Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚLÍ 2001
A
lger þögn … ekkert svar …
en það besta sem guð hefur
skapað er nýr … dagur...“
ÞAÐ er eitthvað í tónlist
Sigur Rósar sem kallar á
stór lýsingarorð, mikla
dramatík og yfirlýsingar.
Hvort sem um er að ræða
aðdáendur eður gagnrýnendur virðist allt á
eina bókina lært. Flestir virðast grípa til stór-
yrða í tilraunum sínum til að lýsa því sem þeir
verða vitni að.
En oft er þó best að þegja bara. Enda er það
líkast til langbesti mælikvarðinn á góða tónlist.
Þegar hún stoppar þig af – fær þig til að gleyma
stað og stund. Á því augnabliki gildir einu um
málskrúð og skilgreiningar; tilfinningin sem
streymir um þig segir þér allt sem segja þarf.
Fólk stóð stjarft, agndofa og næsta mállaust í
Ingólfsstræti að loknum útgáfutónleikum Sigur
Rósar vegna Ágætis byrjunar, seinni hljóðvers-
skífu sveitarinnar, sem fram fóru í Íslensku óp-
erunni. Flestir mændu þöglir út í bjartan næt-
urhimininn. Þetta var 12. júní árið 1999.
Á tónleikunum fluttu þeir félagar lög af plöt-
unni væntanlegu ásamt strengjakvartettinum
Animu og aldrei, hvorki fyrr né síðar, hef ég
orðið vitni að annarri eins andakt á tónleikum.
Ég held að þetta hafi komið flestum viðstöddum
svolítið í opna skjöldu. Sigur Rós hafði áður
flutt lög af Ágætis byrjun á tónleikum. Það var
þó líkt og lúmskur andblær hins óvænta umlyki
þessa sögulega útgáfutónleika. Rás 2 tók t.d.
tónleikana upp og þar tilkynnti þulurinn að
önnur eins eftirvænting eftir útgáfutónleikum
hljómsveitar hefði ekki verið síðan Trúbrot
gáfu út Lifun á sínum tíma (1971).
Plötunni hafði verið dreift í hljómplötuversl-
anir fyrr um daginn. Þetta var laugardagur og
bragurinn á dreifingunni var æði grasrótarleg-
ur; sveittur sölumaður frá Japis endasentist á
milli búða með eintökin í tætingslegum plast-
poka. Flestar búðir voru við það að loka er ein-
tökin bárust loksins – mörg þeirra gölluð vegna
límklessa á diskunum en meðlimir höfðu sjálfir
staðið í því að klastra saman sérstæðum um-
slögunum.
Fyrst um sinn keyptu plötuna eingöngu ein-
arðir aðdáendur og nokkrir forvitnir nýbylgju-
krakkar í Converse-strigaskóm með hársveip
niður í augu. Eftir því sem umtalið fór að aukast
fór viðskiptahópurinn að breikka; fínir forstjór-
ar, ungir menn á uppleið og indælar ömmur
vildu öll athuga þessa „fallegu tónlist“. Já,
hugsið ykkur það! Platan seldist vegna umtals
en ekki auglýsinga. Sjaldgæfur skolli það nú til
dags.
Annað eins æði í kringum íslenska hljómsveit
hefur ekki verið síðan Sykurmolarnir voru og
hétu. Platan hefur nú selst í um 20 þúsund ein-
tökum hérlendis. Erlendis er salan að nálgast
300 þúsund eintök.
Það er greinilegt að það er eitthvað í tónlist
Sigur Rósar sem hefur heillað tónlistarunnend-
ur um allan heim.
Sveim, skógláp og sígild tónlist
En hvernig tónlist leikur Sigur Rós? Og
skiptir það einhverju máli?
Að sjálfsögðu! Samkvæmt kenningu Arist-
ótelesar er manninum það eðlislægt að flokka
og greina heiminn í kringum sig og ætti tónlist
síst að vera undanskilin.
