Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚLÍ 2001
BANDARÍSKI smásagnahöfund-
urinn Eudora Welty lést nú í vik-
unni 92 ára að aldri, en hún var
fyrsti lifandi
bandaríski rit-
höfundurinn
sem varð þess
heiðurs að-
njótandi að sjá
verk sín birt í
Library of
America bóka-
röðinni og
komst þar á
bekk með höf-
undum á borð við Mark Twain,
Henry James og Edith Wharton.
Smásögur Weltys nutu umtals-
verðra vinsælda vegna skarpra
og lifandi lýsinga hennar. Eu-
dora Welty hlaut Pulitzer-
verðlaunin 1973 fyrir söguna
„The Optimist’s Daughter“, en
auk þeirra hlaut hún verðlaun
bandarískra gagnrýnenda og
Bandarísku bókmennta-
verðlaunin. Ýmsir hafa talið
skrif Weltys í ætt við verk
Faulkner, Katherine Anne Port-
er og Carson McCullers sem öll
eru talin einkennandi fyrir suð-
urríki Bandaríkjanna. Aðrir
sögðu Welty hins vegar tilheyra
suðurríkjunum á sama hátt og
Chekov tilheyrði Rússlandi –
staðsetningin þjónaði hlutverki
bakgrunns sem veitti ævintýra-
legum sögnum þeirra líf.
Meðal annarra verka Weltys
má nefna A Worn Path og smá-
sagnasafnið One Time, One
Place: Mississippi in the
Depression.
Ný bók frá
höfundi Fight Club
CHUCK Palahniuk, höfundur
bókarinnar Fight Club sem naut
fyrir nokkru vinsælda á hvíta
tjaldinu með þeim Brad Pitt og
Edward Norton, sendi nýlega frá
sér sína fjórðu skáldsögu, Choke.
Sagan, sem segir frá Victor
Mancini, fyrrum læknanema sem
fjármagnar læknismeðferð móð-
ur sinnar með því að þykjast
kafna á veitingahúsum, dregur
lesendur inn í veröld kynlífsfíkla,
þemakenndra skemmtigarða og
annarra sérkennilegra fyr-
irbæra. Palahniuk, sem þykir
meistari hinnar drungalegu til-
veru, segir sögur sínar í gegnum
kaldhæðna tilvistarsinna á borð
við Mancini. Að mati tímaritsins
Library Journal tekst Palahniuk
að láta lesandann draga hið
hefðbundna þjóðfélag í efa með
skrifum sínum með því að draga
upp mynd af þeim veruleika sem
tómlegum og vanheilum. Pu-
blishers Weekly segir Mancini
enn aumkunarverðari en fyrri
andhetjur höfundarins og að
Palahniuk sýni þar vel hæfni
sína til persónusköpunar.
Drungalegar hugleiðingar skapi
þar enn á ný kaldhæðnislega og
óvænta atburðarás.
Geðveikar
fjölskyldur Couplands
RITHÖFUNDURINN Douglas
Coupland sendir á næstunni frá
sér bókina All Families Are
Psychotic sem útleggja má á ís-
lensku sem Allar fjölskyldur eru
geðveikar, en Coupland hefur
áður sent frá sér verkin States,
Miss Wyoming, Slacker og
Girlfriend in a Coma.
All Families Are Psychotic
segir frá NASA-geimfaranum
Söru og glæsilegri móður henn-
ar sem á þrjú börn með fyrrver-
andi eiginmanni. Eitt barnanna
er með eyðni, annað er geð-
hvarfasjúklingur og það þriðja
var skotið í magann af föður sín-
um. Enginn hlakkar því til
kveðjuveislu Söru. Bókin kemur
á markað í september.
