Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. ÁGÚST 2001 13
FÆREYINGAR efna nú í ágúst til nýrrar
listahátíðar, Listastefnu, sem ráðgert er að verði
haldin árlega í eyjunum. Undirtitill eða vinnuheiti
hátíðarinnar í fyrsta sinn er Tólf brimsaltir sum-
ardagar. Á Listastefnunni verður tónlist, leiklist,
bókmenntir og myndlist, en einnig verður ópera
Puccinis, Madama Butterfly, sýnd í Norðurlanda-
húsinu í uppfærslu írsku þjóðaróperunnar. Helga
Hjörvar, forstöðukona Norðurlandahússins í
Færeyjum, er jafnframt formaður stýrihóps
Listastefnunnar, en framkvæmdastjóri hátíðar-
innar er Oddvá Nattestad.
Listahátíð í Reykjavík fyrirmyndin
Helga segir fyrirmynd Listastefnunnar vera
Listahátíð í Reykjavík. „Forsaga málsins er sú,
að Norðurlandahúsið í Færeyjum hefur ásamt
öðrum hér í Þórshöfn staðið að þremur tónlist-
arhátíðum, Sumartónum, Djass- og blúshátíð og
svo Þjóðlagahátíð. Þessar hátíðir hafa verið
haldnar lengi, en nú ákváðum við að breyta til og
halda eina stóra listahátíð árlega. Fyrirmynd
okkar er Listahátíð í Reykjavík, eins og hún var í
byrjun. Fulltrúaráð skipað fulltrúum listamanna
og listastofnana stendur að hátíðinni; fjárhagsleg
ábyrgð er nú til að byrja með hjá Norðurlanda-
húsinu, en hátíðin er styrkt af ríki og borg, en
varaformaður stjórnar er skipaður af borginni.“
Að sögn Helgu er ætlunin að Listastefnan sinni
sem flestum og nái yfir sem flestar listgreinar.
Hátíðin yfirtekur þó ekki alveg þær hátíðir sem
fyrir voru, því þær verða haldnar áfram, en í
breyttri mynd. „Við höfum lagt áherslu á að
kynna bæði færeyska nútímalist og gamla list.
Caput frumflytur meðal annars verk eftir fær-
eysk samtímatónskáld og leikfélagið Gríma sýnir
nýtt leikrit eftir Jóanes Nielsen. En að gömlum
sið verður skipað fyrir færeyskum dansi, og þrjár
gamlar hefðir í sálmasöng verða kynntar í þrem-
ur kirkjum.“
Tengsl ræktuð við Skota og Íra
Helga segir einnig mikla áherslu lagða á tengsl
við Írland og Skotland, og verður sýning írsku
þjóðaróperunnar á Madame Butterfly einn af
stærstu viðburðum hátíðarinnar. Til að ná því
markmiði að Listastefnan nái til sem flestra má
segja að eyjarnar verði allar undirlagðar af list,
þá daga sem hún stendur, 8.–19. ágúst. „Við
leggjum mikla áherslu á það að fólk af eyjunum
komi til Þórshafnar, en ekki síður að Þórshafn-
arbúar sæki eyjarnar heim.“
Það er ekki á hverjum degi sem Færeyingum
gefst kostur á að sjá óperusýningar heima fyrir,
og því er litið á sýninguna á Madame Butterfly
sem mikinn viðburð í færeysku menningarlífi.
Reyndar verður börnum einnig boðið til óperu-
veislu, því jóska óperan flytur barnaóperuna Fyr-
irheitna landið eftir Bodil Heister bæði í Klakks-
vík og í Þórshöfn, en verkið er byggt á sögunni af
Móse. Leikstjóri sýningarinnar verður Birthe
Bonde Biilonen sem hefur langa reynslu af því að
vinna með börn og leikhús. Norðurlandahúsið í
Færeyjum verður miðpunktur hátíðarhaldanna,
sem annars teygja sig vítt og breitt um eyjarnar
sextán í suðri.
