Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001 7 samdi Helmut um Borgarættina eftir sam- nefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, en textann samdi próf. Oskar Willner, skáld og leikari við Volkstheater í Vín, þetta stórvirki er tileinkað íslensku þjóðinni. Sinfónían „Borg- arættin“ er þarna líka. Kórverk við sálm eftir séra Valdimar Briem hefur verið prentað og gefið út, það nefnist á þýsku: „Seicht und tief“. Kjartani Óskarssyni, klarinettuleikara í Sin- fóníuhljómsveit Íslands, og Hrefnu Eggerts- dóttur píanóleikara tileinkaði Helmut verk er hann nefnir Þrjár tónmyndir frá Íslandi og er fyrir bassaklarinett og píanó. Það er fáanlegt á geisladiski (NÖM). Lag var gert við texta eftir Ólaf Reyni Guðmundsson píanóleikara sem hann nefnir „Nýársóskir“ og við texta sama höfundar „Dauðans alvara“. Op. 78 eru lög við kvæði Jón Arasonar biskups, Kóngsins mekt og Viðeyjarklaustur. Í þessum sama flokki er líka lag við ljóð sem Bólu-Hjálmar samdi að- eins sjö ára gamall og nefnist Hallands-Manga og kórverkið Sól Guðs við texta eftir Bjarna Jónsson. Þrjú píanóverk eru tileinkuð Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara og Ágústu Hauksdóttur, konu hans. Í minningu 250. dán- ardags J.S. Bach samdi Helmut píanóverk sem er op.100. Ekki má gleyma Sjö dúettum við kvæði Jón- asar Hallgrímssonar sem skrifaðir voru í Hafnarfirði. Að lokum vil ég minnast á stór- verkið Kristnitökukantatan op. 81, verk til- einkað afmæli 1000 ára kristni á Íslandi. Text- ann gerði Vilborg Ísleifsdóttir-Bickel og var það frumflutt í húsi Tónlistarfélags Vínar, Musikverein, 5. jan. sl. með fjórum einsöngv- urum, þremur þeirra íslenskum. Á bekk með athyglisverðustu tónskáldum Austurríkis Í skrifum sínum um flutning þessa verks sagði Klosterneuburger Nachrichten m.a.: „Þetta glæsilega tónverk Helmuts Neumanns skipar honum á bekk með athyglisverðustu tónskáldum Austurríkis í dag.“ Die Kleine, annað dagblað á sama stað, skrifaði: „Í lok verksins sér maður sævi umlukt landið, sem er þakið grófu hraungrýti, rísa upp. Það glampar á stálstyrktu vopnin, sem krefjast þess að þeim sé beitt, en inn á milli þeirra glittir í þrána eftir friði.“ Þess má geta að Helmut þýddi sjálfur ís- lenska ljóðið á þýsku, þannig að varla þarf að breyta neinu, hvort sem sungið er á íslensku eða þýsku. Það eru varla margir útlendingar sem hafa verið jafntíðir gestir á Íslandi og Helmut. Frá árinu 1964 til 1991 hafa hjónin heimsótt Ísland næstum árlega og dvalið þar einn til tvo mán- uði í hvert sinn. Það hefur borið góðan árangur í tungumálakunnáttu barnanna. Helmut gerir sér far um að tala íslensku eins vel og honum er unnt, reyndar er manni ekki grunlaust um að hann gæti jafnvel stundum gert betur og þá ekki síst þegar honum liggur mikið á hjarta. Aðspurður segir hann að sér hafi aldrei beinlínis verið kennd íslenska, held- ur hafi hann lagt sig fram um að hlusta á aðra, lesið mikið og talað af hjartans lyst þetta „yl- hýra mál“. Einhverja tilsögn fékk hann þó hjá Snorra Jónssyni, mági sínum. Þegar Helmut kom til Íslands 1959 segir hann að ekki hafi verið með neinu móti mögu- legt að komast yfir íslensk-þýska orðabók, né heldur kennslubók í íslenskri málfræði á þýsku. Hann segir gjarnan sögu af því þegar verð- andi tengdamóðir hans, Jensína Egilsdóttir, sem hann talaði við á ensku, bað hann fara út í búð og kaupa smjör og ost. Helmut gekk eftir Strandgötunni og tautaði fyrir munni sér alla leið „smjör og ostur, smjör og ostur“ en þegar hann kom í verslunina fann hann hvorugt, sem hann hafði þó vonast til. Þarna stóð hann ráðalaus þar til kaupfélags- stjórinn vék sér að honum og sagði eitthvað á íslensku, sem Helmut auðvitað skildi ekki, en hann taldi víst að maðurinn vildi vita erindi hans. „Smjör og ostur,“ sagði Helmut talsvert rogginn, en komst svo að því að kaupmaðurinn hafði ekki skilið neitt. Kannski hefur af- greiðslufólkið haldið að hann væri að segja til nafns. Það er sóst eftir Helmut til fyrirlestrahalds um Ísland og íslensk málefni í Austurríki og hefur hann óteljandi sinnum tekið slíkt að sér. Sá sem þetta ritar er minnugur tölu um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga sem Helmut hélt í rútubíl á leið til Bad Aussee með félaga úr Ís- landsvinafélaginu (Österreichische-Isländ- ische Gesellschaft). Það var hinn 17. júní og verið að halda upp á hálfrar aldar afmæli lýð- veldisins. Til Bad Aussee var haldið því þar fæddist og starfaði Íslandsvinurinn H.C. Post- ions (1853–1922) sem heimsótti Ísland árið 1906 og gerðist vinur og