Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. FEBRÚAR 2001 15 varnarvirki fyrir botni Miðjarðarhafsins. Orr- ustur á seinni hluta miðalda voru oft umsátur um kastala eða varnarmúra þar sem varnarlið var fyrir innan og árásarlið fyrir utan. Slík umsátur gengu oft fremur illa þótt árásarlið væri með ofurefli. Helstu aðferðir til að brjót- ast í gegn um múra byggðust á notkun stórra trjástofna sem höggtól og steinvörpur (cata- pult). Einnig voru notaðir stigar og kaðlar með krókum til að komast yfir múra. Margar aðrar aðferðir voru einnig notaðar, en oft skapaðist nokkurs konar kostnaðarsamt þrá- tefli sem stóð lengi. Hundrað ára stríðið milli Englendinga og Frakka (1339–1453) fór að mestu fram á franskri og belgískri jörð. Á þessum tíma voru mörg umsátur um kastala og borgir, en átök bárust fram og til baka milli stríðandi aðila; segja má að þetta hafi orðið eitt helsta þróun- arskeið púðurs og skotvopna, sem þá voru á bernskuskeiði. Fram að því var talið að byssu- tækni hefði haft litla þýðingu og fremur hefði verið um að ræða ógnun en eyðileggingar- vopn. Í annálum Froissarts (1337–1404, franskur annálaritari og skáld) segir um um- sátrið um Crécy 1346: „Englendingar skutu af nokkrum fallbyssum sem þeir höfðu komið með til að skelfa Genúamenn.“ Hávaðinn einn hefði tæpast skelft harðnaða hermenn Genúa- kaupmanna, en skeyti sem komu langt að og gátu drepið menn, hefðu gert það. Um þetta leyti fór framleiðslutækni í gerð fallbyssna og púðurs að þróast það mikið að unnt varð senn að nota þær í umsátrum til að brjóta varn- armúra. Fyrstu fallbyssurnar voru smíðaðar af kirkjuklukkusmiðum sem steyptu þær úr bronsi. Frakkar smíðuðu eina slíka 1375 og reyndist hún sæmilega vel, en brons er þungt og mjúkt en það dregur úr skotafli; auk þess aflöguðust hlaup byssnanna. Um sama leyti smíðuðu járnsmiðir fall- byssur úr smíðajárni sem notaðar voru í um- sátri um Odruik 1377 en þær gátu skotið 100 kg steinum; síðan bættust við byssur sem gátu skotið 200 kg steinum. Hertoginn af Búrgund beitti 140 fallbyssum í umsátrinu. Á sama ári í umsátri um Ardes er fyrst skýrt frá því, að frönsku fallbyssurnar hafi brotið niður steinmúra. Upp úr því fór minni aðalsmönnum og lénsherrum fækkandi m.a. vegna þess, að þeir höfðu ekki efni á að byggja kastala eða virki sem gátu staðist fallbyssuskot. Vopnaskrá Tower of London 1377 eru tald- ar upp 22 fallbyssur og 460 örvar með „tin- fjöðrum“ (fallbyssuskeyti), einnig fjögur steypumót til að gera fallbyssuskot og 612 kíló af blýkúlum. Af þessari upptalningu má sjá, að vopn af umræddri gerð eru farin að teljast mikilvæg. Í leikriti Shakespeares Hinrik IV, afsakar sig Eldhæll (Hotspur, Hinrik Percy) við kon- unginn fyrir slæma frammistöðu sína og seg- ir: …og það væri hörmung, satt að segja, að saltpétur, sú forsmán, skyldi grafinn úr góðri jörð, og granda smánarlega svo mörgum náunga með krafta í kögglum; væri’ ekki þetta bannsetta byssu-skran, þá hefði’ hann kosið hermennskuna sjálfur. …. Hinrik IV. var uppi um 1100 svo að skáldið hefur mótast nokkuð af ástandi samtímans varðandi vopnatækni, en skemmtilegt er að sjá að lykilhlutverk saltpéturs í púðurgerð er skáldinu ljóst. Saga tveggja keisara og byssusmiðs Í lok miðalda höfðu í raun allir stríðandi að- ilar enga völ en að fylgjast með öllum nýung- um í hertækni og vopnavæðast sjálfir á sama hátt eða betur; ef það var látið ógert, blasti tortíming við. Árið 1453 er sláandi dæmi um afgerandi þýðingu skotvopna. Konstantinópel eða Býzans var þá höfuðborg hins Grísk-kat- ólska heimsveldis og síðustu leifar Rómverska ríkisins í Suður-Evrópu. Borgin var óvéfengj- anlega miðstöð þekkingar og kristinnar hefð- ar í Evrópu. Hún hafði einnig mikla þýðingu sem verslunarborg við Bosporus og réð yfir siglingum milli