Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001 Sá besti, sá versti og sá næstbesti H ELDUR þann versta en þann næstbesta“ (78). Fleyg orð Snæfríðar Ís- landssólar eru einn besti Ís- lendingasagnastíll sem skrifaður var á tuttugustu öld og líklega hægur vandi að sannfæra þá sem ekki þekkja til að hér fari orð úr Íslendingasögu. Talið um þann versta og þann næstbesta eru enda haganleg vísun í ein fleygustu orð Íslend- ingasagnanna: „Þeim var eg verst er eg unni mest.“ Verst og mest, verst og næstbest. Þessi orð tengja Snæfríði Íslandssól Guðrúnu Ósvíf- ursdóttur. Guðrún var sem kunnugt er kurteis- asta kona á Íslandi, stórættuð og átti meira skart en aðrar konur. Í Laxdælasögu er gengið út frá því sem eðlilegu að hún eigi ágætasta mann á Íslandi, Kjartan Ólafsson. Af því verð- ur ekki. Þetta er sama flétta og í Íslandsklukk- unni. Snæfríður orðar hana svo við föður sinn áður en hún fer með Íslendingasagnasetn- inguna: „Konu sem þekt hefur ágætan mann finst góður maður hlægilegur.“ (78) Eðlileg ályktun lesenda er að þeir séu stadd- ir í Íslendingasögu frá 20. öld og að fleygyrði Snæfríðar séu ævisaga í einni setningu, hér sé kominn kjarni hlutskiptis hennar. En það er fjarri lagi. Snæfríður og Guðrún bera báðar saman karlmenn. Guðrún hefur nefnt fjóra menn en hjá Snæfríði eru þrír í kjöri. Arnas Arnæus, Sigurður Sveinsson dómkirkjuprest- ur og Magnús í Bræðratungu. Orðin á undan fleygyrðum Snæfríðar gera að verkum að óhjá- kvæmilegt er að líta svo á að Sigurður sé næst- bestur á eftir Árna. Þá virðist gefa auga leið að Magnús í Bræðratungu sé sá versti og að Snæ- fríður standi við hótun sína og gangi að eiga þann versta. En Íslandsklukkan er ekki alveg svona klippt og skorin. Hún er engin Íslendingasaga og orð Snæfríðar eru ekki ævisaga hennar í hnotskurn. Er Magnús í Bræðratungu sá versti? Í sögunni er honum lýst sem mynd- arlegum manni, stórættuðum og auðugum. Hann er sagður hár og herðabreiður (59), slétt- ur og fríður og „konur sögðu að hann væri manna best eygur“ (164). Raunar fylgja jafnan fyrirvarar um ólund hans, grettur og í bókinni eru myndrænar fylliríssögur af Magnúsi. Öll- um brögðum er beitt til að lesendur fái ógeð á Magnúsi en um leið fylgja með málsbætur. Magnús er myndarlegur maður og stundum vegur það eitt upp á móti drykkjuskap og hvers konar löstum. Eða eins og Snæfríður orðar það sjálf: „Margt gæti ég fyrirlátið þér Magnús minn, hefðirðu ekki látið berja úr þér þessar tvær framtennur í fyrra.“ (159) Magnús er hlé- drægur og friðsamur ódrukkinn og elskar konu sína skilyrðislaust, öfugt við aðra vonbiðla hennar sem ýmist predika yfir henni eða setja hana í annað sæti. Húsfreyjan í Bræðratungu kallar sig „mikla hamingjukonu“ skömmu áður en hún hittir Arnam Arnæum á ný (178) – þó að raunar sé varasamt að treysta orðum Snæfríðar eins og ég mun víkja að. Það er allsendis óvíst að Snæ- fríður standi við orð sín og gefist hinum versta. Í öllu falli hefur hún áður en sagan er öll gengið að eiga hinn næstbesta. Eins er málum blandið hvort