Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 6
Þ AÐ eru víst liðin tíu ár síðan ég stóð miður mín á Lækjartorgi 1. maí í hnípnum hópi verkafólks. Samkoman var venju fremur þunglyndisleg enda fæstir búnir að jafna sig á þeim tíðindum að ný-viðreisnarstjórn hefði sprott- ið upp úr hatti Jóns Baldvins Hannibalssonar í spíttbáti á leiðinni út í Viðey nokkrum dögum áður. Ögmundur Jónasson, sem þá var óbreyttur formaður opinberra starfsmanna, var að messa yfir lýðnum. – Hver? – hrópaði Ögmundur, æstur og yfirveg- aður í senn, – hver kaus þennan óskapnað yfir sig? Og þegar Ögmundur endurtók spurn- inguna, eins og hann gerir alltaf, rétti ég hik- andi upp höndina. Ég skammaðist mín nefni- lega. Ég hafði kosið Alþýðuflokkinn í fyrsta sinn og þóttist með því vera að refsa Alþýðu- bandalaginu fyrir endalaus innbyrðis átök og stefnuleysi. Þegar ég leit í kringum mig þarna á torginu varð ég dálítið hissa á því að vera sú eina sem þorði að kannast við þennan óskapnað Ög- mundar. Seinna fannst mér hreinskilni mín frekar heimskuleg en engu að síður þóttu mér kratar og sjálfstæðismenn hálfgerðir aumingj- ar að viðurkenna ekki hlutdeild sína í þessari galdrastjórn. Löngu síðar skildi ég að þessi rík- isstjórn kom mér og öðrum kjósendum Alþýðu- flokksins ekkert við. Og reyndar eru hverfandi líkur á að atkvæði mitt hafi nokkurn tíma skipt máli þegar stjórn ríkisins var klambrað saman þau rúmlega tuttugu ár sem það hefur svifið lauflétt milli ýmissa smáflokka félagshyggj- umegin á vogarskálunum. Ég var tíu ár að átta mig á því að lýðræð- isþroski okkar Íslendinga hefur aldrei náð sér almennilega á strik vegna vitleysisgangsins sem fjórflokkurinn kallar kosningalög og kjör- dæmaskiptingu. Þetta þýðir að grundvallarat- riði eins og uppspretta valdsins, meðhöndlun þess og útdeiling eru sjaldnast til umræðu á Ís- landi enda er þessi brenglun orðin svo samgró- in þjóðarsálinni að heil kynslóð foreldra okkar sem nú erum miðaldra, hefur sætt sig við að lifa og deyja við þetta vitlausa hlutskipti. Þjóðin hefur á þeirri rúmlega hálfu öld sem liðin er frá lýðveldisstofnun skipt sér upp í aragrúa þrýsti- hópa og nú í byrjun nýrrar aldar er svo komið að hér á landi eru reglur og aðferðir lýðræðis aðeins hafðar til skrauts á yfirborðinu – undir niðri ríkir lobbíisminn einn og óheflaður. Eftir margra áratuga undirgefni og sinnu- leysi í forneskjulegri valdauppbyggingu sam- félagsins vaknaði þjóðin af værum blundi og uppgötvaði réttindi sín. Gallinn var bara sá að hver og einn kaus að einbeita sér að eigin rétti eingöngu og þannig varð þessi aukna vitund borgaranna um réttindin til þess að við Íslend- ingar breyttumst í einsmálsmenn sem skeyta engu um náungann og hans (vanda)mál. Flokkaglíman Ef við skoðum stjórnmálaflokkana íslensku höfum við annars vegar þá sem kalla sig sjálf- stæðismenn og hins vegar þá sem segjast vera félagshyggjumenn. Og einhver stórkostleg skekkja veldur því að það eru sjálfstæðismenn- irnir sem hafa staðið saman gegnum tíðina meðan félagshyggjumennirnir eru sífellt að stofna sér ný félög. Sjálfstæðismenn hafa auð- vitað löngu áttað sig á þeim einföldu sannind- um að til að breiða út einstaklingshyggjuna og til að koma henni úr stefnuskrá í framkvæmd verða þeir að gjöra svo vel að vinna saman. Að sjálfsögðu vita félagshyggjumenn þetta líka, það liggur beinlínis í merkingu orðsins félags- hyggja. Og það er ekki kaldhæðni örlaganna að félagshyggjusinnaðir íslendingar hafa ekki borið gæfu til að standa saman, örlögin koma því ekkert við. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þeir hafa leyft sér að taka óábyrga afstöðu í skjóli gallaðra kosningalaga. Í stað þess að halda á lofti þeim meginmálum sem sameina félagshyggjumenn alls staðar í heiminum snýst þessi sérkennilega félagshyggja fyrst og fremst um það að sameinast um ágreinings- málin. Félagshyggjumenn hafa látið ómerki- legan ágreining stjórna gerðum sínum, þeir hafa oftar en ekki alið á ágreiningsmálum og jafnvel gengið svo langt að stofna flokka og smíða stefnu í kringum ágreininginn einan saman. Það segir sig sjálft að slíkur hugsunar- háttur er engri stefnu til framdráttar, síst af öllu stefnu sem kennd er við félagshyggju eða samvinnu. Íslenska kosningalöggjöfin hefur ruglað veruleikaskyn félagshyggjumanna svo ræki- lega að þeir hafa hvað eftir annað fórnað hags- munum heildarinnar fyrir þann stundargróða sem felst í ímynduðum völdum. Þeir hafa flækt sig svo illa í blekkingarvefnum sem gengur undir nafninu kosningalög að þeir hafa breyst í tækifærissinna af verstu sort sem sannast best á því hversu seint og illa þeim gengur að sleppa takinu á þessum sundrungarlögum. Kannski hljómar þetta eins og ég sé að lýsa stökk- breyttri tegund sjálfstæðismanna en svo er samt ekki. Formlega, að minnsta kosti, byggja sjálfstæðismenn stefnu sína á hugmyndafræði einstaklingshyggjunnar en félagshyggjumenn- irnir fyrrverandi hafa lagt ansi margt í sölurn- ar fyrir eigin hagsmuni. Vinstri vírusinn Ísland er eyja með fjölbreytt landslag, sagði einhvern tíma í flennifyrirsögn á baksíðu dag- blaðs sem hét Vísir. Þessi frétt kom mér ekki alveg í opna skjöldu. Ég, að mínu leyti, vissi það strax í barnæsku að Ísland er fjöllótt eyði- merkureyja langt norður í höfum. Seinna gerði ég mér grein fyrir því að þrátt fyrir þessa land- fræðilegu einangrun berast flestir megin- straumar og stefnur sem blása um hinn vest- ræna heim hingað norður fyrr eða síðar. Og þótt ég sé ekkert sérlega sleip í stjórnmálasögu veit ég vel að sósíalisminn með öllum sínum hliðargreinum og viðurnefnum hefur varla komist þrætulaust á umræðustigið, tæpast átakalaust í stefnuskrár og sjaldnast slags- málalaust í framkvæmd, hvorki hér á landi né annars staðar. Flokkafárið á vinstri vængnum er sem sagt ekki séríslensk pest og reyndar er harla fátt sem hægt er að segja að sé íslenskt í raun og veru. Það væri þá helst sá heimatilbúni ósiður að taka pólitískri hugmyndafræði ávallt með þeim formerkjum að plokka úr henni það sem bragðast best hverju sinni og leifa svo restinni. Valdabarátta íslenskra vinstrimanna var alla tíð á villigötum. Annars vegar vafðist valda- jafnvægið í veröldinni óskaplega fyrir þeim og hins vegar voru þeir stöðugt að berjast um völdin á vinstri vængnum íslenska. Púðrinu var öllu eytt á útlenda andstæðinga og innlenda samherja. Baráttan um brauðið og hin raun- verulegu völd varð því að sitja á hakanum. Og vegna þess að sagnfræðin er