Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. ÁGÚST 2001 5 ljóðunum, þýðingum sem komnar eru eftir krókaleiðum og maður vildi ekki án vera. Þótt þýðingar þessar beri handbragði eins og sama þýðanda vitni, þá er ljóst að hann getur brugðið sér í ýmsan ham. Tjáning- arsvið hans nær allt frá tærasta einfaldleika yfir í ólgandi svelg þeirra kennda sem eru að því komnar að brjóta af sér fjötra tungumáls- ins. Oft vekur furðu hve honum tekst að sýna frumtexta mikinn trúnað á ýmsum merking- arsviðum, en hann er líka djarfur við frávik þegar honum svo sýnist. Hann á það meðal annars til að beina ljóðinu á dramatískan hátt inn á menningarslóð lesenda sinna, nokkuð sem oft er talið eitt megineinkenni annars helsta ljóðaþýðanda okkar á 20. öld, Magn- úsar Ásgeirssonar (1901–1955). Í 65. sonnettu Shakespeares, sem ber heitið „Fegurðin“ í þýðingu Helga, birtist klettur („rock“) sem stuðlaberg og þeim Urði, Verðandi og Skuld er skotið listilega inn í tímahugtak Shake- speares. Einhver lesandi kann að sakna blóms í þýðingunni, en fær þess í stað að búa sér til mynd „úr skýjum sólarlags“. Enn eru og þeir lesendur sem þekkja Helga kannski best sem pistla- og greinahöf- und, því hann hefur skrifað ötullega í tímarit og blöð og tjáð sig um ýmis málefni. Hann ber hag íslensks máls mjög fyrir brjósti og takmarkast þessi áhugi hans ekki við mál- vernd og þaðan af síður málhreinsun (það orð hefur óbragð í munni margra nú, jafnvel þeirra sem fegnir eru árangri málhreinsunar- innar á 19. öld). Viðhorfum Helga verður best lýst með orðinu málrækt og hollt er að velta þeim fyrir sér í tengslum við þýðingastarf hans. Örli á vissri íhaldssemi í skoðunum hans, þá er hún tengd þeirri frjósemi íslensk- unnar sem liggur til grundvallar endurnýjun og nýsköpun málsins, en þetta mega sann- arlega teljast einkenni á þýðingum Helga. Þegar hefur verið vikið að hógværð Helga og þeirri „persónuvernd“ sem einkennir þennan rithöfund. Þegar kemur að skoðana- skiptum á opinberum prentvangi hikar Helgi hinsvegar ekki við að taka kröftuglega til máls og vandfundinn er sá maður hér á landi sem sameinar stílfimi og rökfestu á borð við Helga. Ýmsum greinum og pistlum Helga hefur verið safnað í bækurnar Skynsamleg orð og skætingur (1985) og Molduxi (1998). Ófáir eru þeir sem hafa snúist gegn honum í umræðu um ljóðlist, menningu og þjóðfélags- mál, en staðið eftir berskjaldaðir. Aldrei hreykir Helgi sér þó og orðræða hans öll, jafnvel þegar honum hleypur kapp í kinn, er lituð kurteisi og virðingu fyrir sjónarmiðum andstæðingsins. Og ekki skal gleyma spaug- seminni sem vissulega getur verið beitt í meðförum hans en jafnframt góðlátleg. Einn er sá maður, nokkuð í ætt við Kíkóta að því er séð verður, sem stundum hefur riðið til móts við Helga með burtstöng sína. Sá heitir Hrólfur Sveinsson og er uppruni hans nokk- uð á reiki og virðist hann þó í senn vera frændi, fermingarbróðir, fjandvinur og skuggi Helga. Í þjóðskránni er aðeins einn Hrólfur Sveinsson. Hann er fjögurra ára og liggur ekki undir grun um að vera höfundur pistla þeirra sem hamast gegn Helga Hálf- danarsyni né heldur bókarinnar Ljóðmæli sem ber hinn ambögulega undirtitil Mikið magn af limrum (1993). Þar er meðal annars limran „Markaðsbúskapur“, sem allir geta haft gaman af og sem að auki tengir áð- urnefndan Egil og Halldór Laxness eftir skemmtilegri krókaleið er sumir þekkja: „Egill fór vestur um ver / með vélstrokkað tilberasmér / og fékk fyrir það / þegar í stað / hausinn á sjálfum sér.“ Einnig er þar að finna limruna „Ég, Hrólf- ur Sveinsson“: „Æ, ég er bannsettur bjálfi / sem bruðlað hef eigin sjálfi. / „Í hvað gast þú eytt / því sem aldrei var neitt?“ / spyr frændi minn Helgi Hálfi.