Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 9
Við Sørenga var opnaður fyrir nokkrum árum „miðaldagarður“ með rústum kirkna og klaustra frá miðöldum. Á svæðinu er ráðgert að byggja óperuhús og háskólanum stendur til boða lóð niðri við vík fyrir safnið. Er stefnt að því að opna safnið árið 2011. Minjarnar í víkingaskipasafninu urðu tilefni blaðaskrifa í Noregi fyrr á árinu, þar sem sér- fræðingar háskólans skiptust á skoðunum. Tókust þar á annars vegar safnapólitísk viðhorf yfirstjórnar háskólasafnanna og forstöðu- manns þeirra og hins vegar verndarsjónarmið fjölda sérfræðinga á sviði fornleifafræði, lista- sögu og forvörslu, með safnstjóra víkingaskipa- safnsins í broddi fylkingar. Ástæðan er að nefnd sem ætlað er að móta framtíðarstefnu háskólasafnanna mælti með því að skipin yrðu flutt frá Bygdøy og í nýja safnið sem fyrirhugað er að reisa við Sørenga/Bjørvika. Helstu rök nefndarinnar með flutningunum eru að í nýja safninu verði rakastýring þannig að unnt verði að veita öllum gripunum viðun- andi varðveisluskilyrði. Safnið í Bygdøy er án nokkurrar rakastýringar, þannig að við veðra- breytingar verða miklar sviptingar á rakapró- sentu í húsinu. Víkingaskipin eru óvarin fyrir rakasveiflun- um, en aðrir gripir safnsins eru inni í raka- stýrðum sýningarskápum. Leggur nefndin til að víkingaskipin fái nýjan og æðri sess í sýning- arsal sem veit út að víkinni í Sørenga/Bjørvika, þar sem varðveisluskilyrðin yrðu í samræmi við nútíma kröfur. Þá bendir nefndin á að safnhúsið í Bygdøy sé það lítið að erfitt sé að taka á móti öllum þeim fjölda gesta sem sækja safnið. Þangað koma um 450 þúsund gestir árlega, flestir á sumrin. Þannig voru gestir safnsins 130 þúsund í júlí- mánuði 2000. Bílastæði eru fá og skapast um- ferðaröngþveiti utan við safnið á annasömum dögum samkvæmt úttekt nefndarinnar. Þá er engin veitingaaðstaða í safninu, safnbúðin lítil og miðasala illa staðsett. Nefndin lagði jafnframt áherslu á að flutn- ingur víkingaskipanna væri mikilvægur í tengslum við stefnumótun háskólasafnanna. Nefndin stefnir að því að reisa nýtt faglega sterkt háskólasafn í nágrenni við miðaldagarð og miðaldarústir. Hún telur að safnið yrði ein- faldlega ekki eins áhugavert ef safnheildin yrði ekki sameinuð, enda er víkingskipasafnið eitt vinsælasta safn Noregs. Þau sem mæla gegn því að fornminjarnar verði fluttar hafa bent á að meginið af viðar- gripunum séu svo viðkvæmir að þeir þoli ekki flutning. Þannig séu sleðarnir í raun aðeins skel sem haldið sé saman af lakki og lími og að við- arkjarninn sé orðinn að duftkenndum viði. Mið- hluti Oseberg-skipsins sé límdur og kíttaður saman af þúsundum smábúta, og sé hætta á að það falli að hluta til saman við flutning. Önnur rök gegn því að víkingaskipin verði flutt, eru að í Bygdøy var á sínum tíma ákveðið að reisa öll sjóminjasöfn borgarinnar og það myndi skaða sjóminjasafn Óslóar, Kon-Tiki safnið og Fram safnið ef víkingaskipin yrðu flutt. Þá hafa leiðsögumenn bent á að nýja safnið verði svo langt frá öðrum minjastöðum í Ósló að ekki muni reynast unnt að sækja