Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001 Á ÁRABILINU frá 1877 og framund- ir 1940 vissi hvert mannsbarn í Reykjavík og á Suðurlandi um Kolviðarhól, án- ingar- og gisti- staðinn við brún Hellisheiðar. Aðstöð- unni þar átti fjöldi manns líf að launa og þar leituðu skjóls háir sem lágir, allt frá flökkurum til Íslandsráðherra og Kolviðarhóll var jafnvel viðkomu- staður Friðriks konungs VIII í Ís- landsför hans 1907. Segja má að húsin „á Hólnum“ hafi verið lífsnauðsynleg björgunar- og aðhlynningarstöð fyrir menn og hesta. Eftir hrakninga í ófærð og illviðrum á Hellisheiði og í Svínahrauni var ómetanlegt að kom- ast í húsaskjól, geta þurrkað föt sín, fengið matarbita, svo og heytuggu handa hestum. Menn komu á Hólinn fótgangandi og stundum aðframkomnir; sumir voru frægir förumenn, aðrir á leið í verið með föggur sínar og skrínur á bakinu. Lengi vel voru þó flestir ríð- andi með hesta undir böggum, ýmist í lest eða ráku þá lausa, unz hestvagna- tímabilið hófst. Þá var ekki lengur hægt að fara brattann stíginn upp Hellisskarðið ofan Kolviðarhóls, held- ur var þá rudd braut suður með Reykjafelli og upp á Hellisheiðina um Hveradalabrekkur. Lengi lá Suður- landsvegurinn sömu leið framhjá Kol- viðarhóli og þaðan vestur yfir Svína- hraun. Gistihúsið á Hólnum, hátt og reisulegt með þremur burstum, var rekið löngu eftir að bílaöld gekk í garð. En eftir að krókurinn upp að Kolviðarhóli var tekinn af og vegur- inn lagður skemmri leið, fór svo að þessi frægi gististaður varð utan við alfaraleiðina. Árið 1977 urðu þau tímamót að húsið var brotið niður og síðan hefur Kolviðarhóll svo að segja fallið í gleymslu og dá. Sá skortur á menningarlegum metnaði, eða barbarismi, sem lýsir sér í því að brjóta niður eitt prýðileg- asta verk Guðjóns Samúelssonar húsameistara, er ótrúlegur og verður vikið að því í síðari hluta greinarinn- ar. En um leið og búið er að afmá öll ummerki um þennan fyrrum fræga gististað eru þeir einnig ómaklega gleymdir sem byggðu upp Kolviðar- hól og sinntu hjálparstarfi jafnframt því að sjá gestum fyrir veitingum og húsaskjóli, framan af við óbjörguleg skilyrði. Þar ber hæst hlut þrennra hjóna: Jóns Jónssonar og Kristínar Daníelsdóttur á frumstigi þessarar þjónustu, síðan Guðna Þorbergssonar og Margrétar Jónsdóttur fram til 1905 og þá tóku við frægustu gest- gjafar staðarins, Sigurður Daníelsson og Valgerður Þórðardóttir, fólk sem allir Sunnlendingar vissu þá deili á. Umhverfi og alfaraleiðir Þjóðleiðin forna úr Árnessýslu til Mosfellssveitar lá úr Ölfusi upp Kamba og þaðan vestur á Hellisheiði, austan við Hurðarás, en þaðan í sjón- hendingu í Hellisskarð ofan við Kol- viðarhól. Upp og niður úr skarðinu var hægt að komast með klyfjahesta, en alls ekki með hestvagna. Þegar komið var niður úr Hellisskarði lá leiðin um Bolavelli, vestur með Hús- múla og síðan um norðanvert Svína- hraun, framhjá Lyklafelli og oft var komið í byggð hjá Elliðakoti í Mos- fellssveit. Þessi leið milli byggða var talin rösk þingmannaleið, eða um 35 km. Í lýsingu Ölfushrepps frá 1703 er leiðinni lýst og segir þar að vestari partur Hellisheiðar sé „víða með sléttum hellum og hraungrjóti, án gatna sem (sem) hestanna járn gafa gjört, og auðsjáanlegt er…“ Þessar hestagötur sem markast hafa í hraunhelluna af umferð járn- aðra hesta sjást mjög greinilega á þriggja km kafla, en eftirtektarvert er, að þær skuli hafa verið orðnar svo greinilegar fyrir 300 árum. Hurðarás var aftur á móti svo nefndur vegna þess, að þegar þangað kom á aust- urleið yfir heiðina var allt í einu eins og hurð væri opnuð og víðerni Suður- lands blöstu við, allt til Vestmanna- eyja. Sveinn