“ Í þessum kímilega kveðskap eftir förunaut Helga Hálfdanarsonar leynast kannski brot af alvarlegum þönkum um framlag þýðand- ans til menningar og sögu. Er sköpun þýð- andans ekki ævinlega sá helmingur skáld- verks sem fellur í gleymsku og dá? Stundum er sagt að þýða þurfi merkisverk að nýju fyr- ir hverja kynslóð, alltaf þurfi að semja verkin að nýjum tímum, breyttum aðstæðum. Hvað skilur þá þýðandi eftir sig? En kannski er þetta ekki rétt spurning í þessu samhengi. Þegar að er gáð á áðurnefnd sonnetta Shake- speares við um þýðingar rétt eins og hverja aðra orðasmíð. Það er ekkert náttúrulögmál sem veldur því að þýðingar endist síður en frumsamin verk; endingin veltur í báðum til- vikum á flóknu samspili milli eiginleika text- ans og þeirrar athygli sem hann nýtur. Fái íslenskt tungumál það svigrúm sem nauðsyn- legt er til viðgangs þess á komandi tíð, má ætla að þýðingar Helga Hálfdanarsonar muni ljóma um langa hríð. Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. „Þegar minnst er á heimsbókmenntir í íslensku samhengi koma verk Helga Hálfdanarsonar umsvifalaust upp í hugann og hann hefur farið höndum um fjölmörg verk sem talist hafa sígild á alþjóðavettvangi.“ Á myndinni sést hluti útgefinna verka Helga. ir að skrifa þessar línur, en ég get ekki orða bundist. Að sjálfsögðu hefur Helgi fullan rétt til að láta textann einan tala – og oft óskar maður þess að aðrir sæktu til hans fordæmi í þessu efni. Hlédrægni hans er þó óheppileg að því leyti að landsins færasti þýðandi kann þannig að ýta undir hefðbundna en villandi hugmynd um þá sem fást við að flytja verk handan um höf og skila til okkar á móðurmál- inu. Þessi hugmynd er eiginlega felumynd, því samkvæmt henni eru þýðendur einatt lítt sýnilegir; þeir eru hljóðlátir og hógværir þjónar, sem iðja við það fremur vélræna starf að lesa erlenda texta og skrifa þá jafnharðan upp á máli sínu, lítandi kannski annað slagið í orðabók til að tryggja að orð hæfi orði. Þessi mynd er órafjarri því sem gerist þeg- ar menn takast á við þá flóknu smíð, sem sér- hvert gott bókmenntaverk er, og endurskapa hana á öðru tungumáli. Hvert orð kann að skipta máli en samt er langt frá því að ávallt bjóðist augljóst orð eða orðalag í stað þess sem frumtextinn geymir. Þessi endursköpun byggist á sérstökum hæfileika sem erfitt er að lýsa í stuttu máli en ef ekki væru til ein- staklingar sem búa yfir þessum hæfileika í ríkum mæli þá hefði orðið heimsbókmenntir enga merkingu. Það hugtak er alla jafna not- að um verk sem þykja framúrskarandi og er þá iðulega tekið mið af safni verka frá fyrri tímum sem talin eru sígild. Á síðustu árum hafa ýmsir látið þá skoðun í ljós að engin verk séu sígild í sjálfum sér. Þau séu með- höndluð, túlkuð og endurframleidd í ýmsu sambandi. Þetta er auðvitað rétt og þýðendur eru lykilmenn í þessu ferðalagi bókmennta- verka gegnum tímann og um veröldina, milli mála og menningarheima. Þegar minnst er á heimsbókmenntir í ís- lensku samhengi koma verk Helga Hálfdan- arsonar umsvifalaust upp í hugann og hann hefur farið höndum um fjölmörg verk sem talist hafa sígild á alþjóðavettvangi. Auk ljóða, sem vikið verður að síðar, og leikrita Shakespeares, má hér nefna önnur leikrit, einkum hið mikla safn Grískir harmleikir sem út kom 1990 og hefur að geyma 32 leikrit eft- ir Æskilos, Sófókles og Evrípídes. Fyrir fjór- um árum kom út bókin Sígildir ljóðleikir (1997), þar sem lesa má fimm leikrit eftir þá Calderón, Corneille, Racine, Dantas og Ibsen (Pétur Gaut eftir þann síðastnefnda) í þýð- ingu Helga. En stærsta afrek Helga er þó þýðing hans á leikritum William Shake- speares, öllum 37 að tölu. Hin fyrstu birtust sem fyrr segir 1956 en þau síðustu 1991. Í grein sem ég birti í Andvara 1987 um kann- anir mínar á Shakespeareþýðingum Helga, einkum þýðingunni á Hamlet, þótti mér við hæfi að kenna þýðingalist hans við „skapandi tryggð“, þar eð hún byggðist að miklu leyti á samslætti þessara einkenna, sem löngum hafa verið talin ósættanleg í þýðingum: ná- kvæmni og trúnað við frumtexta annarsvegar og listrænni endursköpun hinsvegar. Ég er enn sömu skoðunar. Eftir að Helgi lauk við að þýða leikverk Shakespeares hefur hann gert sitthvað fleira til að miðla þeim til lesenda; má þar nefna safn tilvitnana í leikritin, Veröldin er leiksvið (1996), og sögur eftir leikritunum, Á slóðum Vilhjálms (1993). Í síðari bókinni segir Helgi í formála: „Það er von sögumanns, að frásagn- ir þessar geti orðið ýmsum, ekki sízt ungling- um, nokkurs konar vegvísir inn í leikritaheim Shakespeares, og má þá enginn ætla að þær séu neitt annað og meira.