Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚLÍ 2001 9 un í mars (1971) gerir Gurið meðal annars tilraunir með japanska hækuformið á árang- ursríkan hátt. Gurið Helmsdal Nielsen var lengi vel eina konan í hópi útgefinna fær- eyskra ljóðskálda – margar hafa vafalaust ort fyrir skúffuna – það var ekki fyrr en á síðasta áratug að fleiri konur bættust í hóp- inn. Ef til vill hafði það eitthvað að segja fyrir Gurið að hún var búsett í Danmörku á þeim tíma sem fyrsta ljóðabók hennar kom út, en þar bjó hún á árunum 1953–1967. Hún hafði því aðrar fyrirmyndir og fordæmi en konurnar heima í Færeyjum. Kannski er það af sömu ástæðu að heimþráin og ástin á náttúrunni eru áberandi í ljóðum hennar. Þá er það ekki síður athyglisvert að Gurið hefur ekki gefið út fleiri bækur og hefur aðeins birt stöku ljóð í tímaritum. Getur verið að flutningurinn heim til Færeyja aftur hafi haft þar eitthvað að segja? Annar brautryðjandi módernismans í fær- eyskri ljóðagerð er Steinbjørn B. Jacobsen (f. 1937) sem einnig gaf út fyrstu ljóðabók sína, Heimkoma, á sjöunda áratugnum en hafði áður getið sér gott orð sem höfundur barnabóka. Í ljóðum hans er ádeila á neyslu- hyggju og tæknivæðingu áberandi og hann hvetur nútímafólk til að rækta mannleg sam- skipti fremur en að tapa sér í neyslukapp- hlaupinu. Steinbjørn hefur skrifað innan flestra bókmenntagreina: skáldsögur, smá- sögur, ferðasögur, leikrit og ljóð – og má nefna að árið 1975 var leikrit hans, Skipið, sett upp í Þjóðleikhúsinu. Rói Paturson (f. 1947) er fyrsti og eini Færeyingurinn sem hlotið hefur Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs (árið 1986). Þau fékk hann fyrir ljóðabókina Lik- asum (1985). Rói gaf út sína fyrstu bók 1969, nafnlausa ljóðabók, og óhætt er að kalla hann fulltrúa ’68-kynslóðarinnar. Turið Sig- urðardóttir segir að hann hafi „meira en aðr- ir veitt æðaslætti líðandi stundar og al- þjóðlegu andrúmslofti inn í færeyskan ljóðaheim“. (Sjá TMM 2/1984). Rói Paturs- son hóf skáldaferil sinn sem pólitískt skáld og var skýr boðskapur snar þáttur í ljóða- gerð hans í upphafi ferilsins, án þess þó að um uppáþrengjandi áróður væri að ræða. Sú blanda af módernisma og þjóðfélagsádeilu sem fyrstu ljóð hans hafa að geyma voru mikil nýjung í færeyskum skáldskap og ljóð- unum var tekið fagnandi, ekki síst af yngstu lesendunum. Hinir sem eldri voru sáu þó strax að hér var „alvöru“ skáld á ferðinni og veittu höfundi einu bókmenntaverðlaunin sem veitt eru í Færeyjum fyrir fyrstu bók sína. Þá var Rói Patursson 22 ára, en nokk- uð lífsreyndur: 16 ára hafði hann farið á sjó- inn og meðal annars siglt til Austurlanda. Hann starfaði eitt ár á Íslandi, ferðaðist síð- an um Evrópu og var í París 1968. Eftir að hafa slegið í gegn sem ljóðskáld í Færeyjum hélt hann síðan til náms í Kaupmannahöfn og lagði stund á heimspeki. Nú starfar hann sem skólastjóri hins sögufræga færeyska lýðháskóla í Þórshöfn (sá skóli var lengi vel sá eini í Færeyjum þar sem hægt var að leggja stund á færeysku sem námsgrein). Ljóð Róa Paturssonar tóku breytingum eftir heimspekinámið, eins og glöggt má sjá af verðlaunaverkinu Likasum. Um ljóðin þar hefur verið sagt að í þeim reyni höfundur að segja sem mest í sem fæstum orðum. Kannski setur