Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. ÁGÚST 2001 Á VEGUM Collegium music- um í Skálholti hefur verið unnið að því að skrásetja tónlist sem er að finna í ís- lenskum handritum, en hefur lítill gaumur verið gefinn hingað til. Nú er komið að því að leggja drög að því að rannsaka þennan arf. Hluti af því er að fá bestu fræðimenn heims til liðs við Íslendinga til að hjálpa okkur við að finna þessum fræðum og handritum stað í alþjóð- legu samhengi, og við það sýna okkur hvernig túlka má tónlistina. Með framtaki sínu er Skálholt orðið miðstöð rannsókna á kirkju- legum tónlistararfi þjóðarinnar. Eftir sýningu á handritum í Skálholti í fyrrasumar kom upp sú hugmynd að bjóða Dom Daniel Saulnier hingað til að vera með námskeið í Skálholti, kenna gregorssöng, rekja þróun hans og setja hann í samhengi við tilraun Collegium music- um til að draga íslenska tónlistararfinn fram í dagsljósið. Saulnier er munkur í Solesmes- klaustri í Frakklandi og einn mesti fræðimað- ur á sínu sviði í heiminum í dag. Auk hans eru hér staddir tónlistarmenn frá Páfagarði sem flytja gregorssöng og gamla orgeltónlist á lokatónleikum Sumartónleikanna 11. og 12. ágúst. Syngja fyrir páfann Steingrímur Þórhallsson heitir ungur org- anisti, sem hefur lagt stund á kirkjutónlist og orgelnám í Róm. Tónlistarmennirnir sem eru í Skálholti í vikunni eru hingað komnir fyrir hans tilstilli. „Skólinn sem ég var í er eini stóri skólinn fyrir kirkjutónlist á vegum kaþólsku kirkjunnar. Hann var stofnaður fyrir um hundrað árum og heyrir undir Vatíkanið. Eitt af markmiðum skólans er að vernda og efla gregorssönginn. Þar er starfræktur sönghóp- ur, Schola Gregoriana Virorum, sem syngur gregorssöng og er sérstaklega menntaður til þess. Söngvararnir í kórnum eru allir á efstu stigum í háskólanámi í kirkjutónlist og hafa allir sungið við kirkjulegar athafnir þar sem gregorssöngur er sunginn, meðal annars fyrir páfann í Péturskirkjunni. Stjórnandi kórsins er presturinn Alberto Turco, einn þekktasti túlkandi gregorssöngs í heiminum í dag. Fjöl- margir geisladiskar með túlkun hans á greg- orssöng hafa verið gefnir út á Ítalíu og víðar. Við verðum sem sagt með tvö stærstu nöfnin í gregorssöng í Skálholti um helgina, því munk- urinn Dom Daniel Saulnier er yfirmaður greg- orsrannsókna og útgáfustarfsemi í klaustrinu í Solesmes, sem er miðstöð og upphafspunktur endurreisnar gregorssöngsins á síðustu öld, og þar eru gefnar út allar helstu bækur og handrit sem varða gregorssönginn. Þetta allt er semsagt á könnu Saulniers. Sönghópurinn okkar, Schola Gregoriana Virorum, og stjórn- andinn Alberto Turco sýna tónleikagestum í Skálholti hvernig þetta á að hljóma, en Sauln- ier kynnir fræðin sem að baki standa.“ Gætum verið búin að finna elsta nótnahandrit á Norðurlöndum Á handritasýningu Collegium musicum í Skálholti í fyrra var sýnt handrit sem talið er vera frá því í kringum 1200. Ormur nokkur lögmaður sendi Árna Magnússyni þetta hand- rit árið 1721 og sagðist hafa fundið það í rusl- inu hjá sér. Hann spurði hvort assessorinn hefði ekki áhuga á að hirða þetta. Því hefur verið haldið fram að þetta gæti verið elsta varðveitta tónlistarhandrit á Norðurlöndun- um. Steingrímur fékk handritið á filmu og hef- ur verið að rannsaka það á Ítalíu. „Ef tekst að sanna þetta, þá yrði það algjör snilld. Það koma margir menn að því að rannsaka þetta, en ég hef verið að vona að hægt verði að stað- festa að þetta sé elsta messusöngshandrit á Íslandi, og jafnframt yrði það þá elsta heillega tónlistarhandrit á Norðurlöndunum.“ Stein- grímur segir hægt að telja á fingrum annarrar handar þau tónlistarhandrit sem til eru á Norðurlöndunum frá þessum tíma. „Ísland hefur þá sérstöðu að eiga arf. Norðurlöndin hin virðast ekki eiga sér neinn arf í kirkju- tónlist, þeirra arfur liggur aðallega í þjóðlaga- tónlistinni. Það hafa engir verið að safna kirkjutónlist fyrr en nú, að Kári Bjarnason handritafræðingur og Collegium musicum í Skálholti tóku sig til. Þannig er verið að skapa eitthvað hér sem er alveg sérstakt.