Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. FEBRÚAR 2001 13 Sumir vilja halda því fram að blóðleikhúsið hafi átt mikinn þátt í að móta nútíma hryllings- myndir, en aðrir segja að Grand Guignol hafi verið tákn ákveðinna endaloka í sögu hrollvekj- unnar og tengsla hennar við leikhúsið. Því hvort sem það tilheyrir hinni opinberu sögu Leikhússins eða ekki voru leikhúsin sem- ínalt afl í því að útbreiða hrollvekjuna og auka vinsældir hennar og höfðu líklega meir en lítil áhrif á það hversu fljótt og örugglega hroll- vekjan bjó um sig í kvikmyndinni, þarsem hún hefur löngum átt sér sitt sterkasta tjáningar- form, eða ætti ég að segja birtingarmynd? Þrátt fyrir að leikhús nítjándu aldar hafi ver- ið búið að uppgötva vald hrollsins til að draga að áhorfendur er óhætt að segja að tvö ágæt skrýmsli hafi ráðið úrslitum um tengsl leikhúss og hryllings. Þessi alkunnu skrýmsl stigu á svið snemma á nítjándu öld og stóðu þar nær samfleytt út öldina og reyndar langt fram á næstu. Sögustund: Það var árið 1816 að útvalinn hópur ungmenna kom sér fyrir í villu við Genf- arvatn. Í hópnum voru hin illræmdu róman- tísku skáld Byron og Shelley, kona Shelleys, Mary, stjúpsystir hennar, Claire, og einka- læknir Byrons, John Polidori, en tvö þeirra síð- arnefndu virðast bæði hafa verið ástfangin af Byron. Eins og hæfir slíkri hádramatískri svið- setningu rigndi stöðugt, og til að drepa tímann sögðu þau hvert öðru hryllingssögur. Og upp úr þessum sögum verða svo til tvö frægustu skrýmsl allra tíma, Vampýran og Franken- stein-skrýmslið. Bæði komu úr óvæntri átt: það var Polidori sem skrifaði fyrstu vampýru- söguna, „The Vampire“ (1819), byggða á upp- kasti eftir Byron, og Mary, 18 ára, skrifaði Frankenstein: Or, The Modern Prometheus (1818). En frá þessum tíma hafa Vampýran og Frankenstein-skrýmslið verið par. Þar sem annað fer fylgir hitt á eftir, líkt og Franken- stein og skrýmsli hans eltu hvort annað um alla Evrópu og norðurpólinn. Þegar annað er kvik- myndað er hitt líka fest á filmu, og oft eru myndirnar sýndar saman. Og þetta byrjaði allt í leikhúsinu; leikhúsfólk sem hafði gernýtt got- nesku skáldsöguna til sviðsetninga sá strax nýja möguleika í þessum nýju afurðum hennar. Smásaga Polla um hina blóðþyrstu vampýru, og skáldsaga Mary um galna vísindamanninn og gervimennið voru færð upp á svið og slógu í gegn og þarmeð voru eilífar vinsældir tryggð- ar. Þrátt fyrir að félagarnir hafi löngum fylgst að var Vampýran þó alltaf sýnu vinsælli, enda meira um erótíska undirtóna þar, og á þriðja og fjórða áratug nítjándu aldar voru vampýrur bókstaflega alls staðar í leikhúsum í París: Öll þessi blóðuga saga átti sér svo hámark – eða lágmark, eftir því hvernig á það er litið – í Grand Guignol. Þess má geta að þessar rætur vampýrunnar í leikhúsi hafa verið teknar upp af höfundum og kvikmyndaleikstjórum: Í nýjustu Drakúlaút- gáfunni (1992) valdi leikstjórinn Francis Ford Coppola þá leið að nota leikhúsbrellur fremur en tölvutækni, sem gefur þeirri mynd mjög sérstakan blæ, og í fyrstu vampýruskáldsögum Anne Rice (Interview With the Vampire 1976 og The Vampire Lestat 1985) er vísað til vam- pýruleikhússins í París, þarsem vampýrur