Svartahafs og Miðjarðarhafs og um leið viðskiptum milli Evrópu og Austur- landa. Hún var á mörkum tveggja menningar- heima, hins kristna og hins múslímska, þ.e. Ottóman-heimsveldisins, sem þá var stjórnað af soldáninum Mehmed II. Honum var full- ljóst að borgin yrði ekki tekin með venjuleg- um aðferðum þótt hann hefði á að skipa mikl- um her og flota. Ef umsátur um borgina yrði reynt og það stæði lengi, vissi hann að liðs- styrkur myndi berast borgarbúum. Býsanz var öflugasta vígi á miðöldum, víg- girt miklum varnarmúrum. Ungverskur byssusmiður að nafni Urban fékk að koma að máli við Konstantín XI. keisara í Býzans og bauðst hann til að smíða fyrir hann risafall- byssu, 4 metra að lengd, til að verjast Ottó- mönum, sem þá höfðu mjög styrkt stöðu sína bæði í Litlu-Asíu og á Balkanskaga. Borginni stóð mikill uggur af þeim enda ærin ástæða til þess. Keisaranum ofbauð kostnaðurinn við smíði fallbyssunnar vegna hins mikla brons sem þurft hefði til að smíða hana; hann hélt ennfremur og réttilega að ein fallbyssa skipti ekki sköpum fyrir borgina. Urban fór þá, eins og góðum kaupmanni sæmir, til Mehmeds í höfuðborg Ottómana, Adríanópel, og bauð hið sama. Soldáninn tók fúslega á móti honum og réð hann síðan til verksins. Fáum mánuðum seinna var byssunni síðan stillt upp í um 15 kílómetra fjarlægð frá Býzans, rétt eins og til að ögra Konstantín og ráða siglingum um Bosporussund. Skipi frá Feneyjum, sem ætl- aði að sigla um sundið, var sökkt með risafall- byssunni. Árið eftir kom mikill her Ottómana að borginni og hóf umsátur. Þá hafði Urban smíðað enn stærri fallbyssu, sem gat skotið 400 kílóa kúlum mikla vegalengd. Þótt ein- ungis hafi verið unnt að skjóta sjö sinnum á dag með byssunni, tókst múslímum að brjóta sér þannig leið í gegn um þreföld varnarvirki borgarinnar svo að landher gat ruðst inn í kjölfarið og tekið borgina eftir 50 daga umsát- ur. Eftir þennan atburð 1453 telja margir að miðöldum sé lokið. Fall borgarinnar var talið meginháttar áfall fyrir kristindóminn. Ólíkum menningarheimum lýstur saman Fall Býsanz var í raun fyrsti atburðurinn í átökum ólíkra menningarheima með fall- byssur að vopni. Enda er sá atburður talinn marka upphaf að nýrri öld. Með tilkomu fall- byssunnar breyttust öll átök á sjó varanlega. Galeiður fornaldar og miðalda stunduðu að- allega strandsiglingar og strandhögg eða átt- ust við á sjó með því að sigla hver á aðra og til að koma hermönnum um borð í skip andstæð- inga, en síðan var barist eins og á landi. Fall- byssur breyttu átökum yfir í skotbardaga milli skipa sem voru í nokkurri fjarlægð; þá fóru herskip að sigla um úthöfin og tímar mik- illa landafunda hófust sem og taka nýlendna um allan heim. Um 1500 eru fallbyssur orðnar algengar um borð í herskipum. Kristófer Kólumbus sigldi með þremur skipum til nýja heimsins 1493. Stærsta skipið, Santa María, var aðeins 40 metra langt (freigáta) og var það búið nokkr- um 4 tommu fallbyssum (bombardas) fyrir granítkúlur og ennfremur fáeinum márskum „muskets“ (espingardas) fyrir blýkúlur; ekki er ljóst hvort þær væru handvopn, en hafi svo verið, þá er um hinar fyrstu að ræða og und- anfara framhlöðnu rifflanna, sem settu svip sinn á allar landorrustur frá 16du öld og síðar. Skipin Pinta og Niña voru mun minni skip sem höfðu aðeins fáar fallbyssur. Ekki virðast fallbyssurnar hafa komið Kólumbusi að miklu gagni við strendur nýja heimsins í vestri, enda engin herskip eða hervirki á þeim slóðum nema þau sem þeir byggðu sjálfir. Hinir spánsku „conquistadores“ eða landtökumenn, sem komu í kjölfarið á 16du öld, voru flestir með heilan flota með sér, galeiður, freigátur og barka. Flest skipin voru búin fallbyssum nema barkarnir. Stærstu skipin voru allt að 800 tonn og voru þau með fallbyssur á tveimur þilförum. Landtökumennirnir