Gamlar hefðir í heiðri hafðar
Færeyingar leggja mikla áherslu á að Lista-
stefnan verði vettvangur þar sem Færeyingar
geta kynnt gestum sínar þjóðlegu hefðir. Alla
daga hátíðarinnar verða sungin kvæði og fær-
eyski hringdansinn stiginn. Dansað verður daga
og nætur bæði í Þórshöfn og í Klakksvík. Gömul
færeysk sálmahefð, svokallaðir Kingo-sálmar,
sem varðveist hafa í nokkrum byggðum eyjanna,
verða einnig hafðir í heiðri og sungnir í kirkj-
unum í Kirkjubæ, Tjørnuvík og Götu. Í tilefni ald-
arártíðar Gunnars Wennerbergs syngja færeyski
bassinn Rúni Brattaberg og sænski baritón-
söngvarinn Bjørn Asker vinsælasta verk Wenn-
erbergs, Glúntana.
Caput og Palle Mikkelborg
Handhafi Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs
í ár, Daninn Palle Mikkelborg, verður gestur
Listastefnunnar í Færeyjum, og verður með tón-
leika ásamt hljómsveit sinni bæði í Norðurlanda-
húsinu og um borð í seglskipinu Norðlýsinu.
Margir íslenskir listamenn úr ýmsum listgrein-
um taka þátt í Listastefnunni.
Caput frumflytur ný verk eftir færeysku tón-
skáldin Kristian Blak og Trónd Bogason, en leika
einnig verk eftir Sunleif Rasmussen á tónleikum
sínum í Þórshöfn. Kakophonia-hópurinn frá Dan-
mörku leikur einnig á hátíðinni og færeyski kór-
inn Mpiri syngur færeysk og erlend kórverk í
Húsavík, Fuglafirði og í Þórshöfn. Rokkið á sinn
stað á Listastefnunni, en þar rísa hæst tónleikar
færeysku hljómsveitarinnar Clickhaze, hinnar
grænlensku Chilly Friday og dönsku sveitarinnar
Erran DD í Íþróttahöllinni á Hálsi, en Chickhaze
þykir besta og frumlegasta hljómsveit Færeyja í
dag og Chilly Friday er vinsælasta hljómsveitin á
Grænlandi um þessar mundir. Skosk tónlist verð-
ur leikin á Café Natur. Þar verður að verki hljóm-
sveitin Chilli Strong Pepper með söngvara sínum
Duncan MaClean, en hann kemur jafnframt fram
á hátíðinni í sínu þekktara gervi, sem einn virtasti
rithöfundur Skota af yngri kynslóð.
Eitt af markmiðum Listastefnunnar í Færeyj-
um er að byggja brýr milli færeyskrar menningar
og þess sem umheimurinn hefur upp á að bjóða.
Sveitasöngkonan Kathy Chiavola, frá Nashville í
Tennessee, heimsækir hátíðina og leikur á tón-
leikum með blúgrass tríói sínu og færeyskum tón-
listarmönnum.
Íslenska rokkskáldið
Þeir kalla Bubba Morthens íslenska rokkskáld-
ið, en Færeyingar hafa fest ást á Bubba eftir
margar heimsóknir hans til eyjanna. Það er nærri
aldarfjórðungur síðan Bubbi var á vertíð í
Klakksvík og Færeyjablús hans á rætur í þeim
tímum. Bubbi Morthens kemur fram bæði í Þórs-
höfn og í Klakksvík, þar sem hann syngur með
Vísumönnunum.
Grænlenski bubbinn, Rasmus Lyberth, verður
með tónleika í Norðurlandahúsinu, en Færeying-
ar halda mikið upp á tónlist þessara nágranna-
trúbadúra. Kari Brimnes frá Noregi er einnig í
þessum hópi, en hún verður líka gestur hátíð-
arinnar.
Egill Ólafsson er enn einn Íslendingurinn sem
treður upp á fyrstu Listastefnunni í Færeyjum.
Hann skemmtir með tónlist sinni um borð í Norð-
lýsinu en einnig í nýja menningarhúsinu í Fugla-
firði, og segir Helga Hjörvar Egil njóta mikilla
vinsælda í Færeyjum.
