Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. APRÍL 2001 Þ EGAR fjórir flokkar Perkowskys eru skoðaðir verður fljótlega ljóst að þeir eru ekki eins aðskilj- anlegir og ætla mætti í fyrstu, né ná þeir að spanna allar tegundir vampýra. Þjóðsagnavampýran og sálræna vampýran eiga ým- islegt skylt, og reyndar má leiða að því líkum að sálsjúka vampýran sé um margt skyld þeirri þjóðsagnalegu einnig. Þetta flot á flokkum Perkowskys birtist kannski best í bók- menntavampýrunni, en allar vampýrur fylla þann flokk á einn eða annan hátt. Til dæmis má nefna að rússnesku skáldin létu þjóðsagna- vampýruna ekki framhjá sér fara; Tolstoy, Gogol og Turgenev hafa skrifað smásögur um fyrirbærið, oft fengu vampýrurnar þá pólitískt gildi, stóðu fyrir landeigendur, líkt og hjá sjálf- um Marx sem eitt sinn líkti kapitalisma við vampýru sem mergsýgur lifandi verkalýð. Þessi pólitíska hlið var löngu síðar tekin upp af Dan Simmons sem gaf út skáldsöguna Children of the Night árið 1992 og tengdi þar Drak- úlamýtuna við það pólitíska ástand sem ríkti í Rúmeníu á þeim tíma. Sálræna vampýran og sú sálsjúka hafa einnig átt sínar fimmtán mínútur í bókmenntum, en þess má geta að Robert Bloch byggði skáldsögu sína Pscyho á Ed Gein. En samkvæmt Perkowsky er bókmennta- lega vampýran sú eina sem beinlínis er búin til af bókmenntum, og þar er hann fyrst og fremst að tala um Drakúla greifa, hans fyrirrennara og eftirmenn. Eins og áður sagði er Perkowsky mjög í mun að snúa vampýrunni á haus og sjá þjóðsagnaminnið sem dæmi um ofsóknir á hendur þeim sem standa fyrir utan samfélagið eða eru á mörkum þess. Þannig verður vamp- ýran að blóraböggli eða bókstaflegu „fórnar- lambi“ þegar eitthvað bjátar á, og hin tákn- ræna fyrirkoma líksins tekur á sig ritúalískan blæ. Honum er því mjög illa við hina aristó- kratísku ímynd sem vampýran hefur í almenn- ingsvitund, að því leyti sem hún stangast á við kenningu hans um vampýruna sem úrkast, lægsta meðlim samfélagsins sem er fórnað sem blóraböggli á krepputímum, svosem þegar plágur geisa og uppskerubrestur verður. Öfugt við Marx er sýn Perkowsky á málið sú að það er aðallinn sem mergsýgur saklausa vampýru. Kenning Perkowsky er vissulega áhugaverð ef skoðuð í samhengi við íslenskar vampýrur, sérstaklega er áhugavert að sjá hvernig það er vinnukonan Solveig sem nær sér niðri á prest- inum, en henni er „fórnað“ á altari stéttabar- áttu ... En hvað sem líður kenningum kallsins, þá er það ljóst að það var hin þjóðsagnalega vampýruplága frá 18. öld sem vakti athygli annarra Evrópubúa á fyrirbærinu og skilaði sér að endingu inn í skáldskap. Rómantíkin ræður ríkjum Það voru rómantíkerar sem heilluðust af þessari hugmynd um ódauðleika og ásótta ást- vini. Ekki dugði að hafa luralega slavneska bændur á vappi meðal ljóðrænna legsteina og því var vampýrunni myndbreytt í fögur og hor- uð ungmenni sem föl og fá buðu eilífa ást í bók- staflegum skilningi. Á endanum sló þessu harmræna líki saman við skáldið sjálft, eða skáldgyðjuna; í meðförum Keats varð hin vampýríska Lamía að músu og Coleridge sam- samaði sig Christabel hinni lesbísku, sem var líka vampýrísk. Vampýran í rómantískum skáldskap var því upphaflega kvenkyns. Mesti samslátturinn varð þó þegar einkalæknir Byr- ons, John Polidori, gerði illa dulbúinn Byron að vampýrunni Lord Ruthven, árið 1819, en þar- með skipti vampýran um kyn og hóf feril sinn sem aðalsmaður í prósa, en sá ferill náði há- marki sínu í skáldsögu Stokers, Dracula. Sagan The Vampyre var upphaflega eignuð Byron sjálfum, og er reyndar byggð á broti eft- ir hann. Þar segir frá Aubrey, ungum saklaus- um aðalsmanni sem hittir Lord Ruthven, skuggalegan en