Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. ÁGÚST 2001 ið í guðatölu, hann virtist hins vegar átta sig á þeirri staðreynd. Þess vegna jós hann úr skál- um reiði sinnar bæði yfir fjölmiðla og almenn- ing sem hann sagði hafa týnt sér í skemmt- anasýki og sókn eftir veraldlegum gæðum. Það er þetta með flísina og bjálkann. Ég gat ekki betur séð en að skemmtun og veraldleg verð- mæti spiluðu stærstu rulluna í þessum heils árs hátíðarhöldum íslensku þjóðkirkjunnar. Allt er þetta viðbúið í samfélagi þar sem sjálfur forsetinn fer ekki varhluta af hroka- fullri framgöngu forsætisráðherrans og hans nóta. Forsætisráðherrann gefur tóninn með því að ávíta forsetann opinberlega fyrir að láta í ljós skoðun sína á siðferðis- og velferðarmál- um þjóðarinnar og síðan fylgir strollan á eftir og forseti Alþingis og óbreyttir þingmenn hamast hver um annan þveran við að þagga niður í forseta landsins. Hávaðinn í þessari hrokasinfóníu er orðinn svo óbærilegur að það greinist varla nokkurt hljóð annað. Þegar hegðunarmunstrið í æðstu valda- stofnunum þjóðfélagsins er samansaumað úr hroka og lítilsvirðingu gagnvart þeim sem þær eiga að þjóna þarf engum að koma á óvart að æskulýður landsins geri aðsúg að útlending- um, innflytjendum, nýbúum og bandarískum hermönnum. Ef grannt er skoðað hver það er sem skammar og hvern hann telur sig hafa umboð til að skamma verður valdauppbyggingin í stéttlausa íslenska fyrirmyndarríkinu mjög greinileg. Unglingum er það tamt að tileinka sér ósiði hinna fullorðnu og vegna þess að þeir fara um í hópum eru misgjörðir þeirra yfirleitt meira áberandi en annarra aldursflokka. Það segir sig sjálft að í þessu umsátursástandi finna þeir, eins og aðrir, „lægra setta“ hópa til að skamma. Satt að segja er það þakkarvert í þeim tíðaranda sem hér er ríkjandi að bless- aðir unglingarnir eru þrátt fyrir allt nógu vel innrættir til að láta börnin í friði. Litla gula vinstrihænan Mér er loksins nóg boðið. Ég sætti mig ekki við þetta þrúgandi þjóðfélagsástand sem ein- kennist af kaldrana og mannfyrirlitningu og ætla ekki þola það stundinni lengur. Það er kominn tími til að ég leggi mitt af mörkum og fyrir löngu kominn tími til að breyta. Ábyrgðin á ástandinu er alveg eins okkar, venjulega fólksins, sem í orði kveðnu erum frekar félags- hyggjusinnuð. Við verðum að hætta okkar fá- nýta innbyrðis þrasi, taka höndum saman og venja okkur á að leita fyrst að því sem sam- einar okkur og síðast að því sem sundrar. Það eitt og sér að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum er alls ekki ómerkilegt markmið og al- veg nógu merkilegt fyrir mig. Við verðum að átta okkur á því að það er alltaf einhver fórn- arkostnaður í pólitík og hingað til höfum við leyft Sjálfstæðisflokknum að stjórna á okkar kostnað. Við munum aldrei þurfa að borga hærri vexti en við borgum núna jafnvel þótt við neyðumst til að fórna einhverju fyrir samstöð- una. Við höfum séð það á Reykjavíkurlistanum hverju við fáum áorkað ef við stöndum saman. Ef við viljum vera sanngjörn verðum við að viðurkenna að margt hefur breyst til