Fyrir utan það hversu frábærlega vel sam-
sett, samin og falleg Ágætis byrjun er, er margt
í formi tónlistar Sigur Rósar sem er til þess fall-
ið að vekja gríðarhrifningu og gæsahúð. Eft-
irfarandi er tilraun til poppfræðilegrar úttektar
á þessum eiginleikum.
Fyrsta lag Sigur Rósar, sem þá kallaðist
Victory Rose, er að finna á safnplötunni Smekk-
leysa í hálfa öld sem var gefin út af tilefni hálfr-
ar aldar afmælis lýðveldisins árið 1994 af út-
gáfufyrirtækinu hugsjónaglaða Smekkleysu.
Þar beita þeir félagar fyrir sig hinum svonefnda
„skóglápsstíl“ (e. „shoegazing“), stefna innan
gítarrokks sem er upprunin í Bretlandi og reis
hvað hæst á árunum 1989–1992. Heitið vísar til
þess að flytjendur horfðu gjarnan feimnir niður
á strigaskóna sína á meðan þeir lömdu gítarana
sína og dýrkuðu í gegnum þá bakflæði (e. „feed-
back“) og bjagkenndan hávaða í bland við fal-
legar sorgbundnar stemmur. Helstu skógláps-
sveitir voru Lush, Ride, Chapterhouse,
Slowdive og My Bloody Valentine og var þetta
fyrsta lag sveitarinnar, „Fljúgðu“, einkanlega
undir áhrifum frá tveimur síðastnefndu sveit-
unum. Enn í dag má heyra nokkuð rík áhrif frá
Slowdive í tónlist Sigur Rósar.
Þegar fyrsta hljóðversskífa Sigur Rósar,
Von, kom út á haustdögum árið 1997 flutu hipp-
ísk áhrif vel upp á yfirborðið. Þau hafa raunar
ávallt sett svip sinn á tónlist sveitarinnar og
vinnubrögð hennar: Afskiptaleysi gagnvart
markaði, áhersla á hreinleika tónlistarinnar og
góðan anda almennt. Þetta viðhorf virðist hafa
náð að skila einhverju, jafnt út á við sem inn á
við. Lagatitlar á Von eins og „Hafssól“, „Syndir
Guðs“ og „Dögun“ og ekki síst klæðaburður
meðlima á þeim tíma styrkti blómabarna-
ímyndina enn frekar.
Von er rúmar 70 mínútur að lengd og ein-
kennist af löngum, oft þunglamalegum verkum.
Hefðbundin lagabygging er oftast nær fjarri.
Sveimið (e. „ambient“, á meðal frumkvöðla í nú-
tímasveimi má nefna Brian Eno, Paul Schütze,
Harold Budd, Steve Reich og Terry Riley) er
allt um kring, þar sem áhersla er lögð á að
Steindór og Jónsi á upprisuhátíð plötubúðarinnar Hljómalindar – tónleikar sem
haldnir voru í Laugardalshöllinni 3. júní á þessu ári.
NIÐUR
ALDA OG
NÚTÍMA
Dægurtónlistarsveitin Sigur Rós hefur vakið mikla at-
hygli að undanförnu fyrir list sína hérlendis sem er-
lendis. Samstarf þeirra við kvæðamanninn Steindór
Andersen hefur ekki síður vakið athygli og hefur sam-
fléttun hinnar aldagömlu kvæðahefðar og framþró-
aðrar rokktónlistar þótt áhrifarík í meira lagi.
ARNAR EGGERT THORODDSEN gerir grein fyrir
stöðu Sigur Rósar innan samtímadægurtónlistar og
hins vegar stöðu rímnakveðskaparins í dag. Umfjöll-
unarefnin hafa þó vissulega snertiflöt því þau eru í
báðum tilfellum dægurmenning.
„Fjöll í austri fagurblá
freista dalabarnsins
Ungur fylgir æskuþrá
upp til jökulhjarnsins“
„Niður aldanna“ var orðasambandið
sem skaut upp í koll mér þegar ég sá for-
mann kvæðamannafélagsins Iðunnar,
Steindór Andersen, kveða harmræna
rímu við undirleik Sigur Rósar í Fríkirkj-
unni þann 20. október síðastliðinn. Erind-
ið sem vitnað er til hér að ofan er fyrsta
erindið í nefndum rímnabálki – bálki sem
Steindór sönglar undir draumkenndri og
dulúðugri stemmu Sigur Rósar.