hennar fara í leikhús, sem er rekið af vampýr- um, og horfa á leikrit leikin af vampýrum að leika vampýrur... og þetta tema er svo tekið upp í kvikmyndinni, Interview with the Vamp- ire. En hvað um það, eins og áður sagði tryggði allt þetta skrýmslafár leikhúsanna útbreiðslu og vinsældir hrollvekjunnar og hjálpaði mikið til við að móta hana: Skáldsaga Brams Stokers, Dracula, er skrifuð með leikhús í huga, af leik- húsmanni, enda hlaut sú saga sína mestu frægð og útbreiðslu í leikhúsi og síðar kvikmyndum. Sú saga hefur verið túlkuð sem heilmikil samfélagsstúdía. Hana má lesa með tilliti til umræðu um uppgang borgar og tæknimenn- ingar, en ofsækjendur Drakúla eru mjög tæknisinnaðir meðan honum er lýst sem tákni forneskju. Einnig hefur sagan verið túlkuð útfrá kynþáttafordómum, stéttaskiptingu og kynjafræðum, og þá yfirleitt séð sem aftur- haldssöm, þótt ekki sé sú túlkun einhlít. Býður upp á mikla þjóðfélagsgagnrýni Hvort sem litið er á Drakúla sem afturhalds- saman eða róttækan skáldskap er ljóst að hrollvekjan er bókmenntategund sem býður upp á mikla þjóðfélagsgagnrýni og því sló það mig, þegar ég fór að lesa hrollvekjur fyrir margt löngu, hversu lítið var um beina sam- félagslega gagnrýni í formi sem annars virtist svo fullt af samfélagslegri ógn. Að mínu mati felst þessi skortur á gagnrýni kannski frekar í leshætti og fyrirframgefnum þröngum hug- myndum um hvað telst til þjóðfélagslegrar ógnar. Splatterið, eða líkamshryllingurinn, er al- mennt kaótískur og stjórnlaus og beinist gegn hverju sem er og engu sérstöku. Að þessu leyti minnir hann á pönkið sem bar í sér samskonar útrásareinkenni, það var gegn en ekki með. Og viðbrögð fólks gagnvart þessu tvennu eru um margt svipuð. Fólk skildi þetta ekki – og skilur ekki, hvað er verið að segja hér, og yfirleitt er þessum fyrirbærum hafnað, hreint út, afneitað og þau afgreidd sem sjúkleiki, óeðli og siðleysi. Þessi sterku viðbrögð fólks segja – segja mér allavega – að það hlýtur að búa eitthvað í þessu, einhver ógn, eitthvert afl sem fólk óttast. Og í slíku getur vel búið ákveðin róttækni, upp- reisn. Gegn hverju? Fornum förum. Hefðum. Hugmyndum og heimsmyndum. Og jafnvel einhverju sem má færa í pólitískt form. Ég neita því að minnsta kosti að þessi viðbrögð komi bara til af því að fólki finnist þetta sjúk- legt, ósiðlegt eða óeðli: Slíkar spurningar hljóta alltaf að vera hvað er þá heilbrigt, siðlegt og eðlilegt, hvernig er það skilgreint? Gegn hinu auðvitað, en hvernig er þetta byggt upp, af hverju er eitt eðlilegt og annað ekki, annað heilbrigt og hitt sjúkt? Auðvitað er hægt að færa bæði pönk og splatter í pólitískt form, finna þeim ákveðinn farveg og greina áveðnar línur. T.d. er hægt að bera splatterið saman við hið bakthinska karni- val þarsem öllu er snúið á hvolf, hinu háa skipt út fyrir hið lága, bæði er fíflið gert að konungi og svo er líkamanum snúið við, hinar „óæðri“ líkamsfúnksjónir eru dregnar fram í dagsljósið og hylltar, úrgangur og gredda upphafin. Því sem á að vera öruggt inni í líkamanum – blóð, skítur, vessar – því er snúið út, líkamanum er ranghverft, þarsem hið fagra og heildstæða yf- irborð reynist fallvalt: „Beauty is only skin deep.