voru margir kunnir fyrir miskunnarleysi og græðgi. Þeir voru búnir plötubrynjum, atgeirum og sverð- um og síðar rifflum. En umfram allt, hestum og hundum. Á seinni hluta 16ándu aldar komu rifflar með tinnulás. Þeir áttu því auðveldan leik gegn indíánum í Norður-, Suður- og Mið- Ameríku sem voru þá á steinaldarstigi í tækni en bjuggu við aldagamla menningu í öðrum efnum. Menn eins og Pizarro, DeSoto, de Vaca, Narváez, de Coronado og Cortéz áttu blóði drifinn feril, en þeir beittu ekki fallbyss- unum af augljósum ástæðum. Þó er sagt frá því að Pizarro hafi beitt fallbyssu í Perú, en það hefur líklega verið gert til þess að afla sér tilhlýðilegrar virðingar meðal indíána. Það væri til lítils að dröslast með þunga fallbyssu dregna af átta hestum upp um fjallendi Perú. Spænsku orrustuskipin (Armada) á sext- ándu öld skutu öllum andstæðingum skelk í bringu. Stærstu skipin voru öll búin fjölda fallbyssna á tveimur þilförum og jafnvel einn- ig á yfirbyggingu aftast á skipunum. Eftir því sem skipin virtust öflugri fór að bera á vanda- máli; þyngdarpunkturinn var of ofarlega í þeim sumum hverjum og voru því silaleg og völt. Þetta átti eftir að koma í ljós þegar „flot- inn ósigrandi“ lenti í orrustu á Ermarsundi við ensk herskip undir stjórn Francis Drake 1588. Ensku skipin voru mun minni og voru sennilega flest með fallbyssur á einu þilfari; en þau voru mun fljótari að breyta um stefnu og gátu því skotið frá einni hlið og snúið sér síðan við til að beita hlöðnum byssum frá hinni hliðinni. Sjóorrustan hafði skelfilegar afleið- ingar fyrir Spánverja, en floti þeirra var ger- sigraður. Að vísu kom slæmt veður Englend- ingum til góða en það hrakti spánska flotann of nálægt landi. Glæsilegustu og stærstu ga- leiður Spánverja voru óörugg skip. Best er kapp með forsjá Eftir reynslu Spánverja í Ermarsundi hefði mátt læra af mistökum þeirra. Árið 1628 lagði sænska herskipið Vasa upp í jómfrúarsiglingu sína frá Stokkhólmi. Það var eitt öflugasta herskip þess tíma, búið 64 fallbyssum á tveim- ur þilförum. Ætlunin var að skipið yrði flagg- skip sænska flotans. Klas Fleming flotafor- ingja barst til eyrna að skipið væri óstöðugt í sjó. Þrátt fyrir það fékk skipið brottfararleyfi en það komst ekki nema stuttan spöl út sundin við Stokkhólm, en þá kom vindhviða og skipið valt og sökk. Þetta var hin mesta hneisa. Verkfræðingurinn Anders Franzén fann skip- ið á botni sjávar árið 1956. Þegar hafist var handa við að lyfta því kom strax í ljós, að stór- kostleg mistök höfðu verið gerð. Nokkur tonn af balleststeinum voru í botni skipsins, en það var allt of lítið því að fallbyssurnar voru um 60–70 tonn og margar þeirra voru staðsettar ofarlega í skipinu. Ef meiri ballest hefði verið sett í skipið, gat sjór runnið inn um fallbyssu- opin á neðra þilfari við minnsta velting. Hér kom berlega í ljós hvernig kapphlaup í vopna- búnaði gat endað með ósköpum. Of margar og þungar fallbyssur áttu að gera skipið hið vold- ugasta en það fór á annan veg. „Keisarafallbyssan“ í Kreml var byggð úr bronsi 1586 fyrir Fyodor I., son Ívans grimma (sjá mynd). Hún hefur verið talin stærsta fall- byssa í heimi allt fram á 20ustu öld. Hún var rúm 40 tonn að þyngd og um 5 metrar að lengd en hlaupvídd var 90 cm; hún gat skotið kúlum sem voru 1.500 kíló að þyngd. Byssan var aldrei notuð í átökum því hún var allt of þung. Þurft hefði hundrað hesta eða uxa til að draga hana. Hér var meira kapp en forsjá. Um aldamótin 1800 átti sér stað stórorrusta milli Frakka og Englendinga. Hún fór fram á Aboukir-flóa við mynni Nílar í Egyptalandi 1798. Napóleon var þar staddur með rjómann af franska herskipaflotanum. Englendingur- inn Horatio Nelson flotaforingi kom Frökkum á óvart og gersigraði flota þeirra með fall- byssum sínum. Hann var með 14 herskip