerðu sér glaðan dag. Puccini var heimsmaður fram í fingurgóma en engu að síður hélt Torre del Lago honum föngnum. Hann settist að í þorp- inu árið 1891 og fannst hann hafa fundið parad- ís á jörðu. „Hér hef ég fundið einveruna og friðinn sem er mér nauðsynlegur til þess að geta samið,“ sagði hann í bréfi. Í Torre del Lago komst Puccini fljótt í félagsskap heimamanna og fyrr en varði bætt- ust fleiri listamenn í hópinn. Hann átti það til að bjóða öllum af þorpskránni heim til sín og þar var drukkið, spilað og skeggrætt fram undir morgun. Á meðan félagarnir skemmtu sér hélt Puccini áfram tónsmíðum eins og ekk- ert hefði í skorist. Það var sem félagsskap- urinn hefði hvetjandi áhrif á hann; í það minnsta kviknuðu fjölmargar góðar hugmynd- ir að La Bohème einmitt við þessar aðstæður. Le Villi og Edgar Puccini hafði lokið við þrjár óperur áður en hann hóf að semja La Bohème. Þar komu tveir stærstu útgefendur tónlistar á Ítalíu mjög við sögu, þeir Ricordi og Sonzogno. Sonzogno efndi árlega til keppni um óperu í einum þætti. Þegar hún var fyrst haldin árið 1883 tók Pucc- ini þátt í henni, þá nýskriðinn úr skóla. Hann sendi inn óperuna Le Villi, Dísirnar, en hafði ekki erindi sem erfiði. Sigurvegararnir tveir eru löngu gleymdir en Le Villi átti lengri líf- daga auðið. Með góðra manna hjálp kom Pucc- ini óperunni á framfæri við keppinaut Sonz- ognos, Ricordi, sem tók verkið til sýningar, þó eftir gagngerar endurbætur. Óperunni var skipt í tvo þætti sem tengdust með hljómsveit- armillispili. Óperan vakti mikla athygli og undruðust margir að hún skyldi ekki hafa unn- ið til fyrstu verðlauna. Textann að Le Villi samdi Ferdinando Font- ana. Þeir Puccini tóku þegar að semja nýja óp- eru að undirlagi Ricordis. Hún var fjögur ár í smíðum og hlaut nafnið Edgar. Öndvert við Le Villi var Edgar þunglamalegt verk og undir sterkum áhrifum frá þýskri rómantík. Óperan þótti misheppnuð og hvarf af fjölunum eftir þrjár sýningar. Útlitið virtist æði svart fyrir Puccini. Ricordi stappaði þá í hann stálinu og hvatti hann til að halda áfram. Meðan Edgar var í smíðum átti Puccini í ást- arsambandi við gifta tveggja barna móður, Elvíru Gemignani. Þegar upp komst sagði hún skilið við mann sinn og skyndilega átti Puccini fyrir fjölskyldu að sjá. Fjárhagsáhyggjurnar voru þrúgandi og jukust til muna eftir hörmu- legar viðtökur á Edgar. Hann var enn leitandi í stíl sínum. Um þessar mundir stóð Verdi á há- tindi frægðar sinnar og í Þýskalandi réð Wagner lögum og lofum á óperusviðinu. Báðir leituðu þessir jöfrar fanga í bókmenntum og sögu þjóðar sinnar, jafnvel goðafræði. Ung tónskáld á Ítalíu urðu að finna sér annars kon- ar viðfangsefni til að finna tónlist sinni nýjan farveg. Ný stefna ruddi sér til rúms í bók- menntum á Ítalíu síðari hluta 19. aldar. Hún nefndist verismo og byggðist á raunsæi. Mark- SÖNGURINN, TURNINN OG VATNIÐ UM PUCCINI OG TILURÐ LA BOHÈME Íslenska óperan frumsýnir La Bohème eftir Giacomo Puccini næstkomandi föstudag. Af því tilefni fjallar GUNNSTEINN ÓLAFSSON um höfundinn og verkið. Ljósmynd/Guðmundur IngólfssonFrá æfingu á La Bohème í Íslensku óperunni. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson Auður Gunnarsdóttir og Kolbeinn Ketilsson sem Mímí og Rúdolfó í Íslensku óperunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.