Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001 15 sem rænir fegurðardís sem nokkru fyrr hafði sýnt ástarviðleitni hans lítinn áhuga. Maður- inn heldur henni fanginni, pyntar og nauðgar. Fjölmargar myndir um svipað efni fylgdu á eftir og segja má að þar með hafi enn önnur kvikmyndategundin orðið til sem einkenndist af ofbeldisfullu kynlífi. Russ Meyer átti merki- legasta innleggið í þennan kvikmyndaflokk með myndum á borð við Mudhoney árið 1965 og Faster Pussycat! Kill! Kill! ári síðar. Sú seinni hefur öðlast verulegt orðspor sem költ- mynd og það verður að segjast að allverulegur munur var á myndum Meyers og hinna sem fengust við framleiðslu af sama tagi. Fyrir ut- an tæknilega yfirburði og ríka kímnigáfu voru efnistökin og „boðskapurinn“ gjörólík. Í myndum Meyers var mjög algengt að kon- urnar stæðu í átökum við þröngsýna roðhálsa, og fóru jafnan með sigur af hólmi. Í verkum annarra leikstjóra var konum jafnað refsað fyrir að þýðast ekki kröfur karlmannanna líkt og í The Defilers. Lólíta á hvíta tjaldinu Deilum við ritskoðunarnefndir var þó hvergi nærri lokið eins og kvikmyndaaðlögun Stanleys Kubricks á skáldsögunni Lolita (1962) eftir Vladimir Nabokov sýndi svo um munaði árið 1962. Þrátt fyrir ýmsar tilslakanir hjá PCA-embættinu þótti efniviður skáldsög- unnar of eldfimur fyrir hvíta tjaldið. Auglýs- ingaslagorð myndarinnar, „How did they ever make a movie of Lolita?“, bar erfiðleikunum sem fólust í gerð hennar glöggt vitni. Svarið við spurningunni er nokkuð áhugavert. Ku- brick réð sjálfan Martin Quigley til að vinna með sér að handritinu. Forgöngumaður rit- skoðunar í Hollywood, einhver ötulasti bar- áttumaður fyrir því að kvikmyndir væru ein- föld afþreying og ekkert annað var nú ráðinn fyrir 25.000 dali til starfa við kvikmyndun al- ræmdasta skáldverks eftirstríðsáranna. Áhyggjur hans af kvikmyndum sem greindu frá afbrigðilegri kynhegðun gufuðu greinilega upp sem dögg fyrir sólu þegar hann fékk launin sín því mynd sem fjallaði um mið- aldra karlmann sem dópar tólf ára gamla stjúpdóttur sína til að eiga við hana kynmök féll ekki vel að gömlu hugsjónum Quigleys. Það leikur hins vegar enginn vafi á því að það var skynsamlegt að ráða hann sem ráðgjafa við gerð myndarinnar. Þegar að kynferði og kvikmyndum kom var Quigley sérfræðingur þar sem hann hafði ekki gert neitt annað und- anfarin þrjátíu ár en að ígrunda efnið. Hann hafði til að mynda verulegar áhyggjur af atrið- inu þar sem Lolita táldregur Humbert en þar átti hún að reka tunguna í eyrað á honum: „Þessi hegðun,“ sagði Quigley, „getur ekki verið sýnd án þess að örva áhorfendur kyn- ferðislega, hvar sem er og hvenær sem er.“ Enda var atriðinu breytt auk fjölda annarra sem hann varaði við. Þegar Lolita var að lokum send til Hays- embættisins og klippinga var krafist áður en henni var veittur stimpillinn varð Quigley æf- ur af reiði yfir því að „myndin hans“ skyldi vera ritskoðuð. Betra tók þó ekki við þegar Velsæmissambandið kvað upp dóm sinn yfir myndinni en hann var á þá leið að myndin væri „viðbjóðslegur og samfelldur sagnabálk- ur öfuguggaskapar“. Tafarlaus fordæming Velsæmissambandsins kom illa við framleið- endur myndarinnar, þá Kubrick og James Harris, en Quigley var þó sá sem tók þetta næst sér enda mjög stoltur af myndinni. Framleiðendurnir ákváðu að seinka dreifingu myndarinnar. Umfjöllunarefnið var of við- kvæmt og þeir vildu ekki taka áhættuna á að herferð kaþólikka væri hafin gegn henni. Að lokum náðu þeir samkomulagi við kaþólska Velsæmissambandið, ýmis atriði voru klippt og senan þar sem Lolita táldregur Humbert var stytt ennfrekar og dofnun bætt við sem þurrkaði senuna næstum út. Aðeins mátti sýna myndina fyrir 18 ára og eldri og kvik- myndahús urðu að samþykkja að auglýsa myndina á smekklegan hátt, en Velsæmissam- bandið hafði einmitt neitunarrétt varðandi ýmis atriði sem tengdust auglýsingaherferð- inni. Kvikmyndir fyrir fullorðna Viðtökurnar við Lolitu voru misjafnar en fá- ir voru hneykslaðir. Allt umstangið í kringum hana gerði þó aðeins greinilegri þá staðreynd að það sem kvikmyndaiðnaðurinn þarfnaðist voru ekki innri reglusetningar eða fram- leiðslusáttmáli heldur aldurstakmark á mynd- ir fyrir fullorðna. Á næstu árum nutu metn- aðarfullar en ögrandi myndir á borð við Blow Up (1968), Bonnie and Clyde og The Graduate (1967) mikilla vinsælda og árið 1968 féll loks dómur í hæstarétti sem tilgreindi að ríkisvald- ið gæti verndað ungmenni fyrir ósæmilegu efni en ekki fullorðna. Ljóst var að PCA-emb- ættið var gengið sér til