Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Page 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 19 HÉR er komin ný tveggja diska útgáfa með tveimur þekktustu verkum pólska tónskáldsins Karóls Szymanowskis (1882–1937). Þetta sett hefur vakið mikla athygli og fékk það verðlaun tónlistartímaritsins Gramophone fyrir bestu óp- eruútgáfuna árið 2000. Verðlaunin eru svo sann- arlega verðskulduð því það er mögnuð upplifun að hlusta á þessa diska, þótt ekki væri fyrir ann- að en hljóðritun EMI sem er með ólíkindum góð. Eftir því sem aldur og reynsla færist yfir mann ber æ sjaldnar á gæsahúðinni sem maður upplifði svo oft á yngri árum þegar auðveldara var að hrífast. En hér bókstaflega hríslast um mann hvað eftir annað og það má þakka hljóð- rituninni, stórbrotinni túlkun Sir Simon Rattles og hans manna og síðast en ekki síst frábærri tónlist Szymanowskis. Reynið að ímynda ykkur einhvers konar blöndu af Richard Strauss, Gustav Mahler, Igor Stravinsky, Claude Debussy og Maurice Ravel. Og gleymið ekki landa Szymanowskis, Fréderic Chopin. Kryddið svo blönduna með dulúðugri austrænu og skærum litum. Útkoman gæti ver- ið tónlist Karóls Szymanowskis. Hann var vafa- laust eitt mesta tónskáld tuttugustu aldar en furðulegt má telja hve sjaldan tónlist hans heyr- ist. Eins og ofangreind upptalning ber merki hefur mönnum reynst erfitt að skilgreina tónlist hans. Szymanowski hefur verið kallaður síðasti rómantíkerinn, impressíónisti, arftaki Chopins og brautryðjandi pólska skólans í tónsmíðum tuttugustu aldar. Sem að sjálfsögðu má einu gilda þar sem það er tónlistin ein sem máli skiptir. Óperan Król Roger (Roger konungur), sem frumflutt var árið 1926, er talin meistaraverk Szymanowskis. Upphafsatriðin (nr. 1 og 2 – og reyndar allur fyrsti þáttur) eru eitthvað það til- komumesta sem um getur í óperu og frábær hljóðritunin gerir þetta að ógleymanlegri upp- lifun. Maður getur ekki annað en undrast þessa makalausu hugmyndaauðgi tónskáldsins og ekki er það hvað síst hljómsveitarútsetningin sem vekur hjá manni bæði furðu og aðdáun. Túlkun Rattles er í senn dramatísk, stór í snið- um og á stundum svo ótrúlega nærgætin að smæstu atriðin í fínlegum vef tónskáldsins kom- ast til skila. Thomas Hampson tekst að draga upp afar sannfærandi mynd af hinum þjáða kon- ungi. Sömuleiðis er Elzbieta Szmytka frábær sem Roxana, drottning Rogers. Aríur hennar, og sérstaklega ein þeirra, hafa hlotið sjálfstætt líf sem konsertaríur og verk fyrir fiðlu og píanó. Sú frægasta þeirra er hér flutt tvisvar og í seinna skiptið með konsertniðurlagi tónskálds- ins. Sinfónían nr. 4 er ekki síðri perla en Król Roger. Verkið er frá síðasta skeiði Szym- anowskis en þá var hann farinn að leita í þjóð- legan tónlistararf Pólverja líkt og hann gerði í upphafi ferilsins. Verkinu gaf hann viðurnefnið „Sinfonia Concertante“ enda er það líkara píanókonsert en sinfóníu. Hafi einhverjum þótt undarleg samspyrðing Chopins við þennan for- vígismann nútímatónlistar í Póllandi þá þarf hann ekki að heyra annað en undurfallega upp- hafstóna verksins til að sannfærast. Þessu stefi gleymir enginn sem hefur heyrt það. Sinfónían er sannkallað glæsiverk fyrir píanó og hljóm- sveit og sérstaklega er tryllingslegur dans loka- kaflans mikið sýningarstykki. Hér er