batnaðar þau tvö kjörtímabil sem Reykjavíkurlistinn hefur stjórnað borginni og ýmislegt hefur ver- ið mjög vel gert. Ég kunni til dæmis ákaflega vel að meta þá tilraun sem gerð var til að virkja lýðræðisanda borgarbúa í atkvæðagreiðslunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar í vetur. Það má kannski kvarta yfir því að fyrirkomulagið hafi verið helst til laust í reipunum og þátt- takan hefði mátt vera meiri. En þetta var bara fyrsta atrenna og Íslendingar eru ekki vanir því að stjórnmálamenn biðji um álit þeirra á nokkrum sköpuðum hlut og síst af öllu á jafn fjarlægum plönum og framtíðarskipulagi borgarinnar. Auðvitað er ekki allt eins og best verður á kosið hér í höfuðborginni þrátt fyrir að Reykjavíkurlistinn hafi verið við völd í rúm- lega sjö ár enda er hið ímyndaða sæluríki sem vinstrimenn heimta gjarnan í frekju sinni á silfurfati ekki til í þessum heimi. Nú eru hins vegar blikur á lofti í Reykjavík. Vinstrimenn sem segjast vera grænir eru með illa dulbúnar hótanir um að kljúfa sig frá Reykjavíkurlistanum ef þeir fá ekki allt sem þeir vilja. Og á hvaða forsendum fara þeir fram – í hverju er baklandið mælt og við hvaða að- stæður? Finnst þeim í alvöru einhver ástæða til þess að við borgarbúar sem höfum óskert atkvæði til ráðstöfunar í sveitarstjórnarkosn- ingum tökum mark á kröfum sem byggjast á góðu gengi flokksins í skoðanakönnunum um fylgi í fjarlægum alþingiskosningum? Viljum við hafa það þannig um aldur og ævi? Vill ein- hver kjósandi Reykjavíkurlistans bakka aftur í sama gamla farið? Fyrir mér er það engin spurning. En hvort við erum reiðubúin til að stíga skrefið til fulls og steypa sjálfstæðis- mönnum úr ríkisstjórnarstólunum – það er spurningin. Höfundur er skáld. lindav@isl.is S EGJA má að Gabriel Gustafson, forstöðumaður Universitetets Oldsaksamling í Ósló, hafi í raun fengið einn merkasta forn- leifafund Noregs, Oseberg- minjarnar, í afmælisgjöf. Hann var við störf í safninu á 50 ára afmæli sínu, laugardaginn 8. ágúst 1903, þegar Knud Rom, eigandi jarðar- innar Lille Oseberg nálægt Tønsberg, kom og tilkynnti að hann hefði grafið í haug á jörð sinni og fundið víkingaskip. Sagt er að Gustafson hafi verið vantrúaður til að byrja með, en þegar Rom sýndi honum útskorinn viðargrip í vík- ingaaldarstíl lét Gustafson sannfærast, hélt til Oseberg, gróf könnunarskurð í hauginn og kom niður á leifar skips. Þetta var fyrir tíma fornminjalaga í Noregi, og jarðeigendur réðu yfir fornminjum sem fundust á landareign þeirra. Jarðvegurinn í haugunum var mjög frjósamur og tíðkaðist að í þá væri sótt gróðurmold. En jafnframt var al- gengt að grafa í haugana til að leita fornminja. Oseberg-haugurinn var ekki fyrsta skips- gröfin sem norskur jarðeigandi gróf í. Meðal þeirra þekktustu sem þá þegar höfðu verið rannsakaðir var Tune-haugurinn 1867 og Gok- stad-haugurinn 1880. Í báðum haugunum leyndust víkingaskip. Sagan sem tengist uppgreftri Gokstad-skips- ins er á þá leið að húsmóður á Gokstad nálægt Sandefjord hafi leiðst aðgerðarleysi sona sinna að lokinni haustvertíð 1879 og því sent þá