“ Það má líka greina í hvorutveggja ákveðna heildstæða fagurfræði, sem væri þá and- eða antífagurfræði, fagurfræði hins ljóta. Pönkið sérhæfði sig í því að taka allar hug- myndir um fegurð og öll boð um hvað taldist aðlaðandi og henda þeim í ruslið. Í staðinn var markvisst sköpuð ímynd sem hafnaði öllum fegurðarstöðlum og sótti til þess ljóta og ófagra. (Reyndar er merkilegt í dag hvað anti- fagurfræði pönksins varð í raun lífseigari en fagurfræði diskósins, pönkararnir virka miklu klassískari núna en diskógellurnar með perm- anentið.) „Innri“ líkami brýst fram En hvorki pönk né splatter getur talist til þægilegrar pólitíkur. Það er erfitt að flykkja sér um hugmyndir af þessu tagi. Því þrátt fyrir að greina megi þarna pólitík beinist hún ekki neitt, eða réttara sagt hún beinist allt. Hún beinist inn á við, að okkar eigin sjálfsmynd, sem mótuð er í stöðugri togstreitu við þennan innri hrylling, í togstreitu hins ytra og hins innra, þarsem okkar innri kona – í líki blóðs, úrgangs og vessa – er stöðugt að reyna að brjótast út og skemma yfirborðið fína og slétta. Og pólitíkin beinist út á við að því leyti að þegar þetta fína yfirborð er skemmt, þegar því er sundrað og hinu innra hleypt út, erum við á rót- tækan hátt að hafna samfélagslegum gildum og hefðum. Og þessi árás er sérstaklega róttæk í ljósi þess að líkaminn er mjög mikilvægt tákn í samfélaginu – og hefur verið allt frá miðöld- um. Í dag er þetta sérstaklega mikilvægt í allri fegurðarumræðunni, líkamsræktar- og heilsu- farsáróðrinum: Yfirborð og ímynd líkamans skiptir öllu máli. Það má ganga svo langt að segja að samfélagið sé háð þessari líkamlegu ímynd, þetta er sú ímynd sem samfélagið/þjóð- félagið vill gefa af sjálfu sér: Slétt og fellt og fallegt, mótað, agað og heilsteypt, vandlega innpakkað og heilbrigt. Berandi öll merki vel- megunar, en samt ekki úr hófi, því enginn má vera feitur, þá er það velferðarsjúkdómur, sem er ekki heldur gott. Þá er samfélagið ekki nógu heilbrigt, ef velferðin er orðin að sjúkdómi. Þegar hinn „innri“ líkami brýst fram er öllu þessu ógnað, ekki aðeins hinum einstaka lík- ama – sjálfi og sjálfsmynd, heldur líka „líkama“ samfélagsins sem endurspeglar sig í þessum fullkomna líkama. Þannig speglast sjálfsmynd og líkami einstaklingsins í samsetningu og sjálfsmynd samfélagsins, formgerð samfélags- ins. Á ótrúlega svipaðan hátt og menn á mið- alda- og endurreisnartímanum myndhverfðu þjóðfélagið bókstaflega í mannslíkamanum, höfuðið var konungur og stjórn, útlimir verka- fólk og almúgi og svo framvegis. Þessi speglun eða tvöfalda árás kemur vel fram í leikriti Werners Schwab, Öndvegiskon- ur, en þar er einmitt hinn gróteski „innri“ lík- ami speglaður í persónum leikritsins, sem eru félagslega gallaðar og passa ekki inn í hina réttu samfélagslegu ímynd, ein er fötluð, önnur veik á geði, þriðja lauslætisdrós. Líkamlega árásin, ranghverfingin, á sér hliðstæðu í þeirri tragíkómísku sýn á innihaldslaust líf þessara kvenna, sem ekki fellur að hugmynd sam- félagsins um sjálft sig; en þetta ömurlega líf verður jafnframt, á einhvern einkennilega öf- ugsnúinn hátt, táknmynd þjóðfélagsins. Hin líkamlega árás – eða útrás, úrgangs