ERLENDAR
BÆKUR
Welty látin
Eudora Welty
S
UNNUDAGSMORGUNN. Steik
með rauðkáli, grænum baunum,
brúnuðum kartöflum og … út-
varpsmessu. Stundvíslega klukk-
an ellefu hringja klukkurnar og
lystaukandi orgeltónarnir líða um
loftið. Kjötið er sneitt i takt við
predikunina og stangað úr tönn-
unum undir eftirspilinu. Konan strýkur svuntu
sína og segir: endilega fáið ykkur meira. Í augum
flestra er þetta sunnudagsmorgunn fortíðarinnar;
liðinn tími lambakjöts, heimavinnandi húsmæðra
og heilagra samverustunda fjölskyldunnar með
Gufunni.
Þótt margt hafi breyst í fjölmiðlum, samfélagi
og heimsmynd fólks glymja útvarpsmessurnar
enn þeim sem heyra vilja. Ef til vill hefur útsend-
ing þeirra byrjað sem uppfyllingarefni á bernsku-
árum ríkisútvarpsins eða voru þær kannski há-
punktur dagskrárgerðarinnar? Hvað sem öllu
líður hefur skapast einskonar heimilisleg og þjóð-
leg stemmning í kringum þær. Þó eru þær ekki
séríslenskt fyrirbrigði. Frændur vorir Danir
senda líka út sínar lútersku messur á sunnudags-
morgnum, bara fyrr og tengja þær sögu og þjóð.
Fyrst lýsir þulur kirkjustaðnum, rekur sögu hans
og fjallar um fólksfjölda og kirkjusókn í meðalári.
Hefst svo messan, hefðbundin og notaleg með til-
heyrandi ræðuhöldum og sálmasöng – alveg eins
og heima.
Útvarpsmessur í boði RÚV eru með ýmsu móti.
Stundum er útvarpað frá Dómkirkjunni þar sem
guðsmenn halda þrumandi tölur um glæpatíðni í
Gómorru og kunnir listamenn leika á fiðlu og óbó.
Eða hlustendur eru staddir í landsbyggðarkirkju
þar sem kórinn æfir söng í sjálfboðavinnu. Í bak-
grunni útvarpsmessunnar heyrist síðan hósta-
kjöltur kirkjugesta, stólaskurk og stundum barns-
grátur – sönnun þess að einhverjir eru viðstaddir.
Hlutverk útvarpspredikaranna er vitaskuld að ná
eyrum hlustenda um land allt og boða þeim fagn-
aðarerindið, leggja út af hinu þúsunda ára gamla
orði og tengja við nútímann svo menn geti mátað
boðskapinn við sig sjalfa. Sumir prestar leggja
mesta áherslu á þátt huggunarinnar í trúnni; eru
uppörvandi og umburðarlyndir í útleggingum sín-
um; en aðrir hafa syndina og þjáninguna sem
þungamiðju. Oftast eru ræðurnar myndrænar og
einkennast af endurtekningum, stuðlum og stig-
mögnun. Á viðsjárverðum tímum þar sem svo
margt hefur verið afhelgað ætti nútímamaðurinn
að geta leitað til messunnar í útvarpinu eftir friði
og öryggi og fundið haldreipi í boðskap hennar,
hefðum og reglufestu. Útvarpsmessan er kjörinn
vettvangur til að rækta hið góða í hjarta hlustenda
en því miður ekki alltaf vel nýttur. Mælskulistin er
oft og tíðum umbúðir um ekki neitt, ræðurnar
uppfullar af klisjum og sumir prestar nota meira
að segja þéringar sem undirstrikar fjarlægð
þeirra – og Guðs? – við breyskleika hlustenda.