það norski píanósnillingurinn Leif Ove Andsnes sem er í einleikshlutverkinu og er frammistaða hans framúrskarandi glæsileg og stjórnandinn, Sim- on Rattle, sannarlega í essinu sínu. Fá lýsingarorð eru nógu sterk til að lýsa þessu frábæra setti sem ég tel hér með til mestu gersema í safni mínu. DINU Lipatti (1917–1950) átti óvenju glæsi- legan en stuttan feril sem píanóleikari. Hann hafði lært píanóleik og tónsmíðar hjá ekki ómerkara fólki en Alfred Cortot, Paul Dukas og Nadia Boulanger í París. Óviðjafnanleg tækni, blæbrigðaríkur leikur, einstakt innsæi og dýpt voru einkenni sem menn tengdu við píanóleik hans. Persónuleg útgeislun varð einnig til að auka vinsældirnar. Lipatti var helst þekktur fyrir túlkun sína á Chopin, Bach og Mozart en margir lesendur þekkja líkast til Dinu Lipatti af hljóðritun hans á Völsum Chopins og Bach-kór- alnum „Slá þú hjartans hörpustrengi“. Hann lést í desember 1950 eftir áralanga baráttu við hvítblæði. Upptökurnar sem hér heyrast hafa hingað til aðeins verið aðgengilegar í sjóræningjaútgáf- um. Mikil var því eftirvænting mín þegar ég fékk þennan nýja geisladisk í hendur. Og mikil voru vonbrigðin, því miður, því hljóðritanirnar eru svo hörmulegar að varla er hægt að leggja nokkurt mat á tónlistarflutninginn. Þetta á a.m.k. við um Liszt konsertinn sem slær öll met. Að sjálfsögðu má ekki búast við neinni full- komnun í upptökum frá 1947–48. En fyrr má nú vera. Hér má heyra alla hugsanlega galla: bjög- un, óvenju hávært suð og brak og bresti. Svo rammt kveður að upptökubrakinu að það nánast yfirgnæfir Lipatti á pianissimostöðum í Liszt- konsertinum (t.d. nr. 4, 1’16-1’36). Við þetta bætist yfirleitt frekar óspennandi hljómsveitar- stjórn. Ömurlegur hljóðfæraleikur Suðvestur- þýsku útvarpshljómsveitarinnar undir stjórn Pauls Sachers í þriðja píanókonsert Bartóks er heldur ekki beinlínis til bóta. Sjaldan hef ég heyrt annað eins, á köflum rammfalskur og oft ótrúlega ósamtaka. En það sem gerði útslagið er að það er næstum ómögulegt að njóta píanó- leiks Lipattis við þessar hörmulegu aðstæður, sem er sárgrætilegt þar sem greina má ýmsa snilldartakta Lipattis hér og þar, t.d. í lokakafla Bach-konsertsins og miðkafla Bartok-konserts- ins, sem er greinilega mjög fallega leikinn þótt hljómsveitin virðist reyna allt til að skemma fyr- ir. Það er ekki rétt að Lipatti hafi frumflutt þetta verk eins og staðhæft er í bæklingi. Það var György Sandór og Fíladelfíuhljómsveitin undir stjórn Eugene Ormandys sem það gerðu 8. febrúar 1946. Umdeilanleg er ennfremur sú staðhæfing að hér sé komin mjög mikilvæg heimild um leik þessa ástkæra snillings. Ég efast satt að segja um það að nokkur geti haft ánægju af þessum diski og skil eiginlega ekkert í svona útgáfustarfsemi. SZYMANOWSKI DE LUXE TÓNLIST S í g i l d i r d i s k a r Karól Szymanowski: Król Roger op. 46. Sin- fónía nr. 4 (Sinfonia Concertante) op. 60. Ein- söngur: Thomas Hampson (bariton), Elzbieta Szmytka (sópran), Philip Langridge (tenór), Ryszard Minkiewicz (tenór), Jadwiga Rappé (mezzosópran), Robert Gierlach (bassi). Ein- leikur: Leif Ove Andsnes (píanó). Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveitin í Birmingham. Hljóm- sveitarstjóri: Sir Simon Rattle. Útgáfa: EMI Classics 5 56823 2. Heildarlengd: 1’52’07 (2 diskar). Verð: kr. 2.999. Dreifing: Skífan. SZYMANOWSKI Valdemar Pálsson Johann Sebastian Bach (úts. Busoni): Píanó- konsert BWV 1052. Franz Liszt: Píanókons- ert nr. 1. Béla Bartók: Píanókonsert nr. 3. Einleikur: Dinu Lipatti (píanó). Hljómsveitir: Concertgebouw Orkest Amsterdam, Orch- estre de la Suisse Romande og Orchester der Südwestdeutschen Rundfunks. Hljómsveit- arstjórar: Eduard van Beinum, Ernest Ans- ermet, Paul Sacher. Tónleikaupptökur frá 1947–1948. Heildarlengd: 69’39. Útgáfa: EMI Classics Références 5 67572 6. Verð: kr. 1.599. Dreifing: Skífan. DINU LIPATTI Á SÝNINGU Rutar Rebekku í Hafn-arborg blasa við manni dansandi fíg-úrur á litskrúðugum flötum. Þæreru greinilega vel æfðar, bera höf- uðið hátt og stíga dansinn án þess að hika hið minnsta. En hvað skyldi vaka fyrir höfundi þeirra? ,,Ég hef yfirleitt alltaf verið með manninn í myndunum mínum en inn á milli málað lands- lagsmyndir en aðaláhugi minn er að reyna að skilgreina manninn,“ segir Rut Rebekka list- málari og heldur áfram: ,,Það er í beinum tengslum við sjálfa mig, ég er að reyna að skilja sjálfa mig. Hvert ég er að fara og hvað ég er að vilja. Að þessu sinni sæki ég fyr- irmyndirnar í dansinn. Dansarinn túlkar hreyfingar sínar, tilfinningar og skynjanir í gegnum hreyfingu með því að túlka sig í gegn- um líkamann. Ég hef setið á æfingu hjá Ís- lenska dansflokknum og líka annarsstaðar þar sem fólk er í líkamrækt til þess bara að skynja líkamann, hreyfingarnar og túlkunina í hinu ósagða, líkamstungumálinu, þessari tjáningu án orða. Myndirnar eru auðvitað líka spurs- mál um línuna í samspili við litina og formið. Þetta er bara þetta venjulega að búa til mynd, láta hana ganga upp og halda áfram, hafa jafnvægi og hrynjandi. Hver einstök mynd verður eins og sjálfstæð fyrir sig en samt sem áður tengjast þær svo aftur innbyrðis.“ Heldur þú að við tjáum okkur meira með því ósagða heldur en hinu sagða? ,,Miklu meira, maður gerir sér einfaldlega ekki grein fyrir því hversu mikið það er.“ Tungumálið nægir okkur ekki til þess að orða það sem við höfum að segja? ,,Nei, örugglega ekki. Líka það þegar mað- ur er að mála þá kemur allt önnur frásögn hjá mér í gegnum það að mála en þegar ég er að ræða við fólk. Það er eins, hvað á ég að segja, eins og frásögnin fari dýpra inn í þetta ómeð- vitaða sem er stór hluti af okkur sjálfum í raun og veru. Þetta er eins og líkingin um ís- jakann, það er bara toppurinn sem rís upp úr sjónum.“ Gólfteppi og blómakjólar ,,Dansinn tjáir lífið eins og það leggur sig, eða minnsta kosti það sem ég er með í huga þegar ég mála myndirnar. Stundum er lífið varnfærislegt, stundum sterkt og ákveðið, stundum eins og farandi í skjól. Það er sífelld- ur breytileiki í lífinu sem við lifum, mann- eskjan stendur ekki í sömu sporunum allan daginn. Ég er ekki endilega að hugsa um sam- bönd kynjanna í þessum myndum en ég er samt að hugsa um sambönd okkar í samfélag- inu, því innbyrðis tengjumst við svo mikið. Við þurfum svo mikið á hvort öðru að halda og saman erum við sterk. Ein manneskja sem einangrar sig er bara veik, mér finnst þetta, við þurfum öll á öðrum að halda. Við þurfum að rétta út höndina og biðja um hjálp og eins að vera reiðubúin til þess að hjálpa öðrum sem eru í vanda staddir. Samt er ég ekki að tala um að hver manneskja sé ekki sjálfstæð.