og blóðs – gengur því í gusum yfir hinn samfélagslega lík- ama, slettist á hann og brýtur hann niður. Rásandi pönkuð uppreisn Það má því vissulega beina grótesku og splatteri og pönki í ákveðna farvegi, eins og þann að spegla líkama og sjálfsmynd einstak- linga í formgerð og sjálfsmynd samfélagsins, en þeir farvegir verða aldrei öruggir eða beinir. Þetta er líkamstjáning sem er í öllum grund- vallaratriðum anti-regluleg og getur aldrei verið hamin inn í einhvern einn, afmarkaðan, skýran eða skipulagðan boðskap. Þannig er mín upphaflega draumsýn um hið róttæka inntak Grand Guignol kannski ekki svo fjarri lagi (þrátt fyrir að enn djarfi hvergi fyrir frönsku byltingunni). Í dag er Grand Gu- ignol reyndar einmitt komið í þá stöðu sem ég nefndi í byrjun, sem táknmynd rásandi pönk- aðrar uppreisnar gegn samfélagi og samfélags- gildum. Þegar ég var að leita að hinni ímynd- uðu bók og – þegar tilvistarleysi hennar kom í ljós – að frekara efni um Grand Guignol sörfaði ég Netið (enda skrifar kona varla orð án þess að leggja lófann á Netið og finna hvernig ví- brarnir eru þar) og þar eru nokkrar – hroll- vekju – síður, sem fagna Grand Guignol ákaft og hefja það upp til skýjanna, t.d. er talað um sláturleikhúsið sem hápunktinn á hinu líkam- lega leikhúsi, og í ljós kom að í Bandaríkjunum er leikhúsfólk að gera tilraunir með svona leik- hús enn í dag og gerir það í nafni róttækni, uppreisnar eða andspyrnu. Höfundur er bókmenntafræðingur. litlum drengjum og átta litlum stúlkum. Þeir eru sem sagt sjálfviljugir siðleysingjar og hafa það eitt markmið í Sillingkastala að stunda öfgakennt kynlífssvall og algeran óhugnað. Segir síðan af aðgerðum 18. aldar aðalsmann- anna í 120 daga um miðjan vetur. Þeir beita fórnarlömb sín hrottalegustu pyntingum og misnota þau kynferðislega á allan hugsanlegan hátt, fullorðna jafnt sem drengi og kornungar stúlkur. Þrjátíu lifa ekki dvölina af en tólf snúa aftur. Botnlaus óþverri Bókin hefst á ítarlegum lýsingum á því sem gert er á hverjum degi en smám saman styttast lýsingarnar því að hámarksöfgum er þegar náð á fyrstu dögum. Eftir fyrstu þrjátíu gliðnar síð- an frásögnin og fantasían brýst inn og yfirgnæf- ir smám saman raunsæar hryllingslýsingar. Þrátt fyrir allan óþverrann, þar sem meðal annars sauráti er lýst, er engu að síður hægt að skoða höfundarverk Sade markgreifa sem and- óf og þá einkum gegn borgaralegum gildum. Lífsgildunum sem haldið er fram miðast hins vegar alfarið við rétt hins sterka og „siðleysis“ hans. Ekki ósvipaður andborgaralegur viðbjóður skýtur upp kollinum, tæplega öld síðar, í skrif- um Lautréamonts um óskapnaðinn Maldoror (1868) sem rétt eins og siðleysingar Sade, er al- ger guðleysingi og stundar trúarlega vanhelgun í hvívetna. Í eitt sinn vitrast honum þó Skap- arinn þar sem hann situr hrokafullur á svip, sveipaður óhreinu laki, í hásæti sem gert er úr mannasaur og gulli. Og hér er kominn enn einn snertiflötur við Öndvegiskonur: helgibrotið – saurgun helgi- dóms. Trúarlega temað og hið saurlega er nefnilega samofið í leikritinu og mætti hafa langt mál um þann vefnað. Áhrifin eru enda ekkert ósvipuð og í öðrum „sadískum“ skrifum. Werner Schwab er ekki einn