safnið heim í hefðbundinni Óslóarferð verði safnið flutt. Forvarsla haugfjárins frá Tune, Gokstad og Oseberg var mjög krefjandi og áhugavert verk- efni fyrir norska safnmenn. Á þetta einkum við um viðargripina. Skipin voru mestmegnis úr eik, en hlutar þeirra voru úr furu og birki. Við- argripirnir voru gerðir úr eik, furu, beyki, aski, elri og hlyni. Varðveisluskilyrði þessara viðar- tegunda í jörðu er mjög misjöfn og þurfa þær því mismunandi meðhöndlun. Forvarsla Oseberg-minjanna var vel skráð, rétt eins og uppgröfturinn. Varðveisluskilyrði fyrir viðargripi og aðrar lífrænar leifar í haugnum voru góð. Í honum var þykkt leirlag og einnig torf sem hafði press- ast saman og myndað þéttan massa og hindr- uðu lögin aðgang skaðvaldanna súrefnis og vatns að leifunum. Viðurinn var þó fúinn eftir langa veru í rakri, bakteríuríkri jörðu. Jarð- vegsfargið ofan á skipunum olli því að flestir gripirnir höfðu brotnað illa. Einn sleðanna var þannig í um 980 hlutum og reyndist ómögulegt að finna réttan stað fyrir 87 smábúta. Miðhluti Oseberg-skipsins hafði brotnað í um 2000 parta. Það var því tímafrek nákvæmnisvinna að setja gripina saman. Til að hindra að þeir verpt- ust eða féllu saman og útskurðurinn afmynd- aðist var nauðsynlegt að veita þeim viðeigandi meðhöndlun. Enda gáfu gripirnir ómetanlega mynd af lífi hefðarfólks á víkingaöld, auk þess sem þeir eru einstakar heimildir um handiðnir og listastíla aldarinnar. Þetta var fyrir tíma for- varða við söfn Óslóarháskóla, og fór Gustafson sjálfur í ferð um Sviss og Danmörku árið 1904 til að kynna sér þær aðferðir sem notaðar voru við forvörslu viðargripa. Við danska þjóðminjasafnið í Kaupmanna- höfn voru viðargripir yfirleitt meðhöndlaðir með álúni (álúmi), sem er hvítt duft sem var mikið notað við forvörslu áður fyrr. Var við- urinn hitaður í blöndu álúns og vatns í rúman sólarhring. Þegar viðurinn kólnaði harðnaði ál- únið, sem einnig fyllti út í allt holrúm og hindr- aði þannig að viðurinn skryppi saman. Því næst var borin línolía á viðinn til að hindra að hann yrði of þurr og að endingu var hann lakkaður með möttu lakki. Þótti aðferðin mjög góð þar sem viðurinn hélt lagi sínu eftir meðhöndl- unina. Sleðarnir og ýmsir smærri gripirnir frá Ose- berg voru meðhöndlaðir með álúni. Að forvörslu lokinni voru viðarstykkin límd saman. Þar sem límfletir féllu ekki saman var fyllt inn með blöndu af lituðu gifsi og viðartrefj- um til að gera þá hluta sem líkasta viði í útliti. Jafnframt varð að styrkja ýmsa stóru grip- ina. Eru sumir þeirra, svo sem sleðar, endur- gerðir utan um stuðningsgrind úr járni. Á þessum tíma var ekki vitað það sem nú er alkunna, að ef ekki er gætt að því að rakanum sem umlykur álúnmeðhöndlaða gripi sé haldið stöðugum, þá eyðileggjast gripirnir. Við miklar og örar rakasveiflur myndast álúnkrystallar sem sprengja viðinn. Í ljós hefur komið að fjöldi gripa sem meðhöndlaðir eru með álúni verða afar stökkir með tíð og tíma. Harði kjarninn inni í gripunum molnar smám saman og verður að dufti, og yfirborðið er í raun þunn brothætt skel. Gripirnir verða