Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Blaðsíða 7
Úr 2. rímu - ferskeytt - skáhent Nú vill öldin kosta köld kvæðum lítið sinna, segir flest í sultar pest sé mér betra að vinna. Úr 3. rímu - ferskeytt - hringhent Ama hnjóði hrindir frá hugar slóð og kætir, léttir móði, linar þrá, leggur góðu ráðin á. Úr 10. rímu – ferskeytt – hringhent - svifhent Móðinn drengur brostinn ber, bjóðast engin notin, ljóða strengur lostinn er Lóðins fengur þrotinn. Hér er litadýrð látin tákna hljómdýrð og minnir hún vissulega meira á rósaleppa en duggarasokk. Og trúlega vísar Jónas til þess- arar handavinnu þegar hann talar um að „gull- inkamba“ og „fimbulfamba“, en það gefur auga- leið að oft hlýtur merking og rétt málnotkun að vera á kostnað gullinkembunnar. Hitt kemur þó endrum og sinnum fyrir, að dýrt kveðnar vísur séu ekki bara listilegar í forminu heldur einnig að öðru leyti. Dæmi um slíkt má sums staðar finna í áður tilvitnuðum Göngu-Hrólfs rímum. Þannig lýsir Hjálmar því í átjándu rímu er Hrólfur vegur Grím Ægi: Fárleg vóru fjörbrot hans, fold og sjórinn léku dans, gæfusljór með glæpa fans Grímur fór til andskotans. Af framansögðu má ljóst vera að list rímn- anna er hæpið að meta eingöngu út frá því hversu orðlist þeirra er hrein og tær. Þær verð- ur einnig að meta út frá gullinkembunni, það er að segja dýrleikanum, burt séð frá beinu skáld- skapargildi vegna þess að þær lúta að nokkru leyti sömu lögmálum og hinn skrautlegi út- skurður víkingaaldar og einmitt vegna þess féllu þær svo vel að kröfum barokktímans seinna. Athugasemd: Í hinni myndrænu framsetningu í þessum þáttum verður ljóðstafasetning ekki sýnd þar sem hún breytir ekki hætti. Rétt er þó að hafa í huga þá reglu að annar stuðlanna í jöfn- um línum (frumlínum) ferkvæðra bragarhátta (t.d. fer- skeytlna) verður alltaf að standa í þriðju kveðu en frjálst er hvar hinn stendur. Höfuðstafur verður alltaf að standa í fyrstu kveðu oddalínu (síðlínu). Lesendur eru hvattir til að senda inn vísur í gegnum vefsíð- una www.ferskeytlan.is eða í pósti með utanáskriftinni; Vísnaþáttur Ferskeytlunnar Ferskeytlan, Háholti 14, 270 Mosfellsbær hluta hans. Slíkur tréskurður sést vel á ýmsum þeim munum sem grafir hafa verið úr jörðu frá þessum tíma, til dæmis skipstrjónum og út- skornum dyraumbúnaði. Sömu tilhneigingu má sjá á ofnum teppum, þar sem brugðið er upp myndum sem segja sögu einstakra atburða og einnig á skrautgrip- um úr málmi með flóknum og samslungnum myndum. Í eddukvæðum höfðu menn ort um löngu liðna atburði undir tiltölulega einföldum bragarháttum en með dróttkvæðum kemur sama áráttan og í myndlistinni. Innrím eftir föstum reglum tekur nú við ásamt reknum kenningum, þar sem hver myndin eftir aðra fléttast inn í heildarmyndina. Dróttkvæði eru þannig vitni um orðlist sam- bærilega hinu flókna handverki tímans, þar sem myndirnar birtast fyrir hugskotssjónum áheyr- anda. Síðar eru svo samdar frásögur með drótt- kvæðin sem heimildir. Og ferlið heldur áfram. Skáldin þurftu nú ekki lengur að styðjast við munnmæli í yrkingum sínum, þar sem bókfellið varðveitti atburðarásina nákvæmlega. Rímur eru þannig sambærilegar eddukvæðum nema hvað þær eru oftast ortar út af bóksögum. En þær eiga þó ekki síður margt sameig- inlegt með skrautstíl dróttkvæða og hins forna handverks og þann þátt hefur mörgum trúlega þótt vanta í sögurnar. Bundið mál er eins og áður segir miklu verr til þess fallið að segja sögu en óbundið og því ekki nema von að frásögn rímnanna yrði víða hið mesta klúður. Aftur á móti tókst rímna- skáldunum oft vel upp í lýsingum æsilegra at- burða og hið sjónræna verður vitaskuld miklu fyrirferðarmeira í rímum en þeim sögum sem þær voru ortar út af. Tvær sjóferðavísur úr Örvar-Odds rímu Bólu-Hjálmars skýra þetta vel: Ástum þrungin Ægis jóð upp úr gægðust köfum, skjöldung sungu skemmtin ljóð og skautuðu hvítum tröfum. Þeir sem vel kunnu