Leiklist og dans
Einn mest umtalaði listviðburður í færeysku
menningarlífi í vetur var sýning leikflokksins
Grímu á leikriti Jóanesar Nielsens, Eitur nakað
land weekend? Verkið er raunsæ lýsing á tilver-
unni á geðdeild sjúkrahúss en fyrir það hlaut höf-
undurinn fyrstu verðlaun í handritasamkeppni
færeyskra leikskálda. Gríma sýnir verkið nokkr-
um sinnum á Listastefnunni í gamla mjólkursam-
laginu í miðbæ Þórshafnar. Í Listaskálanum í
Þórshöfn sýnir Hans Tórgarð einleik sinn Van
Gogh og í Sjónleikarhúsinu sýnir dansk-færeyski
leikhópurinn Usenkev leikrit byggt á sögunni
Don Juan fra Tranhuset eftir höfuðskáld Fær-
eyja, William Heinesen. Þótt færeyski dansinn
verði fyrirferðarmikill á Listastefnunni, verður
þó ein sýning á íslenskum nútímadansi, þegar
Lára Stefánsdóttir dansar í Norðurlandahúsinu á
sunnudaginn.
Íslensk málverk og færeyskt textíl
Í Listaskálanum í Þórshöfn verður haldin sýn-
ing á verkum 14 ungra íslenskra listmálara undir
heitinu Gullpensillinn, en sýningin kemur til
Færeyja frá Kjarvalsstöðum, þar sem hún hékk
uppi fyrr á árinu. Þá verða sex færeyskir text-
ílhönnuðir einnig með sýningu á verkum sínum í
Listaskálanum, og í Smiðjunni, við hafnarbakk-
ann í Þórshöfn, verður boðið upp á færeyska graf-
ík.
Á Listastefnunni verður sérstaklega haldið
upp á aldarminningu rithöfundarins Hans Jacobs
Jacobsens, en listamannsnafn hans var Héðin
Brú. Lesið verður úr verkum hans og leikarar úr
Grímu sviðsetja þætti úr kunnasta skáldverki
hans Feðgum á ferð.
Það atriði Listastefnunnar sem Færeyingar
hafa þegar sýnt hvað mestan áhuga er smásagna-
samkeppni. 39 rithöfundar sendu inn sögur, en
kveðið var á um að þátttakendur skrifuðu um
Færeyjar nútímans. Úrslit verða tilkynnt meðan
á hátíðinni stendur, og verða veitt þrenn verðlaun
fyrir þrjár bestu sögurnar.
Skoskt gestaskáld og
norrænar bíómyndir
Skoski rithöfundurinn Duncan MacLean les úr
verkum sínum á hátíðinni, en hann þykir einn
snjallasti rithöfundur Skota í dag. Duncan
McLean, sem býr á Orkneyjum, hlaut Sommerset
Maugham verðlaunin árið 1993, og árið 1998
hreppti hann The Scottish Arts Council Book Aw-
ard.
Á veggjum Landsbókasafns Færeyja verður
efnt til norrænnar ljósmyndakeppni, og verða
verðlaun veitt fyrir bestu myndirnar meðan á há-
tíðinni stendur.
Ekki er allt búið enn, því kvikmyndalistinni
verður sinnt eins og öðrum listgreinum á Lista-
stefnu Færeyja, og meðal mynda sem sýndar
verða eru dansk-íslenska myndin Myrkradans-
arinn eftir Lars von Trier, sænska myndin Sang-
en fra anden sal eftir Roy Andersson, mynd Bille
Augusts Sange for Martin og dogma myndin
Ítalska fyrir byrjendur eftir Lone Scherfig. Á
opnunardegi hátíðarinnar verður frumsýnd ný
heimildarmynd um lífið í byggðinni við Hattarvík
á austustu ey Færeyja, Fugley.
Helga Hjörvar segir hátíðina hafa verið kynnta
á alþjóðlegu tónlistarstefnunni Musicora í París,
en ekki sé vitað hve margir gestir komi erlendis
frá á Listastefnuna. „Við gerum nú ekki ráð fyrir
mörgum erlendum gestum svona í fyrsta sinn.