út á haug að grafa upp víkingaskip. Þegar gripir tóku að koma í ljós í haugnum var haft samband við Universitetets Oldsaksamling í Ósló og tók fornfræðingur safnsins yfir stjórn uppgraftar- ins. Í haugnum kom í ljós skip með leifum 50–70 ára karlmanns, hesta, hunda, páfugls, báta auk klæðnaðarleifa m.a. úr ull og silki. Þá höfðu varðveist málmar af reiðtygjum og fjöldi við- argripa. Þeirra á meðal voru skildir, sleði, rúm, vindskeiðar af tjaldi, keröld, fata og bollar. Tune-skipið, sem var í haug í Rolvsøy u.þ.b. 10 km norðan við Fredrikstad, var mun verr varðveitt en hin skipin. Í haugnum leyndist að- eins hluti kjalar og neðstu borð skipsins. Það er talið hafa verið um 20–22 m langt, 2–4 m styttra en Gauksstaðaskipið og svipað á lengd og Ose- bergskipið. Í haugnum fundust leifar karl- mannsbeinagrindar og hesta, klæðaleifar og ýmsar viðarleifar, svo sem hluti skíða og út- skorins sleðakjálka. Þá komu í ljós leifar hringabrynju og vopna og verja, svo sem sverðs, spjóts og skjaldarbólu. Aldursgreining leifanna bendir til þess að Gauksstaða- og Tune-haugarnir hafi verið orpnir um eða eftir 900 e.Kr. og Oseberg-haugurinn á fyrri hluta 9. aldar. Leifarnar í Oseberg-haugnum, sem voru mun fjölbreyttari en þær frá Tune og Gauks- stöðum, eru meðal merkustu fornminja sem varðveist hafa. Hefur þeim verið líkt við forn- minjar úr konungagröfum Egyptalands, hvað varðar magn og fjölbreytni gripanna. Oseberg-haugurinn var grafinn upp rúmlega tuttugu árum á eftir Gauksstaðahaugnum. Uppgraftartækni hafði fleygt fram á þessum tíma. Gustafson, sem var lærður fornleifafræð- ingur, vandaði mjög undirbúning rannsóknar- innar og viðhafði vísindaleg vinnubrögð með til- heyrandi dagbókarskrifum, uppmælingum og teiknivinnu, ólíkt því sem gert hafði verið við rannsókn fyrri hauganna. Rétt eins og í hinum haugunum fannst grafhýsi í Oseberg-skipinu. Þar voru leifar tveggja kvenna. Annars vegar beinagrind 60–70 ára konu, og hins vegar hlut- ar höfuðbeina 30–40 ára konu. Höfðu tennur hennar varðveist og báru þær þess merki að hún hefði notað tannstöngla. Var það lengi vel talið benda til þess að hún væri æðri kvennanna tveggja. Nú hafa ýmsir fornleifafræðingar fall- ið frá þeirri skoðun. Ástæðan er sú að í haugn- um fundust vandaðir leðurskór sem tilheyrðu eldri konunni og þykir ólíklegt að óæðri konan væri svo vel búin til fótanna. Hefur þeim tilgátum verið slegið fram að eldri konan væri annaðhvort drottning eða jafnvel hofgyðja ásamt þjónustustustúlku, þar sem ýmislegt sem fannst í haugnum benti til frjósemisdýrkunar. Í Oseberg-haugunum leyndist fjöldi merki- legra gripa, sem margir hverjir eiga ekki sína líka frá víkingaöld. Leiddi uppgröfturinn í ljós húsbúnað, svo sem rúm, stól, kistla og lampa; leifar sænga og kodda; eldhúsáhöld margs kon- ar, svo sem potta, fötur, trog og ausur; nokkra sleða og vagn, sem er sá eini heillegi sem þekkt- ur er frá víkingaöld; ýmsa gripi sem notaðir voru við hannyrðir og vefnað; leifar refla og klæðnaðar; skó og reipi; axir, hnífa og mat- arleifar, svo eitthvað sé nefnt. Fornminjarnar frá