Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚLÍ 2001 5 magna upp andrúmsloftið með endurteknum hljóðhrifum. Raftónlistarmaðurinn Aphex Twin (rétt nafn Richard D. James) hefur verið afar atkvæðamikill í þessum geira tónlistar undan- farinn áratug eða svo og má heyra áhrif frá hon- um á plötunni. Framsækið rokk áttunda áratugarins hefur svo í raun alltaf fylgt sveitinni. Pink Floyd, Moody Blues, Yes o.s.frv. Það væri þó gróf ein- földun að kalla meðlimi Sigur Rósar síðhippa. Sveitin vinnur gagngert með þessi áhrif og skapar nýtt úr efniviðnum. Floyd og félagar voru þess utan aldrei jafn næmir fyrir melódí- um og íslensku „lærisveinarnir“; þar týndist sköpunargleðin í forminu og virtúósastælum. Þar sem tónlist Sigur Rósar er oft og tíðum mikilfengleg og „stór“ hafa margir þóst greina þar áhrif frá sígildri tónlist nútímans (eða nú- tíma klassík, núgildri tónlist?) og má alveg leiða rök að því. Tónskáld eins og Gavin Bryars, Arvo Pärt, Zbigniew Preisner og Henryk Górecki hafa verið nefnd til sögunnar en þau eiga það kannski helst sameiginlegt að semja melódíska, eða e.t.v. „rokkvæna“ tónlist? Naumhyggja (e. „minimalism“) einkennir tvo fyrstnefndu höf- undana sterkt á köflum, þar sem sömu stef eru endurtekin í sífellu með það að markmiði að auka áhrif tónlistarinnar. Þessi tenging við sí- gilda tónlist er kannski hvað langsóttust hér en hafa ber í huga að eðli dægurtónlistarinnar nú á dögum er að virða heilagleikann að vettugi og hræra og hrista saman sem mest má. Allt sem þjónar listinni þykir tækt. Endalausir möguleikar Í dag má segja að Sigur Rós leiki framþróað form rokktónlistar sem kallast síðrokk (e. „post-rock). Aðall stefnunnar er nýjunga- og til- raunagleði og áhrif sótt í sveim, spunadjass, raftónlist og allra handa framúrstefnu. Allt er því opið, allt má. Naumhyggjan einkennir líka nálgun margra síðrokksveita á svipaðan hátt og tónskáldin sem nefnd voru hér á undan. Áhrif hins byltingarkennda þýska tónskálds Karl- heinz Stockhausens á stefnuna – svo aftur sé vikið að „klassíkinni“ – verða heldur seint of- metin, og á það reyndar við um fleiri anga dæg- urtónlistar samtímans. Síðrokkið er iðulega rakið til suðupottsborg- arinnar Chicago, nánar tiltekið til hljómsveit- arinnar Tortoise, sem er með áhrifameiri ný- rokksveitum síðasta áratugar. Aðrar sveitir sem vinna farsællega með þetta form eru t.d. Mogwai, Godspeed you black emperor!, Stereo- lab og Labradford. Póstmódernískt rokk væri heldur ekki galin lýsing, og má líta á það sem Morgunblaðið/Arnaldur Jónsi mundar bogann á tónleikunum í Fríkirkjunni 20. október 2000. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir 1935 – 1936 hafi Iðunnarfélagar kveðið inn á svokallaðar silfurplötur. „Þetta voru 200 lög (allt saman rímna- lög) sem fóru inn á 50 svona plötur,“ seg- ir Steindór. „Þetta plötusafn er búið að vera í varðveislu Þjóðminjasafnsins síðan 1939. Árið 1957 var fyrst tekið afrit af þessu á segulbönd, svo aftur árið 1962. Nú er ætlunin að vinna þetta upp á nýtt enda eru þetta geysilega góðar upptökur, að ég tali nú ekki um í samanburði við vaxhólkana sem Jón Leifs og félagar voru að taka upp á.“ Hann segir Iðunni, Smekkleysu og Árnastofnun vera þá aðila sem séu að garfa í þessu. Starfsmenn Rík- isútvarpsins hafa verið fengnir til að af- rita silfurplöturnar yfir á stafrænt form. Að áliti menntamanna fyrri tíma var ríman einhvers konar holdgervingur þess sem miður fór í samfélagi þjóðarinnar enda formið einkanlega vinsælt á meðal alþýðufólks og kotbænda. Að sækja inn- blásturinn í fyllirí, hesta, ástarleiki og sjómennsku – þ.e. lífið sjálft – þótti eðli- lega ekki sæmandi hjá ráðandi stéttum sem vildu fremur beina yrkjandanum í átt að Guði almáttugum fremur en drykkju- svalli og forynjum. Minna varð um rímna- kveðskap upp úr aldamótunum 1900 og var hann í raun með öllu horfinn sem þjóðaríþrótt um miðja síðustu öld. „Þegar fín sönglist berst hingað frá Evrópu og hljóðfæraeign í landinu eykst fer að þykja ófínt að fara með rímur,“ út- skýrir Steindór. „Ungmennafélögin tóku ekki rímurnar undir sinn verndarvæng heldur glímuna þegar þau vildu fara að gera eitthvað íslenskt. Rímurnar máttu lúta í lægra haldi fyrir alls kyns tísku- músík sem hlóðst á okkur og hefur gert alla tíð síðan. Síðustu þrjá, fjóra áratugi hefur þetta nær eingöngu lifað í kvæða- mannafélögum og þau hafa í raun unnið talsvert gagn með því einu að halda tór- unni.