nútímamanna um að stunda saurfræðilegt niðurrif í skrifum sínum. Slíkra skrifa gætir meira að segja í ís- lenskum bókmenntum sem hafa frá fornu fari verið ákaflega siðavandar. Hægt væri að bendla Guðberg Bergsson og Megas við niðurrifsskrif, allavega í ákveðnum verkum. Í Þeirri kvöldu ást sem hugarfylgsnin geyma, eftir þann fyrr- nefnda, og Birni og Sveini, eftir Megas, stendur ákaflega lítið eftir af borgaralegum gildum og er í báðum tilfellum um magnaðar helgidóms- saurganir að ræða. Af yngri höfundum íslensk- um mætti kannski kalla til sögunnar Diddu og Mikael Torfason sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna í þessum efnum. Arftaki Sade markgreifa Bandaríski höfundurinn William S. Burro- ughs er kannski þekktasti arftaki Sade mark- greifa. En skrif hans á 6. áratug liðinnar aldar, sem sum hver voru bönnuð, ekki síst fyrir saur- fræðilegt innihald, eru yfirfull af sadískum vís- unum; ofbeldi, sundrun líkama, hengingum, lík- amsvessum, saur og rassgötum. Burroughs skrifaði gjarnan í afmörkuðum köflum eða skissum sem hann kallaði rútínur og ein þekkt- asta þeirra er „Talandi rassgatsrútínan“ þar sem rassgat fær málið, færir sig upp á skaftið og nær loks valdi á „eiganda“ sínum, með til- heyrandi viðrekstri og endaþarmshúmor. Höfundarverk Sade snýst um að lýsa því sem er óhægt að lýsa. Hann vildi skrá allar hugs- anlegar leiðir til að eyðileggja og eyða mann- eskjunni og vildi á sama tíma kanna til fulls þjáningu fórnarlambsins en jafnframt nautn þess, í samruna dauða og fullnægingar. Það er á dauðastundu fórnardýrsins sem sadistinn í tómhyggju sinni skapar sjálfan sig. Burroughs hefur ekki jafn afmarkaða stefnuskrá og mark- greifinn en það er eins og undirvitundin sé að skrifta hjá báðum þegar þeir skrá niður óheftar kynferðislegar fantasíur þar sem allt er látið flakka. Burroughs hefur verið sakaður um hreint niðurrif og eyðileggingu á öllum góðum siðum. Einkunnarorð hans voru: „Ekkert er satt. Allt er leyfilegt“, og átti ekki eingöngu við skrifin. Alger eyðilegging á núverandi stofnunum, og það strax, var að mati Burroughs það eina sem gilti. Það er því ekki undra að áhrifa hans fór fyrst að gæta verulega með tilkomu pönksins undir lok 8. áratugarins. Anarkískar hugmynd- ir Burroughs féllu pönkurum í geð og hann varð erkitýpa þeirra fyrir anarkí og nihilisma, stjórnleysi og tómhyggju. „Eyðileggðu“ var eitt af kjörorðum pönkara. Tómt niðurrif er vissu- lega fyrirferðarmikið hjá pönkurum, rétt eins og hjá William S. Burroughs, en undir niðri var líka harðsvírað andóf gegn borgaralegu siðferði og þeirri hræsni sem undir því átti að búa. Auð- vitað var þetta niðurrif/andóf meðvitað í mis- miklum mæli hjá pönkurum, hjá sumum glóru- laust, hápólitískt hjá öðrum. En hvað með síðpönkarann Werner Schwab? Um hvað fjallar leikritið Öndvegiskonur? Snýst það um sadískt niðurrif sem þjónar engu öðru en eigin tilgangi, eða saurfræðilegt andóf, sem felur í sér ádeilu? Jú, það er varla um að villast að heilmikil háðsádeila er á ferðinni. Trúin, og þá sérstaklega kaþólsk, fær sinn skerf. Og Þýskaland eftirstríðsáranna sleppur ekki. Ein Öndvegiskonan er meintur fyrrum nasisti og ekki laust við að hún