Að mati flestra var þetta áræðið og vel
heppnað stefnumót ólíkra forma og
hefða. Eða hvað? Ef nánar er að gáð ligg-
ur eini munurinn í tíma. Sigur Rós flytur
dægurtónlist þá sem er móðins í dag;
rokktónlist sem lýtur undirflokknum síð-
rokk. Steindór Andersen iðkar aftur á
móti rímnakveðskap, þá séríslensku bók-
menntagrein, sem reyndist helsta dægra-
stytting þjóðarinnar um aldir. Rímurnar
lögðust svo að mestu leyti af upp úr alda-
mótum, fyrir tilstuðlan erlendra áhrifa og
„smekkvísra“ manna.
Alþýðulist, dægurlist, afþreying: Hér
tengjast Sigur Rós og Steindór Andersen
í listinni. Því „sígilt“, „æðra“ eða „hátt“
er það sannarlega ekki og fínt getur það
vart talist heldur – hversu fallegt sem
samneyti þeirra og listsköpun kann að
vera. Er það ekki líka munurinn á hinu
„háa“ og „lága“ í listheimum? Það virðist
vera spurning um pólitík, eða hverrar
kynslóðar hin ráðandi stétt er, hvort rím-
ur og rokk séu gjaldgeng sem „æðri“ list?
(Hvað er þessi grein t.a.m. að gera hér í
Lesbókinni?). Skilin á milli hins „háa“ og
„lága“ eru úrelt, að því er virðist.
Samstarf Steindórs Andersen og Sigur
Rósar hófst er Eva María Jónsdóttir, um-
sjónarmaður sjónvarpsþáttarins Stutt í
spunann, fékk Steindór til að kenna Jóni
Þóri Birgissyni, söngvara og gítarleikara
Sigur Rósar, að kveða. Þótti þeim félög-
um þetta takast með eindæmum vel og
stuttu síðar flutti Steindór nokkrar rímur
við undirleik Sigur Rósar í Nýlistasafn-
inu, þann 31. janúar 1999. Síðan hefur
Steindór komið reglulega fram með Sigur
Rós og fór t.a.m. með þeim í tónleika-
ferðalag um Evrópu og Ameríku fyrr á
þessu ári. Á tímabili ráðgerðu meðlimir
Sigur Rósar og Steindór að gera heilan
hljómdisk með rímnalögum ásamt öðrum
en ekkert varð úr því – í bili a.m.k. Áður
en haldið var í áðurnefnt ferðalag, útbjó
Sigur Rós þó sex laga disk í takmörkuðu
upplagi og tók með sér út til að selja. Þar
má heyra Steindór kveða nokkrar rímur
með og án undirleiks. Diskurinn – sem
ber hið fróma nafn Steindór Andersen EP
– er og fáanlegur í almennum plötubúð-
um hérlendis.
Steindór Andersen er ótrauður bar-
áttujaxl fyrir því að rímnaformið fái hald-
ið velli og það sé varðveitt. Hann er nú
formaður kvæðamannafélagsins Iðunnar,
félagsskapar sem stofnaður var árið 1929
í þeim tilgangi að halda þessari alda-
gömlu íþrótt við með söfnun rímnalaga
og iðkun þeirra.
Og ekki er það ónýtt ef nýir fylgismenn
rímna slást í hópinn, en jarðvegurinn fyr-
ir þá ætti að vera fyrir hendi, þökk sé
samstarfi hans og Sigur Rósar.
Afþreying þeirra tíma
Á síðustu mánuðum tók höfundur þrjú
viðtöl við Steindór, þar sem farið var í
saumana á þessum málum. Rímurnar,
gildi þeirra og saga voru rædd í þaula.
Hér á eftir fara brot úr þessum sam-
tölum.
Steindór segir frá því að á árabilinu
KVIKAN Í ÍSLENSKU
ÞJÓÐARSÁLINNI