Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. FEBRÚAR 2001 19 TÍU vídeódansverk íslenskra listdansaraverða sýnd í Listaklúbbi Leikhúskjall-arans á mánudagskvöld kl. 20.30. Aðsögn Helenu Jónsdóttur dansara, sem er stjórnandi dagskrárinnar ásamt Reyni Lyngdal kvikmyndagerðarmanni, er þetta í fyrsta sinn sem tekið er saman það helsta sem skapað hefur verið á þessum ört vaxandi vett- vangi hér á landi á síðustu árum auk sýn- ishorna af því nýjasta sem nú er í vinnslu. En hvað er vídeódans? spyr blaðamaður. „Þetta eru myndbönd þar sem dansarar eiga einhvern hlut að máli; við sjáum dansarann dansa fyrir framan myndavélina, við sjáum hann leikstýra fyrir aftan vélina, við sjáum hann semja verk fyrir vélina, jafnvel klippa og lýsa – dansarinn fer í öll gervin, misjafnlega mörg í hverju verki,“ segir Helena og bætir við að hér sé á ferð nýtt listform á Íslandi. Áhugaverð áherslubreyting í nútímadansi Hún segir að á síðustu misserum hafi orðið mjög áhugaverð áherslubreyting í nútíma- dansi sem varðar jafnt sköpun dansverka, framsetningu þeirra, sýningarvettvang og samvinnu við nýtt hæfileikafólk á sviði mynd- bandagerðar og tónlistar. „Hér er um að ræða býsna fjölskrúðugan flokk dansverka sem kalla má til einföldunar einu nafni; vídeó- dans,“ segir Helena. Hún segir að vissulega sé það ekkert nýtt að dans sé tekinn upp á mynd- band og það sé heldur engin nýlunda að dans- höfundar vinni í nánu samstarfi við tónskáld. Nýjungin felist hins vegar í því að í vídeódansi semji danshöfundurinn verk, oft í samstarfi við tónskáld, sem miðist eingöngu við tækni stafrænna myndmiðla en hafni hefðbundinni upplifun á sviði. Danshöfundurinn og jafnvel tónskáldið miði allt sitt starf við ólík sjón- arhorn tökuvélarinnar, óendanlega klippi- möguleika og skapandi nálgun af því tagi sem stafræn tækni myndmiðilsins bjóði upp á. „Áhrif þessa nýja viðhorfs til sköpunar full- burða dansverka – sem hvergi sjást nema á skjá – eru þegar orðin mikil víða um heim. Danshátíðir, sem áður miðuðust eingöngu við hinn raunverulega gjörning á sviði, snúast í æ meiri mæli um að sýna myndbönd og ræða myndbönd. Það sést líka á auglýsingum virt- ustu dansskóla að kennsla í vídeódansi er orð- in hluti af þeirra framsæknasta prógrammi,“ segir Helena. Upptaktur að umræðukvöldi 12. mars Í Listaklúbbnum verður fjallað lítillega um verkin og höfunda þeirra en að sögn Helenu er kvöldið þó einkum hugsað sem upptaktur að sérstöku umræðukvöldi sem boðað verður til 12. mars á sama stað, þar sem fjallað verð- ur um möguleika þessa listforms fyrir ís- lenska dansara, kvikmyndagerðarmenn og tónskáld. „Þá ætla ég að vera búin að taka saman upplýsingar um hátíðir, styrktarsjóði og þvíumlíkt,“ segir hún. Þeir danshöfundar og leikstjórar sem þar eiga verk eru Aðalheið- ur Halldórsdóttir, Bergur Bernburg, Helena Jónsdóttir, Katrín Ólafsdóttir, Margrét Sara Guðjónsdóttir, Peter Anderson, Ragna Sara Jónsdóttir, Reynir Lyngdal, Sveinbjörg Þór- hallsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir. Dagskráin í Listaklúbbi Leikhúskjallarans hefst kl. 20.30 á mánudagskvöld en húsið verður opnað kl. 19.30. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 kr. fyrir skólafólk og klúbbfélaga. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. STUTTMYNDIR ÍSLENSKRA DANSARA Í LISTAKLÚBBI LEIKHÚSKJALLARANS Ljósmynd/Helena Jónsdóttir Úr vídeódansverkinu Sjötta hæð eftir Helenu Jónsdóttur. Með danshlutverkið fer norski dansarinn Helle Moum. DANSAÐ FYRIR MYNDAVÉLINA GABRÍELA Friðriksdóttir opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls í dag, laugardag, kl. 14. Sýningu sínar nefnir Gabríela Dýr inni dýr úti. Auk þess að sýna bæði fígúratív verk á gólfi og veggjum úr hördúk, límmassa, við, trjágreinum, akríl og lakki, mun píanóverkið „Dýrasónatan“ sem Gabríela samdi að gefnu tilefni, óma á sýningunni. Á opnunardaginn mun listamaðurinn ásamt Margréti Vil- hjálmsdóttur frumflytja tónlistargjörninginn „Anima animalae“ á fiðlu, flygil og vekj- araklukku. Þá mun myndbandið „Fernando“ rúlla all- an sýningartímann í litla sýningarglugg- anum sem veit út að Bankastrætinu. Gabríela segir að vinnuferlið hafi verið þó- nokkuð langt. „Hver og einn hlutur hefur haft sinn tíma og sum verkin eru unnið mjög hratt, en önnur hægar. Það má eiginlega segja að ég hafi algerlega farið eftir hjartanu eða brjóstvitinu því að þessi sýning er ekki greindarpróf heldur fjallar hún meira um til- finningu eða skapið sem ég reyni að setja í hlutina. Þegar ég vann t.d. píanóverkið þá spilaði ég það inn á band með þá tilfinningu í huga að ég væri mállaus, eins og kind að heimsækja geiturnar í Sædýrasafninu. Verkin eru einnig unnin á þennan hátt, því má segja að þarna sé um að ræða að koma skapinu í skapnaðinn eða öfugt. Það var ein- hver sem nefndi það við mig um daginn hvort ég hefði ef til vill fengið snert af andlegri kúariðu og ég held að það sé nokkuð til í því, en það er líklega sjúkdómur sem hefur alltaf hrjáð mig, en hefur nú fengið nafn,“ segir hún. Síðast tók Gabríela þátt í samsýningunni Fullveldi í Gerðasafni í desember síðast- liðnum og segir hún að verkin sem hún sýnir nú séu í nánum tengslum við verkið sem hún sýndi þá. Það bar heitið „Náttúra/siðmenn- ing: operazione romantica“. „Núna er ég enn í rómantískum aðgerðum, en reyni að líta á siðmenninguna eins og geit á kind eða kind á geit. Ef til vill verður þetta einsog í anda lýs- ingar Hallgríms Helgasonar, fjöllistamanns á íslenskri kvikmynd: maður að horfa á hest sem horfir á sel sem mænir á hafflötinn.“ Sýningin stendur til 8. mars. RÓMANTÍSKAR AÐGERÐIR Eitt af verkum Gabríelu Friðriksdóttur í Galleríi Sævars Karls. ÍSLENSK gítartónlist er yf-irskrift tónleika sem haldnirverða í Listasafni Íslands ídag kl. 17. Um er að ræða dagskrárlið í tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar en á efnis- skrá eru eingöngu gítarverk eft- ir íslensk tónskáld. Flytjendur á tónleikunum eru þeir Hinrik D. Bjarnason, Páll Eyjólfsson, Pét- ur Jónasson, Rúnar Þórisson og Símon H. Ívarsson gítarleikar- ar, Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari auk þess sem fram mun koma leynigestur, að því er seg- ir í dagskrá. „Með tónleikunum er ætlunin að gefa nokkurs konar svip- mynd af því sem samið hefur verið fyrir gítar á Íslandi,“ segir Pétur Jónasson gítarleikari. Hugmyndin að slíkum tónleikum kom upp í kjölfar nýyfirstaðins menningarborgarárs þar sem áhersla var lögð á að kynna tónsmíðar eft- ir íslensk tónskáld á öldinni. „Þessir tónleikar, þar sem leikin er íslensk gítartónlist, eru haldnir til að fylgja því eftir.