ekkert sérstak- lega að angra mig ætla ég að leyfa mér að fella þann sleggjudóm yfir forystumönnum ís- lenskra vinstrisinna að þeir hafi alla síðustu öld og allt fram til þessa dags notfært sér útlend deilumál, stríð og hörmungar til að magna upp smávægilegan innbyrðis ágreining sem oftar en ekki hefði mátt leysa. Og ég fullyrði jafn- framt að þessi sífelldu átök sem gjarnan eru sögð snúast um málefni af því að það hljómar mun betur, snúast að minnsta kosti jafnoft ef ekki oftar um menn. Skýringin á þessu átakanlega ábyrgðarleysi vinstrimanna er svo einföld að allir málsmet- andi menn hafa veigrað sér við að nefna hana til sögunnar enn sem komið er. Kosningalögin ís- lensku eru nefnilega samin af fjórflokknum. Þau eru smíðuð af sjálfstæðismönnum og sundruðum vinstrimönnum og sniðin að þeirra þörfum. Og það þarf mikla ábyrgðarkennd, einbeittan vilja og umfram allt samstöðu allra vinstrimanna til að gera þær róttæku breyt- ingar sem hugsanlega gætu hleypt nýjum skriðum af stað í pólitíska landslaginu á Ís- landi. Og þótt málfimir vinstrimenn eigi það til að viðurkenna í orði að kerfið sé meingallað hafa þeir aldrei gengið lengra en að sníða af því verstu vankantana og þannig í raun viðhaldið eigin vandræðagangi og valdaleysi. Sýndarveruleikinn Það sjá það allir sem vilja að eitthvað er at- hugavert við kerfi sem býður upp á það að allir einsmálsmenn hafi sinn eigin flokk á þingi. En hér er það einmitt haft þannig að ef menn á annað borð treysta sér til að stofna flokk sem býður fram á landsvísu þá er það minnsta mál í heimi að fá nokkra menn kjörna á alþingi Ís- lendinga. Það er að vísu hvorki ódýrt né auð- velt að bjóða fram alls staðar á landinu en ef boðinn er fram réttur maður í réttu kjördæmi er næstum því gulltryggt að framboðið nær mönnum á þing. Þeim sem ekki hefur tekist það í núverandi kjördæmaskiptingu með til- heyrandi misvægi atkvæða hljóta annaðhvort að hafa verið með fyrirfram glataðan málstað eða algerir snillingar í því að klúðra málum. Það getur verið að einhverjir telji það há- mark lýðræðisins að hvaða óánægjuhópur sem er geti komið manni á þing en mínu að mati er það hvorki þjóðfélagslega uppbyggilegt né vænlegt til að auka á lýðræðisþroska almenn- ings. Minn skilningur á lýðræðislegu fyrir- komulagi er akkúrat öfugur. Það á að auðvelda fólki að koma skoðun sinni á framfæri og fara í framboð ef því sýnist svo en síðan er sjálfsagt að setja reglur um lágmarksfylgi eins og víða er gert. Í þessu sýndarlýðræði er íslenska flokka- kerfið, ef kerfi skyldi kalla, rótgróið. Við slíkar aðstæður spretta sífellt upp nýir flokkar eins og Frjálslyndi flokkurinn, Vinstri grænir, Þjóðvaki, Borgaraflokkurinn, Kvennalistinn, Bandalag jafnaðarmanna, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðubandalagið og þau flokksbrot og félög sem voru forverar þess. Í svona umhverfi þrífast hentistefnuflokkar vel eins og sannast best á Framsóknarflokknum sem oftar en aðrir flokkar er orðaður við hring- landahátt, sennilega af því að hann hefur átt sér lengra líf en hinir hentistefnuflokkarnir á vinstri vængnum. Þessi fráleita tilhögun, sem mætti kalla stjórnarskrárbundið samráð um svindl, virkar svo svo eins og keðjubréf sem dreifist