“ Rímurnar voru vanalega kveðnar á kvöldin, í baðstofum bæja út um allt land, og sat heimafólkið þá og sinnti störfum á meðan það hlýddi á rímurnar. Rétt er að kalla þær helstu afþreyingu þeirra tíma, frekar en þær hafi verið til andans upp- hafningar og það er ekkert sérstaklega langsótt að segja að þær hafi verið sem ígildi sjónvarps. Góðir kvæðamenn voru eftirsóttir og sumir hverjir ferðuðust stöðugt á milli og höfðu lifibrauð sitt af rímunum. „Það var ekkert annað skemmtiefni að hafa,“ segir Steindór, glettinn á svip. „Menn skyldu athuga það í hvaða um- hverfi fólk bjó. Það gat ekki farið eitt eða neitt – komst ekkert. Og þótt það kæmist eitthvað þá átti það ekkert erindi! Fólk bjó í þessum torfkofum sínum, venjulega við illa aðbúð og mátti þakka fyrir að geta haldið á sér hita og eiga eitthvað að éta. Þannig að þetta var allt hið aumasta. Þetta var allt annar heimur.“ Dans og hljómlist Elsta varðveitta ríman er ríma af Ólafi helga Noregskonungi sem er að finna í Flateyjarbók, skinnbók frá árinu 1387. Aldur rímnanna er þó fjarri því að vera negldur við þetta ártal og sitt sýnist hverjum. Einnig er spurning hvort flutt hafi verið hljómlist við rímurnar og hvort fólk hafi jafnan dansað við þær. Steindór hefur ákveðnar skoðanir á þessu máli: „Í rímnalagasafni Iðunnar eru skráð 500 kvæðalög. Af þeim fjölda eru 30 til 40 lög sem bera það með sér að vera gömul danslög. Þessi kvæðalög eða stemmur eru að líkindum það elsta sem safnið geymir og hafa þá varðveist í munnlegri geymd með rímnahefðinni frá því á 15. öld. Það sem er einkennandi fyr- ir þessi lög er taktbreytingarfallandinn, sem Jón Leifs fjallaði fyrst um í Skírni 1922 (Íslenskt tónlistareðli) og gerði síðar að áhersluatriði í tónlistarsköpun sinni (Rímnadanslögunum). Á fimmtándu öld er að sjá sem oft hafi verið dansað við rímnasöng enda er líka á það bent í rímnatextunum sjálfum. Þá var hér mikið ríkidæmi hjá einstaka mönnum, eink- anlega á Vesturlandi, vegna mikilla við- skipta við Englendinga. Vafalaust hefur verið dansað við rímur í öllum þeim stór- veislum og brúðkaupum sem þá tíðk- uðust. Varla hafa hljóðfæri verið notuð þá, en ákveðinn ásláttur falist í fótstiginu við dansinn. Þessi ásláttur hvarf svo síðar þegar dansiðkun hætti nær alveg og var jafnvel bönnuð. Lögin lifðu hinsvegar áfram með rímnakveðskapnum og lifa enn. Þess má geta að í elstu rímunum er ekki stíf regla á ferskeyttum hætti, þann- ig að víða koma fyrir draghendar vísur innan um. Draghendan eða hrynjandinn fellur mjög vel að þeim stemmum sem um er rætt, en ekki að þeim stemmum sem yngri eru. Seinna eða eftir siðskipti hefur svo þróast með rímnakveðskapnum ein- kennilegur söngur og flutningsháttur, al- gerlega íslenskur að öllu leyti, sprottinn úr því ömurlega umhverfi sem sóttir, hörmungar og ráðleysi færðu þjóðinni stöðugt. Ætli það sé ekki holtaþokuvælið sem segir frá í Hulduljóðum.“ Steindór segir þá ekki vera marga sem glímt hafi við rímnaformið fræðilega, en tiltekur þó menn eins og Hrein Stein- grímsson, Sven Nilsen og Hallgrím Helga- son. „Þetta þarf allt að skoða og það er aulaháttur að gera það ekki. Ef einhver önnur þjóð, hérna í nágrenni við okkur, ætti slíkan auð sem við höfum í þessum upptökum okkar, væri löngu búið að koma á fót stórri stofnun til að vinna í verkinu. Við vitum t.d. ekkert um ending- artímann á þessum silfurplötum og það er ekki enn búið að koma þessu yfir á staf- rænt form. Trúlega myndu tónlistarfræð- ingar nútímans vilja vinna þarna ein- hverja vinnu ef til stæði að borga þeim kaup. En sjálfsagt mega þeir bíða fram í næsta góðæri.“ Eðli rímnanna Steindór veltir að lokum vöngum yfir eðli rímnanna. Hann heldur því fram að þjóðinni hafi lærst að skammast sín fyrir þær. „Kvæðamaðurinn stendur af- skaplega berskjaldaður, með röddina eina að vopni. Hann hefur ekkert til að styðja sig við. Mistakist honum, þá fer það ekki fram hjá neinum. Á sama hátt held ég að þjóðin hafi þótt hún vera svolítið ber- skjölduð gagnvart öðrum með þessi brot- hættu kvæðalög sín. Þessi viðkvæmu börn sín ef svo mætti segja. Það er engu líkara en hún hafi farið að fela þau, láta þetta ekki heyrast of mikið. Á þennan hátt eru kvæðalögin kvikan í íslensku þjóðarsál- inni. Þetta er það næsta sem maður kemst íslenskri þjóðarsál, enda rímurnar algerlega sprottnar úr hugarheimi Íslend- inga í gegnum margar aldir. Viðkvæmara getur það ekki verið.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.