mjög viðkvæmir gagnvart öllum rakasveiflum. Skipið og aðrir gripir úr eik voru þurrkaðir og því næst varðir með línolíublöndu. Furan var þurrkuð og lakkborin. Ákveðið var að skilja nokkra af útskornu gripunum eftir ómeðhöndlaða þar sem forverð- irnir treystu því ekki að þær forvörsluaðferðir sem þeir réðu yfir dygðu til að varðveita út- skurðinn. Þannig voru fagurlega útskorin drekahöfuð af sleðunum sett í glerílát fyllt vatni og voru gripirnir sýndir þannig til loka sjötta áratugarins, þegar þeir voru frostþurrkaðir. Járngripir voru soðnir í vatni til að reyna að hreinsa sölt úr málminum. Síðan voru þeir hitaðir í paraffíni til að verja þá. Bronshlutir voru einnig soðnir til að reyna að hreinsa sölt út og því næst lakkaðir. Reipi voru meðhöndluð með glyseríni og leður með olíu. Tekstílarnir voru flestir orðnir að lagskipt- um kögglum. Þeir voru þvegnir varlega og mettaðir með gufu, og reyndist þá unnt að skilja þá flesta að lag fyrir lag. Það tók 21 ár að forverja gripina, eða frá 1905–1926. Það tók jafnframt áratugi að byggja safnið í Bygdøy og voru síðustu gripirnir ekki komnir á sinn stað fyrr en 1957, eða 53 árum eftir uppgröft Oseberg-minjanna. Forverðir háskólasafnanna hafa bent á að þrátt fyrir að álúnmeðhöndluðu gripirnir líti vel út, þá sé það sem við sjáum einungis skel sem haldið sé saman af lakki. Innan við skelina sé duft sem sé blanda af álúnkrystöllum og leifum af viðarfrumuveggjunum. Nýlega urðu forverð- irnir varir við að einn sleðanna úr Oseberg- fundinum er afar illa farin. Verði ekki tekið í taumana er hætta á að hann eyðileggist. Þegar að er gætt má sjá nýja sprungumyndun í viðn- um og má glögg sjá að sleðinn er einfaldlega orðinn að skel sem haldið er uppi af járngrind. Rannsóknin leiddi í ljós að viðarkjarninn er orðinn að dufti og er tímaspursmál hvenær sleðinn fellur saman sé ekkert að gert. Allir þeir aðilar sem að þessu máli koma hafa mikið til síns máls. Söfnin sem um ræðir þarfn- ast þeirra endurbóta sem hér hafa verið nefnd- ar og jafnframt er frumskylda safnanna að varðveita gripina fyrir komandi kynslóðir og koma í veg fyrir að þeir skaðist á nokkurn hátt. Síðastliðið vor samdi stjórn háskólasafnanna við flutningafyrirtæki um að koma með tillögu að því hvernig flutningunum skyldi háttað. Óeiningin vegna fyrirhugaðra flutninga varð þó til þess að ákveðið var að forverðir háskólasafn- anna gerðu úttekt á ástandi gripanna áður en flutningafyrirtækið hæfi sitt starf. Hafa for- verðirnir unnið að úttektinni undanfarna mán- uði. Enn sem komið er hefur því ekki verið ákveðið hvar víkingaskipin og minjarnar úr þeim verða árið 2011. Hvort þau verða þá í Bygdøy eða í Sørenga/Bjørvika mun framtíðin leiða í ljós. Heimildir: Brorson-Christensen, B 1970. The conservation of wat- erlogged wood in the National Museum of Denmark. Kaup- mannahöfn: Danska Þjóðminjasafnið. Christensen, A E, Ingstad A S, Myhre B, 1992. Oseberg Dronningens Grav-Vår arkeologiske nasjonalskatt i nytt lys. Oslo: Schibsted forlag. Marstrander, S, 1986. De skjulte skipene. Oslo: Gyld- endal Norsk Forlag. Mikkelsen, E, 