Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. FEBRÚAR 2001 M ANNKYNSSAGAN er að miklu leyti frásagn- ir af styrjöldum og átökum um völd og yf- irráð. Valdafíkn og metnaður einstak- linga, heilla þjóða eða trúarhópa, setur svip sinn á og hefur mótað framgang sögunnar; þessar eigindir eru öllum skiljanlegar á ein- hvern hátt, hvort sem styrjaldir áttu sér stað í fyrndinni eða síðar; mannskepnan er sjálfri sér lík þótt umhverfi og aðstæður hennar hafi stöðugt tekið breytingum. En stríðstækni hef- ur haft afgerandi þýðingu þótt lýsingar á henni séu ekki útlistaðar í sambandi við helstu stórátök. Hið elsta sem margir nemendur hafa heyrt um varðandi hertækni er tilkoma brons- og járnvopna og breiðfylkingar (phal- anx) Filipusar Makedóníukonungs og sonar hans, Alexanders. Árangur þeirrar stríðs- tækni byggðist á breiðri framlínu riddara sem notuðu mjög löng spjót eða lensur, en þær ullu miklum usla í röðum andstæðinga. Mannkynssagan er að litlu leyti umfjöllun um hertækni heldur miklu fremur afleiðingar af beitingu hennar. Síðla á miðöldum verða tröllauknar breytingar á hertækni og styrj- aldir verða geigvænlegri en nokkru sinni fyrr. Þá komu til sögunnar tæki, sem kölluð hafa verið „verkfæri djöfulsins“. Uppfinning púð- ursins og skotvopna breytti öllum styrjöldum og völdum varanlega. Öld skotvopna Margar kennslubækur í miðaldasögu hafa fjallað lítið um þróun púðursins og skotvopna í upphafi og mikilvægi þess, þar til að stór skot- vopn birtast allt í einu á fjórtándu öld og hafa þá afgerandi þýðingu varðandi útkomu styrj- alda og völd. Þegar leitað er á vopnasöfnum víðs vegar um Evrópu kemur í ljós til undr- unar, að mikið er til af vopnum eða eftirlík- ingum þeirra ásamt upplýsingum um þróun þeirra og púðursins frá miðöldum. Fyrstu skotvopn voru frumstæð en mjög dýr vegna þess að þau voru nákvæmnissmíð og fjölda- framleiðslutækni var þá ekki komin til sög- unnar. Þess vegna hefur þýðing þeirra í upp- hafi ekki verið mikil beinlínis vegna kostnaðar þeirra og fá eintök af fallbyssum hafa þá ekki haft úrslitaþýðingu þótt öflug væru miðað við önnur stríðstól. Francesco Petrach (ítalskt skáld) skrifaði 1350: „Þessi verkfæri sem varpa málmkúlum með skelfilegum hávaða og eldglæringum … voru fyrir nokkrum árum mjög fátíð og til mikillar undrunar svo og aðdáunar; en nú eru þau orðin algeng og handhæg eins og hver önnur vopn. Svo snöggur og snilldarlegur er hugur manna við að læra hina nákvæmustu list.“ Seint á fjórtándu öld kallaði John of Mir- field, enskur skurðlæknir, skotvopnin „þetta djöfullega (diabolic) tæki styrjalda“. Fyrstu fallbyssurnar skiptust aðallega í tvær gerðir, litlar fallbyssur úr steyptri bronsmálmblöndu, sem skutu ílöngum skeyt- um eða blýkúlum, svo og fallbyssur úr smíða- járni, sem skutu steinum, járnkúlum eða sprengikúlum. Í byrjun voru skotvopn ekki mjög öflug vegna ófullkominnar smíðatækni og skorts á góðum púðuruppskriftum. Þá voru byssur hvorki langdrægar né markvissar. Al- veg fram á nítjándu öld héldu skotvopn áfram að þróast ört en um það leyti voru skotvopn farin að líkjast nútímavopnum. „Glæpsamlegur saltpétur“ Í langan tíma var haldið að púðrið hefði ver- ið fundið upp af þýska munkinum Bertold Schwartz frá Freiburg snemma á fjórtándu