skáldið fram sína fagurfræði í eftirfarandi þverstæðu: hvað er það að yrkja? sá sem kann það mun aldrei læra það sá sem hefur ekki lært það ennþá hefur líklega alltaf kunnað það Póstmódernismi, nafla- skoðun og ný þjóðernishygga Á níunda áratugnum kom fram fjöldi nýrra ljóðskálda í Færeyjum, en hér verða aðeins nefndir þrír höfundar sem eru skemmtilega ólíkir og bera fjölbreytninni í færeyskri ljóðlist í dag ágætt vitni: Carl Jóhan Jensen og Tóroddur Poulsen sem báðir eru fæddir árið 1958 og hafa hvor um sig gefið út fjölda ljóðabóka, en eiga fátt annað sameiginlegt, og Joannes Nielsen er fimm árum eldri, kraftmikið baráttuskáld sem vill tengja ljóðlistina við lífið á grunn- planinu. Bækur eftir alla þrjá hafa verið til- nefndar af hálfu Færeyinga til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs á undanförnum áratug. Ljóð Carls Jóhans – sem er menntaður í bókmenntum og guðfræði á Íslandi – eru þekkt fyrir að vera óaðgengileg og torráðin, hann leitast við að vera nýskapandi í tungu- málinu, blandar gjarnan saman fornyrðum og nýyrðum (sem hann skapar sjálfur) og ljóð hans eru gegnsýrð vísunum í grískar og norrænar goðsögur, Biblíuna og guðfræðina. Sjálfur hefur hann lýst því yfir í viðtali að grunnhugmyndin í skáldskap hans sé tilvist- arleg. Maðurinn skapar heiminn með hugsun sinni, segir Carl Jóhan, og tungumálið er leið hugverunnar til að koma böndum á óreiðuna; upplifun okkar af veruleikanum er brotakennd, veruleikinn kemur til okkar í brotum og pörtum sem við reynum að púsla saman í merkingarbærar einingar. Slíkur skilningur á tilverunni fellur undir það sem við nefnum gjarnan póstmódernisma og er ljóðagerð Carl Jóhans vafalaust besta dæmið um slíkt í færeyskum bókmenntum í dag. Sagt hefur verið um ljóðagerð Carl Jóhans að hún sé eins langt frá því að vera „fær- eysk“ og mögulegt sé, og þá mun vera átt við „færeysk“ í þjóðernislegum skilningi. Ljóðagerð hans er þá fremur skilgreind sem „norræn“ eða „evrópsk“ því þar er sá menn- ingararfur sem liggur skáldskap hans til grundvallar. Tóroddur Poulsen hefur gefið út ellefu ljóðabækur og tvö prósaverk á síðustu 17 ár- um og hefur tekið miklum breytingum á því tímabili. Fyrstu ljóð hans einkennast af til- vistarlegri leit í bland við ungæðislegan upp- reisnaranda og naflaskoðun. Reyndar hefur það síðastnefnda loðað við öll verk Tórodds og samsláttur ljóðmælanda/frásagnarmanns og höfundar sjálfs farið fyrir brjóstið á mörgum lesendum. Smáborgaraháttur er eitur í beinum Tórodds og mörgum ljóða hans virðist ekki síst stefnt gegn honum, sérstaklega í fyrstu bókunum. Aðall hans sem skálds liggur þó fyrst og fremst í ágæt- um tökum hans á tungumálinu og er skáld- skapur hans gegnsýrður skemmtilegum orðaleikjum og myndum. Ljóðagerð Jóanesar Nielsen er sprottin upp úr lífsreynslu hins pólitískt meðvitaða verkamanns. Hann er stéttvís baráttumaður sem trúir á alþýðuna og þolir ekki „fræð- inga“ og hafa færeyskir stjórnmálamenn oft fengið á baukinn í ljóðum hans og greinum. Jóanes gaf út fyrstu ljóðabókina 1978 og hefur síðan sent frá sér fimm ljóðabækur, tvær skáldsögur, eitt leikrit og tvö greina- söfn. En samhliða skriftunum hefur hann unnið ýmiss konar verkamannavinnu á sjó og landi. Ljóð Jóanesar eru