heillandi aristókrat. Líkt og aðalskonur Lundúnarborgar heillast Aubrey af Ruthven, og þeir ferðast saman um Evrópu. Í Grikklandi hittir Aubrey unga og fagra mey sem segir honum sögur af vampýrum og verður síðan fórnarlamb slíkrar. Þegar dapur Aubrey og Ruthven halda áfram ferð sinni er ráðist á þá og Ruthven særður til ólífis. En viti menn, hann skipar Aubrey að fara með sig þangað sem fullt tunglið skín á hann og lætur hann sverja að segja engum að hann sé dauður. Au- brey gerir eins og honum er sagt, bara til að hitta Ruthven fyrir í London nokkru síðar, sprelllifandi og harðtrúlofaðan systur Aubrey. Aubrey sannfærist um að Ruthven sé vampýra, veikist og deyr á brúðkaupsnóttina, um leið og systir hans er deydd af vampýrunni. Í ljóðum rómantíkeranna, kannski greini- legast í Christabel, höfðu þegar skapast tengsl milli samkynhneigðar og vampýrisma, og með sögu Polidoris styrktust þau enn. Það er greinilegt að samband Aubrey og Ruthven er fullt af samkynhneigðum undirtónum, líkt og líklegt má telja að Polli hafi verið skotinn í Byron. Aubrey og systir hans eru í raun eitt, Ruthven er að giftast Aubrey ekki síður en systurinni: „Mundu eið þinn,“ segir Ruthven þegar Aubrey ætlar að koma upp um allt og ítrekar þannig að einnig þeir eru bundnir órjúf- anlegum böndum. Þetta samkynhneigða tema hélt svo áfram í sögu Sheridan Le Fanu, Car- milla, frá 1872, en þar segir frá vampýrunni Carmillu sem heillast af ungum stúlkum. Og ekki má gleyma erótíkinni Erótík hefur alltaf loðað við vampýruna, allt frá goðsögum og þjóðsögum til þeirra skáld- verka sem hún hefur komið fram í. Erótík vampýrunnar kemur til af aðferð hennar við að næra sig; hún bítur nakinn líkamshluta, leggur varirnar að og drekkur. Þegar ofaná bætist að þetta atferli fer fram að næturlagi og í einrúmi og að það fer fram tilfærsla á líkamsvessum, þá ætti samlíkingin að vera ljós. Kunnasta og al- mennasta hugmyndin sem við gerum okkur um vampýruna er greifinn Drakúla, hár, dökkur og heillandi sem með kynþokka sínum laðar að sér konur eins og mý að mykjuskán og kyssir þær (ó)dauðlega á hálsinn. Konurnar eru af nauð- syn fáklæddar og hálfmeðvitundarlausar; „kossinn“ ber yfirleitt sterka undirtóna full- nægingar. Þetta er bara ein hlið vampýrunnar, sú sem hefur markað sér spor í bókmenntum, kvikmyndum og myndasögum. En eins og ég hef þegar sýnt framá er vampýran mun fjöl- breyttari en þessi mynd gefur til kynna. Og reyndar ber mér ljúf skylda til að benda á að þessi drakúlíska hlið vampýrunnar er ekki einu sinni eins einhlít og hún gæti virst í fyrstu, eins og Guðni Elísson rekur í grein sinni Samfarir, náfarir, hamfarir: Kynferði í Drakúlamyndum, sem finna má í Heimi kvikmyndanna (1999). Vampýran er heimsborgari og finnst ekki bara í þjóðsögum heldur líka í goðsögum víða um heim í einni eða annarri mynd, en goðsögu- flokkurinn virðist hafa gleymst hjá strúktúral- istanum Perkowski. Tunglgyðjan og gorgónan Medúsa var af vampýrískum toga; með augna- ráði sínu eða augliti þurrkaði hún menn upp og umbreytti þeim í steina. Indverska gyðjan Kalí í sinni svörtu mynd gereyðingar hefur und- irtóna vampýru; breitt bros hennar er vígtennt og blóð leikur um varirnar. Gríska Lamían sótti aðallega á börn til þess að næra sig; ein- hvers staðar í tíma sló henni saman við hina gyðinglegu fyrstu frú Adams, Lilith, sem var ekki tilbúin til að leggjast undir næsta mann, þótt hann væri sá eini og ákvað því að slíta sambandinu og drekka blóð afkomenda hans í staðinn. Það er eftirtektarvert að fyrsta konan verður fyrsta vampýran næstum ósjálfrátt, það hefur lengi loðað við vampýruna að vera eina birtingarmynd kvenlegrar kynhvatar. Kynhvöt