“ Pétur segir að hópurinn hafi leitast við að setja saman dag- skrá með gítarverkum úr ýmsum áttum, en þó einkenni það efnisskrána, að á þeim eru eldri verk, á mælikvarða íslenskra gítartónsmíða, en mest hefur verið samið af slíkri tónlist und- anfarin 20 ár. „Íslenskur frumflutningur verður á Gefjun fyrir fiðlu og gítar eftir Hilmar Þórðarson, en það verk er samið árið 2000. Annars er elsta verkið allt að því tuttugu ára gamalt, þ.e. Sara- bande eftir Atla Heimi Sveinsson, en það lag eru úr leikritinu Dansleikur eftir Odd Björns- son.“ Pétur segir verkið eftir Kjartan Ólafs- son, Tilbrigði við Jómfrú frá 1984, vera jómfrúarverk Kjartans, en það er fyrsta verk- ið sem hann samdi eftir að hann lauk prófi í tónsmíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Sama megi segja um Dans eftir Mist Þorkels- dóttur, en það er eitt af hennar eldri verkum, skrifað 1985 við ljóð eftir Stein Steinarr. „Það má segja að flest verkanna á efnisskránni séu frá níunda áratugnum, en öll hafa þessi lög staðist vel tímans tönn að mínu mati.“ Þá eru á efnisskránni fjögur verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, sem Símon H. Ívarsson hefur út- sett fyrir einleiksgítar og gítardúett, Tvær bagtellur eftir John Speight sem samið hefur fjölmörg verk fyrir gítar og Kansóna eftir Ás- kel Másson sem samin var sem kvikmynda- tónlist. Síðast á efnisskránni eru tveir kvin- tettar eftir Atla Heimi Sveinsson. Pétur bætir við að einungis hafi verið hægt að taka fyrir hluta af úrvali íslenskrar gít- artónlistar á þessum tónleikum, en framhald mun verða á kynningu íslenskrar gítartónlist- ar á Myrkum músíkdögum að ári liðnu. Leynigesturinn afhjúpaður Þeir hljóðfæraleikarar sem standa að tón- leikunum hafa starfað nokkuð saman, en und- anfarin tvö ár hafa nokkrir gítarleikarar hald- ið saman tónleika. „Tilefnin voru sjötugs- afmæli gömlu kennaranna okkar, þeirra Gunnars H. Jónssonar og Eyþórs Þorláksson- ar. Við komum þá saman til að heiðra þá.“ Verkin á efniskrá tónleikanna í Listasafninu eru ýmist einleiksverk og dúettar, en þar á meðal er dúett fyrir gítar og fiðlu sem þau Páll Eyjólfsson og Laufey Sigurðardóttir flytja. Í lokin verða leiknir tveir kvintettar úr Tím- anum og vatninu eftir Atla Heimi Sveinsson og segir Pétur þar vera nokkuð óvenjulegan flutning á ferð. „Réttar sagt verður um að ræða gítarkvartett auk slagverksleikara.“ Þegar Pétur er spurður hver muni sjá um slagverksleikinn fer hann í fyrstu undan flæm- ingi, en segir svo, „Ætli það sé ekki óhætt að opinbera það nú svona rétt fyrir tónleikana. Leynigesturinn okkar er Atli Heimir Sveins- son tónskáld, en hann mun leika á slagverk með gítarkvartettnum í lokalagi tónleikanna. Hann var svo vinsamlegur að taka þetta að sér, enda alltaf til í slaginn.“ SVIPMYND AF ÍSLENSKRI GÍTARTÓNLIST Gítarleikararnir ásamt Atla Heimi Sveinssyni. Morgunblaðið/Golli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.