2001. Bør vikingskipene flyttes? Aften- posten,uke 8, nr. 93, 142 årg, lørdag 24. februar 2001, bls. 8. Nickelsen T, 2001. Vikingskipene tåler ikke flytting. Uni- forum-internavis for Universitetet i Oslo nr. 1, 25. januar 2001, bls. 2. Toft M, 2001. Protesterer mot flyttning av vikingskip. Uniforum-internavis for Universitetet i Oslo nr 5, 22. mars 2001, bls. 9. Upplýsingar frá Arne Emil Christensen safnstjóra. Vik- ingskipshuset, Bygdøy, Oslo: a.e.christensen@ukm.uio.no Upplýsingar frá Susan Braovac forverði. Oldsaksamlingen, Frederiks gate 3, 0164 Oslo: susan.braovac@ukm.uio.no Höfundur er doktor í fornleifafræði og stjórnar kennslu í forvörslu forngripa við Óslóarháskóla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. ÁGÚST 2001 9 STRÍÐ Vesturveldanna gegn kín-versku þjóðinni á 19. öld, Breta,Frakka, Bandaríkjamanna, Rússa,einnig Norðurlanda, hafa einkum orðið minnisstæð fyrir grimmdarverk Kín- verja í þessum styrjöldum, kenndum við óp- íum. Tilefni þessa ófriðar alls var einkum að Bretar vildu selja Kínverjum ópíum sem Bretar ræktuðu. Til þess notuðu þeir inn- fædda þræla á landsvæði á mörkum Vestur- og Austur-Indlands sem kallað er Gullni þrí- hyrningurinn. Kínverjar vildu ekki leyfa sölu á ópíum í landi sínu. Nú eiga hinar sömu þjóðir og áttu í ófriði við Kínverja í höggi við sölumenn dauðans sem nýta hina sömu akra til eiturlyfjaframleiðslu og koma afurðum sínum á markað á Vesturlöndum. Það er bannað. Harðstjórar Tvískinnungurinn í alþjóðapólitík Vestur- landa ríður ekki við einteyming og ekki und- arlegt þótt einræðisseggjum eins og Kadaffi í Túnis og Saddam í Írak þyki vestræn hnattvæðing ekki margra fiska virði. Sadd- am hefur verið kunnur á alþjóðavettvangi sem samviskulaus harðstjóri frá því um árið þegar Írakar gerðu innrás í Kúveit undir forystu hans. Olíuríka eyðimerkurspildu sem fyrir tíð einræðisherrans var skilin frá Írak með reglustiku af Bretum í krafti hernaðar- yfirburða. Saddam tókst ekki að endur- heimta Kúveit og hefur þjóð hans verið látin gjalda innrásarinnar með viðskiptabanni sem varla getur talist neitt minna en und- irtektir við tómlæti harðstjórans gagnvart daglegum þörfum írösku þjóðarinnar, svo fá- ránlegt sem það nú er. Hinum fjölmörgu fyrrverandi nýlendum Vestur-Evrópuþjóða í Asíu og Afríku ferst eins og barni sem í uppeldinu hefur verið beitt miklu ranglæti: Frjálsar vænta þessar þjóðir sér aðeins ranglætis frá fyrrum kúg- urum sínum, hvernig svo sem að þeim er far- ið á líðandi stund, með falsi eða af einurð. Það hlýtur samkvæmt því að vera alvitlaus pólitík að reyna að kúga fyrrverandi ný- lenduþjóð í því skyni að ná til harðstjórans sem yfir henni þrumar. En slík er heims- pólitíkin samkvæmt fréttum enda hvorki rekin í þágu mannúðar né upplýsingar held- ur markaðshyggju öðru fremur. Tal um hnattvæðingu og alþjóðasamfélag vísar til þess eins að hægt er að kaupa pitsu og hlusta á Björk á Balí. Nútímahagfræði á sér fylgjendur í fjarlægum heimshornum jafnt sem hér heima á Fróni, sem er hnattvæðing á sína vísu. En einnig hitt að eyðni er að verða