Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. ÁGÚST 2001 Á RIÐ 1954 kom út bókin Slettireka. Leikmanns- þankar um nokkrar gaml- ar vísur. Í formála bók- arinnar, sem endurútgefin var nú á vordögum, segir m.a.: „Þeir sem séð hafa kvikmyndina „Nútímann“ eftir hinn ágæta listamann Charles Chaplin munu skilja án frekari einkareynslu hvílíku ofurvaldi hin daglega iðja manna getur náð yfir öllu taugakerfi þeirra, jafnvel svo að maður sem keppist allan daginn við að skrúfa rær á nagla, á fullt í fangi með að hafa hemil á skrúflykli sínum ef hann mætir nefskakkri manneskju á heimleiðinni að vinnudegi lokn- um.“ Höfundurinn, Helgi Hálfdanarson, líkir þessu þvínæst við starf þess manns sem löngum þarf að ráða fram úr ólæsilegri skrift á læknalyfseðlum, „geta í eyður og leiðrétta augljósar misritanir. Slík misþyrming á taugakerfi vissrar persónu er e.t.v. frum- orsök þeirra pistla sem hér fara á eftir.“ Í bókinni er Helgi svo reyndar að rýna í Sona- torrek og Höfuðlausn Egils og fleiri „gamlar vísur“, geta í eyður og leitast við að leiðrétta þar sem hann telur aðra hafa lesið ranglega úr párinu. Í formálanum bætir Helgi við: „En þá má ekki gleyma unga manninum sem fékk frá unnustunni svo illa og óhöndulega skrifað bréf að honum reyndist það með öllu ólæsi- legt. Til þess að fá ráðið framúr þessum dul- rúnum skundaði hann með bréfið í næstu lyf- hlöðu í krafti þeirrar fullvissu að lyfjabyrlarar lesi allt. Þar var honum eftir stundarkorn afhent bréfið aftur — ásamt vel útilátinni mixtúru í þokkabót.“ „Leikmaðurinn“ Helgi Hálfdanarson er menntaður lyfjafræðingur og stóð lengi innan við lyfhlöðuborð á Húsavík, en gerðist síðar kennari við Kennaraháskólann. Auk þess að vera gott dæmi um kímni Helga, er freistandi að lesa lýsingu hans á beiðni bréfþegans unga sem dæmisögu um þá þolraun sem þýð- endur deila með apótekurum: að rýna í og ráða framúr framandlegum texta og skila af- urð sem er í samræmi við hann. Ekki er frá- leitt að líkja greiðvikni lyfjabyrlarans í ásta- málum unga mannsins við það sem gerðist fyrir nákvæmlega hálfri öld og fram kemur í grein Helga í hausthefti Skírnis 1988: „Af- skipti mín af leikritum Shakespeares hófust árið 1951, þegar Lárus Pálsson, leikstjóri í Þjóðleikhúsinu, bað mig að þýða As You Like It, sem hann átti að setja á svið.“ Helgi útbjó mixtúruna og þýðingin var sviðsett árið eftir, fyrsta sýning Þjóðleikhússins á verki eftir Shakespeare. Í kjölfarið fylgdu fleiri þýð- ingar á leikritum hans og þær tóku svo að birtast á bók árið 1956. Þá var Helgi raunar einnig farinn að láta að sér kveða sem ljóða- þýðandi. Þýðingar hans á ljóðum frá ýmsum löndum höfðu birst í bókunum Handan um höf (1953) og Á hnotskógi (1955). Helgi er því um fertugt þegar ferill hans sem þýðanda hefst svo séð verði, en af þessum fyrstu þýð- ingum má þó ráða að þar fer maður sem hef- ur kannað deiglu tungumálsins af nautn og áhuga (eins og raunar má sjá í Slettireku), og jafnframt kynnt sér bókmenntir annarra þjóða. Í spjalli við þýðendur og þýðingafræðinga erlendis hef ég stundum reynt að lýsa við- fangsefnum og afköstum Helga Hálfdanar- sonar í bókmenntaþýðingum. Lyftast þá brúnir mjög í undrun. Þegar ég bæti við að Helgi hafi lokið fullri starfsævi á öðru sviði sé ég að menn eru hættir að trúa mér, og ég reyni jafnvel ekki að bæta því við að Helgi sé samt með afbrigðum vandvirkur þýðandi og raunar með mestu völundum íslenskrar tungu á tuttugustu öld og einn fremsti rithöf- undur landsins. Það fer hinsvegar lítið fyrir honum á hinum sívinsæla viðtalsmarkaði. Helgi hefur haldið eigin persónu af mikilli einurð frá athygli fjölmiðla, auk þess sem hann hefur hafnað öllum opinberum vegtyll- um og viðurkenningum. Hann vill ekki láta hampa sér og hann er vísast sár út í mig fyr- HANDAN UM HÖF E F T I R Á S T R Á Ð E Y S T E I N S S O N „Í spjalli við þýðendur og þýðingafræðinga erlend- is hef ég stundum reynt að lýsa viðfangsefnum og afköstum Helga Hálfdan- arsonar í bókmenntaþýð- ingum. Lyftast þá brúnir mjög í undrun. Þegar ég bæti við að Helgi hafi lok- ið fullri starfsævi á öðru sviði sé ég að menn eru hættir að trúa mér og ég reyni jafnvel ekki að bæta því við að Helgi sé samt með afbrigðum vandvirk- ur þýðandi og raunar með mestu völundum ís- lenskrar tungu á tutt- ugustu öld og einn fremsti rithöfundur landsins.“ „Fái íslenskt tungumál það svigrúm sem nauðsynlegt er til viðgangs þess á komandi tíð, má ætla að þýðingar Helga Hálfdanarsonar muni ljóma um langa hríð.“ Á myndinni les Helgi upp úr þýðingum sínum á Súfistanum í bókabúð Máls og menningar. ÞANKAR UM RITVERK HELGA HÁLFDANARSONAR Since brass, nor stone, nor earth, nor boundless sea But sad mortality o’er-sways their power, How with this rage shall beauty hold a plea, Whose action is no stronger than a flower? O, how shall summer’s honey breath hold out Against the wreckful siege of battering days, When rocks impregnable are not so stout, Nor gates of steel so strong, but Time decays? O fearful meditation! where, alack, Shall Time’s best jewel from Time’s chest lie hid? Or what strong hand can hold his swift foot back? Or who his spoil of beauty can forbid? O, none, unless this miracle have might, That in black ink my love may still shine bright. WILLIAM SHAKESPEARE SONNET LXV Fyrst hvorki stál né steinn né land né sær fá staðizt hverfulleikans þunga sax, hve mætti viðnám veita fegurð tær, sem vígi hlóð úr skýjum sólarlags? Hvað orkar sumars anganmjúka flúr gegn atför haustsins bitra kólgudags ef stuðlaberg og stæltur virkismúr í straumi tímans molna burt sem vax? Ó, hversu mætti Skuld þá veita skjól skírustu perlunni sem Urður leit, Verðandi stöðva tímans hverfihjól og hreinni fegurð búa griðareit? Ó, aðeins ef mín ást fær rökum svipt, svo ávallt ljómi björt mín svarta skrift. HELGI HÁLFDANARSON ÞÝDDI FEGURÐIN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.