Í lok kirkjuviku hélt biskupinn yfir Íslandi fína
ræðu í messu sem send var út frá Akureyrar-
kirkju. Þar gerði hann m.a. að umtalsefni að „óður
maður“ hefði ruðst inn í Hallgrímskirkju og brotið
kristsmynd eftir Einar Jónsson. Brotin stytta og
brotinn maður, hvort er alvarlegra? Ræða biskups
rifjaðist upp þegar ég sá viðtal Sigríðar Arnar-
dóttur við Salome Þorkelsdóttur og Valgerði
Sverrisdóttur í beinni útsendingu þáttarsins Fólk
frá Austurvelli. Umræðan snerist um hvernig þær
færu að því að vera alltaf svona smart klæddar. Í
miðju viðtali ryðst skyndilega inn í myndina mað-
ur sem öskrar að þeim: Hvað ætliði að gera fyrir
heimilislaust fólk í Reykjavík?! Honum var um-
svifalaust stuggað burt og framlag hans til
FÓLKS lítt merkjanlegt í áframhaldandi hjali um
tískustrauma í sölum Alþingis. Báðir þessir „óðu“
menn gripu til örþrifaráða og hristu upp í helgi-
slepjunni og sjónvarpsfroðunni. Þeir minna okkur
á að hvorki er góðsemin í fyrirrúmi í heiminum né
allsnægtirnar allra. Hvorugur þeirra virðist hafa
fundið þann frið sem útvarpsmessan miðlar og
boðar. Enda hlusta víst ekki margir á Gufuna nú
orðið og ilmurinn af sunnudagssteikinni er löngu
horfinn úr vitunum.
FJÖLMIÐLAR
„HVERJUM KLUKKAN GLYMUR ...“
Báðir þessir „óðu“ menn gripu
til örþrifaráða og hristu upp í
helgislepjunni og sjónvarps-
froðunni. Þeir minna okkur á
að hvorki er góðsemin í fyr-
irrúmi í heiminum né alls-
nægtirnar allra.
S T E I N U N N I N G A
Ó T T A R S D Ó T T I R
I Á undanförnum áratugum hafa skilin milli hinsháa og lága í menningu og listum orðið æ óljós-
ari. Bandaríski fræðimaðurinn Fredric Jameson
heldur því fram í áhrifamikilli bók sinni, Postmod-
ernism or, The Cultural Logic of Late Capitalism
(1991), að eitt af megineinkennum póstmódern-
ismans sé höfnun á hvers konar aðgreiningu á háu
og lágu í listum og menningu, á „opinberri“ há-
menningu og alþýðu- eða fjöldamenningu. Módern-
istarnir byggðu á þessari aðgreiningu, enda trúðu
þeir því að verk gæti verið einstakt og upprunalegt
og sömuleiðis reynslan af því að njóta þess. Mód-
ernísk verk voru líka oft sögð eftir og fyrir hina fáu
útvöldu. Nú hefur upprunaleikinn aftur á móti ver-
ið tekinn í tölu goðsagna ásamt frumleikanum og
flestum öðrum hugmyndum sem menn gerðu sér
um æðri listsköpun. Listaverk, hvaða nafni sem
þau nefnast, verða nú, að margra mati, til í sam-
ræðu við önnur listaverk og stundum getur jafnvel
verið erfitt að sjá hvar mörkin liggja milli þeirra,
hvað þá milli greina og flokka eins og hátt og lágt.
IIÞessi skörun hins háa og lága í menningu sam-tímans birtist með ýmsum hætti. Beinast liggur
kannski við að benda á hvernig hefðbundnir miðl-
ar „hámenningar“ flytja efni sem skilgreint hefur
verið sem alþýðulist og öfugt. Nýlega var til dæmis
gerð sjónvarpsþáttaröð úr leikritum Samuels Beck-
etts. Sumir gagnrýndu þættina harðlega og töldu
að sjónvarpið gæti engan veginn gert hinum marg-
flóknu verkum nóbelsverðlaunaskáldsins við-
unandi skil. Aðrir bentu á að þarna hefði orðið for-
vitnileg skörun tveggja forma og miðla. Í myndlist
hafa skilin milli hins háa og lága kannski orðið
hvað óljósust. Popplistin er oftast nefnd sem dæmi
þar sem myndmál neysluþjóðfélags og fjölmiðlunar