óviðráðanleg plága í löndum svartra í Afríku. Auk þess sem sjúkdómurinn breiðist ört út um heiminn ásamt hinu vestræna sið- ferði. Hræsni Nýlenduveldin í Vestur-Evrópu þröngv- uðu siðum sínum upp á hinar svörtu Afr- íkuþjóðir meðan þeim var stætt á því, og með þeim afleiðingum að nú stefnir í óefni hjá því fólki öllu. Frá því í árdaga hafði sér- staklega fjölbreytilegt náttúrufar Afríku leitt til að sama skapi fjölbreytilegrar þróun- ar í menningarlífi heimafólksins, ótölulegs fjölda tungumála og sjálfstæðra ættbálka- samfélaga sem hvert um sig lifði við jafn- vægi milli manns og náttúru á sína vísu. Sátt milli manns og náttúru var komið á með ólík- um aðferðum og metnaði í Arabalöndunum norðan Sahara og í Evrópu þar sem nátt- úrulögmálin virðast rökréttari og mannlífið skiljanlegra. Metnaðurinn á þessum síðast- nefndu landsvæðum vísar til sögulegra markmiða en ekki umhverfisvænna, lífsbar- áttu kristinna manna og múslíma fylgja kröf- ur um frelsun úr fjötrum náttúrlegra þarfa. Báðir siðir reyndust svörtum plágur, þræla- lestir Araba og trúboð kristinna. Hinn hárnákvæmi laufaskurður og víravirki frum- menningar þeldökkra manna í Afríku voru eyðilögð af hinum hvítu jafnóðum og upp- götvaðist með tilvísun hvítra manna, eftir innrás í lendur hinna svörtu, á tilgang mann- lífsins í heimssögulegu samhengi, á trúar- lega réttlætingu þess handan tíma og raka. Kristnin réttlætti því næst notkun reglustik- unnar til að steypa saman ættbálkasamfélög- um í nýlendur sem ráðvilltir heimamenn hafa nú skírt upp á nýtt að fengnu frelsi und- an oki nýlendukúgaranna. Þessar samsteyp- ur ættbálkanna sem nú kallast Tansanía, Zambesí, Rúanda, Tsjad, … kunna sér fá önnur úrræði til að lifa af í löndum reglustik- unnar, að glötuðum hinum margslungnu sáttargerðum forveranna, en áníðslu gegn náunganum og óheft nautnalíf eins og þeir vöndust af hinum hvítu yfirboðurum. Með slíkri eftirbreytni ryðja heimamenn braut að dyrum sínum fyrir fjölþjóðasamfélag mark- aðarins sem svarar óskum hinna svörtu um nútímalíf með alsælu, hermangi og súludansi í stað hinna tilþrifamiklu hópdansa sem trú- boðum ekki líkaði. Eftir að jarðvegurinn hef- ur verið eyðilagður er engin úrlausn fyrir hendi önnur en tileinka sér vestræna fjölda- menningu með einföldunum hennar og ofeldi. Eins og málum hinna fyrrverandi ný- lendna er nú komið eiga þær sér ekki annars kostar völ en hnattvæðingu, en hann er ekki sá besti. Grófasta dæmi um yfirgangssemi nýlendu- skeiðsins í sögu vesturveldanna er þó líklega stofnun Ísraelsríkis 1949. Blóðsúthellingar og heilaþvottur nýlenduskeiðsins á varnar- lausu fólki, eyðileggingar fornra minja, vís- vituð útbreiðsla farsótta og fíkna stenst ekki samjöfnuð við þessa innrás gyðinga í Palest- ínu með stuðningi vesturveldanna sem þar með töldust veita hrjáðri Gyðingaþjóð braut- argengi eftir ranglætisverk Þjóðverja gegn henni á heimsstyrjaldarárunum. Bretar töld- ust eiga Palestínu þar eð þeir höfðu hernum- ið landið eins og flest önnur lönd við Mið- jarðarhafsbotna. Þeir lögðu gyðingum það til í krafti eignarréttarins. Rökin