Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Qupperneq 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 17 FJÓRIR listamenn og bóhemar leigja saman íbúð í París. Þeir eiga vart til hnífs og skeiðar en lífsgleðin er óþrjótandi. Vetr- argaddur heldur þeim í greip sinni og rit- höfundurinn Rodolfo verður að sjá á eftir verkum sínum í eldinn; málarinn Marcelló veldur vart pensli sökum kulda. Félagar þeirra, heimspekingurinn Colline og tónlist- armaðurinn Schaunard, draga björg í bú eftir megni. Leigusalinn er sífellt á hött- unum eftir peningum en þeim félögum tekst jafnan að koma skröggnum tómhentum út. Dag nokkurn drepur ókunnug stúlka á dyr að leita sér aðstoðar. Rodolfo er einn heima og býður stúlkunni inn. Hún heitir Mímí og er saumakona; hósti hennar bendir til tær- ingar. Þau Rodolfo hrífast hvort að öðru og brátt blómstrar ástin. Það er aðfangadagskvöld og Rodolfo býð- ur Mímí með sér á kaffihús í Latínuhverf- inu. Þar bíða félagar hans þrír. Í mann- mergðinni birtist fyrrum ástkona Marcellós, Músetta, í fylgd aldraðs vonbiðils. Hún stel- ur senunni og gefur Marcelló ótæpilega undir fótinn, honum til sárrar skapraunar. Bóhemarnir skemmta sér konunglega og loks tekur Marcelló þessa lífsglöðu vinkonu sína í sátt á ný. Á frostköldum febrúarmorgni leitar Mímí Marcellós á veitingahúsi skammt frá toll- hliðinu. Hann málar myndir á veggi og Músetta syngur fyrir gesti. Rodolfo sefur á bekk inni fyrir, úrvinda af þreytu. Mímí seg- ir Marcelló frá sambúðarerfiðleikum þeirra Rodolfos, hann væni hana sífellt um ótrú- mennsku. Málarinn ráðleggur stúlkunni að segja skilið við sambýlismann sinn. Hann kallar Rodolfo á eintal og krefur hann svara. Sá viðurkennir að ástæðan fyrir ön- uglyndi sínu sé sjúkleiki Mímíar og það, að geta ekkert að gert sökum fátæktar. Hann verður var við Mímí og þau taka tal saman. Rodolfo og Mímí ákveða að skilja hvort við annað en þó ekki fyrr en með vorinu. Á meðan rífast Músetta og Marcelló sem hund- ur og köttur og binda enda á samband sitt. Um vorið eru Rodolfo og Marcelló aftur komnir í fyrri íbúð þeirra félaga. Listin sækist illa því hugurinn er hjá unnustunum tveimur. Colline og Schaunard koma heim færandi hendi og slá upp veislu. Kátína og gleði ríkir þar til Músetta birtist skyndilega: hún segir Mímí vera fyrir utan, nær dauða en lífi og vilji sjá Rodolfo í hinsta sinn. Þau styðja stúlkuna til sængur og búa um hana. Músetta býðst til þess að kaupa meðul fyrir eyrnalokka sína og Colline leggur fram gamla frakkann sinn. Allt kemur fyrir ekki. Skamma stund minnast Mímí og Rudolfo gleðiríkra daga; smátt og smátt fjarar líf hennar út og áður en vinirnir fá rönd við reist er hún öll. SÖGUÞRÁÐUR ÓPERUNNAR mið hennar var að sýna líf almúgans umbúða- laust. Söguþráðurinn snerist jafnan um óheft- ar tilfinningar; ástir og afbrýði, hatur og hefnd, jafnvel blóðsúthellingar. Hin nýja stefna í bókmenntum boðaði straumhvörf í óp- erutónlist á Ítalíu. Manon Lescaut og verismo-stefnan Vissulega mætti segja að bæði Carmen eftir Bizet og La Traviata eftir Verdi hafi verið í anda verismo eða raunsæis en fyrsta óperan sem tengdist hinni nýju stefnu beint var ein- þáttungurinn Cavalleria rusticana eftir Masc- agni. Efniviðurinn var að sönnu í anda verismo en formið var fengið að láni frá Puccini; líkt og Le Villi var óperan í tveimur þáttum með löngu millispili. Fáum árum síðar vakti annar