kvenna getur að því er virðist ekki verið neitt annað en óskapnaður, skrímsli og ákaflega óeðlileg á allan hátt. Skáldsagan Dracula er ákaflega gott dæmi um þetta þar sem konan sem gerist kynferðislega virk er stegld um leið. Í goðsögunum er vampýran því iðulega kvenkyns og síðarmeir gengur hún aft- ur í nornaofsóknunum á 17. öld þarsem hin demóníska „succubus“, eða undirlægja, olli hremmingum skírlífra munka og annarra manna. „Succubus“ þessi var kvendjöfull sem ásótti saklausa menn á nóttunni þarsem þeir voru veikastir fyrir. Þótt þjóðsagnavampýran virki ekki sérlega erótísk, þá eru erótískir undirtónar í sögunum, þarsem yfirleitt er um að ræða látna eigin- menn eða konur sem sækja á eftirlifandi maka. Freudistinn Ernest Jones vildi útskýra vampýruþjóðsöguna með þessari erótík og taldi að það væri þrá okkar eftir látnum ástvini (og atlotum hans) sem skapi vampýruna. Með öðr- um orðum, söknuðurinn veldur því að við ímyndum okkur að viðkomandi gangi aftur. Inn í ástina fléttast sekt og hatur og þannig verður vampýran að skrímsli en ekki vini, og allt renn- ur þetta undan rótum foreldravandamálsins fræga: Ödipusar-duldarinnar. Skýring Jones á einnig við um „succubusinn“, en samkvæmt Jones er vampýran aðeins til í draumi sérhvers manns, sem er þá væntanlega blautur. Vampýran er ekki við eina fjölina felld í kyn- vísi sinni; blóð er alltaf blóð hvers kyns sem það er og samkynhneigð eða tvíkynhneigð hefur löngum verið fylgifiskur vampýrunnar. Þær austur-evrópsku, fyrir utan að stunda sifjaspell, fóru ekki í kyngreinarálit, og eins og áður hefur verið bent á veltu rómantíkerarnir sér upp úr hneigingum til beggja kynja. Vampýran í kvik- myndum var lengi eina leiðin til að setja á svið samkynhneigða erótík, sem er mjög áhugavert með tilliti til viðhorfa til slíkrar erótíkur, en því má ekki gleyma að vampýran er fyrst og fremst skrímsli. Slík skrímslun kynhvata einkennir líka birtingarmynd vampýrunnar á kynkvöt kvenna: Vampýran undirstrikar freudískar og femínísk- ar kenninga um kynfæri og kynhvöt konunnar sem afskræmd, að því leyti sem vampýran sýnir að kynferðisleg virkni kvenna birtist í formi ófreskju. Af kynstrum Dracula er skrifuð á viktoríutímanum þegar hræsni í kynferðismálum var í hámarki, meðan ekki nokkur maður hafði kynþarfir opinberlega voru aldrei fleiri vændiskonur í London og sýfil- is blómstraði. Stoker sjálfur var ekki barnanna bestur, predikaði um siðleysi og viðbjóð kyn- hvata en sótti vændiskonur stíft og dó að öllum líkindum sjálfur úr sýfilis. Ein af fjölmörgum klassískum túlkunum á Dracula er einmitt sú að hún snúist um bælingu og á endanum stjaksetn- ingu kynhvatar, og þá sérstaklega kynhvatar kvenna. Drakúla er sjálfur nógu ægilegur sem blóðdrekkandi og kynótt skrímsli, en þó keyrir um þverbak þegar hann smitar konurnar af vampýrisma og gerir þær blóðþyrstar og kyn- ferðislega árásargjarnar, að „kynferðislegum rándýrum“ eins og Guðni Elísson orðar það. Eins og áður sagði hefur skáldsaga Stokers VAMPÝRUR ALLRA LANDA SAMEINIST (OG FAGNIÐ) RAUÐ SEM BLÓÐ OG HVÍT SEM MJÖLL Frægt málverk Henry Fuselis frá 18. öld, Mar- tröðin. Maran, í líki hvíts hross horfir á sofandi stúlku og púki situr á brjósti hennar. Myndin hefur orðið táknræn fyrir vampýruna, sérstak- lega hjá sálgreinendum. VAMPÝRAN VIÐ LEIK OG STÖRF Hér segir frá vampýrum í bókmenntum og kvikmynd- um, einnig er kynnt til sögunnar hin goðsögulega vampýra. Höfundur veltir fyrir sér kynlegri hegðun vampýrunnar og skoðar nokkur hlutverk sem vampýran hefur leikið í nútímanum. Fyrri hlutinn birtist fyrir viku. E F T I R Ú L F H I L D I D A G S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.