og sökkti 12 herskipum Frakka, aðeins tvö kom- ust lerkuð undan; Napóleon var þá sjálfur staddur í landi. Þessi stórorrusta á sjó var sú síðasta sem háð var með gömlu herskipunum og fallbyssunum, forhlaðningunum stirðbusa- legu, sem höfðu lítið breyst í aldaraðir. Í bandaríska borgarastríðinu voru að vísu not- uð nokkur herskip af gömlu gerðinni. Um miðja nítjándu öld fóru að birtast járn- skip sem höfðu algjöra yfirburði yfir tréskip- in. Árið 1898 átti sér stað stórorrusta milli Bandaríkjanna og Spánar á Manilaflóa á Fil- ippseyjum. Þá voru komnar til sögunnar nýjar fallbyssur sem voru hlaðnar að aftan og voru mjög öflugar, en fljótlegt var að endurhlaða þær. Síðan komu til sögunnar ný sprengiefni í stað svartpúðurs; þetta voru efnin dynamít og TNT (nítró). Með þessum átökum misstu Spánverjar öll ítök í Austurlöndum. Umrædd orrusta var síðasta sjóorrustan á nítjándu öld- inni og í garð gekk tuttugasta öldin með öllum sínum skelfingum. Handbyssur koma til sögunnar Framhlaðnir rifflar (muskets) þróuðust fyrst á sextándu öld og áttu þeir eftir að gjör- breyta öllum átökum og valdahlutföllum úti um allan heim. Þetta á við um enska borg- arastríðið, þrjátíu ára stríðið, sjö ára stríðið og Napóleonsstríðin. Í mörgum orrustum féllu flestir hermenn fyrir skotvopnum af ein- hverju tagi alveg fram að 1900. Í fyrstu á sextándu öld voru rifflar um 2 metrar að lengd og með hlaupvídd 13–16 mm. Þeir voru búnir annaðhvort eldlás eða tinnu- lás. Kveikur var notaður í fyrstu (þráður sem inniheldur saltpétur), en hann byggðist á því að bera eld að sérstökum kveik sem lá inn í hleðslupúðrið. Þessi leið var stundum hættu- leg vegna þess að opinn eldur var nauðsyn- legur. Auk þess riðu skotin ekki strax af. Tinnulásinn var fundinn upp seint á sextándu öld og var hann bylting, en hann byggðist á því að tinna á hamri byssunnar var látin skella á stál en þannig myndaðist neisti sem kom af stað bruna í púðurrásinni sem lá inn í púð- urhleðslu byssunnar. Þessi gerð riffla var í notkun lítið breytt alveg fram á nítjándu öld þegar byssuskot komu til sögunnar og aft- urhlaðningar sem voru mjög fljóthlaðnir. En öllum framhlaðningum var það sameiginlegt, að þeir voru seinvirkir; um tvær mínútur tók að endurhlaða þá. Málverk eða teikningar af hermönnum Piz- arros í átökum við Inka, sem gerð voru löngu eftir atburðina sjálfa og sýna sum tinnulás á rifflunum, er þar sennilega um að ræða áhrif samtímans á málara. Heimildir Encylopædia Britannica. Shakespeare W.: Hinrik IV., I., 1.3.58, þýð. Helgi Hálfdánarsson, 1982. Larry Irons: Smoothbore Musketry. Yfirlitsgrein um þróun handvopna eftir marga höfunda, en greinina er að finna á Netinu undir Larry Irons. Kelly DeVries: Medieval Military Technology Broad- view Press, 1992. ISBN 0-921149-74-3. David Lazenby: Middelalder Centeret, 1999. Ved Hamborgskoven 2. 4800 Nyköbing F. Danmark. Vasasafnið í Stokkhólmi. Samantekt eftir ýmsa höfunda að Orlin’s Research Papers, 1996. Martyn Day: Change is not an option. MSM Online July 2000. Bentley Systems Inc. Larry Irons: Smoothbore Musketry. Aðgengilegar upplýsingar á Netinu. Herskipasafn bandaríska flotans. Hispanic Division, Library of Congress. Pensacola Arceology Lab. Hartog and Spier, The Spanish Armada under sail before the gale. The Sailing Ship. U.S. Naval Historical Center Photograph. Manila Bay picture by J.G. Tylor. Photo #: NH 91881-KN (copyright 1898, Color). U.S. Naval Historical Center Photograph. Battle of Manila Bay, 1 May 1898. U.S. Naval Historical Center Photograph. Höfundur er efnaverkfræðingur. Teikning: Andrés „Framhlaðnir rifflar (muskets) þróuðust fyrst á sextándu öld og áttu þeir eftir að gjörbreyta öll- um átökum og valdahlutföllum úti um allan heim.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.