Tune, Gokstad og Ose- berg eru ásamt leifum frá Borre sem grafnar voru um 1850, varðveittar í víkingaskipasafninu (Vikingskipshuset) í Bygdøy í Ósló. Er það eitt fjögurra safna sem heyra undir Óslóarháskóla. Hin söfnin eru öll í sama húsinu á gamla há- skólasvæðinu í miðborg Óslóar. Þau eru forn- gripasafnið (Universitetets Oldsaksamling/- Historisk Museum), þjóðháttasafnið (Etnografisk museum) og myntsafnið (Mynt- kabinettet). Safnaheildin er nefnd Menningarsögusöfn háskólans (Universitetets Kulturhistoriske Museer). Eftir að haugarnir voru grafnir upp var allt haugféð flutt til Óslóar. Svo sem gefur að skilja þegar jafn umfangsmiklar leifar og skip finn- ast, þá reyndist ekki pláss fyrir þau í safnahús- inu í miðborginni og voru því reistir vinnuskúr- ar á háskólasvæðinu til að vinna við forvörslu og samsetningu leifanna. Þar voru skipin síðan til sýnis. Þar sem séð var fram á að ekki yrði unnt að sýna leifarnar sómasamlega á háskólasvæðinu vegna plássleysis, var ákveðið að byggja sér- stakt sýningarhús fyrir skipin og gripina í Bygdøy, þar sem öll sjóminjasöfn Óslóar eru nú. Voru áform um að reisa byggingu fyrir hin háskólasöfnin við víkingaskipasafnið, en ekkert varð úr því. Hafist var handa við að reisa safn- húsið 1926 og var því ekki að fullu lokið fyrr en 1957. Með nýjum tímum og nýjum herrum breyt- ast kröfur og áherslur. Safnhúsnæði sem þótti frambærilegt og nútímalegt fyrir einhverjum áratugum er það ekki lengur. Það er löngu orð- ið ljóst að háskólasöfnin standast ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru til nútíma safna. Húsnæðið er þröngt og gefur litla möguleika á þróun sýninga. Aðstöðu fyrir safngesti, svo sem hvíldarsvæði eða veitingaaðstöðu skortir. Safn- kennsla er stór þáttur í starfsemi nútíma safna og skortir viðunandi aðstöðu fyrir þá starfsemi svo nokkur dæmi séu tekin. Þá vantar vinnuaðstöðu fyrir ýmsa starfs- menn safnsins. Í fjölda ára hefur verið stefnt að því að reisa nýtt húsnæði fyrir söfnin þrjú í miðborg Óslóar. Var nýbyggingunni ætlað að vera við gamla safnahúsið. Ekki var gert ráð fyrir neinni breytingu varðandi víkingaskipasafnið. Skipin áttu að vera áfram úti í Bygdøy. Borgarráðið í Ósló tók þá ákvörðun fyrir ein- hverjum árum að hefja austurbæinn í Ósló aft- ur til virðingar eftir margra alda deyfð og mynda þar kjarna menningarbygginga. Er um að ræða svæðið Sørenga/Bjørvika, þar sem grafnar hafa verið upp leifar miðaldabyggðar. FRAMTÍÐ NORSKU VÍKINGASKIP- ANNA Í BYGDØY E F T I R K R I S T Í N U H U L D S I G U R Ð A R D Ó T T U R Í Noregi er deilt um það hvar og hvernig Gokstad-skipinu, Tune-skipinu og Oseberg-skipinu verði best fyrir komið. Húsnæði Víkingaskipasafnsins í Bygdøy stenst ekki lengur kröfur um rétt rakastig, sýningaraðstöðu og fleira. Liggja hlutar skipanna undir skemmdum verði ekkert að gert. Hafa sumir lagt til að skipin verði flutt í nýtt safn en aðrir halda því fram að þau myndu ekki þola flutninginn. Osebergskipið flutt í Bygdøy 1927 (Christensen, Ingstad, Myhre, 1992, 77).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.