einþátt- ungur gríðarmikla athygli. Hann hét Farand- leikararnir eða I Pagliacci eftir Leoncavallo. Puccini kynntist bæði Mascagni og Leonc- avallo mæta vel. Þeir Mascagni leigðu saman herbergi um tíma á námsárunum í Mílanó við kröpp kjör. Nokkrum árum síðar bjó Puccini í sama fjallaþorpi og Leoncavallo meðan sá síð- arnefndi vann að Farandleikurunum. Þar tókst Puccini á við þriðju óperu sína: Manon Lescaut. Útgefandinn Ricordi reyndi að fá Puccini ofan af þessari ætlun sinni þar sem Jules Massenet hafði þegar gert fræga óperu um sama efni. Puccini varð þó ekki þokað. Hann byrjaði að semja óperuna sumarið 1890 og vann að henni langt fram á haust 1892. Í Manon Lescaut markar Puccini sér nýja stefnu að tvennu leyti; hann velur efniviðinn sjálfur og stjórnar vinnunni við textann. Áður hafði hann samið við texta gagnrýnislaust en sýndi upp frá þessu textahöfundum sínum fyllstu hörku og óbilgirni. Margir komu að gerð textans en gáfust jafnharðan upp á sam- vinnunni við Puccini. Að endingu var Manon Lescaut frumsýnd árið 1893 í Tórínó. Ekki var getið um höfund texta. Óperunni var mjög vel tekið og Puccini gat andað léttar. Fjárhag fjöl- skyldunnar var borgið í bili að minnsta kosti. La Bohème Bæði Mascagni og Leoncavallo höfðu unnið sigur í óperukeppni Sonzognos. Útgefandinn kom verkum þeirra á framfæri innanlands sem utan og hafði af þeim miklar tekjur. Greinilegt var að verismo-stíllinn höfðaði sterkt til áheyr- enda. Ricordi var ekki fylgismaður hinnar nýju hreyfingar en gat þó ekki látið velgengni keppninautar síns sem vind um eyru þjóta. Hann stakk því upp á því við Puccini að hann semdi óperu í hinum nýja stíl og lagði til ákveðna skáldsögu. Tónskáldið vann margar vikur við undirbúning en löngunin til þess að takast á við verkið lét á sér standa. Hann var einfaldlega ekki fær um að semja tónlist við sögu nema hún vekti með honum brennandi áhuga. Slíkur áhugi kviknaði hins vegar þegar hann las bókina Svipmyndir úr lífi bóhems (Scènes de la vie de la bohème) eftir Henri Murger. Hún fjallaði um ungt fólk í París, gleði þess og sorgir. Við sögu komu listamenn og stúdentar, verksmiðjustúlkur, saumakonur og lauslætis- drósir. Puccini varð svo heillaður af bókinni að hann henti öllu öðru frá sér og einbeitti sér al- farið að hinum lífsglöðu bóhemum í París. Heilög þrenning La Bohème markar upphafið að samvinnu „hinnar heilögu þrenningar“ eins og Ricordi kallaði þá Giacosa, Illica og Puccini. Þeir unnu saman að þremur óperum: Toscu og Maddömu Butterfly auk La Bohème. Giacosa var kunnur rithöfundur, afar hagorður og smekkvís á mál. Illica náði aldrei jafn langt á skáldabrautinni en hafði gríðarlega reynslu af textasmíð fyrir óperur. Styrkur hans fólst í næmu auga fyrir snjöllum sviðslausnum. Illica bjó til grindina að verkinu sem Giacosa síðan klæddi með texta. Giacosa vann verk sitt með hægð og þótti óþolinmæði tónskáldsins keyra um þver- bak. Illica hótaði margsinnis að hætta störfum vegna þess að Puccini kastaði heilu atriðunum ef honum líkaði þau ekki. Ricordi átti fullt í fangi með að sætta listamennina og koma í veg fyrir að allt færi í bál og brand. Svipmyndir úr lífi bóhems var æði brota- kennd frásögn og það létti ekki textahöfund- unum verkið. Giacosa og Illica tókst þó með lagni að flétta margar laustengdar frásagnir bókarinnar saman í heilsteyptan texta en efnið breyttist við það úr raunsærri frásögn í