stuðningsmaður þeirra framsýnu landsmanna sem unnu ótrauðir að lýðveldisstofnuninni árið 1944. Þessi rúturæða var þrungin slíkri þekkingu, virðingu og kærleika til lands okkar og þjóðar að innborinn Íslendingur hefði ekki betur gert. Þess má líka geta að í nokkur ár sá Helmut árlega um fararstjórn hópa Austurríkismanna til Íslands. Það var vel yfir 200 manns þegar allt er talið. Helmut tók drjúgan þátt í að koma á lagg- irnar Íslandssýningu í ráðhúsi Klosterneuburg árið 1978 svo og stóru Íslandssýningunni í Þjóðarbókhlöðu Austurríkis 1984, sú sýning þótti mjög merkileg og vegleg svo eftir var tek- ið. Þegar til stóð að Sinfóníuhljómsveit Íslands kæmi og héldi tónleika í Austurríki árið 1981 var Helmut auðvitað fengið verkefni við und- irbúning fyrir komu hennar, í samvinnu við próf. dr. Werner Schulze. Það sama ár stóð Helmut fyrir hópferð málsmetandi Austurríkismanna til Íslands og þegið var m.a. boð til forsetans, Vigdísar Finn- bogadóttur, að Bessastöðum. Helmut stóð með fleirum að endurreisn Ís- landsvinafélagsins árið 1978 og í félagi við heiðursræðismann Íslands, Alfred Schubrig arkitekt, og Erwin Gasser vararæðismann var stofnaður hjálparsjóður íslenskra námsmanna til að létta stúdentunum róðurinn þegar í harð- bakkann slægi. Helmut hefur oft stungið niður penna og skrifað greinar um íslensk málefni, sem birst hafa í austurrískum tímaritum, og ekki má gleyma þýðingu hans á leikritinu „Prjónastof- an Sólin“ sem Laxness skrifaði í Vín 1961. Helmut var frumkvöðull að útgáfu bókarinn- ar „Österreichs Beitrag zur Islandsforschung“ (Framlag Austurríkis til Íslands rannsókna). Í bókinni eru þrjár greinar um sögu Íslands á árunum 1843 til 1984 eftir Helmut, einnig rit um Menningarsamband Íslands og Austurrík- is og í samvinnu við Hafliða Arngrímsson var samin á íslensku bókin „Um sögu Austurríkis“. Þessi bók er uppseld og ófáanleg. Fyrrnefndur H.C. Poestions skrifaði sögu Jóns biskups Arasonar, sem Helmut bjó til prentunar í Mitteilungen der Hamburger Is- landfreunde, sem er félagsblað Íslendinga í Hamborg. Barátta gegn jarðeyðingu Helmut fékk austurríska vísindamenn til að koma með sér til Íslands til að kynna nýja að- ferð í baráttunni gegn jarðeyðingu og þýddi greinargerð um ferðina, sem er væntanleg úr prentun á vegum Landgræðslusjóðs á næst- unni. Honum tókst einnig að koma því í kring að austurríska menntamálaráðuneytið veitti þessu framtaki fjárhagsstuðning. Auk áðurnefndra ritverka samdi hann ýmis kennslurit í tónlist fyrir Franz Schubert-kons- ervatoríið og ritverk um stærðfræðilegt sam- ræmi í sellóleik fyrir tónlistarháskólann í Vín. Nú fyrir nokkrum dögum kom út samtímis hjá Peter Lang-forlaginu í Frankfurt, Bern, Brussel, Oxford, Vín og New York rit um „Hljómraðatónsmíðafræði“ byggt á ritverki Otmar Steinbauers (1895–1962). Þetta verk, sem tók Helmut átta ár, vann hann í Vín og á Íslandi. Helmut stóð fyrir söfnun styrktargjaf- ar til Þjóðarbókhlöðunnar árið 1996 og til að hægt yrði að halda austurríska myndlistarsýn- ingu á Listahátíð í Reykjavík, sem mennta- málaráðherra Austurríkis, Elisabeth Gehrer, opnaði þar með ræðu, sem Helmut hafði þá þýtt á íslensku. Árið eftir komu Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra Íslands, og frú í opinbera heim- sókn til Austurríkis og sá Helmut um allan undirbúning og var fylgdarmaður hjónanna allan tímann. Helmut hefur látið sig miklu skipta menn- ingartengsl Íslands og Austurríkis gegnum ár- in og hefur verið ótrúlega fundvís á eitt og ann- að sem þessar þjóðir hafa átt sameiginlegt, jafnvel fyrir árhundruðum. Íslenskir listamenn sem hafa haft áhuga á að sýna í Austurríki hafa oft leitað til Helmuts um fyrirgreiðslu. Helmut átti þátt í stofnun Félags Íslendinga í Austurríki (FÍA) og voru hann og Marín kona hans útnefndir heiðursfélagar árið 1998. Þótt þessi grein fjalli um nám, störf og tón- smíðar Helmuts Neumans ber að geta þess að í önnum lífsins og átökum hefur Marín Gísla- dóttir, kona hans, verið ráðgjafi, aðstoðarmað- ur og í einu og öllu stoð hans og stytta, enda er hún ástæða þess að Helmut hefur tengst Ís- landi og menningu þess svo náið. Sameiginlega hafa þau staðið vaktina sem nokkurs konar út- verðir íslenskrar menningar á mótum Austur- og Vestur-Evrópu um áratugi. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, sæmir Helmut Neumann stórriddarakrossi Fálkaorðunnar. Frau E. Gerer, menntamálaráðherra Austurríkis, hengir krossinn um háls hans. Marín Gísladóttir, greinarhöfundur og Helmut Neumann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.