öld. Síðari rannsóknir sýna þó að upprunans er einnig að leita í minningarhandriti borg- arinnar Gent í Flandri (Memory Manuscript) og frekari þróunar þess vísdóms, sem þar var að finna. Ennfremur er líklegt að bréf (um 1250) frá enska vísindamanninum Roger Bac- on, komi við sögu. Bréfið lýsir óvéfengjanlega tilraunum með þremur grunnefnum púðurs- ins, saltpétri, brennisteini og viðarkolum. Það er skrifað á dulmáli sem er vísbending þess, að ritari gerði sér fulla grein fyrir þýðingu málsins. Einnig eru til kenningar um að Kína sé upp- runaland púðursins og svo er möguleiki á því að forskrift þess hafi borist með múslímum til Evrópu. Í arabískum nýlendum í Afríku var saltpétur þekktur á umræddum tíma sem „kínverskur snjór“ og í Persíu sem „kínverskt salt“; einnig er til skjal sem segir frá efni sem valdi „þrumum sem hristi himnana“. Þó er lík- legt að púður hafi í upphafi í Kína aðeins verið notað í rakettur og til eldglæringa á tyllidög- um þar sem skotvopn þróuðust þar á sama tíma og í Evrópu en ekki fyrr. Margar upp- skriftir að púðri frá þrettándu öld eru þekktar í Evrópu, en hlutföll grunnefnanna þriggja ásamt meðferð þeirra hefur afgerandi þýð- ingu fyrir sprengiafl. Í lok fjórtándu aldar komu fyrst fram uppskriftir sem nálguðust bestu útkomu. Margir strákar hafa reynt að búa til púður fyrir „kínverja“ og púðurkerlingar. Sú stór- hættulega iðja hefur blessunarlega gengið illa yfirleitt vegna þess að ekki er nóg að vita hver grunnefni öflugs púðurs eru, heldur verður einnig að vita nákvæmlega í hvaða hlutföllum og kornastærðum svo og hvaða meðferð efna- blöndunnar er nauðsynleg til að grunnefnin aðskiljist ekki. Efnafræðilega séð byggjast sprengiefni eins og svartpúður á blöndu efna, sem inniheldur bæði brennanleg efni eins og brennistein eða viðarkol svo og súrefni, sem viðheldur bruna. Slík efnablanda þarf ekki súrefni loftsins til bruna heldur er það bundið „laust“ í saltpétri. Hið sama á við um nútíma sprengiefni eins og dýnamít eða TNT (syntex, nítró), en þá er súrefni til staðar í einu og sama efnasambandinu sem er óstöðugt, en ekki í þremur aðskildum efnum sem eru í blöndu eins og púður er. Bæði viðarkol og brennisteinn brenna í lofti með mikilli orku- leysingu, en ekki hraðar en súrefni loftsins berst að; þess vegna er bruni þeirra ekki sprenging eins og tilviki púðurs. Sögulegar krossgötur Eftir að Vilhjálmur sigursæli vann sigur á Englendingum við Hastings 1066 og Nor- mannar höfðu hertekið landið, upphófust brátt miklar byggingar kastala og varnar- garða í Englandi og í Evrópu almennt. Kross- farar til landsins helga frá um 1100 og fram á fjórtándu öld byggðu víða mikla kastala og Teikning:Andrés „Fallbyssur breyttu átökum yfir í skotbardaga milli skipa sem voru í nokkurri fjarlægð; þá fóru herskip að sigla um úthöfin og tímar mikilla landafunda hófust sem og taka nýlendna um allan heim.“ VERKFÆRI DJÖFULSINS E F T I R J Ó N A S B J A R N A S O N Síðla á miðöldum verða tröllauknar breytingar á her- tækni og styrjaldir verða geigvænlegri en nokkru sinni fyrr. Þá komu til sögunnar tæki, sem kölluð hafa verið „verkfæri djöfulsins“. Uppfinning púðursins og skotvopna breytti öllum styrjöldum og völdum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.