Við erum þó í samstarfi við ferðaráð Færeyja, og
gerum ráð fyrir því að byggja þetta upp smám
saman.“
Tólf brimsaltir sumardagar á Listastefnu, nýrri listahátíð í Færeyjum
Færeyskir, íslenskir, skoskir og
írskir listamenn í sviðsljósinu
Helga Hjörvar, forstöðumaður Norðurlandahúss-
ins í Færeyjum og framkvæmdastjóri Listastefnu.
HUGBÚNAÐARFRÖMUÐUR-
INN Bill Gates er nú í hópi
stærri safnara á 19. og 20. aldar
bandarískri
myndlist að því
er greint var frá í
fréttabréfinu
ARTnewsletter á
dögunum. Hefur
fréttabréfið eftir
heimildar-
mönnum sínum
að Gates hafi ný-
lega greitt 20
milljónir dollara,
eða tæpa tvo milljarða króna,
fyrir „The Room of Flowers“
(1894) eftir Childe Hassam og 10
milljónir dollara fyrir verk
William Merritt Chase, „The
Nursery“ (1890). Er verk Hass-
am þar með orðið þriðja dýrasta
verk bandarísks listamanns sem
selt hefur verið, en almanna-
tengslafyrirtæki Gates hefur
ekki fengist til að staðfesta
kaupin. Að sögn ARTnewsletter
á Gates nú heiðurinn að því að
hafa greitt hvað hæst verð fyrir
bandaríska myndlist sl. þrjú ár
og er „Lost on the Grand
Banks“ eftir Winslow Homer
(1885) sem Gates keypti fyrir 36
milljónir dollara 1998 hæsta
verð sem fengist hefur fyrir
verk bandarísks listamanns til
þessa.
„Gates-hjónin hafa verið eins
og vítamínsprauta fyrir banda-
ríska myndlist,“ sagði talsmaður
ARTnewsletter sem ekki vildi
láta nafns síns getið og kvað á
annan tug meistaraverka eftir
bandaríska listamenn nú vera í
eigu hjónanna. Auk bandarísku
verkanna hefur Gates einnig
fjárfest í handriti eftir ítalska
endurreisnarmanninn Leonardo
da Vinci og greiddi hann 30,8
milljónir dollara fyrir hand-
skrifaðan og myndskreyttan vís-
indatexta da Vincis.
Netið með augum
listamanna
FINNA má þessa dagana verk
tveggja listamanna á verald-
arvefnum sem báðir hafa valið
sér Netið og annmarka þess sem
viðfangsefni. Listamennirnir,
þeir Simon Biggs, Ástrali, sem
búsettur er í Bretlandi og Bret-
inn Michael Atavar, takast þó á
við viðfangsefnið á mjög ólíkan
máta. Verk Biggs, Babel, sem
finna má á slóðinni babel.uk.net
sýnir þannig veraldarvefinn
sem ólýsanlega stórt fylki upp-
lýsinga. Röð eftir röð af hvítum
tölum svífur þar á móti netgest-
um í þrívídd og er upplýs-
ingaflóðið yfirþyrmandi. „Mig
langaði til að ná fram þeirri til-
finningu að vera kaffærður í
upplýsingastreymi,“ sagði Biggs
og kvað upplýsingaflæði í þessu
magni hafa fletjandi áhrif. „Það
jafnar mikilvægi hluta. Og það
er einmitt það sem Netið gerir á
sinn sérkennilega hátt.“
Atavar, sem gjarnan hefur
staðið fyrir uppákomum, hefur
hins vegar tímann að leiðarljósi
í verki sínu .sciis, sem finna má
á slóðinni atavar.com/sciis. Er
þar um að ræða draumkenndar
þrívíddar landslagsmyndir sem
líða hjá á letilegan hátt og er
netgestum með öllu ómögulegt
að hraða för sinni um sýn-
inguna. „Mörg verka minna
neyða fólk til að bíða,“ sagði
Atavar og kvað markmið sitt
með verkinu hafa verið að finna
leið til að láta fólk sitja við skjá-
inn í langan tíma án þess að
gera nokkuð annað.
Listaverka-
safnarinn
Gates
Bill Gates
ERLENT