rímnamálfarið hafa vafa- laust haft listræna nautn af myndinni sem dreg- in er upp af hinum hvítfölduðu, ástleitnu Æg- isdætrum sem kveða skemmtiljóð konungnum. Myndvísinni er aftur á móti ekki fyrir að fara í eftirfarandi vísu sömu rímu: Svo til héldum Svíþjóðar sorgarlaus um dægur, stýrði veldi stóru þar stillir Yngvi frægur. En myndflúrið var ekki eini kostur þessa forms. Rímnastemmurnar höfðu sitt að segja og fjölbreytni rímsins gat orðið enn meiri en í dróttkvæðum. Það má því segja að rímur séu hliðstæðar listrænu handbragði, eins og það kemur fram í skrautlist miðaldanna, þótt þær skírskoti til annarra skynsviða. Þetta mætti skýra nánar með því að túlka bragfræðilega eiginleika rímna með eins konar myndrænum braglykli: Séu til dæmis teknar nokkrar vísur úr Göngu-Hrólfsrímum Bólu-Hjálmars og þær túlkaðar samkvæmt lyklinum verður betur ljóst hvers konar listsköpun er hér á ferðinni. Úr 1. rímu - ferskeytt óbreytt Oft á kvöldin óðar hjal eyðir böli nauða, sykrar beiskan sinnu dal Sygtýs ölið rauða. H ÉR hefur göngu sína vísna- þáttur þar sem byggt er á nýrri myndrænni framsetn- ingu bragar. Teknir verða fyrir allir meginhættir rímna og helstu afbrigði þeirra og bragmynstur hátt- anna sýnd samkvæmt hinni nýju aðferð. Þá verður lesendum gefinn kostur á að yrkja eftir háttunum með hliðsjón af brag- myndum og senda vísurnar á vefsíðu ferskeytl- unnar <http://www.ferskeytlan.is> eða í bréfi til umsjónarmanna þáttarins, sem munu þá birta í næsta þætti þær stökur, sem þeim þykja listilegast kveðnar. Í þessum fyrsta þætti verð- ur stuttlega gerð grein fyrir hinni nýju fram- setningu, en síðan verður fjallað um einstaka hætti rímna, tvo til þrjá í hverjum þætti, nema hvað næsti þáttur verður eingöngu helgaður ferskeyttum hætti og helstu afbrigðum hans. Þykir okkur sjálfsagt að byrja á þessum vinsæl- asta bragarhætti Íslendinga og eyða á hann að minnsta kosti helmingi meira plássi en aðra rímnahætti. Fyrsti þáttur – Að prjóna duggarasokk Eíns og rímur (á Íslandi) eru kveðnar, og hafa verið kveðnar allt að þessu, þá eru þær flestallar þjóðinni til mínkunar – það er ekkji til neíns að leína því – og þar á ofan koma þær tals- verðu illu til leíðar: eíða og spilla tilfinníngunni á því, sem fagurt er og skáldlegt og sómir sjer vel í góðum kveðskap, og taka sjer til þjónustu „gáfur og krapta“ margra manna er hefðu gjet- að gjert eítthvað þarfara – orkt eítthvað skárra, eða þá að minnsta kosti prjónað meínlausann duggara-sokk, meðan þeír voru að „gullin- kamba“ og „fimbulfamba“ til ævarandi spotts og athláturs um alla veröldina. Þannig hefst frægasti ritdómur Íslandssög- unnar, dómur Jónasar Hallgrímssonar í Fjölni 1837 um Rímur af Tistrani og Indíönu eftir Sig- urð Breiðfjörð. Eins og upphafið ber með sér og oft hefur verið bent á, beinir Jónas ekki spjótum sínum einungis að þessum Tistransrímum og höfundi þeirra, heldur ræðst hann að rímna- kveðskap í heild sinni. Ýmis rök lágu þó til þess að höggið reið að Sigurði, þar sem hann var virt- asta rímnaskáldið og líta mátti á hann sem fremsta fulltrúa þessarar skáldskapargreinar. Það er hins vegar ekki rétt sem stundum hef- ur verið haldið fram, að ritdómurinn sé bein árás á rímur sem skáldskaparform. Hann er miklu fremur gagnrýni á það, hvernig þessu formi hefur verið beitt í aldanna rás og hvernig því er beitt á dögum Jónasar. Í dómnum talar Jónas meira að segja um hvernig yrkja skuli rímur og segir: Það er ekkjert vit í því, að rímna-skáldin eígi að vera bundin við söguna. Þau eíga miklu frem- ur, þegar þörf gjörist, að breíta henni á marga vegu, búa til viðburði sjálfir, og skapa hið innra líf þeírra manna, er sagan nefnir, til að koma sem beztri skjipun á efnið, og gjeta síðan leítt það í ljós í fagurlegri og algjörðri mind; ella verða rímurnar tómar rímur, enn aldreí neítt listaverk. Hér kemur vel fram fagurfræðileg sýn skáldsins og hin