svo sem auglýsingar, myndasögur og kvikmyndir er
tekið til meðferðar. Í tónlist er þessa skörun ef til
vill fyrst og fremst að finna í framsæknu rokki á
borð við það sem íslenska hljómsveitin Sigur Rós
leikur, en eins og Arnar Eggert Thoroddsen bendir
á í grein í Lesbók í dag þá er „eðli dægurtónlist-
arinnar nú á dögum að virða heilagleikann að
vettugi og hræra og hrista saman sem mest má.“
IIIÍ fræðum hefur athyglin einnig í auknummæli beinst að menningarstarfsemi sem
löngum hefur verið skilgreind sem lágmenning og
því ekki verðugt rannsóknarefni. Margir menning-
arrýnar hafa fylgt í fótspor frumkvöðla á borð við
Richards Hoggarts, Raymonds Williams og Ro-
lands Barthes og beint sjónum sínum að íþróttum,
tísku, verslun, leikjum og öðrum þáttum hversdags-
lífsins til að varpa fræðilegu ljósi á menningar-
ástand samtímans. Þessa breyttu áherslu í menn-
ingarrýni hefur mátt sjá í ýmsum greinum hér í
Lesbókinni á undanförnum mánuðum. Áðurnefnd
grein Arnars Eggerts í blaðinu í dag er eitt dæmi,
en hann bendir raunar á þá skörun sem umfjöllun
hans um rokktónlist í Lesbókinni veldur og spyr:
Hvað er þessi grein að gera hér í Lesbókinni? Sjálf-
sagt líta einhverjir svo á að enn eitt vígið sé fallið
en auðvitað hlýtur Lesbókin að leitast við að end-
urspegla strauma og stefnur í samtímamenningu.
NEÐANMÁLS
Íslendingar eru aldrei „úti“ í nátt-
úrunni. Þeir vita sem er að það
þýðir ekkert. Þeir skoða hana
bara í gegnum gler: Inni í sum-
arbústað eða í bílnum á leiðinni
þangað. Þegar Íslendingar keyra
út á land stoppa þeir aldrei
nema til að kaupa bensín og
pulsu. Þeir eru alltaf að flýta sér.
Þeir vilja helst ná uppí bústað fyr-
ir fréttir, áður en leikurinn hefst,
áður en heimildamyndin um há-
lendið byrjar. Um leið og þeir eru
komnir hringja þeir í kunn-
ingjana til að láta vita að þeir
hafi ekki verið „nema einn og
hálfan tíma uppeftir“. [...]
Náttúra Íslands er ónáttúra Ís-
lendinga. [...]
„Þar sem jökulinn ber við loft...
þar ríkir fegurðin ein“ er fræg-
asta Laxness-tilvitnunin og var
þegar í stað tattúveruð yfir þvera
þjóðarbringuna sem síðan hefur
verið barin af náttúruverndandi
þjóðernissinnum allar götur síð-
an. Sannleikurinn er hinsvegar
sá að þar sem jökulinn ber við
loft ríkir fyrst og fremst kuldi.
[...]
Fyrir norðan eru sólardag-
arnir hinsvegar fleiri. Átta tals-
ins. Gallinn við þá er hinsvegar
sá að þá fara allir íbúarnir í öll-
um litlu þorpunum úr öllum föt-
unum. Það skiptir engu máli
hvort fólk er tvítugt eða hundrað
ára; allir á nærbuxunum niður í
kaupfélag. Þá er gott að vera
með sólgleraugu þegar maður
stoppar á bensínstöð og af-
greiðslumaðurinn, 73 ára
skröggur með innfallna bringu,
kemur töltandi á sundskýlu einni
saman útúr afgreiðsluhúsinu og
spyr hvort eigi að „fyllann“. Þá
er kannski heill vetur frá síðasta
„sólardegi“ og næpuhvítur lík-
ami afgreiðslumannsinns getur
valdið asagláku hjá kúnnanum.
(Í torfbæjunum í gamla daga,
þegar ljós var af skornum
skammti, fóru Íslendingar stund-
um úr að ofan til að fá smá birtu í
kofann.) [...]
Ísland er ágætt. Bara dáldið
kalt. En við bindum miklar vonir
við Global Warming.
Hallgrímur Helgason
Weekendavisen
www.birtingur.is/hallgrimur
helgason
BARA
DÁLDIÐ KALT
Morgunblaðið/Arnaldur
Skörun.