Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. ÁGÚST 2001 3 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR ? ? . T Ö L U B L A Ð - ? ? . Á R G A N G U R EFNI S KYNSEMIN hefur ómet- anlega þýðingu fyrir mann- inn. Í fortíðinni sögðu menn oft að það væri hún sem greindi okkur frá dýrum. Hún hefur verið ómetanleg í allri baráttu okkar við að lifa af í þessum heimi. En skynsemin er aðeins hluti mannsins. Skynsemina hefur alltaf skort siðvit. Skynsemina hefur alltaf skort sýn. Skyn- semina hefur ævinlega verið ófær um að vera manninum leiðarstjarna. Skyndemin hefur alltaf verið ófær um að setja nokk- urri lífveru raunverulegt takmark. Það er verðugt verkefni þriðja árþúsundsins að sameina allt þetta í heilsteyptan, upp- lýstan mann. Hvernig verður skynsemin til, hvað er hún og hverjar eru takmarkanir hennar? Þetta eru allt verðug rannsóknarefni. Það væri fáránlegt að vanmeta skynsemina. Hún er ein dýrmætasta gjöfin sem lífið hefur gefið okkur. En það er jafn nauð- synlegt að gera sér grein fyrir því í hverju takmarkanir hennar liggja. Skyn- semin hefur alltaf verið góður þjónn en hún hefur aldrei verið húsbóndi. Því mið- ur segja sumir og aðallega þeir nærsýnu. Skynsemin hefur verið ármilljónir í þró- un. Hún er öflugt tæki í lífsbaráttunni til að uppfylla þarfir okkar og langanir. Þetta er tæki sem hjálpar okkur til að ná takmarkinu. Hún segir mönnum hvernig þeir eigi að bregðast við umhverfinu á réttan hátt. Skynsemin segir ein- staklingnum hvernig hann eigi að hegða sér innan hópsins á farsælan hátt. Og með þetta öfluga tæki að vopni barðist mað- urinn til heimsyfirráða. Skynsemin bygg- ist á reynslu og breytir reynslunni í for- sjálni: Maður kastar priki og hann sér að hundurinn hleypur á eftir prikinu og kem- ur með það til hans. Hann býr til kenn- ingu vegna þessarar athuganar: Hundar hlaupa á eftir priki sem er hent og koma með það aftur. Og hann býr til spádóm á sama grunni: Ef ég hendi prikinu þá hleypur hundurinn og færir mér prikið aftur. Kenningar sem ekki byggjast á reynslu segja okkur aðeins frá því hvað hugsanlega gæti verið til. Og margar kenningar eru þess eðlis að þær geta ekki byggst á reynslu. Í hverju eru þá takmarkanir skynsem- innar fólgnar? Takmarkanir hennar eru aðallega þær að skynsemin veit ekkert um lífsfyllingu. En einmitt þessi lífsfylling er gleði okkar og hamingja. Skynsemin er hins vegar öflugt tæki til að ná settu marki eftir að henni er sagt hvað hún á að gera eða til hvers er ætlast. Skynsemin er góð til að fást við vísinda- legar tilraunir eða rökfræðilegar álykt- anir, gera kostnaðaráætlanir og fást við hvers konar rökgreiningu. En hamingja, takmark og tilgangur okkar er annars eðlis. Lífsfylling okkar er annars eðlis. Auðvitað geta góðar tilfinningar átt sam- leið með skynseminni. Góð tilfinning get- ur orðið afleiðing af skynsamlega unnu verki. En sjálf lífssfyllingin er annars eðl- is og liggur dýpra í eðli okkar. Það er ekki að ástæðulausu að menn tala um kalda skynsemi. Hlýleikinn liggur í ástríðunni og það er hún sem setur okkur ævinlega takmark. Skynsemin hefur aldrei verið grundvölluð að tilgangi okkar og tak- marki. Í þessu liggja takmarkanir skyn- seminnar. Öll mannleg vísindi eru börn mannlegrar skynsemi. Þess vegna hafa öll mannleg vísindi sömu takmarkanir og skynsemin. Þau eru ófær um að segja okkur hvað er rétt og rangt. Vísindin segja mönnum ekkert um það hvernig á að nota þau. Þetta er ástæðan fyrir enda- lausum mannlegum