“ Reynum að finna hliðstætt handrit til að staðfesta aldur og uppruna „Hvað þetta eina handrit varðar er það von mín að við finnum í frönskum eða þýskum handritum nótnaskrift sem er svipuð þeirri í okkar handriti, þannig að við getum einnig staðfest samskipti Íslendinga við þau svæði. Við vitum um nafngreinda munka og presta sem komu til Íslands á fyrstu öldum kristninn- ar, og vitum hvaðan þeir komu, og vonin er auðvitað að fá grun okkar staðfestan með því að finna handrit sem sem er samskonar eða svipar mjög til okkar handrits hvað nótnarit- unina snertir.“ Frá upphafi þróaðist nótnarit- un í ýmsar kvíslir eftir stíl tónlistarinnar og svæðum. Segja má að hver skóli tónlistar á þessum tíma hafi haft sinn háttinn á að skrifa nótur. Þannig gæti handrit með sambærilegri nótnaskrift og er í handritinu sem Steingrím- ur Þórhallsson er að rannsaka gefið mikilvæg- ar upplýsingar um uppruna þess. Fannst í einum ruslabing og öllum foröktuð „Nótnaskriftin í þessu handriti er það göm- ul, að það er óhugsandi að það hafi komið hingað seint, eða löngu eftir landnám. Það er ósennilegt að það hafi verið skrifað hér, en lík- legt er að það hafi verið mikið notað hér á landi. Þetta er praktískt handrit með öllu því sem prestur þarf við messuhald. Því miður vantar öftustu síðurnar – þær hafa hrunið af einhvern tíma í tímans rás. Það er svolítið af spássíukroti á handritinu sem ég þarf að rann- saka betur.“ Handritið sem um ræðir er í Kaupmannahöfn. Að sögn Kára Bjarnasonar var togast á um það þegar verið var að ákveða á sínum tíma hvaða handrit kæmu heim og hver ekki, og héldu bæði Jónas Kristjánsson og Magnús Már Lárusson því fram að það ætti að koma heim, því það væri íslenskt. Þó fór svo að Íslendingar fengu handritið ekki í það sinn. Staðfesting á veru þess hér á landi er þó augljós, þar sem Ormur lögmaður skrifaði í handritið sjálft kveðjuna til Árna Magnússon- ar: „Ég kasta þessu handriti í bland ef minn assessor vildi hirða. Fannst í einum ruslabing og öllum foröktuð og þér nú sent.“ Gamall siður að krota á spássíurnar Spássíukrotið segir Steingrímur ritað á lé- legri latínu. Þar sé meðal annars orðaleikur sem hann geti ímyndað sér að skólapiltar í Skálholti eða á Hólum hafi ritað. Einnig er þarna krot, líklega á grísku. Steingrímur segir handritið mjög skemmtilegt. „Það er mjög gaman að skoða nótnaskriftina. Samanborið við eldri nótnaskrift er þetta það sem kallað er hnignun í naumuskrift, en þó er það alveg skýrt hvað verið að skrifa. Það vantar þarna ákveðna hluti sem voru í nótnaskrift hundrað til tvö hundruð árum fyrr. Svo eru þarna líka hlutir sem við höfum ekki ennþá fundið í nótnaskrift annars staðar. En ég er nú svo mikill öfgamaður að ég vil handritið heim. Danir hafa ekkert með handritið að gera, og eru ekkert að rannsaka það. Það hefur ekki verið hægt að sýna fram á að þetta sé ekki ís- lenskt handrit og mér finnst líklegt að það hafi verið mikið notað hér heima, og þar af leiðandi upphafspunktur fyrir kirkjusöng á Íslandi.“ „Ég ætla að skapa tónlist“ Steingrímur Þórhallsson starfaði um tíma sem afleysingaorganisti í kaþólsku kirkjunni að Landakoti. „Mér líkaði mjög vel í Krists- kirkju, og lærði mikið á því. Það var stungið upp á því þar að ég færi til Rómar. Ég vissi ekkert hvað þetta var sem ég var að fara út í, ég er ekki kaþólskur, og það var held ég bara ævintýraþráin sem dró mig af stað. Mér fannst líka spennandi að fara eitthvert annað en flestir fara, og læra ítölsku í leiðinni og meira um gömlu tónlistina. Eftir eitt prufuár ákvað ég að vera áfram og klára námið, og ég er að ljúka mastersnámi í orgelleik núna.