kraftmikil og einlæg og líklega er hann eitt vinsælasta ljóðskáldið í Færeyjum í dag. Pólitíski boð- skapurinn sem var allsráðandi í fyrstu ljóða- bókunum hefur vikið fyrir tilvistarlegri og ljóðrænni tóni í þeim síðari og er sú þróun mjög til bóta. Það er skemmtilegt að lesa ljóð Jóanesar og stíll hans er einstök blanda af því persónulega og pólitíska, því grófa og því ljóðræna, því háa og lága – og vel mætti nota skilgreininguna „karnivalískur“ um slíkan stíl (þótt það færi vafalaust í taug- arnar á höfundi). Jóanes er færeyskur þjóðernissinni, eins og hann játar í einu ljóðanna úr síðustu ljóðabókinni. En hvað á hann við með því? Eins og þeir sem lesa ljóðið „Ég er fær- eyskur þjóðernissinni“ (sem birt er hér til hliðar) sjá gerir Jóanes upp við það sem nefna má „falska þjóðerniskennd“ í ljóðinu, þá þjóðerniskennd sem felst í því að hylla fornu þjóðhetjurnar og halda á lofti inn- antómum þjóðartáknum eins og gjarnan er gert á hátíðarstundum. Ljóðið er ort á þeim tíma sem kreppan var allsráðandi í Fær- eyjum og fólksflótti var geysilegur til Dan- merkur. Í þeim flóttamönnum sér skáldið föðurlandssvikara, „ég hef engar áætlanir um að taka pokann minn“ segir hann með tilvísun til tungutaks sjómanna („at stinga í sekkin“), því „ég er færeyskur þjóðernis- sinni“. Það að vera þjóðernissinni er að halda tryggð við landið í blíðu og stríðu, en ekki það að klæðast færeyskum þjóðbúningi, dansa hringdans og dýrka fornar þjóðhetjur eins og hverja aðra hjáguði. Það að vera færeyskur þjóðernissinni er að gera „ný- lendu-togstreituna“ burtræka úr sálinni: „þessa sýki, sem þegar vel árar gerir jafnvel besta fólk að pólitískum viðrinum / og að grenjandi vesalingum þegar illa árar“, eins og segir í ljóðinu. Það að vera færeyskur þjóðernissinni er að reyna að virkja það eld- fjall sem býr í hverjum Færeyingi og láta það gjósa í andófi í stað þess að krauma undir yfirborðinu. Það að vera færeyskur þjóðernissinni er að láta sig dreyma um að þjóðveldið Færeyjar verði álíka nægtaborð og hið sæla móðurbrjóst er hvítvoðungnum. Það að vera færeyskur þjóðernissinni í dag er ekki það sama og það var fyrir einni öld og það þýðir ekki að lúta lögum og reglum forfeðranna og fylgja þeirra áttavita. Það að vera færeyskur þjóðernissinni þýðir ekki að maður óski eftir því að sprengja Stórabeltis- brúna í loft upp eða hafa höfuðleður hennar hátignar Danadrottningar hangandi á nagla úti í hjalli. Það að vera færeyskur þjóðern- issinni er sprottið upp úr þeirri reynslu að vera þátttakandi í hinu hversdagslega stríði tilverunnar á færeyskri grund. Einhvern veginn þannig er inntakið í ljóði Jóanesar Nielsen „Eg eri ein føroyskur nasjonalist- ur“. Höfundur er bókmenntafræðingur og sótti í júní námskeið í færeysku og færeyskum bókmenntum við Fróðskaparsetrið í Þórshöfn. Eg eri ein føroyskur nasjonalistur. Undir fótunum túsund ára bonska heimlandið, millum fingrarnar pennurin, í munnklovanum ein sigarett og ein skón av tugdum orðum, og eg havi ongar ætlanir um at stinga í sekkin. Eg eri ein føroyskur nasjonalistur, og tað sum pínir, er at føroyingar sjálvir tola ikki gronina á sínum frælstu landsmonnum. Vit stórtrívast sum ein landafrøðileg bagatell. Okkum dámar at halda veitslu í nassaraklæðum. Vit