Pálsson náttúrufræðingur minnist á hestagötuna í hrauninu í lýsingu sinni frá 1703 og finnst gatan með ólíkindum regluleg og bein. Til- gáta hans, að öll Hellisheiði hafi gosið í einu er þó fjarri lagi; það vita menn nú. Eins er Sveinn á villigötum þegar hann segir þetta fyrst hafa gerst árið 1000 „og síðan margsinnis“. Kristni- tökuhraunið frá árinu 1000 rann úr Eldborg, en var reyndar síðasta hraunið sem runnið hefur á þessum slóðum. Öll önnur hraun eru eldri. Svínahraun hafði runnið úr Leit- inni, eldstöð skammt frá hinni, fyrir um 4800 árum; fyrst í norður í áttina að Kolviðarhóli, en síðan eftir mjóum farvegi í vestur, allar götur niður í Elliðaárvog. Þetta hraun náði ekki al- veg norður að fjöllunum. Milli þeirra og hraunsins urðu með tímanum til grösugir vellir sem vel sjást frá Kol- viðarhóli. Enda þótt þeir kunni að virðast búsældarlegir lagði enginn í að nema þar land. Við Bolaöldu, vestan hraunsins, eru sýslumörk; Kolviðarhóll var og er í Árnessýslu. Norðvestur frá Kolviðar- hóli rís Húsmúlinn, Skarðsmýrarfjall er í norðaustur, en Reykjafell þegar litið er til suðurs. Útsýnið af hólnum þar sem gistihúsið stóð er opið vestur yfir Svínahraun og yfir Miðdalsheiði. Þegar frá eru skildar grasflatir, fyrr- um tún á Kolviðarhóli, er útsýnið mestan part yfir hraun og fjöll, en grýtt brekkan í Hellisskarði að baki. Viðureign Kolviðs og Búa Enda þótt Kolviðarhóll eigi sér all- langa sögu sem áningar- og gististað- ur er hann einnig sögustaður, svo nefndur eftir Kolviði á Vatni (Elliða- vatni) sem barðist við þann mikla kappa Búa Anríðsson eftir því sem Kjalnesingasaga hermir. Í sögunni er hann reyndar ýmist nefndur Kolfinn- ur eða Kolfiðr. Vildu báðir eiga Ólöfu hina vænu í Kollafirði og höfðu háð einvígi þar sem Búa veitti betur, en báðir lifðu. Ekki lét Kolviður sér það að kenningu verða og sat um líf Búa, sem var á heimleið frá Noregi og hafði gengið frá skipi á Eyrum (Eyr- arbakka). Kolviður á Vatni hafði spurn af út- komu Búa og lét njósna um ferðir hans. Reið hann við tólfta mann í fyr- irsát í Öxnaskarði ofan við Kolviðar- hól. Biðu þeir við þann stein, rétt við götuna, sem nú er kallaður Bola- steinn. Búi varð var við fyrirsátina af skarðinu og reið að steini einum mikl- um; sneri hann baki að steininum svo ekki varð komizt aftan að honum. Skiptust þeir Búi og Kolviður á orð- um og kvaðst Kolviður ætla að njóta þess að vera með flokk manna á móti ATHVARF Á LEIÐ YFIR HELLISHE KOLVIÐARH Kolviðarhóll 1907, árið eftir að Sigurður Daníelsson keypti húsin af Guðna Þorbergssyni. Ferðamannahesthús, hlað til hægri og síminn er nýkominn. Þetta er á tímaskeiði hestvagnanna. E F T I R G Í S L A S I G U R Ð S S O N Frumstæður kofi á Bolavöllum var lagður niður og sæluhús reist á Betra hús reis þar 1877 og þá var sæluhúsvörður ráðinn. Eftir 188 var úrvalsfólk á Hólnum, fyrst við frumstæð skilyrði og starfið fólst aðframkomnum ferðamönnum ofan af Hellisheiði og úr Sv Drykkjuskapur var algengur á ferðalögum, einkum á leið úr ka tímaskeið lestaferða, síðan hestvagnatímabilið og loks b Morgunblaðið/Gísli Sig. Séð upp í Hellisskarð frá Kolviðarhóli. Vatn stendur í götunni þar sem hún ligg- ur í gegnum túngarðinn, en vatnsskortur var til vandræða á fyrstu árum veit- ingareksturs á Hólnum. Þar er ekkert rennandi vatn í nálægð. Morgunblaðið/Gísli Sig. Túngarðar sem Jón Jónsson og Guðni Þorbergsson hlóðu standa enn, en túnin eru fyrir löngu fallin í órækt. Frumstæður kofi hafði verið til í margar aldir skammt frá Kolviðarhóli, en fyrsta það var athvarf ferðamanna til 1877. Myndina gerði Höskuldur Björn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.