rækti enn með sér fasískar skoðanir og fordóma. Önnur, skinhelgin upp- máluð, safnar enn birgðum, rétt eins og stríðinu sé nýlokið. Sú þriðja er hin fullkomna undir- lægja, hún Mæja: Hún stærir sig af því að losa stíflur í klósettskálum fína fólksins, hanska- laust. Með því að kafa upp undir handarkrika ofan í saurinn. Táknlega má því lesa út úr leikritinu einhvers konar þjóðfélagsádeilu. En, það er erfitt að henda reiður á henni og sennilega ganga fæstir leikhúsgestir út að lokinni sýningu, vissir um nákvæmlega hvað ádeilan snerist. „Ádeilan“ er nefnilega ekki hrein, heldur tvíbent, því inn í hana blandast ekki bara hið saurlega helgibrot heldur einnig einhvers konar væntumþykja og skilningur. Niðurrif eða andóf Hvað stendur þá eftir? Er leikritið hreint nið- urrif eða saurlegt andóf? Eitthvað er það við sýninguna sem heillar áhorfendur ofboðslega. Kvöldið sem ég sá Önd- vegiskonur í Borgarleikhúsinu braust annað veifið út eins konar ofsakátína. Einkum þegar saur bar á góma og helgidómssaurgun átti sér stað. Og kátínan er einmitt mest í hámarki leik- ritsins, þegar óhugnaðurinn er hvað mestur. Ég er viss um að fleiri en ég hafa verið að því komn- ir hrópa hvatningarorð til tilvonandi illvirkja þegar ódæðið hið mesta er framið enda ríkir eins konar fjölbragðaglímustemning í leikrit- inu. Það er því á þeirri stundu sem siðfræðin býður okkur að líta undan sem við erum hvað ákafastir áhorfendur; það hlakkar í okkur og við njótum viðbjóðsins, þótt okkur hrylli við. Franski rithöfundurinn Maurice Blanchot segir í bók sinni Skrif hörmungarinnar að það sé lífsins ómögulegt að láta sér líka við Sade markgreifa, það hafi enga merkingu: „Enginn,“ segir hann, „getur þolað Sade því það sem hann skrifar gerir okkur algerlega fráhverf honum með því að það heillar okkur algerlega; þarna er um hrifmátt undanbragðanna að ræða,“ segir Blanchot. Hrifmáttur undanbragða; við komumst ekki hjá því að viðurkenna að við heillumst líka af því sem okkur býður við, af hinu ósegjanlega, ósnertanlega, hinu ókennilega, jafnvel af því sem kemur út úr okkur og öðrum. Því er það að saurfræðilegar eða skatólógískar bókmenntir, hvort sem þær eru fyrst og fremst sprottnar af hreinni tómhyggju eða einhvers konar póli- tískri meðvitund, eru andófsbækur, vegna þess að þær afhjúpa á endanum lesandann eða áhorfandann með því að neyða hann til þess að horfast í augu við sínar dýpstu og bældustu þrár: Hvers vegna og að hverju er ég að hlæja? Kannski niðurrifsbókmenntir, ekki síður en andóf og undirróður, séu, þegar upp er staðið, uppbyggilegar. Á einhvern hátt. Undanbragða- laus sjálfsskoðun og sjálfsgagnrýni hlýtur jú að vera undirstaða sannrar siðlegrar hegðunar. Það var einhvern tímann sagt um William S. Burroughs að hann væri fréttamaður sem flytti okkur smáborgurunum fréttir úr helvíti. Kannski fulldjúpt tekið í árinni, en það er hugs- anlega ekki út í hött að lýsa undirvitund manns- ins og því sem við bælum sem eins konar víti. Og því ef til vill ekki einskis vert að fífldjarfir sálkönnuðir, eins og Sade, Burroughs, Guð- bergur, Megas og Schwab, taki af okkur ómakið að kanna hyldýpin. Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.