tilfinn- ingaþrungna ástarsögu. Til þess að einfalda söguþráðinn gerðu þeir eina persónu úr tveim- ur; lauslætisdrósin Mímí og saumakonan Francine urðu ein og sama manneskjan. Þessi lausn er ekki með öllu hnökralaus. Mímí er gerð að blásaklausri stúlku sem ekkert virðist eiga sameiginlegt með lauslátri nöfnu sinni í bókinni. Allar vísbendingar um ósiðsamlegt líf- erni hennar hljóma því ótrúverðugar í óper- unni. Sársaukinn í tónlistinni Puccini lauk við La Bohème í Torre del Lago 10. desember 1895. Vinir hans á þorpskránni fögnuðu tímamótunum með grímudansleik. Verkið var frumsýnt tveimur mánuðum síðar í Tórínó. Stjórnandi var enginn annar en Arturo Toscanini, frægasti hljómsveitarstjóri fyrri hluta 20. aldar. Áheyrendur voru yfir sig hrifn- ir en gagnrýnendur tóku verkinu í fyrstu með fálæti. Þeim líkaði ekki ringulreiðin í Latneska hverfinu í upphafi annars þáttar né hvernig tónskáldið táknaði vetrarkuldann í upphafi þess þriðja með röð samstígra fimmunda yfir liggjandi bassatóni. Það fór einnig fyrir brjóst- ið á mörgum að innilegur kveðjusöngur Mímí- ar og Rúdolfós í lok sama þáttar skyldi brotinn upp með stormasömu rifrildi Músettu og Marcellós. Hundrað árum síðar þykja þessir staðir í óperunni sýna hversu glæsilega Pucc- ini tókst að kveikja líf á sviðinu og mynda þar einstakt andrúmsloft. Stutt tónhending nægir honum til þess að segja langa sögu. Þegar Mímí hittir Rúdolfó í fyrsta þætti talast þau við feimnislegum orðum; smátt og smátt vex þeim ásmegin, ástin kviknar og loks faðmast þau innilega. Allt þetta gerist á örskammri stundu og virðist samt fullkomlega raunsætt. Engin persóna í óperum Puccinis er jafn dásamlega úr garði gerð og Mímí. Laglínur hennar eru gæddar slíkum töfrum að áhorf- andinn er fullkomlega gagntekinn af draumum hennar, þjáningu – og dauða. Það er sem tón- listin stjórni hreyfingum stúlkunnar og við- móti. Þegar hún lýsir sjálfri sér í fyrsta þætti (Mi chiamano Mimi – Ég er kölluð Mímí) er sem tónlistin spretti upp af dýpstu hjartarót- um. Með orðunum Ma quando vien lo sgelo (þegar þokunni léttir yfir borginni) er sem ógnarkraftur losni úr læðingi. Tónlistin gefur orðum hennar byr undir báða vængi og þau öðlast nýja merkingu; hún minnist ekki á ást en opnar hjarta sitt í tónlistinni og gefur til- finningunum lausan tauminn. Puccini hefur einstakan hæfileika til þess að setja sig í spor persónanna og túlka hugarástand þeirra. Inn- lifun hans er svo sterk að hún skilar sér beint til áheyrandans. Tónskáldið tók örlög persón- anna í La Bohème mjög nærri sér, svo sem sjá má af einu bréfa hans: „þegar ég skrifaði loka- nóturnar að La Bohème féll ég saman og grét; slíkur var sársaukinn.“ Í Torre del Lago fann Puccini sinn eigin stíl, sitt eigið tónmál. Hann lagði það í munn Toscu og Maddömu Butterfly, Turandot og Mímíar og sá sem stendur við vatnið og heyrir raddir þeirra berast út í náttmyrkrið skynjar þá gjöf sem þessi staður færði Puccini og okkur hinum sem vildum síður án tónlistar hans vera. Höfundar La Bohème: Giacomo Puccini, Giuseppe Giacosa og Luigi Illica. Puccini á bát sínum við Torre del Lago. Höfundur er kór- og hljómsveitarstjóri. Ópera eftir Giacomo Puccini í fjórum þáttum. Höfundar texta: Giuseppe Giacosa og Luigi Illica. Byggð á sögu eftir Henri Murger. Óperan gerist í París á fyrri hluta 19. aldar. Frumsýnd í Tórínó árið 1896.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.