voru að auki að Gyðingaþjóðin hefði búið þarna í sand- inum á tímum Krists og ef til vill eitthvað lengur. Heimamenn réðu engu um þessa lausn mála sem taldist réttlát á vestræna vísu. Þar með lenti sambýli við gyðinga á Aröbum sem ekki aðeins Evrópumenn held- ur raunar allar þjóðir höfðu kinokað sér við svo langt aftur sem sögur ná. Þau ár sem lið- in eru frá stofnun hins nýja Ísraelsríkis hafa leiðtogar lýðræðislegra Vesturlandaþjóða talist gegna hlutverki sáttasemjara í deilum Palestínuaraba og Ísraelsmanna um yfirráð yfir landsvæði Palestínuaraba. Í krafti svo voldugs stuðningsaðila hafa Ísraelsmenn fært út yfirráðasvæði sitt til mikilla muna á kostnað heimamanna á því hálfrar aldar tímabili sem liðið er frá innrás þeirra í lend- ur Palestínuaraba. Er ekki kominn tími til að Arabar sameinaðir taki að sér sáttasemj- arahlutverkið? Að vera eða ekki Ágengni vestrænnar menningar við aðra siði fyrir botni Miðjarðarhafs sem annars staðar er ástunduð af kristilegri hræsni þar sem kærleiksverkin eru höfð í frammi undir byssukjöftum. Fjötrar hafa verið hnýttir, frumþjóðum steypt saman í samsafnað sem á kortum og í sögubókum er kallaður lönd þótt heimamenn sjálfir kunni varla að fara með nafnið, hvað þá meira. Ræturnar eru þessar: Á mörkum austurs og vesturs, í Istanbúl og Ísrael, urðu til vísar að draumóraheimi þar sem saman renna í eitt sjálfleysi austur- lenskrar menningar og sjálfshyggja hinnar vestrænu. Hughyggja og verksvit. Þar með lærðist mönnum að setja sér markmið utan náttúrlegs samhengis, byggja tilvist sína á sögulegum grunni með tilvísun á framtíð sem væri samvinnuverk manna og guða og því fullkomnari en nútíðin. Afleiðingin varð jiddískt-kristið þróunarferli sem tekið hefur á sig ýmsar myndir á löngum tíma, hin ríkjandi nú um stundir er markaðarins. Kjarni þeirrar hnattvæðingar er þráa- hjakk á orðinu ég. Í nafni sjálfselskunnar er nú árið 2001 ástunduð eyðilegging á öllum öðrum siðum en þeim sem teljist ábatavæn- legir. Spænskir innflytjendur í Suður-Am- eríku hengdu flíkur af sóttdauðum út í skóg handa indjánum að hirða svo að hægt væri að nema lönd þeirra án vopnaskaks. Slíkt þótti hinum kristnu ekki tiltökumál. Sama gildir um útbreiðslu vestrænna siða nú á tímum pitsu og popps, lýðræðis á bandaríska vísu. Aðferðirnar eru túlkaðar með hagsýn- isrökum kaupsýslunnar. Þeir sem ekki vilja tileinka sér þau teljast einfaldlega fallnir á eigin heimsku, rétt eins og frumbýlingar hvarvetna fyrrum gagnvart hinum nýja sið aðkomufólksins. Tilvísun nútímamenningar á mannlíf hand- an náttúrlegs samhengis vísar ekki á annan veruleika en bandarísks skemmtiiðnaðar, því miður. Hvarvetna á byggðu bóli verður að sækja menningu í draumasmiðju sem lýtur sömu lögmálum og leikfangasmiðja jóla- sveinsins. Það er ekki hægt að setjast að í draumum; hnattvæðingin byggist því á hrif- næmi og eyðslusemi – þ.e. æskudýrkun. Hinni skapandi eyðileggingu markaðarins. Slík er hnattvæðingin. HNATTVÆÐING Höfundur er rithöfundur. E F T I R Þ O R S T E I N A N T O N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.