Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001 Ó TRÚLEGA margir Ís- lendingar hafa á liðnum 40 árum kynnst heimili Neumann-hjónanna Marínar og Helmut í Austurríki. Ég held að nöfn þeirra séu alltaf nefnd saman, svo ná- tengd eru þau í gestrisni sinni og hjálpsemi við alla sem til þeirra koma eða leita og þá ekki síst þá sem dvelja í Vínarborg við nám og hafa þá verið tíðir gestir á heimili þeirra og notið þeirra rómuðu gestrisni og oft ómetanlegrar fyrirgreiðslu á ýmsum sviðum og ekki síst á vegum tónlistarinnar. Heimili þeirra, hvort sem það var í Klosterneuburg eða í Vínarborg, hefur staðið öllum opið og aðstoð veitt með gleði gefandans. Þetta er sannkallað menningarheimili, hlý- legt og fagurt. Á veggjum hanga íslensk og austurrísk listaverk og margir eru skrautmun- irnir frá báðum þjóðum. Í stóru bókasafni þeirra hjóna kennir ýmissa grasa, jafnt ís- lenskra sem austurrískra. Þar er m.a. frum- útgáfa allra Nonnabókanna á þýsku og fræði- rit um og eftir ýmsa vísindamenn. Flygillinn hennar Marenar, en hún er út- lærður píanóleikari, er þarna líka. Hún stundaði píanókennslu fyrr á árum. Nú er hann ekki eins mikið notaður, en um jól og áramót stillir Marín upp jólakortunum, sem koma alls staðar að úr veröldinni frá vinum sem er í mun að Neumann-fjölskyldan fái að vita hvernig þeim hefur tekist að þræða braut- ir tilverunnar, en eru líka með þessu móti að sýna að þeir muni hjálp þeirra og greiðvikni er þeir þurftu á að halda. Ef svo heldur sem horfir kemur að því að ekki verður rúm á flyglinum fyrir allan þann sæg sem þeim berast ár hvert. Indælt á Laugarvatni Marín og Helmut eiga þrjú uppkomin börn: Hertu fædda 1960 í Reykjavík, en þar bjuggu þau fyrsta árið eftir að þau giftu sig í Hafn- arfirði árið 1959. Herta talar mjög fallega ís- lensku. Klaus, sem er fæddur í Vín 1966. Hon- um hefur tekist með námi í Háskólanum í Vín að ná mjög góðum tökum á „móðurmáli“ sínu. Hann fer gjarnan á sumrum til lax- og silungs- veiða á Íslandi. Rut er yngst, hún er fædd 1968 í Austurríki og á eftir að tileinka sér íslensk- una, sem og tvö barnabörn sem litið hafa dags- ins ljós á undangengnum fáum árum. Á sumrin finnst Marín og Helmut fátt in- dælla en að dvelja í sumarbústað sem þau eiga á Laugarvatni. Eftir því sem árin líða og meira tóm gefst frá fastri vinnu eru þau þar lengri tíma á hverju sumri í hvíld og við störf. Helmut er fæddur í Vín 29. maí 1938. Hann lærði ungur á píanó hjá ömmu sinni í Linz og um leið fékk hann kennslu í tónfræðum hjá stjúpafa sínum, próf. Georg Wolfgruber. Því næst stundaði hann tónlistarnám í Schlier- bachklaustri um nokkurt skeið, en kerfisbund- ið nám í tónlist hóf hann upp úr því við Bruckn- er-konservatoríið í Linz og var þar eitt ár. Þá þreytti hann inntökupróf í Mozarteum í Salz- burg og nam þar tvö og hálft ár. Enginn skyldi draga í efa áhuga Helmut á að helga sig tónlistargyðjunni einni á þessum tíma, en þó er honum síst láandi þótt honum yrði aðeins á að líta útundan sér þegar á vegi hans urðu fagurbrosandi tvær Íslandssólir, frænkurnar Svanhvít Egilsdóttir og Marín Gísladóttir frá Hafnarfirði, sem voru þar við tónlistarnám. Sú síðarnefnda varð, eins og fyrr er getið, lífsförunautur hans. Frá Salzburg fluttist Helmut í tónlistar- akademíuna í Vínarborg, þar kynntist hann próf. Othmar Steinbauer og lærði af honum sellóleik og tók kennarapróf í því 1961 og loka- próf ári síðar. Lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands Helmut kom í fyrsta sinn fram opinberlega með skólahljómsveit í Schlierbachklaustri, hún flutti m.a. þriðju