“ Þessi vegvísir er á stílfögru máli og minnir að sínu leyti á þýð- ingar Helga á bókunum Við sagnabrunninn (1971) og Við tímans fljót (1985), sem Alan Boucher tók saman og geyma ýmsar frásagn- arperlur heimsbókmenntanna í aðgengilegu formi. Í menningarmiðlun sinni hefur Helgi því sinnt jafnt unnendum leikhússins sem og les- endum á öllum aldri og farið víða í þeirri við- leitni sinni. Samt held ég að ýmsum hafi komið á óvart að fá Kóran, helgirit múham- eðstrúarmanna, í þýðingu Helga árið 1993. Í heimi sívaxandi fjölmenningar er ekki ónýtt að eiga nú þetta mikilvæga rit á íslensku, þótt ekki sé það þýtt úr frummálinu – fremur en grísku harmleikirnir. Í glettinni athuga- semd sem fylgir Kóraninum segir Helgi: „Þýðandi þessarar bókar hefur stundum kall- að það sérgrein sína að þýða úr málum sem hann skilur ekki.“ Raunin er sú að löngum hefur tíðkast að þýða verk úr „millimálum“ og styðjast jafnvel við nokkrar þýðingar á öðrum málum þegar þýðandi kann ekki skil á frummálinu. Almennt er vitaskuld ekki hægt að vænta sömu nákvæmni í slíkum þýðingum, en þess ber að gæta að ekki er hægt að dæma bókmenntaþýðingar út frá einhliða ná- kvæmni. Meðal þeirra sem þýða beint úr frummáli má raunar finna mjög mismunandi hugmyndir um jafngildi. Mikið veltur á því hvort þýðandi nær að byggja upp það innra samræmi í verki sínu sem endurskapað fær lykilþætti frumverksins. Málamiðlunin verður flóknari þegar glímt er við millitexta, en glöggur þýðandi er býsna skyggn á það sem gerist þegar farið er milli mála; hann þekkir þetta dularfulla bil milli málheima betur en flestir aðrir. Eins og fram hefur komið hefur Helgi mjög fengist við að þýða leikrit en hann er líka kunnur enduryrkjandi ljóða. Mörkin þarna á milli eru ekki skýr, því þau leikrit sem Helgi hefur þýtt eru að verulegu leyti í bundnu formi. En úr smiðju Helga hafa kom- ið þýðingar á miklum fjölda ljóða úr ýmsum heimshornum. Í kjölfar þeirra tveggja bóka sem fyrr var getið, Handan um höf og Á hnotskógi, kom Undir haustfjöllum (1960). Efni úr þessum þremur bókum var endurbirt ásamt með nýrri þýðingum í Erlendum ljóð- um frá liðnum tímum (1982), en þar voru ekki ljóð sem birst höfðu í millitíðinni í bókunum Kínversk ljóð frá liðnum öldum (1973) og Japönsk ljóð frá liðnum öldum (1976), en þær voru svo endurbirtar með viðbótum í Ljóðum úr austri (1992). Á síðastliðnum áratug birt- ust ennfremur bækurnar Í skugga lárviðar. Þrjátíu ljóð eftir Hóras (1991) og Nokkur þýdd ljóð (1995). Þegar blaðað er í gegnum þetta ljóðasafn allt saman, er deginum ljósara að verkum Helga verður ekki lýst með einhlítu móti. Rétt eins og sumir þekkja Helga best af þýð- ingum hans á leikritum Shakespeares, aðrir af grísku harmleikjunum og enn aðrir af lestri prósans ljúfa Við sagnabrunninn, þann- ig eiga ljóðaþýðingar Helga mismunandi hlutdeild í ólíkum lesendum. Heyrt hef ég sagt að Hóras fari Helga vel. Aðrir telja þýð- andann ná mestu flugi í þýðingum þýsku og ensku skáldanna frá rómantíska skeiðinu á öndverðri 19. öld. Enn aðrir dást að túlkun Helga á hinni brothættu sambúð ógnar og fegurðar í ljóðum sem marka upphaf módern- ismans, allt frá Baudelaire til Rilke og T.S. Eliot. Sumir girnast einkum að lesa Rúbajat- þýðingu hans og hafa gaman af að bera hana saman við aðrar íslenskar öndvegisþýðingar á þýðingu Fitzgeralds á persneskum bálki Ómars Kajam. Og það er ekki einleikið með þessar þýðingar á þýðingum, því ég veit að ófáir lesendur hafa alveg sérstakt dálæti á útleggingum Helga á japönsku og kínversku „Þótt þýðingar þessar beri handbragði eins og sama þýðanda vitni, þá er ljóst að hann getur brugðið sér í ýmsan ham. Tjáningarsvið hans nær allt frá tærasta einfaldleika yfir í ólgandi svelg þeirra kennda sem eru að því komnar að brjóta af sér fjötra tungumálsins. Oft vekur furðu hve honum tekst að sýna frumtexta mik- inn trúnað á ýmsum merkingarsviðum, en hann er líka djarfur við frávik þegar honum svo sýnist.“ Morgunblaðið/Kristinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.