rómantíska krafa um frum- leika. Rímnakveðskapurinn á ekki að vera hugsunarlaus handavinna eins og að prjóna duggarasokk. Slíkt er vanvirða við skáldskap- inn sem á að vera skapandi og aðeins nýta þá at- burði og hugmyndir sögunnar sem þjóna list- rænum kröfum skáldsins. Jónas vill þannig hverfa frá því hefðbundna sjónarmiði að rím- urnar eigi að endursegja söguna, heldur skuli þær verða sjálfstæð listaverk, sköpunarverk skáldsins sjálfs. Þessi krafa er eðlileg, til dæmis vegna þess að bundið mál hentar yfirleitt verr til að segja sögu en óbundið. Og það má reyndar merkilegt heita að Íslendingar, sem áttu glæstustu sagnabók- menntir í Norðurálfu í óbundnu máli, skyldu taka upp á því að endursegja þær í bundnu máli og það undir flóknum bragarháttum rímna. Sjálfsagt verður slíkt háttalag seint fullskýrt en benda má þó á hugsanlegar ástæður. Það er alkunna að fólk á víkingaöld skar flóknar myndir í tré, þar sem þess er vandlega gætt að fylla allan myndflötinn eða sem mestan AÐ PRJÓNA DUGGARASOKK VÍSNAÞÁTTUR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚLÍ 2001 7 að greina það sem máli skiptir – eins erfitt og það virðist nú vera í tilfelli Sigur Rósar. Ágætis byrjun er meistaraverk. Alveg eins og Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band er meistaraverk. Alveg eins og Sumar á Sýrlandi er meistaraverk. Og alveg eins og Loveless er meistaraverk. Plötur sem eru einstakar á ein- hvern hátt; hafa eitthvað sem oftast er erfitt að útskýra. Svipað og sagt er um eitt af helstu meistaraverkum dægurtónlistarinnar, Pet Sounds: „Ef Pet Sounds hreyfir ekki við þér, þá einfaldlega skilur þú ekki mátt tónlistarinnar“ (Peter Doggett, ritstjóri Record Collector). Eins upphafið og umtalið og andrúmsloftið í kringum sveitina getur verið (á tónleikum má iðulega heyra saumnál detta er sveitin læðist inn á svið) virðist næsta auðvelt að gera kald- hæðið grín að öllu saman. En meðlimir Sigur Rósar eru sannir í listinni og þetta er ekki „bara rokk og ról“ í þeirra aug- um þó að þetta sé fyrst og síðast rokk og ról. „Við erum ekki hljómsveit, við erum tónlist. Við höfum ekki hug á að verða ofurstjörnur eða milljónamæringar. Við ætlum einfaldlega að gjörbylta tónlist sem slíkri og því hvernig fólk hugsar um hana.“ Í enda þessarar yfirlýsingar sveitarmeðlima dansa þeir einhversstaðar á mörkum heiðar- leika og sjálfsháðs. Ætli lag þeirra „Olsen Ol- sen“, þ.e. titillinn, segi ekki allt sem segja þarf í þessum efnum. Ærslafullur titill á ægifallegu lagi – að vera sannur en gleyma þó aldrei gleðinni. Heimildir: – Davíð Ólafsson og Úlfhildur Dagsdóttir (Ritstj.) (2000). Orðið tónlist – The Word Music. Smekkleysa sm/ ehf: Reykjavík Hljóðrit: – Raddir (1998). Geisladiskur. Smekkleysa sm/ehf gefur út í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi [SMK7] (Hér er um að ræða útgáfu sem tekur yfir kveðin og sungin íslensk þjóðlög við kvæði, rímur, sálma, sagna- dansa, drykkjuvísur, þulur og barnagælur. Efnið var tekið upp víða um land á árunum 1909 til 1973). – Kvæðamannafélagið Iðunn (1998). Geisladiskur. Spor gefur út [SGCD122] (Endurútgáfa á hljómplötu sem gefin var út í tilefni af 50 ára afmæli Kvæðamannafélagsins Ið- unnar árið 1979. Inniheldur 100 rímnalög). – Steindór Andersen EP (2001). Geisladiskur. Krúnk gefur út. – Allir hljómdiskar og plötur Sigur Rósar þ.m.t. efni á safnplötum. Nánari upplýsingar er m.a. hægt að nálgast á meðfylgjandi vefslóðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristján Eiríksson er íslenskufræðingur og Jón Bragi Björgvinsson verkfræðingur. U M S J Ó N K R I S T J Á N E I R Í K S S O N O G J Ó N B R A G I B J Ö R G V I N S S O N TENGLAR .......................................................... -www.sigur-ros.com -www.sigur-ros.co.uk -nybatteri.free.fr -www.shoko.calarts.edu/KVAEDASKAPUR/- main.html

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.