hava ikki brúsandi blóð í æðrunum. Vit eru ikki tann serstaka tjóð, sum Poul F. yrkti um. Eitt gosfjall býr í hvørjum føroyingi. Tað dukar í dreyminum, men tað brýtur ikki út í sang ella út í máttmikla klagu. Tað slær bakk. Okkara undirskrift er vindur og ein skón af lorti. Eg eri ein føroyskur nasjonalistur, Og mær dámar ikki, at okkara land meir og meir fær dámin av nipsi. Eg vil heldur hava samanbrest en uttanumtos, eri altíð á varðhaldi, tá orðini vaksa ov langt burtur úr hondunum. Lívið kennir heldur onga ávísa meining, lívið veit bara um styttri og longri fyribilsloysnir. Kortini dámar mær ikki, at vit enda sum sýnislutir uppi á hillini, har kvæðakempurnar, tjóðarhetjurnar og aðrir amatörgudar halda til. Í 53 var eg fyrstu ferð noyddur at stinga í sekkin. Tekjan á mínum lítla kvisti var úr húð. Ein klokka av kjøti sló trygt við høvdið. Loyniliga trappan gekk oman í trussurnar hjá mammu. Men tá eg meir og minni heilskapaður fekk skorað meg út úr mammuhusinum, á Harragud, tá slapp eg framat tí rundasta og sælasta borðinum í verðini. Hvørt tjóðveldið Føroyar verður eitt líka deiligt borð, ber til at droyma um. Eg eri ein föroyskur nasjonalistur; royni at reka úr sálini hjálanda tvílyndið, hesa sótt, sum í góðum tíðum kann gera eitt heilt fólk til politiskar ábyrgdarloysingar og til gremjandi vesalingar í vána tíðum. Tey deyðu hava sína klógv í okkara nakka. Vit elta foyruna, tey gróvu við síni tummilfingranegl, fylgja teirra lógum, syngja teirra sangir, elska og hata tað, sum tey elskaðu og hataðu. Vit eru stýrd eftir eini kumpass, full av forfedranna stykni og alski. Vit hálova Magnusi Heinasyni, men fyrst og fremst, tí danir fingu hann hálshøgdan í 1589. At onki gull skínur í Føroyum, sum er eldri enn 1813, er tí forfedrarnir skravaðu sínar kistubotnar og saman við øðrum tegnum rindaðu danska krígsskuld. Eg havi flestu neurosurnar, sum finnast í politisku læknabókunum. Men hetta merkir ikki, at eg beri nakað ynski um at spreingja brúnna um Stóra Belt í luftina ella hava skalpin hjá hennara Hátign hangandi á einum nagla í mínum hjalli. Eg eri ein føroyskur nasjonalistur, og tað eru hatskar løtur, tá ein ynskir óeydnu niður yvir tað fólkaslagið, sum eyðmýkti og rændi okkum í 1992. Men tað einasta, sum veruliga kastar nakað av sær og sum eg innast inni havi álit á, er hitt dagliga vakra stríðið fyrir tilveruni. Haðani stavar dreymurin um tjóðveldið Føroyar, og haðani stava míni orð. Orðskýringar: bonska = harða, grófa; bagatell = baggi; nassaraklæðum = hér er verið að vísa í þjóð- búninginn og hann kallaður sníkjudýraklæði; Poul F. Joensen (1898–1970) = frá Sumpa á Suðurey, eitt af föðurlandsskáldunum; dukar = dúnkar, slær; mær dámar ikki = mér líkar ekki; nipsi = skraut; uttanumtos = að tala í kringum hlutina; á varðhaldi = á varðbergi; kortini = samt; foyruna = farveginn; stykni og alski = andúð og unað; Magnús Heinason = stýrði konunglegu einokunarversl- uninni, var sakaður um svik við Dani og hálshöggvinn; hatskar løtur = bölvaðar stundir; óeydnu = óhamingju; fólkaslagið = hópur fólks (hér vafalaust átt við stjórnmálamenn); haðani = þaðan. JÓANES NIELSEN EG ERI EIN FØROYSKUR NASJONALISTUR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.