mistökum á sviði hug- vits og vísinda. Það kann að hljóma eins og þversögn en eitt mesta afrek okkar er að geta með skynsemina að vopni skilið hennar eigin takmarkanir. En einmitt sá skilningur opnar mönnum nýja leið til að leiðrétta fyrri villur. Sá skilningur gæti breytt hinni venjulegu spurningu okkar: Hvernig fæ ég það sem mig langar í og spyrja nýrrar spurningar: Hvað er það sem ég í raun og veru vil? Í hverju er hin raunverulega hamingja mannsins fólgin? Vegna eðlis síns og uppruna getur skynsemin aldrei verið fær um að setja okkur lífstakmark. En með því er ekki sagt að hún gæti ekki orðið fær um að skilja hvert við eigum að stefna. Við sjáum öll að í lífi okkar er það ástríðan, þráin og löngunin sem stjórnar og setur okkur takmark. En við gætum spurt: Hvað er það sem vekur ástríðuna, þrá okkar og langanir? Vitum við það eða vitum við það ekki? Vísindamaður dregur þetta stundum saman í stutt og laggott svar sem er augljóslega satt svo langt sem það nær. Allt sem við gerum og það sem stjórnar okkur er löngunin til að lifa, löngunin til að lifa af. En nægir okkur þetta svar? Ef til vill þurfum við að bíða eitthvað fram á þriðja árþúsundið eftir svari sem vekur hjá okkur innri vellíðan, eins og gerist jafnan þegar rétt svar er fundð, því innst í eðli okkar er eitthvað sem alltaf hefur vitað þetta svar. STJÓRNAST MENN AF SKYNSEMI? RABB G u n n a r D a l Helgi Hálfdanarson er án vafa mikilvirkasti þýðandi landsins. Á meðal þeirra verka sem hann hefur snúið á íslenska tungu eru öll leikrit Williams Shakespears, 37 að tölu, og 32 grískir harmleikir eftir Æskilos, Sófókles og Evr- ípídes. Ástráður Eysteinsson fjallar um rit- verk Helga sem verður níræður 14. ágúst næstkomandi. Víkingaskipin norsku, Gaukstaða-skipið, Tune-skipið og Oseberg-skipið, liggja nú undir skemmdum í Víkingasafninu í Bygdøy. Kristín Huld Sigurðardóttir rekur deilur sem risið hafa upp í Noregi um það hvernig skipin verði best varðveitt, en safnið stenst ekki nútíma- legar kröfur um rakastig, sýningaraðstöðu og fleira. Er það nú lýðræði! nefnist grein Lindu Vilhjálmsdóttur skálds þar sem hún fjallar um íslensk sam- tímastjórnmál, stöðu vinstrimanna, kosn- ingalöggjöfina, Evrópusambandsmálin, fiskveiðistjórnunarkerfið, gagnagrunn á heilbrigðissviði, hálendismál, kristnihátíð- ina og fleira. Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum árið 1627 er einn af áhrifamestu viðburðunum sem enn lifa í þjóðarvitundinni. Nú er í vinnslu ítarleg heimildarmynd um þennan atburð og fara tökur fram bæði á slóðum ránsins og heimaslóðum ræningjanna sjálfra í Norður- Afríku. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við höf- unda myndarinnar. FORSÍÐUMYNDIN er hluti af einni Íslandsmynda sænska ljósmyndarans Hans Malmberg frá því um miðja síðustu öld. Myndin er af Halldóri Laxness á Gljúfrasteini. Nú stendur yfir sýning á myndum Malmbergs í Hafnarborg. SIGURÐUR PÁLSSON FEGURÐ Við eigum ansi langt í land Ef orðin í orðabókinni segja satt ætti hún að vera vafningsklukka á daginn undrablóm um nætur Fegurðinni verður ekki þinglýst Hvorki nýrri né gamalli fegurð né heldur aðferðunum að ákvarða hana Við eigum ansi langt í land að skilja vafningsklukku undrablóm Samt heldur hún okkur á lífi daga og nætur Sigurður Pálsson (f. 1948) á að baki tíu ljóðabækur, tvær skáldsögur, leikrit og þýðingar. Ljóðið Fegurð birtist í væntanlegri ljóðabók sem kemur út hjá JPV-útgáfu í haust.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.