sá besti (Arnas Arnæus) sé í raun og sanni sá besti. Orðum Snæfríðar er því ekki treystandi og þessi persóna þarfnast nánari skoðunar. Íslandssól Snæfríður Íslandssól er vitaskuld merking- arþrungið nafn. Nafnið Snæfríður táknar hið fagra snæland og svo bætist sólin við ísinn í seinni hluta nafnsins. Það er hægt verk að finna Snæfríði stað í þjóðernispólitískri túlkun á Ís- landsklukkunni. Snæfríður er táknmynd Ís- lands. Hún er fjallkonan. Hún er álfakropp- urinn mjói. Hún er hið ljósa man. Fræðimenn hafa hrifist með og túlkað Snæfríði sem gyðju, drottningu, fjallkonu, Maríu mey eða Guðrúnu Ósvífursdóttur. Íslandsklukkan kom út frá 1943 til 1946. Þetta verk er samið nánast eins og óður til lýð- veldisins Íslands sem var stofnað á Þingvöllum árið 1944. Halldór Laxness hefur sjálfur sagt svo frá að við stofnun lýðveldisins hafi verið hringt klukkum og ókunnur maður hafi undið sér að honum og sagt að nú væri farið að hringja Íslandsklukkunni aftur. Í þessari túlk- un er öll þessi mikla saga skilin sem eftirmáli við harmleikinn í fyrsta kafla hennar, þegar Ís- landsklukkan sjálf var brotin niður. Það er hinn eiginlegi hátindur sögunnar ef hún er skilin þjóðernispólitískum skilningi og varla hefði nokkur annar en Halldór Laxness þorað að byrja sögu sína á hátindinum. Ég man eftir að hafa tekið próf úr sögunni þegar ég var í níunda bekk grunnskóla. Ein spurningin var svona: Hvað táknar Íslands- klukkan? Ég svaraði: Hún táknar þjóðina eða þjóðarsálina og fékk fyrir eitt feiknarmikið R. Svarið er vitaskuld rétt en spurningin kannski ekki. Áhugaverðara er að spyrja: Hvernig táknar Íslandsklukkan? Hvers vegna klukka? Svarið við þeirri spurningu gæti verið í þá átt að klukkan kalli þjóðina saman, lærða og leika. Hún veki og safni saman. Hún tákni samstöðu og þjóðareiningu en um leið vakandi vitund um eigin tilveru. Íslandsklukkan er auðvitað þjóðernispóli- tískt verk og það er fráleitt að hafna þeim skiln- ingi, jafnvel nú þegar sterk andúð á þjóðern- ishyggju í flestum myndum mótar orðræðu menntamanna. Aftur á móti hefur Íslands- klukkan verið nánast rígföst í viðjum þjóðern- ispólitískrar túlkunar og nýr skilningur á verk- inu fæst aðeins ef reynt er að losa aðeins um þau bönd. Það er það sem ég ætla að reyna og held því um leið fram að eitt aðalfórnarlamb hinnar þjóðernispólitísku túlkunar sé fjallkon- an fríð, Snæfríður Íslandssól. Á einum stað í Íslandsklukkunni segir Snæ- fríður: „Ég er manneskja“ (69). Skömmu síðar spyr hún föður sinn að því hvort hún sé ekki manneskja. Snæfríður virðist í vafa sjálf um hvort það sé ómaksins vert að gleyma gyðj- unni, drottningunni og fjallkonunni og huga að konunni. Hvaða öxi? Fyrstu orð Snæfríðar eru ekki síður fleyg en vísunin í Guðrúnu Ósvífursdóttir. Sviðið er kot- ið á Rein. Inn í það hreysi arkar heil hersing fyrirfólks og í hópnum hið ljósa man. Hún er sögð ljóðræn ímynd systur sinnar, augun óver- aldleg eins og himinbláminn og bros hennar óskylt mennsku lífi. Í stuttu máli: Óveraldleg og ómennsk ímynd. Snæfríður er fyrst og fremst ó-. Þá sjáum við hana líta á Arnas Arn- æus, ósjálfrátt bros hennar orðið að felmtran. Hefst þá grótesk sena með vangefnum syni og tveimur líkþráum konum uns Snæfríður snýr sér frá með ópi, grúfir sig upp að Arnæusi og segir: „Vinur, hví dregurðu mig inní þetta skelfilega hús?