húðar. Framleiðslu- sáttmálinn var opinberlega lagður niður og byrjað að nota aldurstakmark á kvikmyndir (G, PG, R og X), kerfi sem enn er notað í dag (með nokkrum breytingum). Þetta þýddi þó ekki að ritskoðun hefði verið lögð niður. Hin endalausa togstreita milli peninga og listræns metnaðar sem er svo einkennandi fyrir kvik- myndaiðnaðinn hélt áfram. Kvikmyndaverin gera kröfu um stóran áhorfendahóp sem þýðir að mynd má ekki fá hærri flokkun en R sem þýðir að oft þarf að klippa. Myndir á borð við hina sænsku Ég er for- vitin – gul frá árinu 1967 og Beyond the Valley of the Dolls (1970) víkkuðu kynferðisleg mörk þess efnis sem bíógestir gátu búist við að sjá í hverfisbíóinu. Kynmök voru þó ekki sýnd að fullu nema í dulbúnum fræðslumyndum eins og Man and Wife frá 1970. Klámið hélt síðan innreið sína tveimur árum síðar með Deep Throat, sem var fyrsta klámmyndin til að hljóta almenna dreifingu. Hún var frumsýnd í New York án teljandi viðbragða. Lögreglan reyndi þó eitt sinn að koma í veg fyrir sýn- ingar á henni sem leiddi til þess að dagblaðið The Village Voice skar upp herör gegn rit- skoðun og tók að fjalla um myndina og að- standendur hennar af miklum móð. Í kjölfarið skall á mikil klámbylgja. Fjölmiðlar gátu ekki fengið nóg af myndinni og fólk þyrptist á hana. Enn er ekki auðvelt að útskýra aðdrátt- arafl hennar, nema sem ákveðins brautryðj- andaverks, en hún reyndist meðal tíu vinsæl- ustu kvikmynda ársins 1973. Í skamma stund var klámið hluti af meginstraumi menningar- innar og áttundi áratugurinn er að mörgu leyti gullaldartími kynlífsmynda. Því lauk þó um 1980 þegar myndbandstæki komu á markað- inn og vídeóleigur spruttu upp sem gorkúlur og klámmyndagerð færði sig um set yfir í hraðsoðna myndbandaframleiðslu. Eins og með táningamyndirnar tuttugu ár- um fyrr reyndi Hollywood eftir fremsta megni að taka þátt í umbreytingaskeiðinu, á nokk- urra ára tímabili á áttunda áratugnum var vart kvikmynd að finna sem ekki sýndi kynlíf á opinskáan hátt. Það varaði þó ekki lengi. Í fyrsta lagi vegna þess að kvikmyndagemling- arnir, hin „nýja Hollywood“, leikstjórar eins og Spielberg og Lucas, höfðu lítinn áhuga á byltingarkenndum eða ögrandi myndum og nutu þar að auki svo mikillar velgengni með afþreyingarmyndum sínum að hin leiðin féll bókstaflega í gleymsku. Og í öðru lagi var ein- faldlega um að ræða árekstur þess nýja og hefðarinnar sem ekki varð úr leyst á neinn einfaldan hátt eins og skemmtilegt atvik milli tveggja goða hinna ólíku tímabila sýnir fram á. Sem betur fer fann Wayne ekki Hopper þennan dag en ekki leið á löngu áður en annar kúreki tók við stjórnartaumum landsins og leiddi það inn í níunda áratuginn, og kannski urðu stóru Hollywood-myndirnar þá loksins ekkert annað en einföld afþreying. HEIMILDIR: Black, Gregory D.: The Catholic Crusade Against the Movies, 1940–1975. Cambridge University Press. Cam- bridge, 1998. Curry, Christopher Wayne og Curry, John W. A Taste of Blood: The films of Herschell Gordon Lewis. Cre- ation Books. London, 1999. French, Karl. Screen Violence. Bloomsbury Publish- ing. London, 1996. Hawkins, Harriett. Classics and Trash. University of Toronto Press. Toronto og Buffalo, 1990. McCarthy, John. Splatter Movies. Breaking the Last Taboo of the Screen. St. Martin’s Press. New York, 1984. Muller, Eddie og Fairs, Daniel: Grindhouse. The For- bidden World of ’Adults Only’ Cinema. St. Martin’s Press. New York, 1996. Philips, Baxter. Cut: The Unseen Cinema. Bounty Books. New York, 1989. Sklar, Robert: Movie Made America. A Cultural Hist- ory of American Movies. Revised and Updated. Vint- age Books. New York, 1994 (fyrsta útgáfa 1975). Russo, Vito: The Celluloid Closet. Homosexuality in the Movies. HarperCollins. New York, 1987. Kvikmyndaaðlögun Stanleys Kubrick frá árinu 1962 á skáldsögu Vladimirs Nabokov, Lolita, er dæmi um tilslakanir kaþólska Velsæmissambandsins. Nokkrum árum fyrr hefði kvikmynd um mið- aldra karlmann sem neyðir tólf ára gamla stjúpdóttur sína til fylgilags við sig verið óhugsandi. Höfundur er bókmenntafræðingur. Á sjöunda áratugnum tók að bera á myndum þar sem kvalalosti, nauðganir og annað kynferð- islegt ofbeldi var í fyrirrúmi. „Ameríski áratugurinn“ ekki alveg sléttur og feldur. Ögrandi myndir á borð við Blow-up eftir ítalska leikstjórann Michelangelo Antonioni sýndu bandarískum kvikmyndahúsagestum fram á möguleika kvikmyndamiðilsins ef hann aðeins var frjáls undan ritskoðun siðgæðisvarða. Deilum við ritskoðunarnefndir lauk þó seint.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.