sinfóníu Schuberts, Paulus eftir Mendelssohn-Bartholdy og messu eftir Haydn. Í þessari hljómsveit spilaði Helmut á selló. Síðar hélt hann einleikstónleika á selló nokkrum sinnum í Salzburg og Vín. Eftir prufuleik hjá Hans Stepanek, sem hafði verið um skeið í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, er Helmut árið 1959 ráðinn til hljóm- sveitarinnar sem sellóleikari í eitt ár og á sama tíma tekur hann þátt í tónleikahaldi í Krists- kirkju á Landakoti. Aftur horfinn heim til Vínar lék Helmut með strokkvartett í óperunni Pimpioni eftir Tele- mann undir stjórn próf. Kurt Rapf. Helmut réðst svo til hljómsveitar í Inns- bruck og starfaði þar til ársins 1962 er hann réðst aftur til Sinfóníuhljómsveitar Íslands og þá jafnframt til kennslustarfa í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Á Innsbruckárunum fékk Helmut fingur- mein, sem þrátt fyrir ítrekaðar aðgerðir hefur aldrei tekist að bæta til fulls, en hann lét ekki hugfallast. Árið 1964 fluttust þau hjónin heimili sitt til Austurríkis og eftir það gegndi hann margs- konar störfum hjá ýmsum fyrirtækjum í Vín. Árið 1976 hóf Helmut störf hjá mennta- og vís- indamálaráðuneyti Austurríkis og var jafn- framt rektor elsta einkatónlistarskóla Vínar- borgar, Franz Schubert konservatorium, sem stofnaður var 1867. Til þess var hann kjörinn af öllum kennurum skólans samhljóða. Vegna afleiðinga bifreiðaslyss lét hann af stjórninni, en hélt áfram kennslu í sellóleik og gerir enn, auk þess sem hann stjórnar tón- smíða-og tónvísindadeild skólans. Á árunum 1978–’80 sat hann í norrænudeild háskólans í Vín og lagði þar jafnframt stund á tónlistarvísindi og heimspeki. Þá lá leið Helmuts aftur til Salzburg og var hann þar í tvö sumur hjá Enrico Mainardi í sumarakademíunni og lauk síðan magisters- prófi í tónlistarfræðum frá Tónlistarskólanum í Vín árið 1986. Síðan 1997 er Helmut formaður tónskálda- félagsins í Klosterneuburg og er óþreytandi að sjá um flutning nýrra og gamalla tónverka bæði í Vín og Klosterneuburg. Á tónverkalista Helmut sjálfs eru 102 full- gerð verk, en fleiri hafa verið samin og sum eru glötuð með öllu. Það sem er sérstakt við þenn- an lista er að fjölmörg verkanna eru tengd Ís- landi með einum eða öðrum hætti. Ég ætla að stikla á stóru um verkin, því af miklu er að taka. Þar er að finna sex lög fyrir mezzósópran og strokkvartett við ljóð Dags Hammarskjöld og Rondó fyrir þverflautu og klarinett, svo og kórverkið Einbúann við texta Jónasar Hall- grímssonar. Alfred Schubrig, fyrrverandi heiðursræðismanni Íslands, er helgað tónverk sem ber nafnið „Frá Íslandi“. Lagaflokkur við kvæði úr Svörtum fjöðrum Helmut hefur líka gert tvo fyrirferðarmikla lagaflokka við kvæði úr ljóðabókinni Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og þar eru m.a. sjö lög fyrir sópran og píanó. „Kastið ekki steinunum“ er lagaflokkur við kvæði Gunnars Dal, tileinkaður Páli Kr. Páls- syni, organista í Hafnarfirði. Heila óperu Flutningur á Kristnitökukantötunni í Musikverein. Fremst á sviðinu eru einsöngvararnir Claudia Guarin, Rannveig Fríða Bragadóttir, Hjörtur Hreinsson og Sigurður Skagfjörð Steingrímsson. Vínarsinfónían, Fukushima-kórinn og stjórnandinn Masanobu Korai. AÐ TENGJ- AST ÞJÓÐ Kristnitökukantata Helmuts Neumanns, verk tileinkað afmæli 1000 ára kristni á Íslandi, vakti athygli þegar hún var frumflutt í húsi Tónlistarfélags Vínar, Musik- verein, nýverið. HARALDUR JÓHANNSSON segir frá Neumann og tengslum hans við Ísland en hann er kvæntur íslenskri konu, Marín Gísladóttur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.