“ (28) Fleira þarf Snæfríður ekki að segja í það sinn. Tvennt vekur athygli. Annars vegar að Snæfríður er rödd sannleikans; fyrirfólkið er statt í skelfilegu greni. En Arnas Arnæus hugsar aðeins um handrit og allir aðrir eru of kurteisir til að láta nokkuð uppi. Aðeins Snæ- fríður bregst eðlilega við og talar ekki eins og fjallkona og gyðja heldur eins og venjuleg kona. Um leið lýsa orð hennar mótþróa sem á eftir að einkenna tal hennar. Snæfríður er óvilj- ug; tekur ekki þátt í leikritinu sem þarna er sett á svið. Við sjáum hana næst í Skálholti og enn er hamrað á því hvað Snæfríður sé ekki. Hún er ótrúlega grönn og stríkkað hefur á munninum „einsog við óeðlilegt átak“ (56). Hún horfir á gömlu konuna, móður Jóns, úr „einhverskonar órafjarlægð“. Snæfríður er fjarlæg, óeðlileg, ótrúleg. Annarshugar og varirnar lokaðar. Mynd Snæfríðar er kynlega neikvæð: fjarlægð, lokun, blekking og hið stöðuga ó- í lýsingunni. Fyrstu viðbrögð hennar eru ólíkindalæti: „Hver þekkir gamlar konur á Íslandi í sundur,“ segir hún og þegar minnst er á lítið kot segir hún: „Hver kann að gera greinarmun á þeim?“ Snæfríður þykist ekkert skilja og svarar engu heldur spyr stöðugt á móti. Þegar gamla konan segist vilja biðja hana að frelsa son sinn segir Snæfríður „Mig? Son þinn? Frá hverju?“ og þegar gamla konan segir: Frá öxinni er við- kvæðið: „Hvaða öxi?“ (57) Snæfríður þráspyr viðmælendur sína. Næst sjáum við dómkirkjuprestinn hjá henni og hún heldur uppteknum hætti: „Er ég vön að vera hrædd? … Er ég þá dáin?“ (66–67). Þegar syst- ir hennar, byskupsfrúin, vill fá hana til að skilja við Magnús mann sinn og hefur haldið langa ræðu um það spyr hún: „Um hvað ertu að tala?“ (176) og eins tekur hún á móti öllum gestum sem koma til hennar í Bræðratungu. Fyrst kemur dómkirkjupresturinn og síðan Jón Hreggviðsson, hvor með sitt erindi. En Snæfríður þykist ekkert skilja eða muna og GYÐJA EÐA BÓLUGRAFIN EKKJA? ÓÞJÓÐLEG TÚLKUN Á ÍSLANDSKLUKKUNNI „Fjallkonur og gyðjur eru ímyndir sem fólk í sjálfstæðisbaráttu býr til, sér til styrkingar. En þó að höfundi Íslandsklukkunnar sé umhugað um sjálfstæði landsins fjallar sagan einnig um sama efni og fyrri sögur skáldsins, um fátækt og stéttaandstæður og líf þjóðar sem lifir nánast við hungurmörk án þess að eiga sér von.“ Halldór Laxness Ljósmynd frá Þjóðleikhúsinu „Fræðimenn hafa hrifist með og túlkað Snæfríði sem gyðju, drottningu, fjallkonu, Maríu mey eða Guðrúnu Ósvífursdóttur.“ Herdís Þorvaldsdóttir í hlutverki Snæfríðar Íslandssólar og Brynj- ólfur Jóhannesson í hlutverki Jóns Hreggviðssonar í frumuppfærslu leikgerðar ́Halldórs Laxness á Íslandsklukkunni í Þjóðleikhúsinu 1950. E F T I R Á R M A N N J A K O B S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.