Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. FEBRÚAR 2001 7 kaflaskipti og má segja að þar eigi sér stað nokkurs konar flæði úr ljóðum nútímaskáld- anna inn í Passíusálmana. „Aðalinntakið er úr sálmum í síðari hluta Passíusálmanna, sem lýsa sjö orðum Krists á krossinum. Þannig koma fyrir í síðari hluta verksins endurteknir kaflar þar sem kórinn syngur frásögnina af krossfestingunni, en einsöngvarinn syngur orð Krists á krossinum. Á eftir fylgir hljóm- sveitarkafli sem er eins konar túlkun eða út- legging. Inn á milli syngur kórinn orðið „passía“ sem stef og undirstrikar þannig þá þjáningu sem verið er að fjalla um,“ segir Hörður en þessa kafla rammar Hafliði inn með upphafs- og lokaversum Passíusálmanna. Glíman við eilífðina Hörður segir glímu nútímamannsins við hinar eilífu spurningar, efa hans í garð guð- dómsins, birtast í þeim brotum úr nútímaljóð- um sem koma fyrir í fyrri hluta tónverksins, en þar er m.a. að finna línur úr Sálmum á at- ómöld eftir Matthías Johannessen og Tíman- um og vatninu eftir Stein Steinarr. „Afstaða nútímamannsins endurspeglast í þeim sterku átökum og spennu sem greina má í verkinu. Þar tel ég að mikið komi frá Hafliða og hans reynslu,“ segir Hörður og bætir því við að þessi þáttur verksins gæði það ekki einungis dýpt heldur einnig ótrúlegri fegurð. Hörður bendir á að í ljóðabrotum nútíma- skáldanna myndi hafið eins konar þema, sem tákni smæð mannsins andspænis guðdómn- um. Hörður segir hafið einnig lýsa vel þeirri heildartilfinningu sem verkið veki hjá honum. „Ég upplifi verkið sem risastórt haf sem bylgjast í hægum, djúpum hreyfingum, en á yfirborðinu glitra öll þau ljósbrot sem geta verið svo stórkostleg í hinu stóra hafi. Hefð- bundnar óratoríur skiptast venjulega niður í afmarkaða kafla, en hjá Hafliða rennur hún saman í einn sjó. Eina kennileitið er orðið „passía“ sem kemur reglulega fyrir eins og baujur sem minna okkur á umfjöllunarefni verksins, sem er þjáningin.“ Hörður segist vera forvitinn að vita hvernig áheyrendur upplifi verkið við frumflutninginn. „Ég held að verkið hljóti að snerta menn, jafn- vel þótt þeir hafi enga reynslu af því að hlusta á nútímatónlist.“ Að lokum segist hana vona að með þessu framlagi Hallgrímskirkju til tímamóta Kristnitökuhátíðarinnar hafi orðið til eitthvað nýtt og mikilvægt sem muni lifa. Hann bætir við að þótt framkvæmd verkefnsisins hafi kannski verið kostnaðarsöm muni flutningur þess áreiðanlega skila gróða í öðrum skilningi en þeim sem er í krónum talinn. Morgunblaðið/Jim SmartMeðlimir í Mótettukórnum á æfingunni. Morgunblaðið/Jim Smart Hafliði Hallgrímsson hlýðir á tónverkið í fyrsta sinn. BANDARÍSKA messósópransöngkonan Mary Nessinger syngur einsöng við frum- flutning Passíu ópus 28 en Hafliði Hall- grímsson tónskáld samdi verkið sérstaklega með hana í huga. Söngkonan hefur á ferli sínum lagt rækt við að flytja verk eftir nokk- ur af áhugaverðustu tónskáldum nútímans og hefur hún á undanförnum árum hlotið mikið lof gagnrýnenda beggja vegna Atl- antsála. Nessinger kom hingað til lands síðastliðinn miðvikudag og sagði hún fyrstu æfinguna með kór og hljómsveit í Hallgrímskirkju hafa gengið vel. „Þetta er gríðarlega fallegt verk en um leið ólíkt öllu því sem ég hef heyrt áð- ur. Verkið er uppfullt af fínlegum litbrigðum en er um leið mjög djúpt. Það kemur líklega til af því að Hafliði samdi það sérstaklega fyrir hið sérstaka hljómrými kirkjunnar,“ segir hún. Nessinger kynntist Hafliða fyrir nokkrum árum er hún kom fram í Edinborg en þá lét hann í ljós áhuga á að semja verk með hana í huga. „Þegar hann fékk það verkefni að semja verk fyrir Hallgrímskirkju hafði hann samband við mig og bauð mér að syngja í verkinu. Ég þáði það og þannig fór þetta af stað.“ Nokkuð er síðan Mary hóf að æfa sinn hluta úr verkinu og segir hún þá kafla eina og sér vera mjög fallega. „En með hljóm- sveitinni og kórnum er það tíu sinnum fal- legra,“ segir Nessinger. „Hafliði, sem var viðstaddur æfinguna, virtist ánægður, enda hlýtur það að vera ákaflega gefandi að fylgj- ast með hugarfóstri sínu verða að veruleika.“ Söngkonan segir það hafa verið ánægju- lega reynslu að koma hingað til lands og æfa verkið. „Hljómsveitin og kórinn eru frábær og allir eru mjög vinalegir. Ég held að tón- leikarnir eigi eftir að verða góðir og hlakka mjög til þeirra.“ Mary Nessinger stundaði nám við East- man-skólann hjá Seth McCoy og Jan DeGaet- ani en einnig hjá Chloe Owen í New York. Hún hefur lagt mesta áherslu á flutning kammertónlistar en einnig sungið í óperum og á tónleikasviði. Nessinger hefur tekið þátt í ýmsum listahátíðum, komið fram í virtum tónleikasölum og með fjölda sinfóníu- hljómsveita. Hún hefur m.a. komið fram með hinu nýstofnaða Boston Modern Orchestra Project og hefur farið tónleikaferðir á veg- um „Musicians from Marlboro“ og „Inter- national Musician’s Seminar in England“. MARY NESSINGER MESSÓSÓPRAN SYNGUR EINSÖNG Í PASSÍU ÓPUS 28 „ÓLÍKT ÖLLU ÞVÍ SEM ÉG HEF HEYRT“ Morgunblaðið/Jim Smart Bandaríska messósópransöngkonan Mary Nessinger.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.