“ Steingrímur er félagi í Schola Gregoriana Vir- orum, sönghópnum sem syngur í Skálholti um helgina.. „Ég stakk upp á því fyrir áramót að það yrði gregorssöngshelgi í Skálholti. Kirkju- tónlist hefur mikið verið iðkuð í Skálholti, en ekki frá þessari gömlu tíð. Það hefðu allir tón- listarmenn gott af því að læra svolítið í greg- orssöng, af því að hann sýnir okkur hvernig á að semja tónlist við texta. Þó er tónlistin ekki beinlínis samin, heldur þróuð mann fram af manni, og textinn er aðalatriðið. Það voru gerðar gríðarmiklar rannsóknir á gregorssöng á síðustu öld í Solesmes klaustrinu og víðar, og í dag eru menn farnir að skilja miklu betur þá nótnaskrift sem notuð var.“ Steingrímur Þór- hallsson er nú fluttur heim, en hefur ekki ákveðið næstu skref. „Ég ætla að skapa tónlist og miðla af mér. Mig langar að einbeita mér að gömlu tónlistinni, og það sem snertir mig mest er tíminn frá endurreisn og aftur úr. Draum- urinn er að geta gert gagn í þeim geira.“ Verkfræðingur í kufli Munkurinn Dom Daniel Saulnier frá Sol- esmes-klaustrinu í Frakklandi er bæði verk- fræðingur og tónlistarmaður að mennt. Hann kynnir frumatriði gregorssöngs á námskeið- inu sem nú stendur yfir í Skálholti. Hann segir þó ferð sína hingað í fleiru mikilvæga. „Námskeiðið verður án efa ánægjulegt, og gaman að ungt fólk skuli hafa áhuga á að kynna sér þessa arfleifð. Það er líka mikilvægt fyrir mig að hitta þá sem stunda rannsóknir á miðaldatónlist hér, svo við getum borið saman bækur okkar, og loks finnst mér mikilvægt að skapa tengsl milli kaþólsku kirkjunnar og þeirrar lúthersku.“ Saulnier segir sögu greg- orssöngsins í Evrópu orðna langa. „Gregors- söngurinn var tónlist kristinna safnaða, og saga hans nær aftur til áttundu aldar. Eftir miðaldirnar hvarf þetta, og nýir straumar tón- listar tóku við. Á seinni hluta nítjándu aldar varð svo mikil endurvakning og áhugi á greg- orssöng kviknaði á ný.“ Rannsóknir og útgáfa forsenda þess að tónlistin sé iðkuð „Ábótinn í Solesmes-klaustrinu var fremst- ur í flokki þeirra sem vildu endurvekja þessa fornu list, og það frumkvæði hefur dugað okk- ur til þess að Solesmes er enn miðstöð þessara fræða. Allt fram á sjöunda áratuginn var unn- ið hörðum höndum í Solesmes við að rannsaka öll tiltæk handrit, og gefa tónlistina út á nót- um og plötum til að heimurinn gæti kynnst þessum arfi. Í dag er áhugi á gregorssöng mjög mikill. Margir leita til okkar um ýmiss konar hjálp; við túlkun, kennslu og fleira; við reynum að hjálpa, og þiggjum hjálp annarra á móti. Í dag förum við mikið á ráðstefnur og fundi út um allan heim, þar sem við erum beðnir að kynna rannsóknir okkar á greg- orssöngnum, og leiðbeina. Í dag er gregor- ssöngur og tónlist miðalda sérstakt fag í há- skólum um allan heim og það er talsverður ávinningur.“ Dom Daniel Saulnier segir að virðingarstöðu Solesmes-klausturins í gregorskum fræðum megi þakka því að þar hafi iðkun tónlistarinnar alltaf haldist í hendur við rannsóknirnar. „Það að iðka og æfa tónlist- ina sem við erum að rannsaka hefur hjálpað okkur og er nauðsynlegur liður í því að rann- sóknirnar verði áreiðanlegar.“ ÍSLAND HEFUR ÞÁ SÉR- STÖÐU AÐ EIGA ARF Steingrímur Þórhallsson hefur verið við nám í kirkju- tónlist í Róm í þrjú ár. Fyrir hans tilstilli koma hingað í þessari viku tónlistarmenn úr Páfagarði og syngja gregorssöng í Skálholti um helgina. Í samtali við BERGÞÓRU JÓNSDÓTTUR segir Steingrímur frá rannsóknum sínum á íslensku miðaldahandriti, sem gæti verið elsta nótnahandrit á Norðurlöndunum, og einn gestanna, munkurinn Dom Daniel Saulnier, segir frá endurreisn gregorssöngsins á 20. öld. Steingrímur syngur fyrir páfann við helgihald föstudagsins langa í Péturskirkjunni í Róm. Morgunblaðið/Billi Steingrímur Þórhallsson organisti. begga@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.