um allt þjóðfélagið. Á nokkurra ára fresti rís mestallt vinstraliðið upp og skipar sér í nýjar sveitir og lætur þar með, af gömlum vana líklegast, telja sér trú um að fáein smámál sem ágreiningur er um séu mun merkilegri en öll stóru málin sem jafnaðarmenn, hvað nafni sem þeir nefnast, ættu að sameinast um að hrinda sem fyrst í framkvæmd. Og þegar menn hafa á annað borð látið draga sig í þessa dilka þar sem horft er á þjóðmálin út frá sífellt þrengra sjónarhorni hleypur í þá mikil kosningakergja og þeir burðast um allt þjóðfélagið með sinn ásteyting- arstein á herðunum og geta hvergi skilgreint sig með „öðruvísi“ jafnaðarmönnum. Þannig smjúga þessir flokkadrættir út í alla kima og króka samfélagsins og liggja eins og mara á sveitarfélögum, verkalýðsfélögum, líknarfélög- um, íþróttafélögum, kvenfélögum, karlaklúbb- um og fjölskyldum, jafnvel. Þetta ástand hefur síðan ýmsar slæmar af- leiðingar á líf og lífskjör almennings. Oft á tíð- um loga heilu sveitarstjórnirnar í illdeilum og stundum er verkalýðshreyfingin gervöll óstarf- hæf vegna væringa. Það er heldur ekki óal- gengt að samtryggingarkerfi kjördæmaþing- manna úr öllum flokkum standi í vegi fyrir löngu tímabærri framþróun á Alþingi eins og þegar spurningunni um eðlilega verðmyndun á fiski eða grænmeti er samviskusamlega haldið sofandi í nefndum. Alvarlegustu orsakir löngu úreltrar kjör- dæmaskiptingar landsins og misvægi atkvæða landsmanna eru síðan skammsýnar og ábyrgð- arlausar ákvarðanir meirihluta þingsins hverju sinni sem margar hafa valdið óbætanlegu tjóni á náttúru, mannlífi og efnahag landsins. Og slysin verða hrikalegri eftir því sem menntun og tæknikunnátta þjóðarinnar vex eins og ný- leg dæmi um laxeldi í sjó og fyrirhugaða virkj- un við Kárahnjúka sýna okkur. Ég efast stór- lega um að Framsóknarflokkurinn mundi voga sér að ganga svona harkalega fram í virkjunar- málinu ef landið væri eitt kjördæmi, atkvæði allra jafnvæg og flokkurinn þar með neyddur til að taka afleiðingum gerða sinna af fullum þunga í næstu kosningum. Það er mér fullkomlega hulin ráðgáta að við Íslendingar, sem alltaf heimtum fullgild at- kvæði alls staðar nema þegar við kjósum til eigin þjóðþings, skulum sætta okkur við að allt gangverk þjóðfélagsins sé stillt eftir ónýtum niðurstöðum alþingiskosninga. Það veit hvert ER ÞAÐ NÚ LÝÐRÆÐI! E F T I R L I N D U V I L H J Á L M S D Ó T T U R „Í þessu sýndarlýðræði er íslenska flokkakerfið, ef kerfi skyldi kalla, rótgróið. Við slíkar aðstæður spretta sífellt upp nýir flokkar eins og Frjálslyndi flokkurinn, Vinstri grænir, Þjóðvaki, Borgaraflokkurinn, Kvennalistinn, Bandalag jafnaðarmanna, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðubandalagið og þau flokksbrot og félög sem voru forverar þess. Í svona umhverfi þrífast hentistefnuflokkar vel eins og sannast best á Framsóknarflokknum sem oftar en aðrir flokkar er orðaður við hringlandahátt, sennilega af því að hann hefur átt sér lengra líf en hinir hentistefnuflokkarnir á vinstri vængnum.“ „Þjóðin hefur á þeirri rúmlega hálfu öld sem liðin er fr landi eru reglur og aðferðir lýðræðis 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. ÁGÚST 2001

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.