“ Við verðum sem sagt öll að læra að dansa saman? ,,Akkúrat, það er heila málið.“ Myndirnar eru ansi líflegar, þetta er merk- ingarhlaðinn dans sem hérna er stiginn? ,,Ég vona að myndirnar myndi heild og hafi eitthvað að segja áhorfandanum. Auðvitað skynjar hver og einn þetta á sinn hátt.“ Þetta er fimmtánda einkasýning þín. Þú ert þá væntanlega búin að fást við myndlist í eina tvo ártugi eða svo? ,,Meira. Ég er búin að fást við myndlist í þrjátíu ár, var lengi hálfvolg og skoðaði þetta vel áður en ég fór í Myndlistaskólann, en ég lét síðan slag standa þegar ég sá hvað það var áríðandi fyrir mig að kunna þetta, og hef feng- ist við myndlistina síðan.“ Myndirnar eru litskrúðugar en samt eru lit- irnir í þeim ekki svo skærir? ,,Litirnir eru dempaðir, en svo er ég líka hérna með grátónaskalann. Það er samt sem áður bara tilraun hjá mér. Ég sjálf er mikið meira í grænu, gulu, bláu og fjólubláu, þeir lit- ir standa mér mun nær. Þegar ég er að vinna með grátónaskalann þá er ég bara að þreifa mig áfram, ég get horft á svoleiðis myndir hjá öðrum og fundist þær mjög fallegar en mér hefur aldrei fundist þær virkilega vera ég. Ég nota olíuliti en þeir eru mikið blandaðir, ég hræri þeim mikið saman hvorum í annan.“ Eru þessir litir tákn fyrir sköpunina og heitar tilfinningar? ,,Líklegast, það eru til margar kenningar um litina. Fjólublái liturinn merkir iðrun inn- an kristinnar kirkju, samanber í desember þegar presturinn fer í fjólubláa hempu, hins vegar eru fjöllin okkar fjólublá. Ég sæki mikið í litina í náttúrunni okkar og hún kenndi mér að fara með liti. Á sumrin skissa ég úti við og er alltaf með olíukrítar með mér bara til að taka litina. Þegar ég fer síðan að vinna þessar myndir skoða ég skissurnar og nota litina á þeim í málverkunum. Græni liturinn er mjög róandi og hann bindur mann svolítið niður við jörðina meðan blár og ljósblár gerir hlutina meira loftkennda og setur þá í fjarlægð. Ef ég vil fá fjarlægð í myndirnar þá set ég blátt í þær.“ Konurnar á myndunum eru greinilega lífs- glaðar, myndirnar lýsa lífsgleðinni. ,,Já, þær eru glaðar og sterkar. Þær eru að sækja fram og takast á við hlutina! Þær eru ekkert hræddar, þær eru alveg öruggar. Þessi mynd hér heitir með báða fætur á jörðu enda er konan á henni stælt og örugg í fasi í dans- inum.“ Það felst sjálfsöryggi í því að kunna að beita líkamanum? ,,Já, að þekkja sig í gegnum líkama sinn og líða vel í sínum líkama.“ Hér eru konur í blómakjólum? ,,Já, þegar ég var að mála þessa mynd af stúlkunum þá vantaði mig munstur á kjólinn og setti á hann stórar rósir. Þessi blóm eru blómin sem voru í gólfteppinu á æskuheimil- inu mínu inni á Kleppsvegi þegar ég var ung- lingur. Þannig persónugeri ég líka myndirnar í sjálfa mig og lífsreynsluna mína. Ég hef sjálf stigið þennan sama dans og fólkið á mynd- unum mínum er að gera.“ VIÐ VERÐUM ÖLL AÐ LÆRA AÐ DANSA SAMAN Listmálarinn Rut Rebekka opnar sýningu í Sverrissal í Hafnarborg í dag. Á sýningunni glímir hún við mannslíkamann, línuna og hreyfinguna eins og hún birtist í dansinum og síðast en ekki síst, hið ósagða. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON tók sporið. Morgunblaðið/Kristinn Rut Rebekka við eitt verka sinna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.